Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Viðskipti segír forstjóri Stálhúsgagnagerðar Steinars um kaupin á Víðishúsinu „Við erum í allt of litlu húsnæði. Það stendur starfseminni fyrir þrifum. Þess vegna erum við að þessu brölti," sagði Sigurbjörg Guðjónsdóttir, for- stjóri og aðaleigandi Stálhúsgagna- gerðar Steinars hf., sem í fyrradag keypti eitt stærsta verksmiðjuhús landsins, Smiðjuveg 2 í Kópavogi, áð- ur hús Trésmiðjunnar Víðis. Stálhúsgagnagerð Steinars er nú til húsa að Skeifúnni 6. Hjá því vinna 27 manns. Húsnæði þess er á þremur hæðum, alls um 2.000 fermetrar. Fyrir- tækið fær nýja húsnæðið í Kópavogi afhent 1. nóvember næstkomandi. „Það er á einni hæð og hægt að hagræða þar mikið betur. Það er um 6.400 fermetrar," sagði Sigurbjörg. „Okkar aðalframleiðsla er skóla- og stofnanahúsgögn. Við erum ábyggi- lega stærst í framleiðslu á skólahús- gögnum hérlendis," sagði forstjórinn. Stálhúsgagnagerð Steinars hf. er lík- lega þekktust fyrir Stacco-stólinn, sem Pétur Lúthersson hannaði. Hefur fyr- irtækið ekki undan að framleiða hann fyrir innanlandsmarkað. Framleiðslu- réttinn erlendis hefur fyrirtækið selt til dansks fyrirtækis. Steinar Jóhannsson stofaaði stál- húsgagnagerðina fyrir 26 árum. Hann lést árið 1974. Þremur árum síðar var fyrirtækið gert að hlutafélagi. Stærsti hluthafinn, Sigurbjörg Guð- jónsdóttir forstjóri, ekkja Steinars, á 60 prósent. Fjórir starfsmenn eiga 10 prósent hver; Guðni Jónsson fram- kvæmdastjóri, Hilmar Jóhannsson, verkstjóri yfir bólstrun og samsetn- ingu, Dagbjartur Jónsson, verkstjóri yfir jámsmiðju, og Ágúst Guðmunds- son, verkstjóri yfir trésmiðju. Sölu- stjóri er Ingibjörg Friðjónsdóttir. -KMU Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð ■ 1 1 1 1 i?r 1 8-9 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-6 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. ogm. 8-13 Ab Ávísanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 8-7 Ab Sterlingspund 3-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 . Ab Danskar krónur 6-7.5 Afa.Lb, Bb.Sb Utlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge og 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Útlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir lltlán tilframleiðslu isl. krónur 15 SOR 7.75 Bandarikjadalur 7.75 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4raára 8.5 Bára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Aimenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 visrröLUR Lánskjaravisitala 1488 stig Byggingavísitala 274.53 stig Húsaleiguvisitaia Haskkaði 5% 1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. Sigurbjörg Guöjónsdóttir, forstjóri og aöaleigandi Stálhúsgagnagerðar Steinars hf. DV-myndir Óskar (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb=Búnaðar- bankinn, Ib=Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvixmubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaöinn birtast í DV á fimmtudög- Fjórir starfsmenn Státhúsgagnagerðar Steinars viö Stacco-stólinn vinsæla. Sitjandi er Ingibjörg Friðjónsdóttir. Karlmenn- imir eru Hilmar Jóhannsson, Kristján Viðar Hilmarsson og Álfgeir Gislason. Réttarhald í Sakadómi Reykjavíkur: Erlendur yfirheyrður um kaffibaunir í dag Dómsyfirheyrslur í kaffrbaunamál- inu hófust í Sakadómi Reykjavíkur við Borgartún í morgun. Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, var boðaður til að mæta klukkan níu í morgun hjá Sverri Einarssyni saka- dómara og meðdómurum hans, Sigurði Stefanssyni og Jóni Þ. Hilmarssyni, löggiltum endurskoðendum. Kaffibaunamálið hefur verið með mestumræddu sakamálum landsins allt fi-á því að almenningur fékk fyrstu fréttir af því fyrir tæpum tveimur árum. Rannsókn málsins, sem skatt- rannsóknarstjóri og gjaldeyriseftirlit- ið hófú haustið 1983, leiddi til þess að fimm yfirmenn hjá Sambandinu voru ákærðir í byijun þessa árs. Erlendur og Hjalti taldir höfuðpaurar Erlendur Einarsson og Hjalti Páls- son, framkvæmdastjóri