Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Stjómmál Alþýðubandalagið: Hörð barátta framundan um efstu sætin á framboðslistanum í Reykjavík. Ljóst er að framundan er hörð bar- átta um efstu sætin á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Margfr hafa þegar verið nefndir sem hyggjast hreppa sæti ofarlega á þeim lista. Þingmennimir Guðrún Helgadóttir, Skúli Alexandersson, Ragnar Amalds og Hjörleifur Guttormsson svara þvf ákveðið að þau ætli að gefa kost á sér í næstu Alþingiskosningum. Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon og Geir Gunnarsson vilja ekki svara neinu um framboðsmál sín að svo stöddu. Flest bendir þó til þess að þess- ir þingmenn ætli sér að halda áfiram. Guðmundur J. Guðmundsson er að hugsa málið og Garðar Sigurðsson hefur ekkert ákveðið enn. Aðeins einn þingmaður er ákveðinn að hætta, Helgi Seljan. Barátta í Reykjavík Alþýðubandalagið er nú með þrjá þingmenn í Reykjavík; Svavar Gests- son, Guðmund J. Guðmundsson og Guðrúnu Helgadóttur. Guðmundur hafði áður lýst því yfir að hann ætlaði að láta af þingmennsku. Eftir fjaðra- fokið kringum fé það sem hann þáði úr hendi Alberts Guðmundssonar ák- vað hann að endurskoða þessa afetöðu sína. Heimildir DV segja þó að líklega verði það ofan á að Guðmundur láti af þingmennsku. Þar með myndi losna eitt öruggt þingsæti á framboðslistan- um. Við það bætist að flokksmenn eru bjartsýnir á að auka fylgi í Reykjavík. Flestir telja fjögur þingsæti örugg og það fimmta í sjónmáli. Svo er að heyra að margir hugsi gott til glóðarinnar og fjölmargir nefndir sem muni freista þess að krækja í þessi nýju sæti. Úr verkalýðshreyfingunni eru Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Þröstur Ólafeson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, nefndir sem líklegir frambjóð- endur. Þá þykir líklegt að Ólafur Ragnar Grímsson sitji ekki aðgerða- laus. Konur eru einnig nefndar. Líklegar þykja Álfheiður Ingadóttir blaðamaður, Guðrún Ágústsdóttir borgarfúlltrúi og Kristín Á. Ólafe- dóttir, varaformaður flokksins. „Það er ljóst að þetta verður spennandi barátta,“ sagði einn viðmælandi DV. Hættir Garðar? Garðar Sigurðsson segist ekkert hafa hugleitt þessi framboðsmál enn. Hann hefur verið í fýrsta sæti fram- boðslista Alþýðubandalagsins á Suðurlandi um árabil. Hins vegar er ljóst að margir innan forystu flokksins vilja hann burt. „Hann rekst illa innan þingflokksins," sagði einn viðmæl- andi. Það eru líklega orð að sönnu því Garðar fer sínar eigin leiðir. Margrét Frímannsdóttir, oddviti á Stokkseyri, er talin vera líklegur arftaki Garðars. Enginn á Vestfjörðum Alþýðubandalagið hefur engan þingmann á Vestfjörðum. Kjartan Ól- afeson var í efeta sæti þar f síðustu kosningum en komst ekki inn á þing. Ekki er vitað hvort hann ætlar aftur í slaginn. Hins vegar eru Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík og Þuríður Pétursdóttir nefnd sem vænlegir fram- bjóðendur flokksins. Helgi Seljan ætlar að hætta þing- mennsku. Auk hans hefur Hjörleifur Guttormsson verið þingmaður flokks- ins í Austurlandskjördæmi. Engin nöfh hafa verið nefhd í sambandi við arftaka Helga en líklegt þykir að reynt verði að tefla fram konu í hans stað. Aðrir þingmenn þykja nokkuð tryggir í sessi. Geir Gunnarsson hefur áður haft á orði að hætta þing- mennsku. Hins vegar er hann mjög vinsæll meðal flokksmanna. Ef hann hættir þykir ekki ólíklegt að Ólafur Ragnar Grímsson fari fram í Reykja- neskjördæmi. -APH Steingrimur J. Sigfusson: Aulalegar yfirlýsingar „Mér finnst aulalegt að vera að gefa yfirlýsingar sem þessar í fjölmiðla áður en ég hef rætt þetta við félaga