Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 39 dv_____________________________________________________________Meiming Sagan af Arcticu Isak Harðarson Veggfóðraður óendanleiki Mál og menning 1986 Þetta er íjórða ljóðabók Isaks á fimm árum og ein hin mesta, nær 100 bls. Ekki hefur þótt tilhlýðilegt að hafa efnisyfirlit né blaðsíðutal. Bókin er ein heild þótt hún geymi mörg ljóð. Bókin segir frá gömlum kunningja úr lestrabók byrjenda í bamaskóla, Óla sem á ól og sá sól. Upphaf þessar- ar bókar er frásögn um hann, feitle- truð á nokkrum síðum, í endurtekn- ingastíl þessarar lestrarbókar, en tilbrigði við það koma tvisvar síðar. Fyrst sér Óli skínandi hvíta sól á himni, víðan ljósbláan himin með sól, vaknandi græna jörð undir sólhimni en síðar sér hann brennandi óða sól á himni, tættan blásýrðan himin, stynj- andi móða jörð. Loks er talað um blinda náföla sól, skorpinn stoppaðan himin, sofhandi hrukkótta jörð undir sólhimni. Fyrst ríkir fegurð og kyrrð, þá kvöl og æði, loks ellihrumleiki og dauði. Miimir þetta á grískar goðsögur um heiminn, m.a. Efiár að þessi inngangskafli kemur fyrsta sinni er alllangur kafli orða „um orð um orð um morð, orð er þriggja stafa morð“, en síðan víkur sögunni að arcticu. Þetta latneska orð táknar heimskautasvæði, og mikið er talað um kuldann á því, þetta er ís-land, en greinilega er þar einkum átt við tilfinningakulda, vegna þess að rök- hyggjan drottnar. Og það er meginefni bókarinnar, rauður þráður hennar, að berjast gegn skilgreiningaráráttu, tæknihyggju, sem birtist þá í þvi að vilja orða allt, sér til öryggis, þ.e. að veggfóðra óendanleikann. Mannbikiö Það er dæmigert fyrir framsetningu mála að inn í þetta freðna land, ónátt- úrulega borg arcticu, gengur Óli, bamslegur frummaður Gagns og gam- ans: óli í leikfangalandi óli sá ekki sól sá ekki himin ekki jörð sá allt í hörku lóðrétts grjóts og glers og þéttríða um loftin rafyrtar tungur með raddbönd úr valdboð um okkur frá okkur til endimarka mannbiksins Hér koma fram nokkur helstu ein- kenni bókarinnar, en þar á ég við sérstæða skiptingu orða og orða- brenglun, svo sem að setja mann- biksins í stað orðanna: malbiksins og manna. Orðasambandinu: „úr vald- boðum" er skipt þannig að lokaat- kvæðið er gert sjálfstætt orð, forsetningin um, sem ræður svo fram- haldinu. Þetta er mjög áberandi í bókinni, og gilda þá auðvitað ekki neinar skólareglur um skiptingu milli lína: r/aftengd áköll, sjálf/söguðu þrekhjólamennunum, í nístandi greip- um ísal/darinnar, kvikmyndasal/urinn urinn augum, reka á ef/tir mér, mið stöð vamar stöð/ugt hlaðnar, kraum andi fl/æðandi myrkur, úrr/æði, skynja lúrandi tröll/vaxinn hugvöll- inn. Með þessu verða orðin tvíbent, þrungin óvæntum möguleikum. Þetta var áberandi í t.d. 2. og 3. bók Gyrðis Elíassonar, einsog myndræn uppsetn- ing ljóðanna, sem hér er töluvert um. Ekki eru aðferðimar verri þess vegna eða síður brúklegar öðrum. Mikið ber á tvíræðni hjá ljóðskáldum almennt, enda hefúr ljóðagerð verið kölluð list samþjöppunar, dichten segja Þjóð- veijar um að yrkja, en það er sama orð og að þétta á íslensku. Gildi þessa verður þá að meta á hveijum stað. En þetta segir ekki alla söguna, stund- um er orðum skipt í línur án þess að úr komi orðbútar með nýja merkingu: plá/neta, skýja/borgir, æ blóð/ugri, o. fl. af því tagi. Þá er þetta liður í almennu andrúmslofti bókarinnar, svipað og brenglun orða. Fáein dæmi af því tagi em: ólánasjóður ísfrystra námsmanna, ljóðið er tekið að biblýj- ast, hræðsluskrifstofan, target matc- her jámklóar fretlands. Svonalagað hefur verið töluvert iðkað allt frá fyrstu bókum Dags Sigurðarsonar, sem gerði þetta vel. Sjónvarpsfréttir Hér tengist þetta því hvemig bókin fylgir formi sjónvarpsfrétta og einkum tilkynninga fiá hinu opinbera í út> varpi: við rjúfum hér dagskrána til að skjóta inn áríðandi tilkynningu frá stjómvöldunum: frá hræðsluskriEstofunni: vegna breyttra aðstæðna hafa eftirfarandi leiðréttingar verið ákveðnar á raunvemleikanum: „sál“ verður „hugur“ „guð“ verður „samfélag“ „himnaríki“ verður „félagsþroski" „ég“ verð „við“ 1. janúar, 1987, hræðslustjórinn í arctícu. Einnig í þessu atriði, brenglun orða, svo sem að setja: hræðslu fyrir fræðslu, Bókmeiuitir Örn Ólafsson virðist breytingin stundum meiningar- laus: doby mick f. Moby dick, bragsl- andinum fyrir slagbrandinum, mjölfiðlar fyrir fjölmiðlar. Ég skil það svo að hér sé skáldið að skapa