Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 5 DV__________________ Sverrir tefur framgang og gengur þvert á allar venjur, segir félagsmálaráðherra „Nokkrar tafir hafa orðið á starfi tveggja nefhda sem ætlað er að kanna hvort unnt sé að flytja ýmis verkefhi frá ríki til sveitarfélaga, vegna þess að menntamálaráðherra, Sverrir Her- mannsson, hefur dregið að tilnefha fulltrúa sína,“ sagði Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra í samtali við DV í gær. Alexander sagði að við undirbúning fjárlaga í júní hefði hann lagt til að skipuð yrði nefnd til að kanna hvaða verkefni mætti flytja frá ríkinu til sveitarfélaganna. Það hefði verið sam- þykkt og ákveðið að í henni ættu sæti fulltrúar frá félagsmálaráðuneyt- inu, fjármálaráðuneytinu, heilbrigðis- ráðuneytinu og menntamálaráðuneyt- inu. í kjölfar þess hefði fjármálaráð- herra skipað aðra nefnd til að kanna fjármálahliðina sérstaklega. Nokkrar tafir hefðu hins vegar orðið á því að nefndimar gætu hafið störf vegna þess að menntamálaráðherra hefði dregið að tilnefna fulltrúa sína. Sagði Alexander að nefndimar væm nú fyrst að koma saman. Sverrir gengur þvert á allar venjur Alexander sagði að nýlegar yfirlýs- ingar menntamálaráðherra um að skera ætti niður framlög ríkisins til skólamála á landsbyggðinni gengju þvert á allar venjur í samskiptum rík- is og sveitarfélaga. „Þessi mál eru ákveðin í lögum og verða ekki leyst með upphrópunum í fjölmiðlum," sagði Alexander. „Hvað sem öllum yfirlýsingum líður hefur aldrei staðið til að láta sveitarfélögin taka að sér aukin verkefni, eins og skólaakstur og rekstur dagheimila, án þess að veita þeim nýja tekjustofna í staðinn." Félagsmálaráðherra sagði að í þvi skyni hefði verið rætt um að efla Jöfhunarsjóð sveitarfélaganna. „Menntamálaráðherra hlýtur að skilja að mál af þessu tagi verður að leysa í samkomulagi við sveitarfélög- in,“ sagði Alexander. „Það þýðir ekki að þvinga menn til eins eða neins. Ég Stjómmál mála hef þá skoðun að stokka þurfi upp í þessum málum og að sveitarfélögin eigi að taka að sér ný verkefni en þá þárf jafnframt að vera tryggt að þau hafi til þess fjárhagslegt bolmagn." Félagsmálaráðherra sagði að nú væri í smíðum mjög yfirgripsmikil áætlun um að auka hlut sveitarfélag- anna í heilbrigðismálum, menntamál- um og öðru, og væri þar meðal annars kveðið á um ný lög um tekjustofha sveitarfélaga. -EA Vegglampar kr. 810. kr. 882 og kr. 1.157 Lampi á fæti kr. 997. Gormalampi kr. 1251Klemmulampi kr. 810. Opið í öllum deildum til kl. 20 í kvöld. ____ Opið laugardag kl. 9-16 Tji nn wlS Jón Loftsson hf. V7S4 /A A A A A A ^ a c C' c: p ifíUUUUUIll llkli, Hringbraut 121 Sími 10600 Rafdeild, 2. hæð Kennaraskortur í Reykjavík: Forföll með mesta móti Kennaraskortur er nú í Reykjavík þrátt fyrir að fullráðið hafi verið i all- ar kennarastöður í borginni sl. vor og jafnvel dæmi um að kennurum hafi þá verið synjað um stöður. Ástæður skortsins eru þær að forfoll meðal ráð- inna kennara eru með mesta móti nú í ár. „Það er orðið árvisst vandamál að kennara vanti hér til starfa á hausti þótt fullráðið sé í allar stöður að vori,“ sagði Ragnar Georgsson, annar for- stöðumanna skólaskrifstofú Reykja- víkurborgar, í samtali við DV. „Nú vantar í nokkrar stöður al- mennrar kennslu í grurmskólum auk þess sem illa hefur gengið að fá fólk í hlutastöður, til dæmis í tónmennt og raungreinum. Ástæður þessa eru að forföll hafa verið með mesta móti í sumar og eiga rót sína eiga að rekja til betri launakjara í öðrum störfum." í máli Ragnars kom ennfremur fram að ýmis yfirboð á landsbyggðinni til handa kennurum gætu verið áhrifa- valdur í þessu vandamáli. Sem dæmi um vandann nú má nefna að í einum skóla, Hólabrekkuskóla, skortir nú kennara í sex bekki en aðr- ir skólar i borginni munu ekki eins illa settir. -FRI Vopnafjarðarskoli: