Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 31 DV íþróttir . | r 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 ■ Hameln fer fram á tvær milljónir Mál Kristjáns Arasonar ennþá í hnút „Þetta er vægast sagt mjög slæmt ástand. Ég má bókstaflega ekkert spila ! með Gummersbach, ekki einu sinni æfingaleiki,“ sagði Kristján Arason í samtali við DV í gær. Ekki hefur enn- þá tekist samkomulag milli Hameln og Gummersbach um þá upphæð sem Hameln fær fyrir Kristján. Félagið vill fá tvær milljónir króna fyrir hann, sem er mjög há upphæð fyrir hand- knattleiksmann. Gummersbach vill hins vegar ekki borga þessa upphæð og á meðan ekki semst má Kristján ekkert spila. „Ég verð bara að bíða og æfa þang- að til þetta kemst á hreint. Fyrsti leikur okkar í Bundesligunni er á miðvikudaginn og ég er svartsýnn á að þetta verði komið á hreint þá. Hægri handar skyttan í liðinu, Neit- zel, verður í leikbanni þá svo að þetta lítur ekki of vel út,“ sagði Kristján - En hvað getur þetta staðið lengi? „Þetta gæti í versta falli staðið til 7. desember sem væri auðvitað ferlegt. Hameln getur sett á mig sex mánaða leikbann ef ekki tekst að semja en eftir það er ég frjáls frá félaginu," sagði Kristján. Hann má þó spila Evrópu- leiki með Gummersbach en liðið sat hjá í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. „Að öllu þessu veseni slepptu líður mér mjög vel héma. Þetta er mjög gott lið og aðstaðan frábær. Liðið hef- ur verið á toppnum í 20 ár og menn vita héma hvað þarf til að ná góðum árangri," sagði Kristján sem verður klár í slaginn með landsliðinu á móti V-Þjóðveijum enda klæjar hann í fing- umar í að fá að spila. -SMJ 9 Sigi Held landsliðsþjálfari. Tekiðá móti Frökkum með hörku Það verður tekið á fnóti Frökkum með hörku ;gar þeir mæta til leiks á Laugardalsvellinum. gi Held, landsliðsþjálfari íslands, hefur tilkynnt ) leikinn verði vamarleikur og skyndisóknum 'itt. Hann mun því láta íslenska liðið leika maður )gn manni, leikaðferð sem hann þekkir svo vel ! er nær eingöngu notuð í V-þýskalandi. Leikskipulagið verður því 3-5-2. Bjarni Sigurðs- n mun verja markið. Allt bendir til að Gunnar íslason leiki stöðu „sweeper’s", eða sem aftasti aður vamarinnar. Sævar Jónsson verður honum trausts og halds og fyrir framan þá verðir Atli ivaldsson að öllum líkindum á fullri ferð. Þeir iðvallarspilarar, sem leika út á köntunum, verða ugglega Guðmundur Þorbjömsson, vinstra meg- , og Sigurður Jónsson, hægra megin. Þeir fá það utverk að draga sig aftur og leika sem bakverðir gar við á. Inni á miðjunni verða örugglega Ómar irfason, Ragnar Margeirsson og Ásgeir Sigur- nsson. Ásgeir leikur sem stjómandi, en Ómar og ignar sem vinnuhestar við hlið hans. í fremstu jlínu verða þeir Pétur Pétursson og Amór iðjohnsen. Pétur fremstur, en Amór fyrir aftan mn, tilbúinn að brjótast upp báða kantana. Hér til hliðar er teikning, sem sýnir á hvaða róli kmenn íslenska landsliðsins koma til með að ra í leiknum gegn Frökkum. -SOS „Ég æfi fjóra tíma á hverjum einasta degi“ - segir Einar Þorvarðarson, landsliðsmarkvörður hjá Tres de Mayo „Þetta hefur verið mjög erfitt, æft góra klukkutíma alla daga vikunnar og það er ekkert gefið eftir. Ég er mjög bjartsýnn á góðan árangur okkar í spönsku deildinni í vetur en auðvitað er afar nauðsynlegt að Sig- urður Gunnarsson komist fljótt í gagnið. Hann er á góðri leið,“ sagði Einar Þorvarðarson, landsliðsmark- vörður í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi en hann leikur sem kunnugt er með spánska liðinu Tres de Mayo eins og síðasta vetur. Tveir sigrar gegn dönskum liðum „Eg er nýkominn heim úr æfinga- ferð þar sem við lékum gegn tveimur dönskum liðum. Fyrst unnum við dönsku meistarana Helsingör með 22 mörkum gegn 18 og loks 2. deild- ar lið með tíu marka mun, 18-8. Ég er þokkalega ánægður með mína frammistöðu í þessum leikjum. Ég lék annan hálfleikinn í báðum leikj- unum. Þjálfarinn er að prófa sig áfram og finna út sterkasta liðið. Eins og ég sagði áðan þá eru æfing- amar hér gífúrlega erfiðar og ég hef aldrei æft eins mikið." Fékk leyfi í gær „Ég fékk í gær leyfi hjá forráða- mönnum félagsins til að fara til Þýskalands og leika þar með lands- liðinu og vonast eftir því að komast til Þýskalands á sunnudaginn. En áður en ég losna verð ég að leika tvo æfingaleiki en fæ síðan iri í öðrum tveimur," sagði Einar Þorvarðarson. Þess má geta að Geir Sveinsson, Val , æfði með Tres de Mavo um tíma og að sögn Einars hefði hann getað komist að hjá liði ef áhugi hefði verið fyrir hendi hjá Geir. Svo mun ekki hafa verið að svo komnu máli hvað sem síðar verður. -SK • Goicoechea. Slátrarinn frá Bilbao enn á ferðinni Alsírski landsliðsmaðurinn Rac- hid Harkouk er að öllum líkindum nýjasta fómarlamb Andoni Goico- echea sem hefur fengið hið hroll- vekjandi viðumefni „slátrarinn frá Bilbao". Þetta váðumefhi fékk hann eftir að hann afgreiddi Diego Maradona svo hressilega að hann missti af heilu keppnistímabili með Barcelona. Einnig náði hann í skottið á Bemd Schuster einu sinni með þeim afleiðingum að Schuster gat ekki leikið í langan tíma. Goicoechea, sem leikur með Atletic Bilbao, þykir gífurlega harðskeyttur vamarmaður og nú hefur listi fómarlamba hans enn lengst. Goicoechea slasaði Harkouk í leik Alsírs og Spánar í Mexíkó í sumar og hefur Harkouk ekki náð sér af þeim meiðslum enn. Hann hefur leikið undanfarin ár með Notts Countv. Liðið hefiu- nú boð- ið honum frjálsa sölu. -SMJ liverpool mætir Fulham {gær var dregið í 2. umferð enska deildarbikarsins í knattspymu og komu þá 1. deildar liðin til sögunn- ar. Eftirfarandi lið drógust saman: Liverpool - Fulham. C-ambridge - Wimbledon. Reading - Aston Villa. Swansea - Leicester. Arsenal - Huddersfield. Southampton - Swindon. Everton - Newport, Co- ventrv - Rotherham. Óxfoi-d - Gillingham. Bamsley - Totten- ham. Preston - West Ham, Wrexham - Portsmouth, Watford - Rochdale. Scunthorpe - Ipswich. Luton - Cardiff. Middlesborough - Birmingham. Shrewsbury - Stoke, Peterborough - Noi-wich. Oldham - Leeds, Southend - Manchester City, Walsall - Millwall, Hull - Carlisle eða Grimsby, Bradford - Newcastle, York - Chelsea, QPR - Blackbum, Manchester United - Port Vale, Crystal Palace- Buiy, Sheffield Wednesday - Stockport, Charlton - Lincoln, Bristol City - Sheffield United, Derby - WBA, Brighton - Nottingham Forest. Engin lið úr 1. deild drógust sam- an og ættu öll 1. deildar liðin að hafa mikla möguleika á að komast áfram nema þá helst QPR og Manchester United. Gengi United hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og óbreytt virðist liðið ekki til stórræðanna á næstunni. -SK Siggi Matt kastaði 70,80 Sigurður Mattíhasson, UMSE, náði í gærkvöldi sínum besta ár- angri í spjótkasti. Hann kastaði 70,80 metra og sigraði á móti í Noregi. Sigurður hefin- stöðugt verið að bæta árangur sinn undan- farið og er nú farinn að nálgast þá Einar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.