bók- inni undiróm sem minnir á útvarpstm- flanir, og dregur í efa gildi þess sem sagt er, gildi þess að tala. Það er í samræmi við að tala um masfélagið ísland í stað orðsins samfélagið. Þrátt fyrir allt þetta eru ljóðin yfir- leitt auðskihn, og það sem meira er, þau eru það vegna þess að þau eru þrungin boðskap. Þannig er þessi bók í straumi „opinna ljóða“ þótt í hann blandist strengur af öðru tagi sem kunnastur er af ljóðum Einars Más, Sigfúsar Bjartmars, Geirlaugs, Gyrðis & co, ef við höldum okkur við yngstu skáldin. Meðal annarra orða, ef reynt yrði að finna eitthvað fljótsagt heiti um þenna straum, hvemig líst fólki þá á að tala um tilfyndnu skáldin, til- fyndni og tilfyndinn skáldskap? Fyrirmynd orðalagsins er „fyndna kynslóðin" en hún á hvað mest að hafa spillt íslenskum skáldskap. Það eru raunar hrein öfugmæli. í ævintýraferð Þessi bók fæst mikið við gildi orða og merkingu, og þá hve langt verði gengið í að pæla í þeim. Um það fjall- ar lengsta ljóðið, þanið trún (sbr. orðalagið: í einrúmi). Það er fimm þéttprentaðar blaðsíður, og segir frá manni sem fer ævintýralega könnun- arferð í húsi sínu. t myrkasta afkiman- um finnur hann hlera „undir kassa með 19du aldar bókum“, fer niður um hann, og síðan hvem kjallarann niður af öðrum. En húsið er úr orðum, og undirdjúp þess líka, fyrst „ættuðum frá horfiium tímum gröfhum borgum“, síðar öðrum orðum sem em „svo afl- tengd að mynda glampa eins& af maurildum", önnur „standa í ljósum logum svo hárið sviðnar". Ferðalang- urinn „treður í vasana handfyllum". Fyrirmyndin er ævintýraferð eins og hjá Jules Veme eða Ali baba, en henni lýkur í klefa, sem er alauður öðm en myrkri sem er persónugert eins og draugur. Og allir hleramir lokast. Eft- ir langa mæðu finnur maðurinn þá lausn að orða klefann, og lausnar- orðið er já. Það finnst mér segja mikið um afetöðu þessa verks, það tekur lífið gilt eins og það er, án þess að vilja grufla mikið í rökum og ástæðum. í samræmi við það fær t.d. „doktor skáldtæknir" skeyti fyrir að greina listaverk „í saxmörkuð hólf‘, og trúar- leg afstaða kemur hvað eftir annað fram. Lítum á dæmi að lokum. Isak Harðarson Sjálfvirkni Hér verður að velja stutt ljóð, þótt mér finnist hin lengstu skemmtilegust (auk fyrrtalins er m.a. hug 4821-6447, fimm bls. líka). almyrkvi á manni dauðinn í há sæti úr dansandi myrkri bratt yfir tignandi blindjökum Qarstýrðum skerandi stríðsópum og ^ sjálfvirkum lífsfómum meðan angistarvein dýrsins leitar í aðra átt í helteygjum eftir fjarlægu ljósi í ljósið snýr maðurinn bakinu & starandi í eiginn biksvartan skugga heldur hann sjálfan dauðann! & óttast um líf sitt svo mjög að hann þurrkar af kringlunni sjálfan sig körmuðum huga veit ekki: því dýpri skuggi bjartari sól! Hér ber mest á andstæðum ljóss og skugga og auk þess eru andstæður milli manna og náttúru, en þar er meginatriðum snúið við. Náttúran er persónugerð; myrkrið dansar og jakar (sem væntanlega eru í ætt við blind- sker) auðsýna dauðanum einnig lotningu. Andstætt þessari einvald- stignun, sem minnir á gamlar hug- myndir um himneska herskara frammi fyrir guði, er sjálfvirkni einkenni manna í stríði. Vélræn stríðsóp þeirra stinga í stúf við angistarvein dýranna, en orðið angistarvein er venjulega aðeins haf't um það sem frá fólki kem- ur. Er ekki karma einhvers konar sjálfskaparvíti, þannig er hér tilvera manna, því ótti þeirra við dauðann er eina ógnun tilveru þeirra. Mér finnst mjög trúarleg lok ljóðsins, að skugg- inn sem grúfir yfir tilveru manna stafi af því einu að þeir snúa baki við ljós- mu. JL Byggingavörur munu efna til víðtækrar vörukynningar á laugardögum í vetur. Tilgangurinn er að fræða viðskiptavini, og þá helst hinn almenna neytanda um sem flest atriði sem lúta að húsbyggingum, viðhaldi húseigna, verklag, aðferðir og mismunandi efni. Kynna helstu nýjungar áhverjumtíma. Við byrjum laugardaginn 6. september. Komið, skoðið, fræðist BYGQINGAVORUR 2 góðarþ^gpihgavönjverslanir. Austastog vestast í borginni Stórtiöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600 JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 6. septemberkl. 10-16. ÚTIMÁLNING, INNIMÁLNING. Sérfræðingurfrá Málningarverksm. Hörpu verður á staðnum. JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 6. september kl. 10 -16. FÚAVÖRN, FÚAVARNAREFNI Sérfræðingur frá Pinotex - Sadolin verður á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.