Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Hinhliðin •Steingrímur J. Sigfusson segist helst vilja búa með kindur og hesta til að smala þeim. „Hefur lengi langað að hítta Castro“ - segir Steingnmur J. Sigfusson alþingismaður „Það er mikið að gera þessa stund- ina og verulega tekið að lifria yfir þessu enda þinghald að nálgast,“ sagði Steingrímur J. Sigfusson al- þingismaður en hann sýnir lesendum DV hina hliðina á sér að þessu sinni. Steingrímur er nú í þann veginn að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili á Al- þingi en hann var kosinn á þing 23. apríl 1983, þá 27 ára gamall og yngst- ur þingmanna. Svör Steingríms fara hér á eftir: Fullt nafn: Steingrímur Jóhann Sig- fiísson. Aldur: 31 árs. Maki: Bergný Marvinsdóttir. Laun: Venjuleg laun þingmanna, líklega um 75 þúsund. Bifreið: Ég á hálfan Volkswagen á móti konunni. Helsti veikleiki: Ég sem Þingeyingur hef mestar áhyggjur af því að sjálf- straustinu hraki með árunum. Helsti kostur. Ég verð að teljast umburðarlyndur maður. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti? Það yrði þá í Happdrætti Háskólans. Ég myndi gefa helminginn til þróunar- og hjálparstarfs, eins og gjaman þegar ég vinn í happdrætti og vænt- anlega fá mér traustari bifreið fyrir hinn helminginn. Myndir þú vilja vera ósýnilegur í einn dag? Já, það væri gaman að prófe það. Mestu vonbrigði í lífinu: Ekki orðið •fyrir neinum alvarlegum vonbrigð- um ennþá. Mesta gleði í lífinu: Þegar strákur- inn minn byijaði að orga eftir erfiða fæðingu. Uppáhaldsmatur: Hákarl og yfirleitt öll veiðibráð. Uppáhaldsdrykkur: Sanitas pilsner með 2% alkóhólinnihaldi. Uppáhaldslag: Örstutt spor, lag eftir Jón Nordal, ljóðið eftir HalldórLax ness og sungið af Svölu Nielsen. Einnig verð ég að nefha We shall overcome með Louis Armstrong. Uppáhaldshljómsveit: Ingimar Ey- dal er uppáhaldshljómsveitin mín. Uppáhaldssöngvari: Louis Armstr- ong og ég sjálfur. Uppáhaldsstjómmálamaður David Langey, forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands. Hann hefúr staðið sig frábær- lega í baráttunni við yfirgang Bandaríkjamanna. Uppáhaldsíþróttamaður Æskuvin- kona mín, Oddný Ámadóttír.. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Verð að nefha tvo, Guðna Bragason og Ög- mund Jónasson. Uppáhaldsblað: Norðurland, Þjóð- viljinn og svo er ég veikur fyrir Víkurblaðinu á Húsavík. Uppáhaldstímarit: Mother Johns, tímarit mjög vinstrisinnaðra manna í Bandaríkjunum. Það er svo vinstri- sinnað að allir áskrifendur eru á lista hjá CIA. Umsjón: Stefán Kristjánsson Uppáhaldsrithöfundur: Halldór Laxness. Ef þú yrðir bóndi á morgun með hvaða skepnur vildir þú helst búa? Kindur og hesta til að smala þeim. Ætlar þú að kjósa sama flokk í kom- andi alþingiskosningum og þú kaust síðast? Já. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni: Andvígur. Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta í borgarstjóm Reykjavík- ur: Skelfilega andvígur honum Hvaða verk ert þú ánægðastur með af verkum þínum í sumar? Ég er mjög ánægður með ferð sem ég fór í í sumar yst út á Langanes og skoð- aði þar meðal annars Skálar. Eitthvað sérstakt sem þú steíhir að í vetur Ég stefrii að því að krafsa í stjómarflokkana. Ef þú yrðir að syngja lag á Amar- hóli að viðstöddu fjölmenni hvaða lag myndir þú velja þér? Ég myndi líklega reyna við lítið lag sem við jarðfræðinemar rauluðum hér um árið. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Já, þokkalegan, en við erfiðar aðstæður þar sem ég er jú þing- maður hér fyrir sunnan en bý fyrir norðan. Vaskar þú upp fyrir eiginkonuna? Nei, ég vaska upp fyrir okkur. Besta bók sem þú hefur lesið: Lík- lega Alþýðubókin eftir Laxness. Einnig langar mig að nefha ljóð- mæli Kristjáns Jónssonar fjalla- skálds. Fallegastí kvenmaður sem þú hefur séð; Konan mín. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mig hefúr alla tíð langað mikið til að hitta Castro. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég dvaldi í sumarbústað með fjölskyld- unni að hluta, dvaldi einnig að Gunnarsstöðum og var þar í hey- skap. Ég eyddi sumarleyfinu sem sagt á þjóðlegan máta og reyndi að aftengja hið pólitíska útblástursrör á meðan fríið stóð yfir. Mig langar í lokin að biðja þig um að yrkja eina stöku: Ég verð því miður að biðjast undan því. Ég er ekki mikið skáld og verð að fá góðan tfma til að koma slíku frá mér skammarlaust. -SK. 23 * Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Sunnubraut 8, Hafnarhreppi, þingl. eign Guð- mundar Sigurðssonar, fer fram að kröfu Gissurar V. Knstjánssonar hdl. og Róberts Áma Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept. 1986 kl. 14.00 ____________________Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eígninni Hafnamesi 1, Hafnarhreppi, íbúð í austurenda, þingl. eign Þórarins H. Sigvaldasonar, fer fram að kröfu Ammundar Back- man hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð sem auglýst var i 121., 123. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1983 á eigninni Silfurbraut 42, Hafnarhreppi, þingl. eign Guðna Hermannssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Iðnlánasjóðs fimmtudag- inn 4. september I986 kl. 15.00. ___________Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Svalbarða 1, efri hæð, Hafnarhreppi, þingl. eign Þorgeirs Kristjánssonar, fer fram að kröfum Brunabótafélags islands, Árna Vilhjálmssonar hdl„ Hafsteins Sigurðssonar hrl„ Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Guðjóns Albertssonar hdl., Hilmars Ingimundarsonar hrl., Björns ólafs Hall- grímssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl„ Guðmundar Óla Guðmunds- sonar hdl., Ólafs Gústafssonar hrl., Landsbanka íslands, Tómasar Þorvaldsson- ar hdl., Búnaðarbanka íslands og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á hrað- frystihúsi á Patreksfirði, þingl. eign Vatnseyrar hf„ fer fram eftir kröfu' Gunnars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 13.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Hólum 18, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Péturs Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Tómasar Þorvaldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. sept- ember 1986 kl. 11.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Aðalstræti 100, Patreksfirði, þingl. eign Matvælavinnslunar hf„ fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. miðvikudag- inn 3. september 1986 kl. 18.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19„ 23. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Stekkum 19, Patreksfirði, tal. eign Öivinds Sólbakks, fer fram eftir kröfu Samvinnubanka Islands hf. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 4. september 1986 kl. 9.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Dalbraut 39, efri hæð, Bíldudal, þingl. eign Magnúsar Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Valgarðs Briem hrl. og Einars Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 16.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19„ 23. og 25. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Aðalstræti 7, Patreksfirði, þingl. eign Einars Jónssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 18.00. ____________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, skiptaréttar Reykjavíkur, Eimskipafélags islands hf„ ýmissa lögmanna, banka og stofnana fer fram opinbert uppboð i uppboðssal tollstjóra í Tollhúsinu við Tryggva- götu (hafnarmegin) laugardaginn 6. september og hefst þar kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollaðar og upptækar vörur og tæki, ótojlaðar nýjar og notaðar bifreiðar og tæki, ýmsir fjámumdir munir og tæki og lögteknir munir og margt fleira. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík: Bedford árg. 1961, Opel sendibifreið, Re- nault Vartburg árg. 1977, Pickup Suzuki 2 stk„ aftanívagn m/vélum, 6 dráttarvélar, lyftari, varahlutir í gröfur, allskonar húsgögn, glerfíber, plast- dúkur, loftplötur, allskonar varahlutir, vefnaðarvara, matvara, allskonar fatnaður, keðjur, hjólbarðar, plastvörur, leikföng, sælgæti, hreinlætistæki, 6 cll. 2241 kg. EL Matrial, snyrtivara, borðbúnaður, postulín, allskonar ffttings, mælar, vír, net talíur, álsaumur, kælibox, skófla á gröfu, loftblásarar, masonít hillu- jám, þakrennur, gaskútar, ásskúffur, stálvír, plastefni, kúlulokar, skíðaskór, ræstiefni, plastkassar, allskonar borðbúnaður, Ijósabúnaður, handvericfæri, bleiur, Compar, sláttuvélar, rakstrarvélar, létt öl, sníðavél, prentvél, gólfflísar, klukkur, djúpfrystar, leirvara, pappír, parket einangrun, glerull, reiknivélar, tect- yl, vinnupallar, þakpappi, segulþönd, hljómtæki, videotæki og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar: loftpressa, húsbúnaður, rit- og reiknivélar svo og alls- konar munir, áhöld, tæki og matvara úr þrotabúi verslunarinnar Réttarholtsvegi 1 og margt fleira. Eftir kröfu ýmissa lögmanna, banka og stofnana: allskonar húsbúnaður, myndbönd, sjónvarpstæki, hljómburðartæki, rit- og reiknivélar, ísskápar, frystikistur, saumavélar, málverk, bækur, fatnaður, vefnaðarvara og margtfleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppbcSishald- ara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. ______________________________Uppboðshaldarinn i Reykjavik,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.