innflutnings- deifdar Sambandsins, eru í ákæru- skjali ríkissaksóknara taldir höfuðpauramir í málinu. Gegn þeim er málið höfðað fyrir að hafa gerst sekir um flársvik, skjalafals og brot á lögum um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála. Erlendur og Hjalti eru ákærðir fyrir stjóm þeirra og framkvæmd á um- boðsstörfum Sambands íslenskra samvinnufélaga fyrir Kaffibrennslu Akureyrar hf. vegna innflutnings á kaffibaunum frá Brasilíu á tímabilinu frá nóvember 1981 fram til ársloka 1981. Norræna samvinnusambandið (NAF) hafði milligöngu um þennan innflutning. Fjársvik Fjársvikaákæruna rökstyður sak- sóknari með því að Erlendur, sem forstjóri, og Hjalti, sem framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar, sem sá um innflutninginn á kaffinu, hafi sam- mælst um að koma því til leiðar, með ákvörðun um að leyna umbjóðanda sinn miklum afslætti, sem stóð til boða frá umsömdu kaffiverði, að Kaffi- brennsla Akureyrar hf. var látin greiða miklum mun hærra verð fyrir kaffið en hinir erlendu seljendur áskildu sér. Verðmismunurinn er í ákæruskjali talinn nema rúmum 4,6 milljónum Bandaríkjadollara auk þess sem Kaffi- brennslan var látin greiða um 218 þúsund dollara hærri vexti en hún í raun þurfiti að greiða. Undir Samband- ið hafi hinir ákærðu þannig náð með refsiverðum hætti samtals 4,8 milljón- um dollara eða um 200 milljónum króna. Saksóknari telur að þetta hafi þeir Erlendur og Hjalti gert í því skyni að skapa Sambandi íslenskra samvinnu- félaga fáeri á því að fénýta bæði afsláttinn og vaxtamismuninn, sem þeir svo gerðu, aðallega með því að nota afsláttinn til lækkunar á kaffi- reikningum sem greiddir voru seljend- um í erlendum bönkum af skrifetofu SÍS í London. Samtímis hafi þeir látið seljendur útbúa og senda skrifetofú SÍS í London aðra vörureikninga fyrir sömu kaffi- sendingar með öðru og hærra verði sem að beiðni skrifetofunnar voru inn- heimtir hjá Kaffibrennslu Akureyrar. Nokkur hluti þessara fjármuna, eða um 1,5 milljónir dollara, hafi svo seinna verið endurgreiddur Kaffi- brennslu Akureyrar en með launung um raunverulega fjárhæð afeláttarins. Jafnframt hafi verið látið að því liggja að þar með væri hann að fúllu endur- greiddur. Skjalafals- og gjaldeyris- lagabrot Þeir Erlendur og Hjalti eru einnig ákærðir fyrir skjalafals- og gjaldeyris- lagabrot, eða eins og segir í ákærunni „með því að hafa, í þeim tilvikum sem afeláttur var nýttur til lækkunar á vörureikningum, látið hina erlendu seljendur kaffisins gefa út í blekking- arskyni gagnvart forráðamönnum Kaffibrennslu Akureyrar hf. tvöfalda vörureikninga mismunandi efiiis fyrir sömu kafifikaupunum“. Hærri reikningana, sém voru án alls afeláttar, hafi Kaffibrennslan verið látin greiða í þeirri trú að þeir hefðu að geyma rétt kaffiverð. Kaffibrennsl- an hafi lagt reikningana fram til grundvallar umsóknum um gjaldeyris- yfirfærslu svo og til grundvallar umsóknum um að nýta þá gjaldfresti er til boða stóðu. í ákæruskjalinu eru taldir upp 28 vörureikningar sem „voru falsaðir með framangreindum hætti og notaðir fyrir tilstilli ákærðu til blekkingar í viðskiptum við forsvarsmenn Kaffi- brennslu Akureyrar hf. og gjaldeyris- yfirvöld hér á landi“. Þrír yfirmenn ákærðir fyrir hlut- deild Gegn þeim Sigurði Áma Sigurðs- syni, deildarstjóra fóðurvörudeildar og síðar framkvæmdastjóra Sambands- skrifetofúnnar í London, Gísla Theód- órssyni, framkvæmdastjóra Lundúnaskrifetofunnar þar til Sigurð- ur tók við, og Amóri Valgeirssyni, deildarstjóra búvömdeildar, er málið höfðað fyrir hlutdeild í framanlýstum fjársvika-, skjalafals- og gjaldeyris- brotum. Þeir hafi tekið við fyrirmæl- um frá yfirmönnum sínum, þeim Erlendi og Hjalta, um framkvæmd kaffiviðskiptanna og síðan séð um framkvæmd þeirra í einstökum atrið- um, þrátt fyrir að þeim hlaut að vera Ijóst að sú framkvæmd var bæði refei- verð og andstæð eðlilegum viðskipta- háttum. -KMU Erum í allt of litlu húsnæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.