Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 7 Atviimumál Vöruskiptin hagstæð um rúma þrjá milljarða Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 25.225 milljónir króna en inn fyrir 21.992 milljónir króna fob. Vöruskiptajöfhuðurinn fyrstu sjö mánuði ársins var því hag- stæður um 3.232 milljónir króna en á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin við útlönd í jámum. Sjávarafurðir voru röskir þrír íjórðu hlutar alls útflutningsins fyrstu sjö mónuði ársins og voru 14% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var um 10% meiri en í fyrra en á kísiljámi um 27% meiri. Útflutnings- verðmæti annarrar vöm var loks 3% meiri. í júlímánuði einum vom fluttar út vörur fyrir 4.045 milljónir króna en inn fyrir 3.629 milljónir fob. Vöruskipta- jöfiiuðurinn í júlí var því hagstæður um 415 milljónir en í júlímánuði í fyrra var afgangur á vöruskiptajöfhuðinum sem nam 530 mifljónum króna. -KB Veður hamlar hvalveiðum Veður hefur hamlað hvalveiðum undanfama daga. Hefur verið mjög hvasst á miðunum og því hefur ekkert veiðst. Hvalbátamir tveir em þó úti og bíða þess að lægi. Nú á aðeins eftir að veiða 15 dýr til að fylla kvótann. Þegar em komnar á land 39 sandreyðar af 40 og 66 lan- greyðar af 80. -KÞ „Eigum ekki von á þvingunar- aðgerðum“ - segir Sigurður Markússon „Ég á ekki von á að við verðum fyr- ir óþægindum vegna þvingunarað- gerða,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, er hann var spurður hvort Sambandið óttaðist r'efsiaðgerð- ir af hálfu bandarískra verkalýðsfé- laga ef til lagasetningar kæmi af hálfu íslenskra stjómvalda í Rainbowmál- inu. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að verkalýðshreyfingin í Bandaríkj- unum muni líta það homauga ef lög verði sett til höfuðs bandarísku lögun- um frá 1904 sem tryggja þarlendum skipafyrirtækjum flutninga fyrir her- inn. „Ég tel sáralitlar líkur á því að þetta eigi eftir að hafa áhrif á fiskflutninga og fisksölu í Bandaríkjunum," sagði Sigurður. „Viðskiptaþvinganir em afskaplega leiðinlegt fyrirbrigði hvaðan sem þær koma. Við lítum ekki enn á þetta sem stórmál og vonum að ekki komi til átaka á þessu sviði,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusam- bands hraðfrystihúsanna. í sama streng tók Valtýr Hákonar- son, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips. „Við höfúm alla tíð vonast til að þetta mál ætti eftir að leysast án þess að til refsiaðgerða þyrfti að koma af hálfu bandarískra verkalýðs- félaga eða annarra." -APH Samanburður á þorskverði: Rúmlega 6 krónum dýr- ari frystur en ferskur Fyrir kílóið af þorski úr gámum fengust að meðaltali 53,24 kónur á mörkuðum í Bretlandi, fyrstu sex mánuði ársins. Efþessi þorskur hefði verið unninn hér heima og seldur frystur á Bandaríkjamarkað hefðu fengist fyrir kílóið að meðaltali 59,82 krónur á sama tímabili. Það fengust því um 6,58 krónum minna fyrir hvert kfló með því að sigla með þor- skinn beint á Bretlandsmarkað heldur en að selja hann unninn til Bandaríkjanna. Samkeppni um þorskinn Hér innanlands er nú orðin hörð haus. Slíkar upplýsingar hafa ekki legið á lausu, útreikningar liggja ekki fyrir, eða hafa ekki fengist til birtingar. Hins vegar er hægt að framkvæma slíkan samanburð að ákveðnum for- sendum gefnum og aflaði blaðamað- ur sér nauðsynlegra upplýsinga hjá ýmsum stofiiunum í sjávarútvegi til þess að bera saman meðalverð á ferskum og frystum þorski á fyrstu sex mánuðum ársins. Upplýsingam- ar eru m.a. fengnar hjá Fiskifélagi Islands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sölumiðstöð hrað- Þannig verður meðalverð fyrir blokk og flök, miðað við hlutföllin 45% á móti 55%, 149,55 krónur. Nú er það svo að um 40% af heilum þorski nýtist annaðhvort í blokk eða flök, eða um 400 grömm af einu kílói. Þvi má segja að ef sá þorskur sem seldur var úr gámum á Bretlands- markað, hefði verið unninn hér heima og frystur fyrir Bandaríkja- markað, þá hefðu fengist fyrir hann um 59,82 krónur á kílóið að meðal- tali