Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Síða 30
42 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. S^M SKÍ F'>* TRÚNAÐARMÁL VIKUNNAR BILLY JOEL - A MATTER OF TRUST (CBS) Billy Joel sýnir á sér nýja hlið í þessu lagi, hann stíg- ur aðeins í vænginn við þyngra rokkið, en fer afk- aplega smekklega með það, eins og hans er von og vísa. ANNAÐ STÓRMÁL THE POGUES - HAUNTED (MCA) Það eru fleiri sem sýna á sér nýjar hliðar en Billy kallinn Joel, Pogues eru öllu þyngri hér en menn eiga að venjast, ekki það að lagið sé svo þungmelt heldur er undiraldan í lag- inu af öðrum toga en hefur átt uppá pallborðið hjá Pogues hingað til. Þetta er hins vegar svoddan önd- vegishljómsveit að þetta leikur allt í höndunum á henni. ÖNNUR GÓÐMÁL EURYTHMICS - THORN IN MY SIDE (RCA) Önnur smáskífa Euryth- mics af plötunni Revenge er engu síðri en sú fyrsta, gæðapopp af bestu gerð en furðulegt nokk virðist þetta ekki falla mjög í kra- mið hjá smáskífukaupend- um. Þeir um það. THE REVERB BROTHERS - SOMEONE’S SELLING OFF THE COUNTRY (RCA) Þeir bergmálsbræður eru ekki ýkja þekktir en þetta lag er aldeilis stórgóð kynning, gamaldags sveifla með bassann sem leiðandi hljóðfæri en píanóið, sax- inn trompetið og önnur eðalhljóðfæri taka léttar rokur inná milli. Minni dálítið á Style Council. STRANGLERS - NICE IN NICE (EPIC) Skemmtileg blanda af gömlu og nýju, þetta lag frá Stranglers, þéttur taktur ekki of þungur og sjarmer- andi raddimar uppá gamla móðinn. Hálfgerður Bítla- vinafélagsstíll á þessu. EITT SMÁMÁL TINA TURNER - TYPICAL MALE (CAPITOL) Þeir Trry Britten og Gra- ham Lyle hafa gert margt gott fyrir Tinu, en hér finnst mér þeir vera full harðneskjulegir við hana, henni hæfa blíðlegri lög miklu betur, seiðandi rödd hennar tapar töfnmum í látunum. Lagið er samt ágætt og gæti orðið vin- sælt. -SþS- Billy Joel - The Bridge Milliþungavigt Gamli jaxlinn Billy Joel lýist ekkert með árunum. Hann sendir nú frá sér plötu sem gefur fyrri afurðum hans ekkert eftir. Á plötunni The bridge er nánast allt pottþétt, lagasmíðar, útsetningar, sem og hljóðfæraleikur. Platan inniheldur níu lög sem í sameiningu mynda afar sterka heild. I rólegri kantinum eru lög eins og This is the time og Baby grand. Hraðinn er svo keyrður upp í Running on Ice, Modem woman, Big man on Mulberry street og fleirum. Allt eru þetta dæmigerð Billy Joel lög sem gætu sómt sér á flestum fyrri plöt- um hans. Til að auka fjölbreytnina á plötunni hefur Joel fengið í lið með sér ekki ófrægara fólk en Ray Charles, Cyndi Lauper og Steve Winwood. Þátttaka þeirra er af hinu góða. Charles tekur hljómþýðan blús með Joel og er píanó- leikur hans í laginu afbragðsgóður. Lauper semur lagið Code of silence ásamt Joel. Snoturt lag og bakröddun Lauper gefur því ffísklegri blæ. Þáttur Winwood á plötunni er einna sístur. Lagið Getting closer hefði alveg getað verið án orgelleiks hans. The bridge er ákaflega þægileg plata. En á henni er ekki að finna neitt nýtt. Staðreynd málsins er sú að þrátt fyrir gott úthald hefur Billy Joel lítið breyst með árunum. Tónlistin á The bridge er til dæmis nauðalík því sem hann var að gera á Glass houses. Útsetning- ar eru aðeins nútímalegri ef eitthvað er. En Joel þekkir sín takmörk. Hann kann sínar tónlistarbækur upp á hár. Á þessari plötu bendir ekkert til ann- ars en hann hafi lært vel heima. Ekki er gott að segja hvort eitthvað af lögunum á The bridge öðlast álíka vinsældir og Uptown girl. Running on ice, Modem woman, Big man on Mul- berry street, jafnvel Code of silence eru allavega líkleg til vinsælda. 