Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Skammrif með böggli Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að halda áfram að starfa saman eftir kosningar. Þeir telja, að þriggja ára reynsla sýni, að samvinna Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks sé traustari en áður var haldið, þegar menn höfðu gamlar helmingaskiptastjórnir þessara flokka í huga. Helztu hugsjónamenn framhalds núverandi mynzturs eru auðvitað ráðherrar beggja flokka. Þeim er yfirleitt ljóst, að þeir gætu ekki unnið fyrir sér með öðrum hætti á meira kaupi og fríðindum en þeir hafa núna. Þeir horfa ekki bara fímm ár, heldur níu ár fram á við. Undanfarnar vikur hefur mjög borið á viðleitni í herbúðum Sjálfstæðisflokksins að afsaka eða réttlæta stjórnarsamstarfið. Grunntónn þeirrar umfjöllunar er, að ríkisstjórnin hafi náð þvílíkum árangri, að helzt minni á hina ákaft hörmuðu viðreisnarstjórn. Hæst ber fréttaskýringu í Morgunblaðinu, þar sem reynt var að sýna fram á, að ungliðaþing Framsóknar- flokksins hefði sýnt burði til að gera þann flokk að nýjum, endurfæddum flokki. Áður höfðu birzt greinar í Stefni um, að Framsókn væri ekki sem verst. Sannleikurinn er hins vegar, að þing ungra framsókn- armanna sýndi algera uppgjöf þeirra gagnvart hinu ráðandi afli flokksins, þingflokknum. Fyrra digurbarka- tal um alger umskipti í þingliði varð að mjóróma bæn um, að einhverjum öldungnum yrði skipt út. í þessari tilraun til sjálfsseíjunar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn óbeint viðurkennt, að heppilegt sé, að Steingrímur Hermannsson verði áfram forsætisráð- herra. Hann sé kjörið sameiningartákn þeirra afla, sem vilja meira af núverandi ástandi í þjóðfélaginu. Við nánari athugun kemur í ljós, að þetta er ekki svo vitlaust. Eftir langt hlé eru lífskjör þjóðarinnar farin að batna á nýjan leik. Atvinna er rífandi um allt land, fiskveiðiflotinn í ofsagróða og síðast en ekki sízt er verðlag orðið tiltölulega traust, - hreint kraftaverk. Að vísu er hætta á, að verkalýðsrekendur átti sig á, að stjórnarsamstarfið sé í þann mund að verða varan- legt og reyni að spilla því með kröfugerð, sem blási vindum í lognmolluna. En þeir yrðu þá að njóta stuðn- ings fólks, sem er í raun ánægt með núverandi stöðu. Sennilega verður erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna að koma illu af stað eftir áramótin. Þjóðin mun ekki fallast á að fara í pólitískt verkfall gegn ríkisstjórn- inni. Helzt eru kennarar og nokkrir aðrir hópar ríkis- starfsmanna líklegir til átaka, - áhrifalítilla átaka. Um leið og þjóðin getur hrósað happi yfir, að almenn hagfræðilögmál fái að leika lausum hala í nokkur ár í viðbót eftir markvissar tilraunir ýmissa vinstri aðila til að framleiða efnahagsrugl, verður hún að átta sig á, að ýmis böggull fylgir hinu bragðgóða skammrifi. Við fáum íjögur, ef ekki átta ár í viðbót af stöðugri blóðtöku til að halda lífi í dauðvona landbúnaði kúa og kinda. Á fjárlögum verður árlega varið til þess millj- örðum, sem nýtast ekki til annarra þarfa. Enda segja skoðanakannanir, að þjóðin sætti sig við byggðastefnu. Við verðum áfram að þola ferðir sjávarútvegsráð- herra út um allan heim til að vekja athygli á, að við séum vond hvalveiðiþjóð, sem ekki beri að kaupa af sjávarafurðir. Það er sanngjarnt böl, þar sem allur þorri þjóðarinnar styður þjóðemisruglið um vísindaveiðar. Slíkir bögglar eru þó léttari á metunum en tilfinning- in fyrir stjórnarfestu, sem leggur áherzlu á stöðugt verðlag og almenna virðingu fyrir hagfræðilögmálum. Jónas Kristjánsson FÖSTÚDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. ’’ Stjóm BSRB á þingi í fyrrahaust: „Sannleikurinn er hins vegar sá aö af fimmtiu manna samninganefnd BSRB var aðeins 1 - einn - í fullu starfi hjá samtökunum." Er verkalýðsfoiystan gengin af göflunum? Sagnfræðingur, sem tekur sér fyrir hendur eftir hundrað ár eða svo að gera úttekt á viðhorfum almennings til síðustu kjarasamninga og notar til þess eingöngu þær heimildir sem sjá má í innsendum greinum til dag- blaðanna, kemst væntanlega að þeirri niðurstöðu að samningar þess- ir hafi verið knúnir í gegn af óprútt- inni verkalýðsforystu sem af einhveijum ástæðum (líklegast fjár- hagslegum og valdasýki) hafi talið sér akk í að ganga duglega í skrokk á eigin félagsmönnum. Sagnfræðingurinn mun líklega einnig komast að þeirri niðurstöðu að bílar hafi á þessum tíma verið forréttindi fámennrar yfirstéttar. Að lokum mun hann eiga erfitt með að koma auga á að nokkur hafi haft gagn af þessum ósóma. Verkalýðsforystan Algengasta fullyrðingin í umfjöll- unum gagnrýnenda þessara samn- inga er að þeir hafi verið gerðir gegn vilja launafóks í landinu. Þar hafi verið að verki forystan ein í sælu hagsmunakrulli við atvinnurekend- ur