Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Bylgjan á bamsskónum „Við leggjum áherslu á að hafa fréttirnar stuttar, hnitmiðaðar og glænýj- ar,“ sagði Árni Snævarr fréttafulltrúi á vakt hjá Bylgjunni. Bylgjan er komin í loftið. Þetta er fyrsta stöðin sem tekur til starfa eft- ir að ný útvarpslög tóku gildi um síðustu áramót. Margir hafa beðið með óþreyju eftir að þess sjái stað að einokun ríkisútvarpsins sé niður fallin. Nú hefur fyrsta „útvarpsfélag- ið“ hafið rekstur. Enn er óljóst hvort einhverjir eiga eftir að feta í fótspor- ið ef frá er talið að sjónvarpsstöð er í undirbúningi. Útsendingar Bylgjunnar eiga að standa frá kl. 6.00 að morgni látlaust til miðnættis. Alla virka daga verður dagskráin í sömu skorðum. Einstakir dagskrárgerðarmenn fá sinn tíma til ráðstöfunar þar sem hlustendum verður fylgt eftir í daglegu amstri þeirra. Tónlist verður ríkur þáttur í dagskránni í bland við viðtöl og fréttir. Það kemur í hlut Sigurðar G. Tóm- assonar að koma fólki á fætur með morgunþætti sem sendur er út á tím- anum frá 7.00 til 9.00. Áður gefst þó þeim árrisulu kostur á að hlýða á tónlist í klukkustund. Páll Þor- steinsson leysir Sigurð af hólmi kl. 9.00 og flytur hlustendum blandaða dagskrá til hádegis. KL. 12.00 verða sagðar fréttir og síðan tekur við þáttur fyrir neytend- ur þar sem hlustendum verður auk þess gefinn kostur á viðskiptum á flóamarkaði. Kl. 14.00 verður Pétur Steinn Guðmundsson með síðdegis- þátt og síðan tekur Hallgrímur heim úr vinnunni fram til kl. 19.00. Fleiri tilbrigði verða við kvöld- og helgardagskrána. Vinsældalistinn verður leikinn á þriðjudögum og laugardögum. Þrisvar í viku verður Þorsteinn J. Vilhjálmsson með þátt um það sem er á döfinni í bæjarlíf- inu. Á fimmtudagskvöldum verður spennuleikrit og grínþáttur í umsjá Eddu Björgvinsdóttur og Randvers Þorlákssonar um helgar. Undirbúningur dagskrárinnar hef- ur staðið síðustu mánuði. Síðustu dagana hefur loft verið hlaðið spennu í húsakynnum Bylgjunnar við Snorrabraut. Og á fimmtudags- morguninn rann stóra stundin upp. Helgarblaðið var þar og fylgdist með stemmningunni þennan fyrsta dag. Einar Sigurðsson hóf útsendinguna kl. 7.00 á fimmtudagsmorgninum. Á meðan biðu þeir Davíð Oddsson borgarstjóri og Sigurður G. Tómasson 'dagskrárgerðarmaður átekta. II ' DV-mynd PK „Einsogaðtrekkja stóra klukku -sagði Einar Sigurðsson eftir síðustu lotu undirbúningsins „Undirbúningurinn fyrir útsend- ingar Bylgjunnar var eins og að trekkja stóra klukku með mörgum tannhjólum og miklu verki. Það á eftir að heyrast í þessari klukku víða og lengi. Þetta er ekkert vasaúr,“ sagði Einar Sigurðsson, útvarps- stjóri Bylgjunnar, í miðjum önnum fyrsta útsendingardagsins. „Nú er klukkan komin í gang. Það verða auðvitað einhverjir hnökrar í byrjun meðan hjólin eru að slípast en það er engin hætta á öðru en að þetta takist." Einar lagði nótt við dag með sam- starfsmönnum sínum síðustu dagana fyrir fyrstu útsendinguna. „Það hef- ur tekist að byggja hér upp alvöru útvarpsstöð á undraskömmum tíma enda starfsandinn og samstaðan góð hér í húsinu,“ segir Einar. „Það var þegar ég fór heim nóttina fyrir fyrstu útsendinguna sem ég fékk þessa til- finningu að við værum með stóra klukku í höndunum. Þá var aðeins spumingin um hvort hún gengi eða ekki. Og hún gengur. Ég lít svo á að það sem við emm að gera sé hliðstætt því sem gerðist þegar Dagblaðið kom út í fyrsta sinn. Þá náði nýtt blað fótfestu á markaði sem fáir töldu að væri fyrir hendi. Eins er það með Bylgjuna. Það er ekki langt síðan talið var óhugsandi að markaður væri til að standa und- ir rekstri útvarpsstöðvar." - En áttu ekki von á að samkeppnin verði hörð? „Það verður tekist á um hlustendur á næstu mánuðum. Þeir sem í þessu standa hugsa fyrst og fremst til hlustenda við allt sem þeir gera hér. Það eru hlustendurnir sem allt í rekstri útvarpsstöðvar snýst um. Það er lífsspursmál fyrir okkur að ná til hlustenda. Tekjur okkar koma af sölu auglýsinga og þær fáum við ekki nema við getum sýnt fram á að einhverjir hlusti á okkur. Ríkisút- varpið verður einnig að ná til hlust- enda því það getur ekki réttlætt skattlagningu til að standa undir rekstrinum nema sýnt sé fram á að einhverjir hlusti á það. En þessi samkeppni verður rekin á grundvelli fagmennsku af okkar hálfu og þær kveðjur, sem við höfum fengið frá útvarpsstjóra, benda til að það sama verði uppi á teningnum af hálfu Ríkisútvarpsins. Markús Öm sendi okkur i morgun hlýjar og notalegar kveðjur ásamt blómvendi í tilefni af þessum áfanga. Við ætlum að umgangast Ríkisút- varpið eins og aðrar stofnanir í þjóðfélaginu og ég veit ekki annað en það muni gera slíkt hið sama. Við ætlum okkur ekki í samkeppni á öðrum grundvelli en faglegum. Það verður ekkert skítkast. Við setjum upp okkar dagskrá og reynum að gera hana sem best úr garði. Önnur vopn höfum við ekki. Við viljum keppa heiðarlega og af drengskap og ég held að það sé gagnkvæmt.“ - Hefur þú trú á að þessi stöð fái einhvem pólitískan lit? „Við erum bundin af lögum um útvarpsrekstur þar sem m.a. em ákvæði um hlutleysi og við fylgjum þeim. En hér innanbúðar er fólk með margvíslegar pólitískar skoðanir. Það er óhugsandi að ætla sér að ráða fólk án skoðana. Við ætlum að láta fagmennskuna ráða. Það er sá mæli- kvarði sem lagður verður á hvernig hér hefur tekist til.“ - Og á Bylgja eftir að verða langlíf? „Já, við hefðum aldrei sett þessa stöð á laggirnar ef við hefðum ekki ætlað henni langlífi. Við reynum að laga okkur eftir því nýjasta á hverj- um tíma. Já, auðvitað gengur þetta upp,“ sagði Einar Sigurðsson. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.