mína,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjórði þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, og vildi ekkert segja um það hvort hann byði sig fram í komandi forvali. „Ég ræði slík mál ekki að svo stöddu,“ sagði hann. -S.Konn. Guðmundur J. Guðmunds.: Er að hugsa málið „Ég hafði hugsað mér að gefa ekki kost á mér og ætlaði að hætta þing- mennsku. Þessa ákvörðun mína hef ég nú tekið til endurskoðunar og er ekki enn búinn að komast að endan- legri niðurstöðu,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, Alþýðubandalagi og 7. þingmaður Reykjavíkur. Hann kom fyrst inn á Alþingi í lok ársins 1979 og hefur setið þar síðan. -APH Helgi Seljan: Ákveðinn í að hætta „Ég hef nú lýst því yfir áður að ég sé ákveðinn í að hætta og það hefur ekkert breyst. Ákvörðun mín stendur óhögguð. Þetta er ársgömul ákvörðun og maður hringlar ekkert með svona,“ sagði Helgi Seljan, þingmaður Al- þýðubandalagsins á Austurlandi. Þegar talið barst að arftaka Helga á lista Alþýðubandalagsins sagði hann að ákvörðun um hann yrði tekin í forvali og síst af öllu vildi hann fara að ákveða slíkt. JFJ Guðrún Helgadóttir: Svo sannar- lega „Ég ætla svo sannarlega að gefa kost á mér,“ sagði Guðrún Helgadótt- ir, Alþýðubandalagi. Hún sagði að reyndar yrðu það aðrir sem myndu ákveða hvort hún yrði í framboði eða ekki. Guðrún skipaði þriðja sætið á fram- boðslista flokksins í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum. Þá fékk flokkurinn þrjá menn kjöma. -APH Svavar Gestsson: Trúnaðar- spuming sem ég mun svara flokknum „Þesseiri spumingu mun ég svara þeirri nefiid sem hefur með þessi mál að gera innan Alþýðubandalagsins," sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins og þingmaður í Reykjavík. „Hér er um trúnaðarspumingu að ræða sem ég mun fyrst gera grein fyr- ir innan flokksins," bætti Svavar við. -S.Konn. Hjórieifur Guttormsson: Stefhi inn „Ég hef gert upp hug minn og ætla að gefa kost á mér og stefiii inn,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Sagði Hjörleifúr að vel mætti búast við því að hann skipaði fyrsta sætið nú þegar Helgi Seljan ætlaði að draga sig í hlé „en annars á eftir að ákveða þetta og það verður gert á réttum tíma og á réttum vettvangi“. JFJ Geir Gunnarsson: Ekki rætt í dagblöðum „Ég ætla mér ekki að skýra frá því í dagblöðum. Þetta er mál sem varðar flokksmenn hér í kjördæminu. Þegar ég mun skýra frá því hvort ég ætla að gefa kost á mér mun ég skýra þeim fyrst frá því,“ sagði Geir Gunnarsson, Alþýðubandalagi og 5. þingmaður Reykjaneskjördæmis. Geir hefúr setið á Alþingi frá 1959. -APH Ragnar Amalds: Ég mun gefa kost á mér „Það eru hreinar línur að ég mun gefa kost á mér áfram,“ sagði Ragnar Amalds, þriðji þingmaður Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra. „Kjördæmaráð hefur ekki enn ákveðið hvort prófkjör verður haldið, en ég myndi bjóða mig fram ef til þess kæmi,“ sagði Ragnar. -S.Konn. Garðar Sigurðsson: Ekkert ákveðið „Ég hef ekkert ákveðið í þessum efh- um og ekkert hugsað um framboðsmál mín ennþá,“ sagði Garðar Sigurðsson, Alþýðubandalagi. Garðar hefur setið á þingi í 15 ár. Hann hefúr farið fram í Suðurlands- kjördæmi og skipað fyrsta sæti þar undanfamar kosningar. -APH Skúli Alexandersson: Heftekið ákvörðun umframboð „Það liggja ekki fyrir neinar breyt- ingar í þessum málum. Það em líkur til að forval muni fara fram og ég mun bjóða mig fram. Ég hef ákveðið mig í þvi efni,“ sagði Skúli Alexandersson, fjórði þingmaður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi, sem býður sig því ffarn á sitt þrettánda þing. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.