fyrstu sex mánuði ársins. Það skal þó tekið fram að um 2-3% af þeim þorski sem berst fiystihúsunum nýtast í maming sem eitthvað fæst fyrir. Verðmunurinn Niðurstaðan er því sú að fyrir slægðan þorsk með haus ferskan og óunninn, sem siglt var með beint á Bretlandsmarkað, fengust að meðal- tali 53,24 krónur fyrir kflóið. Ef þessi þorskur hefði verið unninn og fryst- ur hér heima hefðu fengist 59,82 krónur fyrir kílóið á Bandaríkja- markaði. Mismunurinn er um 6,58 krónur. -KB Kílóið af gámaþorski, slægðum með haus, var að meðaltali 53,24 krónur á Bretlandsmarkaði fyrstu 6 mánuði ársins, en .... samkeppni um þorskinn vegna sterkra ferskfiskmarkaða, sérstak- lega í Bretlandi. Islensku fisksölu- fyrirtækin í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af því að ekki verði hægt að sinna eftirspum þar vegna síaukins gámaútflutnings. Útgerðarmenn virðast hins vegar ekkert vera á þeim buxunum að tak- marka ferskfisksöluna, hátt verð hefur fengist fyrir þorskinn og fleiri tegundir ferskfisks á þessu ári. Og í síðustu viku bárust þær fregnir að óvenju hátt verð væri á ferskum fiski úr gámum á mörkuðum í Bretlandi. Hagur útgerðar vænkast en fryst- ingin tapar. Slægður með haus En hvað fæst fyrir þorskinn fryst- an og pakkaðan hér heima miðað við það sem fæst fyrir hann ferskan og óunninn úr gámum, eða í því ástandi sem kallað er slægður með frystihúsanna, sjávarafurðadeild SÍS og Seðlabankanum. Verðin á þorskinum eru markaðs- verð og miðast eingöngu við Bandaríkjamarkað annars vegar og Bretlandsmarkað hins vegar. Flök og blokk Á fyrstu sex mánuðum ársins fen- gust að meðaltali um 53,24 krónur fyrir kílóið af ferskum þorski, slægð- um með haus, úr gámum á mörkuð- um í Bretlandi. Þegar þorskur er unninn í frysti- húsum hér heima og eingöngu fyrir Bandaríkjamarkað má gera ráð fyrir að um 45% af öllum þorski sem berst húsunum sé pakkað í blokk, en um 55% fari í flakapakkningar. Meðalverð á þorskflökum á Bandaríkjamarkaði fyrstu sex mán- uði ársins var um 169,24 krónur á kílóið, en um 125,27 fyrir blokkina. .... ef gámaþorskurinn hefði verið unninn hér heima og frystur hefðu fengist um 59,82 krónur að meðaltali fyrir kílóið í Bandarikjunum á þessum sama tíma, eða um 6,58 krónum meira. Flutningaverkamannasamtök í Bandaríkjunum: „Munu ekkl beita sér gegn okkur í hvalamálinu" - segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands „Ég er fullviss um að félög flutn- ingaverkamanna í Bandaríkjunum munu á engan hátt koma í veg fyrír hvalveiðar okkar í vísindaskyni,“- sagði Óskar Vigfiisson, forseti Sjó- mannasambands íslands, í samtali viðDV. Óskar sat nýlega þing alþjóða- flutningaverkamannasambandsins, ITF. Þar fékk hann staðfestingu á því hjá fulltrúum bandarísku félag- anna að þeir mundu ekki grípa til aðgerða gegn Islendingum í sam- bandi við hvalveiðar þeirra í vís- indaskyni. Þessi samtök eru einnig bundin af samþykkt ITF þar sem lýst var yfir stuðningi við hvalveiðar í vísindaskyni. Þessi samþykkt var fyrst samþykkt á þingi samtakanna í Reykjavík og hefúr síðan verið staðfest á öðrum þingum. Óskar spurðist einnig fyrir um af- stöðu bandarísku félaganna til deilna íslendinga og Bandaríkja- manna vepia skipafélagsins Rain- bow Navigation. Að hans sögn virtust þeir ekki hafa hugmynd um að þessi deila stæði yfir og komu því af fjöllum. -APH Ráðstefna: Staða kvenna ífisk- vinnslunni Kvennalistakonur standa fyrir ráð- stefriu um atvinnumál á Suðumesjum laugardaginn 6. september. Það eru kvennalistakonur í Reykj- aneskjördæmi sem undirbúið hafa þessa ráðstefnu og er tilgangurinn að ræða einkum stöðu kvenna í fisk- vinnslunni. Fiskvinnslan hefur átt undir högg að sækja á Suðumesjum og hefur það aðallega bitnað á konum. Ráðstefnan hefst kl. 10 og verður haldin á Glóðinni í Keflavík. Fjölmörg erindi verða flutt og gefst tækifæri til fijálsra umræðna milli þeirra. Ráð- stefiiustjórar eru Guðný Guðmunds- dóttir og Ragnhildur Eggertsdóttir. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.