og ríkisvald. Það vill gjaman „gleymast" að forystan í þessu tilviki er ansi stór hópur manna af báðum kynjum. Það er gjaman gefið í skyn að þessi hóp- ur hafi lítt áhuga á launamálum, því hann sé upp til hópa á mála hjá verkalýðshreyfingunni (þar af naf- nið verkalýðsrekendur), og hafi því nánast engra hagsmuna að gæta í sambandi við niðurstöður samning- anna. Sannleikurinn er hins vegar sá að af fimmtíu manna samninga- nefiid BSRB var aðeins 1 - einn - í fullu starfi hjá samtökunum. Aðrir em í daglegu starfi á vinnustað við hlið umbjóðenda sinna. En þessi samninganefnd - forysta BSRB - getur auk þess ekki skrifað undir samningana nema með fyrir- vara um allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Forystan get- ur ekki gert samninga sem félagsmenn vilja ekki. Og í alls- herjaratkvæðagreiðslu BSRB um þessa sarnninga tóku um 70% félags- manna þátt og 72% greiddu atkvæði með þeim. Niðurstaðan var svipuð hjá starfsmönnum sveitarfélaganna. Undirtektir gátu sem sagt varla orð- ið jákvæðari. Óg það þarf enginn að segja mér að vilji félgsmanna ASÍ hafi verið KjaUarinn Björn Arnórsson hagfræðingur hjá BSRB annar, jafnvel þó atkvæðagreiðsla hafi ekki mælt vilja alira félags- manna þar á sama hátt og hjá BSRB. ísland er lítið og tiltölulega lítt stétt- skipt land. Opinberir starfsmenn lifa ekki einangraðir í tómarúmi heldur eru fjölskylda og vinir í öðrum stétt- arsamtökum. í þeirri deiglu mótast afstaðan til samninganna. Mér er því nær að halda að allsherjarat- kvæðagreiðsla hjá ASÍ félögunum hefði gefið sömu niðurstöðu. Það staðfestir þá skoðun mína að hjá bankamönnum var þátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu heil 86% og þar voru 74% með samningunum. Auðvitað voru síðan einnig hópar á móti. Einhveijir greiddu atkvæði á móti samningunum vegna þess að þeir trúðu ekki að hægt væri að ná verðbólgunni niður á þennan máta - aðrir af öðrum ástæðum. Seint verða gerðir óaðfinnanlegir samn- ingar. Bílarnir Þá hefiir því mikið verið slegið upp að samningamir hafi fyrst og fremst verið gerðir með fámennan hóp há- launamanna í huga. Eru bílarnir gjaman dregnir fram til vitnis um það. Sumir hafa meira að segja geng- ið svo langt að fullyrða að launafólk hafi stórtapað á bílaverðlækkuninni því bílar þess hafi lækkað í verði. Að lokum er lækkunin gjaman af- greidd sem vísitölufölsun. í fyrsta lagi er lækkun bílverðs stórfelld kjarabót fyrir hinn almenna ! launamann í landinu. Þau sem gagn- rýna þetta sem mest virðast ekki vilja gera sér ljóst að bíllinn er ekki aðeins launamanninum nauðsyn - heldur liggur mér við að segja nauð- þurft á Islandi í dag, enda á nánast hver fjölskylda í landinu bíl. Þess vegna er það brýnt hagsmunamál fyrir launafólk í landinu að kostnaði við bíla og rekstur þeirra sé haldið í lágmarki. Hins vegar virðist þorri þeirra, sem um samningana hafa fjallað, telja að við höfiim verið að gera samninga fyrir fólk í Eþíópíu eða Afganistan, þar sem ekki em aðrir bíleigendur en örlítill hópur stórefhamanna. í öðm lagi er það rétt að bílar laimafólks lækkuðu í verði en sú verðlækkun var minni heldur en útgjaldalækkunin við að endumýja bílinn. Og ég trúi því aldrei að stór- ir hópar manna hafi fjárfest í bílum til að geyma féð meðan sparað var til íbúðarkaupa. Þá hefur ávöxtun- arauglýsingaflóð bankanna illa skilað sér. 1 þriðja lagi er hér ekki um vísi- tölufölsun að ræða, einfaldlega vegna þess að bílamir vega jafn- þungt í vísitölunni og í raunveru- leikanum. Það var algengt að falsa vísitölu hér áður fyrr þegar sumar matvörur vógu miklu þyngra í vísi- tölunni en í raunvemlegri neyslu, þannig að hver milljón, sem fór í niðurgreiðslu, skilaði sér sem miklu hærri upphæð í reiknaðri vísitölu. Þetta gildir hins vegar ekki um bfl- ana. Höldum okkur við staðreyndir Fleiri þætti mætti rekja þó hér verði látið staðar numið í stuttri blaðagrein. Það má ýmislegt að þessum samn- ingum finna og víst er stöðug þörf á óvæginni umræðu um hvað betur má fara í samningagerð. Við höfum hins vegar, ekkert okkar, gagn af umræðu sem ekki byggir á stað- reyndum. Atkvæðagreiðslur sýna að þessir samningar vom gerðir vegna ein- dreginnar kröfu launþega á íslandi um samninga, sem hefðu að leiðar- ljósi aukinn kaupmótt og stórm- innkandi verðbólgu án þess að atvinnuörýggi væri stefnt í voða. Þessum markmiðum hefur í stórum dráttum verið náð það sem af er samningstímabilinu og ekkert sem bendir til þess að svo muni ekki verða í stórum dráttum áfram. Því er meiri þörf á umræðu um það hvemig við getum náð enn lengra ó leiðinni að þessum mark- miðum öUum í næstu kjarasamn- ingum um áramót. Bjöm Amórsson „Forystan getur ekki gert samninga sem félagsmenn vilja ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.