Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Fréttir Dökk, innlend heilbrigðisspá: 1200 smitaðir af eyðni eftir tvö ár „Dekkstu framtíðarspár okkar gera ráð fyrir að 1200 íslendingar verði smitaðir af AIDS innan tveggja ára,“ sagði Haraldur Briem smit- sjúkdómalæknir í samtali við DV. „Er þá miðað við að 2-300 manns séu þegar smitaðir og (jöldinn tvö- faldist árlega." Tæplega 40 einstaklingar hafa nú greinst með eyðnismit hér á landi, bæði karlar og konur. Tveir eru með sjúkdóminn á lokastigi og einn heíúr látist. „Það er aðeins ár síðan við greind- um sjúkdóminn fyrst hér á landi og nú höfúm við þijú skjalfest tilfelli um lokastig. Þetta er þróunin og hiin mun halda áfram,“ sagði Haraldur Briem. „Verstu fréttir sem ég hef fengið af þessum vígstöðvum eru hins vegar ættaðar frá Bandaríkjun- um en þar eru hermálayfirvöld farin að AIDS-prófa alla sem sækja um inngöngu í herinn. Hér er um að ræða 8-400 þúsund manns og hefur einn af hveijum 600 reynst smitað- ur. Þessar prófanir hafa einnig leitt í ljós að hlutföllin milli kynja eru að breytast. Fram að þessu hefúr verið talið að á móti hverri smitaðri Uggvænlegustu tíðindin berast frá Bandaríkjunum. Einn af hverjum 600, sem sækja um inngöngu i Bandaríkjaher, er smitaður af eyðni, bæði kon- ur og karlar. konu væru 13 smitaðir karlmenn. í prófun Bandaríkjahers kemur hins vegar í ljós að hlutföllin eru ein kona á móti hveijum þremur karl- mönnum." - Dvelja íslendingamir tveir, sem eru með eyðni á lokastigi, á sjúkra- húsi eða i heimahúsum? „Bæði og. Þeir eru á sjúkrahúsum þegar þeir verða veikir en margir af þessum sjúkdómum, sem þeir fá, eru læknanlegir þannig að þeir geta lifað tiltölulega góðu líf á milli,“ sagði Haraldur Briem. -EIR „Skilnaðarmánuður- inn er desember“ - þegar óvenjumargir skilnaðír á árinu SHja uppi með 20% vextina „Mér sýnist stefiia í að skilnaðir verði óvenjumargir í ár. Það sem af er þessu ári eru þegar skráðir hjá okkur 316 lögskilnaðir og 34 að borði og sæng. Þó er eftir sá mánuður ársins þegar skilnaðir verða yfirleitt flestir, en það er desembermánuð- Fræðslustjórinn í Reykjavík, Áslaug Brynjólfsdóttir, hefiir sent mennta- málaráðuneytinu bréf þar sem hún fer firam á að athuguð verði lagaleg staða skólamálaráðs sem skipað var af borg- arsfjóm. Skipunin sjálf er ekki ve- fengd en verkefiii hins nýja ráðs virðast stangast á við grunnskólalög- in. „Ég og lögfræðiráðunautar mínir telja að skólamálaráðið samrýmist ur,“ sagði Þorbjörg Jónsdóttir starfsmaður sem fylgist með af- greiðslu skilnaða hjá dómsmála- ráðuneytinu. Fyrir nokkru birtist grein í DV um að allt útlit væri fyrir að giftingum fjölgaði verulega í ár og rætt við ekki grunnskólalögunum, það er að ekki sé hægt að taka verkefni frá fræðsluráði til skólamálaráðs sam- kvæmt þeim lögurn," sagði Áslaug Brynjólfsdóttir í samtali við DV er hún var spurð um þetta mál. „Mál skólamálaráðs eru nú hlutverk skólanefiidar í Reykjavík, það er fræðsluráðs, og áin breytinga á grurrn- skólalögunum er þetta ólöglegt að okkar mati. Alla vega lít ég svo á að nokkra aðila sem þekkja til þeirra mála. Þótt undarlegt megi virðast stefnir einnig í það að skilnuðum §ölgi á þessu ári. Á síðasta ári voru lögskilnaðir fleirí en nokkru sinni áður samanborið við síðasta áratug, eða 540. Það ár voru giftingar líka óvenjufáar, eða 1252, sem var tölu- verð fækkun frá árinu áður. At- hyglisvert er að desember er sá mánuður ársins þegar yfirleitt er mest um bæði giftingar og skilnaði. „Ætli menn vilji ekki drífa í hlutun- um, annaðhvort í hjónaband eða úr, áður en jólin koma,“ sagði Þorbjörg. - En hvaða mánuðir eru mest ein- kennandi fyrir fjölda skilnaða, það sem af er þessu ári? „Þótt merkilegt megi virðast sker febrúarmánuður sig úr. Þá voru af- greiddir 62 lögskilnaðir, á þessum stysta mánuði ársins. Júní og júlí koma næst með 42 og 45 lögskiln- aði. Hins vegar eru aðeins afgreiddir 25 skilnaðir í maí. Þetta er mjög sveiflukennt eftir mánuðum. Að vísu er óvenjulegt hve margir skilnaðir eru afgreiddir nú í sumar því yfir- leitt er minna um þá á þessum tíma. Annars er ekki nein sérstök regla um á hvaða árstíðum er mest um skilnaði. Nema desembermánuður- inn, það er nokkuð öruggt að í honum eru afgreiddir flestir skilnað- ir ár hvert." -BTH eitthvert ráð geti ekki tekið að sér verkefhi fræðsluráðs enda komu fram athugasemdir að þessu lútandi á fyrsta fúndi fræðsluráðs nú í byijun mánað- arins.