Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
Ferðamál
Tæknibrellur með eigln augum
Þegar kvikmyndaver Universal kvik-
myndafélagsins í Hollywood er heimsótt
blasa tækniundiin hvarvetna við aug-
um. Gestir eru leiddir í sal einn mikinn
þar sem fer fr im „stjömustríð“, geim-
verur skjóta á jestina með geimbyssum
en svo kemur „góði“ geimfarinn svíf-
andi og bjargar öUum.
Gestum eru sýnd ýmis tækniundur og
kvikmyndabreUur á myndbandi og sjálf-
boðaliðar úr gestahópnum ía að spreyta
sig í „kvikmyndagerð".
Gestum er ekið í opnum vögnum í
gegnum kvikmyndaverið og lenda í
ýmsum ævintýrum í þeirri ferð. Komið
er í fiiðsælt '„sveitaþorp" frá dögum
kábojanna. AUt er skrælnað af þurrki,
en skyndUega dettur á mikil rigning.
Það helhrignir þama stutta stund og
áður en varir er komið flóð. Það fossaði
niður eftir götunni og reif með sér feysk-
ið tré sem þama stóð eitt sér. Þetta var
sannkaUað tækniundur. Eftir andartak
hætti rigningin, flóðið sást ekki lengur
og tréð reis upp á ný eins og ekkert
hefði ískorist.
Þá fóm vagnamir með gestina í gegn-
um „Rauða hafið“ sem opnaðist eða
þomaði upp eins og fyrir Israelsmennina
forðum. Haldið var í áttina að „íshelli"
sem við áttum ekki von á að hefði mik-
il áhrif á þá sem vanir em alvöruís og
snjó. Það var nú eitthvað annað. ís-
heUirinn var basði kuldalegur og áhrifa-
mikiU þannig að með óhkindum var.
Ekið var eftir götumyndum sem notr
aðar hafa verið í fjölmargar kvikmyndir
með viðeigandi breytingum. Á fyrstu
dögum kvikmyndanna vom notaðar
aUs kyns breUur sem ekki er lengur í
tísku að nota. T.d. vom notaðar stórar
dyragættir þar sem konumar sáust, því
þá var um að gera að konumar væm
sem aUra minnstar vexti. Hinum megin
við götuna vom dyragættimar mjög htl-
ar. Þar vom kábojamir og töffaramir
myndaðir og þeir áttu að sýnast sem
allra stærstir!
Þama mátti sjá hús sem stóð í ljósum
logum, eldtungumar stóðu út um
glugga og dyr en húsið brarrn samt ekki.
Draugahúsið úr Phsyco, mynd Hitch-
cocks, trónaði þama uppi á hæðardragi.
Kafbátar momðu í tjamarkríh og þar
var einnig ófreskjan úr Jaws en hún
var ekki virk þann daginn sem okkur
bar að garði, var í viðgerð. Á einum
stað vom hfandi dýr sem sýndu kúnstir
Dæmigerð götumynd úr kvikmyndaverínu. Stórhýsið á hægri hönd er ekkert nema
framhliðin sem haidið er uppi af stoðum á bakhliðinni.
Gestavagninn á leið ofan i „Rauða hafið“ sem þurrkaðist upp fyrír framan
vagninn og hann ók þurrum hjólum yfir á bakkann hinum megin.
sinar og m.a. var sýnt hvemig teknar
em nærmyndir af fálkum á flugi. Það
er gert þannig að falkatemjarinn heldur
með hanskaklæddri hendinni um fót
falkans og heldur honum fyrir framan
vindmaskínu sem er á fúllri ferð.
Margar af þessum brellum hafa verið
opinberaðar í myndum í sjónvarpinu en
það er sérstök upphfún að sjá þetta með
eigin augum og hreint ótrúlegt hvemig
hægt er að blekkja fólk.
Ferðin í gegnum kvikmyndaverið tek-
ur um tvo klukkutíma og kostar 13
dollara fyrir manninn.
-A.BJ.
„SbipSrgaeyjan
A fáu er nú hneykslast jafnmikið
meðal siðsamra eldri kvenna á eyj-
unni Formentera en fáklæddu fólki,
eða réttara sagt alls óklæddu fólki,
sem sækir nú mjög stíft á strendur
Formentera. Fyrir þá sem ekki vita
þá er Formentera ein af Balearaeyj-
um, rétt sunnan við eyna Ibiza.
Eyjan er um þessar mundir einn
eftirsóttasti afslöppunarstaður
„striplinga“ og reynist lítt hrifnum
innfæddum erfitt að spoma gegn
þessum straumi fólks. Þetta „nektar-
æði“ byrjaði fyrir fáeinum árum, þá
aðallega í felum á fáfamari stöðum
eyjarinnar. Æðið var svona fljótt að
ágerast og þykir nú bara gamaldags
og hallærislegt að klæðast einhverj-
um pjötlum á ströndinni. Þó eru
alltaf einhverjir sem láta ekki segja
sér hvemig þeir eiga að vera eða
ekki vera er þeir flatmaga á strönd-
inni. En þeir sem gerast svo hug-
rakkir að klæðast baðfötum við
strendur Formentera skera sig virki-
lega úr fjöldanum og vekja þar af
leiðandi meiri eftirtekt en aðrir.
Eins og gefur að skilja hafa síðast-
liðin ár verið hreinasta hörmung
fyrir þá sem hingað til hafa haft lifi-
brauð af því að selja baðföt á
Formentera en uppgrip fyrir seljend-
ur alls kyns sólarolía og -krema. Nú
notar fólk nefnilega enn meiri sóla-
rolíu en áður því nú þarf til dæmis
að smyrja rassinn og aðra staði sem
áður hafa verið faldir undir baðflík-
um. „Striplingarnir" láta sér þó
nægja, mörgum til mikils léttis, að
striplast um á baðströndinni einni
en ekki til dæmis er þeir fara að
versla, hjóla eða í göngutúra um
eyna.