1 dag er ljóst að seigla gamla hnefa- leikarans hefur komið honum að góðum notum í tónlistarheiminum. Joel á eftir að berjast á þessum víg- stöðvum í mörg ár enn. -ÞJV Gunnar Þórðarson - Reykjavíkurflugur Farið varlega með flugurnar Afrnæli Reykjavíkurborgar hefur verið minnst með mestu veisluhöldum i manna minnum hérlendis og það ekki á einu sviði heldur mörgum. Þar hefur tónlistarsviðið ekki orðið útund- an, ekki dugði minna en tvöfalt albúm til. Önnur platan inniheldur tónlist sem samin er við kvikmyndina Reykjavík, Reykjavík og mun ég ekki fjalla um hana hér í þessari umsögn, það er skoðxrn mín að um kvikmyndatónlist verði að fjalla í samhengi við kvik- myndina en ekki eina og aér. Því verður hér einungis staldrað við þá plötuna sem inniheldur gamlar Reykjvíkurlummur ýmissa tíma í nýj- um fötum og er það ærið verk. Um útsetningar á lögunum sér Gunnar Þórðarson og þarf ekki að koma á óvart að leitað hafi verið til hans. Gunnar semur að auki alla kvik- myndatónlistina og plötumar því feðraðar honum. Ýmsir söngvarar koma við sögu: Jóhann Helgason, Ema Gunnarsdótt- ir, Bubbi Morthens, Ríó tríóið, Ellen Kristjánsdóttir og Ragnar Bjamason. Það verður að segjast eins og er að Gunnar fer mjög varfæmum höndum um eldri lögin sérstaklega enda annað líkast talið til helgispjalla af höfund- um og þeim sem þekkja gömlu lögin. Gunnar hefur þannig látið sér nægja að fríska þessar gömlu perlur upp með nútímalegri hljóðfæraleik og raddút- setningum. Á stöku stað hefúr hann þó látið gamminn geisa og má þar nefria stórskemmtilega útsetningu á Fröken Reykjavík sem er orðið dill- andi rokkari uppá gamla móðinn. Yngri lögin hafa tekið meiri stakka- skiptum þó ekki sé þar um neinar byltingar að ræða í klæðaburði. Mest- ar breytingar hafa átt sér stað á lagi Sigurðar Bjólu um Herra Reykjavík sem Ríó tríóið syngur. Lagið er nú borið uppi af hljóðgervlum og jas- skeimurinn er greinilegur. Það undir- strikar léttur millikafli. Ekki má svo gleyma að minnast á Braggablús Magnúsar Eiríkssonar sem hér er allur á iði, mun kröftugri og blæbrigðaríkari en i upprunalegu útgáfunni. Þar hefur mikið að segja söngur Bubba en Bubbi fer á kostum í þessu lagi. Svo er að nefha erlend lög við ís- lenska texta en þau eru þrjú á plötunni og þar hefur Gunnar sömuleiðis leyft sér meira í útsetningunum, enda höf- undamir varla til trafala. Einna síst finnst mér Gunnari hafa tekist upp við þessi lög og nefhi ég þar sérstaklega lögin Síðasti vagninn í Sogamýri og Verst af öllu. Þess má svo að lokum geta að plötu- umslagið er hræðilega hallærislegt og er það slæmur blettur á góðu verki annars. -SþS- Janet Jackson - Control Með þekkt ættamafn Janet Jackson hefúr þann heiður að vera systir eins frægasta poppara allra tíma, Michael Jackson. Því hefði mátt ætla að hún væri undir áhrifum frá honum eða bræðrum sínum, sem flest> ir eru þekktir, en svo er nú ekki. Heldur mætti ætla, eftir að hafa hlust- að á Control, að fyrirmynd hennar væri Prince. Tónlist hennar er undir sterkum áhrifum frá honum. En því miður eru gæðin ekki mikil. Control er í heild allra leiðinlegasta plata sem undirritaður hefúr heyrt lengi. Þrátt fyrir ýmsa galla er alltaf eitthvað vit í tónlist