Ástandið verra en í fýrra „Ástandið hjá okkur er verra en i fyrra en hefhr lagast á undanfömum dögum og við vonumst til að geta sett skólann um miðjan september eins og áformað er,“ sagði Hafþór Róbertsson, skólastjóri Vopnafjarðarskóla, í sam- tali við DV en skólinn er einn þeirra sem erfiðlega hefur gengið að fá kenn- ara til starfa í vetur. Til skamms tíma skorti 4 kennara í fullar stöður hjá skólanum og útlit fyrir að eðlilegt starf hans gæti ekki hafist á réttum tíma. Nýlega komu hins vegar tvær umsóknir og er Haf- þór bjartsýnn á að einnig takist að fylla hinar tvær stöðumar sem lausar em. í skólanum í vetur munu verða tæplega 170 nemendur -FRI. Greiðir rétt upp- setta reikninga „Byrjað er að endurgreiða sjúkling- um sem koma með reikninga frá tannlæknum þótt notast sé við ranga gjaldskrá en einungis ef tannlæknir- inn hefur kostnaðinn rétt sundurlið- aðan á þar til gerðu eyðublaði frá Tryggingastofhun. Þá er hægt að draga frá þau 8% sem ber á milli i gjaldskrám 'heilbrigðisráðherra og Tannlæknafélagsins. Mismuninn verður sjúklingurinn þó að borga enn sem komið er,“ sagði Eggert Þor- steinsson, forstjóri Tryggingastofhun- ar, í samtali við DV. „Þama er reynt að teygja mörkin eins langt og hægt er svo sjúklingar þurfi ekki að gjalda þess ósamkomu- lags sem nú ríkir á milli þessara aðila. en undanfarið hefur öllum reikningum frá tannlæknum. sem nota sína gjald- skrá. verið vísað frá. Þó sér Trygg- ingastofhun sér ekki fært að endurgreiða og endurreikna rangt verðlagða reikninga ef kostnaður er ekki sundurliðaður. þótt hann sé á eyðublaði frá stofhuninni." Þessi hópur sjúklinga. sem um er að ræða í endurgreiðslu á tannlækn- ingum. er böm undir 17 ára aldri. gamalt fólk og ör>Tkjar. en hann hefúr einna helst orðið fi.TÍr barðinu á deil- unum sem hafa staðið \-fir um gjald- skrána. ..Þessu fólki er ráðlagt að leggja áherslu á að fá rétt sundurliðaðan reikning og gæta þess að tannlæknir afhendi því ekki vísvitandi reikning sem ekki fæst greiddur. Meira er ekki hægt að gera fyrir það meðan þetta ástand varir.” sagði Eggert. Fátt virð- ist þó benda til þess að málin skýrist á nsestunni og hefur samningafúndm- ekki verið boðaður. -BTH Grundaskóli: Ástandið hefur aldrei verið svona slæmt „Ástandið hjá okkur hefúr aldrei verið svona slæmt, við höfum ekki lent í því fyrr að vera ekki með full- skipað í allar kennarastöður," sagði Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla, í samtali við DV en þar vantar nú kennara í tæpar þrjár stöð- ur. „Við höfum alltaf getað ráðið rétt- indakennara. f fyrra var að vísu tæpt að svo færi en tókst rétt áður en skól- inn hófst.“ Guðbjartur sagði að skólinn bvrjaöi hjá þeim á tilsettum tíma þótt ekki væri búið að ráða í allar stöður. Skól- inn er stór, um 500 nemendur og 29 kennarar, og er ætlunin að skera nið- ur kennslu um 10% til að mæta kennaraskortinum. -FRI NÝKOMIN SENDING AF BORÐ- OG VEGGLÖMPUM LITIR: HVÍn, SVART, GRÁTT Kennaraskorturinn: Óráðið í 60 stöður „í heild er ástandið heldur skárra nú en á sama tíma í fyrra, ég gæti trúað að óráðið væri í um 60 stöður nú en sú tala á sennilega eftir að lækka á næstu dögum er okkur berast frekari gögn frá skólanefndum af landsbyggðinni," sagði Sigurður Helgason, deildarstjóri i menntamála- ráðuneytinu, í samtali við DV er við inntum hann eftir því hvemig gengi að ráða í kennarastöður fyrir næsta vetur. Sigurður sagði að þótt ástandið væri skárra nú en í fyrrp væru margir skól- ar samt illa settir. Tók hann sem dæmi skóla á Akranesi, Vopnafirði, Bolung- arvík, Patreksfirði og Höfh í Homa- firði. Af einstökum kennarastöðum sagði Sigurður að mest skorti tónmenntar- kennara og raungreinakennara. -FRI Þótt enn sé óráðið í sextiu stöður er ástandið samt ivið skárra en i fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.