Á Formentera er fjöldi góðra veit-
ingastaða sem sérhæfa sig í sjávar-
réttum og er nokkuð ódýrt að borða
úti. Ys og þys einkennir ekki líf íbúa
Formentera, engar flugvélar og lítið
um bíla. Allt heldur afslappað og
þægilegt. -Ró.G.
Innfæddar og siðsamar maddömur Formentera eru ekki sérlega hrifnar
af því „nektaræöi" sem nú ríkir á eynni. „Striplingar“ hópast þúsundum
saman til aö leyfa geislum sólarinnar að skína á sig alla, baöföt eru nú
aldellis hallærislegt fyrlrbæri þar um slóðir.
Óþolandi seinagang-
ur á Kennecflyflugvelli
Fyrir útlendinga sem koma flug-
leiðis til Kennedyflugvallar í New
York í dag hefur aðkoman lítið
breyst í nokkru tilliti frá þeim dög-
um er innflytjendumir þurftu að
bíða klukkutímum saman eftir að
fá afgreiðslu hjá innflytjendayfir-
völdunum á Ellis eyju segir f
Reutersfrétt.
Erlendu flugfélögin, sem flytja
farþega sína til Kennedyflugvallar,
halda því fram að innflytjendaeftir-
litið sé illa mannað og það orsaki
endalausar biðraðir þeirra þús-
unda ferðamanna sem þama koma
á hverjum degi og geta þurft að
bíða allt að fjórar klukkustundir
eftir afgreiðslu.
„Ástandið hefur verið slæmt í
mörg ár en nú keyrir alveg um
þverbak," er haft eftir John
Bastable, talsmanni írska flugfé-
lagsins Áir Lingus. Hann sagði að
reynt hefði verið að ná eyrum ráða-
manna í Washington en það hefði
ekki tekist. Því hefði verið ákveðið
að vekja athygli almennings á
málinu.
Air Lingus er eitt af tólf flug-
félögum sem stofnað hafa samtök
Evrópuflugfélaga í Norður Atl-
antshafeflugi sem nú ætlar að
þrýsta á þingmenn í Washington
að koma fram umbótum í málinu.
Hin félögin í þessum Evrópusam-
tökum eru Air France, Air Portug-
al, Alitalia, Finnair, Iberia, KLM,
Lufthansa, Olympic, Sabena, SAS
og Swissair.
Talsmaður samtakanna, Fred
Ferguson, sagði að erlendir ferða-
menn misstu oft af áframhaldandi
flugi vegna þess að þeir þyrftu að
bíða tímum saman í brennheitum
afgreiðslusal útlendingaeftirlitsins
þar sem hvorki væri að finna vatn
né salemisaðstöðu.
Útlendingaeftirlitið hefur stung-
ið upp á að flugfélögin dreifi
komum véla sinna til Kennedyflug-
vallar í stað þess að allar vélarnar
komi inn um miðjan dag.
„Það myndi þýða að vélarnar
kæmu aftur til Evrópu milli kl. 3
og 4 um nóttina,“ sagði Ferguson.
Elmer Hasker, talsmaður útlend-
ingaeftirlitins, segir að fjárveiting-
ar hafi verið skornar niður um 25,5
milljón dollara sem hefði leitt til
þess að starfsmönnum var fækkað
og ekki ráðið í nýjar stöður. Starfs-
mönnum eftirlitsins á Kennedy-
flugvelli hefur fækkað í 120 úr 160
frá ársbyrjun. Tuttugu og níu sum-
arafleysingamenn voru ráðnir og
hefur verið farið þess á leit að fá
að ráða tólf menn til viðbótar.
Hasker hefur sagt að nauðsynlegt
sé að ráða um fimmtíu fasta starfs-
menn til eftirlitsins. „Takmark
okkar er að koma farþegum frá
borði og út á götuna á einni
kiukkustund," sagði hann.
Umferð um flugvöllinn hefur
aukist um 5% frá síðasta ári. Því
má bæta við að á tímabilinu frá
kl. 2.30-4.30 á degi hverjum lenda
tólf belgvíðar farþegaþotur á vell-
inum.
Það þýðir að afgreiða verður um
fjögur þúsund farþega á tveimur
klukkustundum.
Sú hugmynd að láta erlendu
ferðamennina greiða afgreiðslu-
gjald hefur ekki fallið í góðan
jarðveg. í leiðara í stórblaðinu New
York Times var málið til umræðu
á dögunum. Þar var m.a. bent á að
útlendingaeftirlitið væri ekki
„þjónusta" við útlendinga heldur
mikilvægt fyrir öryggi landsins.
„Ef það væru Bandaríkjamenn
sjálfir sem lentu í þessum biðröðum
væri búið að leysa vandamálið fyr-
ir löngu,“ er haft eftir Bastable frá
Air Lingus.
Því má bæta við að Flugleiöir,
sem fljúga daglega til New York,
koma inn til lendingar á Kennedy-
flugvelli eftir að þessar biðraðir eru
horfnar eða upp úr kl. 7 á kvöldin.
Bið eftir útlendingaeftirlitinu er
því nánast óþekkt fyrirbæri meðal
farþega Flugleiða. Hins vegar
missa þeir stundum af áframhald-
andi flugi en það er þá vegna þess
að seinkanir hafa orðið á fluginu
sjálfu. -A.BJ.