Prince, en hér er eins og sé verið að hlusta á lélega eftirlíkingu. Þetta á sérstaklega við um fyrri hlið plötunnar, sem rennur út í að vera eitt lag - sami taktur, einhvers konar soulblanda sem höfðar sjálfsagt ein- göngu til fólks af hennar kynþætti. Get ég ekki ímyndað mér annað en að einu notin af þessari tónlist hér- lendis sé á diskótekum og þá í örlitlum skammti. Útkoman skánar aðeins á seinni hlið plötunnar. Má þar greina laglínu á einstaka stað og skást eru síðustu tvö lögin, sem bæði eru róleg; þar fyrst !heyrir maður að Janet Jackson hefur ekki svo slæma rödd þegar hún vill sýna þá hliðina á sér. Þótt ótrúlegt sé kemur enginn hinna frægu bræðra við sögu á Control, hvorki sem lagahöfundar né hljóð- færaleikarar. Hún hefur samið öll lögin sjálf í samráði við aðstoðarmenn sína. Hefði hún betur gert að leita til bræðranna. Hvað um það, hún hefur eftimafnið Jackson og út á það er unnt að selja, alla vega til að byrja með. En ef afurð hennar í framtíðinni verður ekki betri en það sem borið er á borð fyrir hlustandann á Control þá líður ekki á löngu þar til hún þarf að lifa á fjölskyldunni. HK. SMÆLKI Sæl nú!... Boy Georgeer, kominn aftur til vinnu eftir fyrsta hluta meðferðar við heróínfikn sinni, hann er byrj- aður að taka upp lög á fyrstu sólóplötu sina sem er væntan- leg seínt á árínu. Upptöku- stjóri hjá piltinum er Stewart Levine sem áður hefur unnið nreð Minnie heitinni Riperton og Símply Red. Levine hefur fengið tíl samstarfs við dreng- inn þekktan lagahöfund, Lamont Dozier, en sá ágæti maður hefur meðal annars samið lög fyrir Simply Red i samkrulli við Mick Huckn- all... Búast má við að út komi fyrir jól iag sem þau David Bowíe og Chaka Khan syngja i sameiningu... Annar þekktur dúett, að sönnu ekki þekktir söngvarar heldur leik- arar, syngja saman lag i kvikmynd sem verður frum- sýnd um jólin vestra. Myndin og platan heita Ishtar og söngvaramir/leikaramir eru Dustin Hoffman og Warren . Hljómplötufyrir- tækið ZTT skýrði frá þvi fyrir ekki alls löngu að hljómsveit- in Propaganda væri hætt. Þetta er ekki alls kostar rétt þvi hljómsveitin er enn á lífi en söngkonan Claudia Bruck- en er hætt. Skýringin á öllu sarnan er sú að hljómsveitin var óánægð með samninga sína víð ZTT og vildi komast burt en forráðamenn ZTT komu i veg fyrir allt slikt. Þá vildu liðsmenn hljómsveitar- innar leggja hana niður til að losna en Claudiu snérist þá skyndilega hugur og ákvað að hafda sig við ZTT. Þar með klofnaði hljómsveitin og upp- hófust deílur um hverjir ættu nafnið Propaganda. í Ijós konr að Claudia og ZTT gátu ekki gert tilkall til nafnsins og þvi heldur Propaganda áfram án Claudiu... Bandaríski tromp- etieikarinn og lagasmiðurinn Thad Jones lést i Kaupmanna- höfn fyrir skönrmu. Thad Jones var heimsþekktur tón- listarmaður sem var liðsmað- ur nrargra frægra ameriskra jasshljómveita auk þess sem hann var um 15 ára skeið með eígin hljómsveit. Hann tók við stjórn hljómsveitar Count Basie eftír að Basie lést en flutti síðan til Danmerkur. Thad Jones varð 63 ára gam- all . . Topplagið í Bretlandi er sungið af náunga aó nafni Boris Gardiner. Hann heitir raunar Gardner en bætti i-inu við nafn sitt til að það næði 13 bókstöfum en margir lista- nienn ganga með þær grillur i höfðinu að það hjálpi á framabrautinni. Þaðskyldi þó ekki vera. . ? Sig. f>ór Salvars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.