“ Áslaug sagði ennfremur að embætti hennar heyrði undir menntamálaráð- herra og hún vildi taka það fram að hún færi eftir því sem hann segði í þessu máh. -FRI Húskaupendur, sem sömdu um 20 prósent vexti á eftirstöðvalán án þess að hafa fyrirvara um að þeir yrðu aldr- ei hærri en hæstu lögleyfðu vextir Seðlabankans, verða að sætta sig við að greiða þessa vexti. Eigendur skuldabréfanna geta vel við unað en skuldarinn sitúr eftir með sárt ennið. „Ég hef látið kanna þetta mál. Það er mat lögfræðinga að ekki sé hægt að krefjast þess að þessir vextir lækki þegar ekkert slíkt hefúr verið tilgreint í kaupsamningi," sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra. „Við hugsum þetta fyrst og fremst sem fastan punkt hjá nýnemum við skólann, jafrivel til að koma á sam- stöðu eða bekkjaranda hjá hópum og vega upp á móti þeim félagslegu vandamálum sem stundum koma upp í byrjun þegar nemendur, vanir bekkjakerfum, koma inn í áfangakerfi í fyrsta sinn,“ sagði Ömólfur Thorlac- ius, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, um svokallaðan umsjón- aráfanga sem er nú í fyrsta skipti á stundatöflum nýnema skólans og gef- ur einingu til stúdentsprófs. I þessum áfanga hefur sami hópur nemenda fastan umsjónarkennara og í tímunum verða gefiiar leiðbeiningar í náms- tækni og kynning á námsbrautum. Á sama tíma eru tveir grunnaskólar, Réttarholtsskóli og Garðaskóli, að taka upp áfangakerfi í níunda bekk og em ásamt Hagaskóla að auka nám- sval í kjamafögunum fjórum í fyrsta skipti í haust. - Skýtur þá ekki skökku við að grunn- skólar skuli vera að taka upp áfanga- kerfi um leið og framhaldsskólar eru að stuðla að því að einhvers konar Alexander lét kanna þetta mál þegar ljóst var að hæstu lögleyfðu vextir Seðlabankans lækkuðu niður fyrir 20 prósent. Sumir höfðu verið það fyrir- hyggjusamir að semja um að vextir yrðu aldrei hærri en hæstu vextir Seðlabankans. Vextir þeirra hafa því lækkað samfara lækkun vaxta Seðla- bankans og em þeir nú 15,5 prósent. Að sögn Álexanders var meirihluti samninga með fasta 20 prósent vexti áður en vextir Seðlabankans lækkuðu. -APH bekkjarandi náist meðal nýnema? „Það er verið að bæta áfangakerfið enn frekar en ekki falla fiá því. Þau vandamál sem áfangakerfið leysir með betri nýtingu á kennsluframboði og það að nemendur fái að ráða náms- hraða sínum sýnir að þetta kerfi hefúr marga ótvíræða kosti,“ sagði Ömólfúr. Armúlaskóli hefur óbundið áfanga- kerfi eins og MH en að sögn skóla- meistarans, Hafsteins Þ. Stefánssonar, er ekki fyrirhugað að taka upp sam- bærilega umsjónaráfanga í ár. „Það er vel líklegt að þessi stefria verði tek- in upp á næsta skólaári," sagði Stefán, „við fylgjumst með þessari tilraun hjá MH og tökum mið af henni.“ I Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er bundið áfangakerfi og sagði skóla- meistarinn, Guðmundur Sveinsson, að með því væri töluvert minni röskun milli hópa í skólanum, og t.d. á fyrsta ári væri kerfið lítið frábragðið bekkja- kerfi. „Þessu bundna áfangakerfi var komið á árið 79 þar sem við töldum að óbundna kerfið hefði reynst mjög illa.“ -BTH Eins og sjá má hefur skilnaðartíðni verið mjög sveifukennd síðustu ár þessa áratugar en nokkuð stöðugri í byrjun hans. í fyrra urðu skilnaðir fleiri en nokkni sinni áður, eða 540. Það ár var giftingartalan líka lægst. í ár virðist bæöi skilnuðum og giftingum ætla að fjölga verulega. Fræðslustjórinn í Reykjavík: Vill athugun á lagastöðu skólamálaráðs „Hugsað sem fastur punktur nýnemanna" - segir rektor MH um bekki í áfangakerfinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.