Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Menning David B. Parker - Gísl bjargað, verðlaunamynd myndir en Svenni, þótt í heildina séð taki þeir sennilega betri myndir en hann. Þeir geta búið til góða frétta- mynd úr ómerkilegri uppákomu, eða bjargað slæmri töku með vinnu í myrkraherbergi. Andlitslyfting á Ijósmyndum Hins vegar getur Svenni hitt á við- burði, sem eru svo áhrifamiklir, hörmulegir, í sjálfu sér, að allar til- raunir til að flikka upp á þá, með sérstakri meðhöndlun, gera aðeins illt verra. Þar skipta útsjónarsemi og skjót viðbrögð meira máli en tæknileg andlitslyfting á ljósmynd- inni. Tilefni þessa formála er að sjálf- sögðu sýning sú á alþjóðlegum fréttaljósmyndum sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ (til 10. septemb- er). Þar má sjá allar gerðir fréttaljós- mynda, grófkoma augnabliksmynd- ir, uppstilltar atburðalýsingar, skipulegar raðir heimildarmynda og allt þar á milli. Þetta er sennilega einhver jafn- besta fréttaljósmyndasýning sem hér hefur verið haldin. Bæði er það að á árinu 1985 var engin vöntun á „góðum“ fréttum, góðum og slæm- um, auk þess sem sjálf ljósmyndunin er yfirleitt í háum gæðaflokki. Þetta var ár náttúruhamfara og margra stórslysa, í Bhopal (des. 1984), í Mexíkó, í Kólombíu, á Heys- el leikvanginum, óeirða í Afríku, styijalda hingað og þangað um heiminn. Það er sorgleg staðreynd að áhnfamestu fréttaljósmyndimar verða yfirleitt til við slíkar aðstæður. Það er til dæmis engin tilviljun að flestar verðlaunamyndimar vom teknar annaðhvort í Kólombíu, eftir gosið í eldfjallinu Nevada del Ruiz, eða á þurrkasvæðum Afríku. Ljósmyndasýningunni fylgir vand- að ljósmyndahefti sem inniheldur fleiri myndir en þær sem á sýning- unni em. -ai Mikilvæg augnablik Ef ljósmyndun gengur út á það að fanga mikilvæg augnablik þá er fréttaljósmyndin máttarstoð hennar. Fréttaljósmyndarinn er vitni sem skrásetur atburði um leið og þeir gerast. Hann vinnur svo aftur fyrir dagblöð eða tímarit sem birta mynd- ir hans í ákveðnu samhengi, ásamt með eigin skýringum. Þess vegna, og sennilega einnig sökum hinnar miklu samkeppni sem á sér stað í fjölmiðlaheiminum, er fréttaljósmyndarinn orðinn sér með- vitandi um form og liti í myndum sínum. Sjálfrátt eða ósjálfrátt reynir hann að kompónera þær í tökunni, staðsetja sig þannig að form og inn- tak þeirra „gangi upp“, þó svo að myndefnið sé næstum óbærilega átakanlegt. Myndir hans þurfa að passa inn í hið prentaða samhengi og vera jafhframt nógu magnaðar til að verða ekki undir í samkeppninni við orðið. Enda hafa margir fréttaljósmynd- arar lent upp á kant við þau blöð og tímarit sem þeir hafa unnið fyrir. Þeir leggja fram ljósmyndir, sem eru kompóneraðar þannig að þær miðla sterkri upplifun, jafnvel „skoðun“ á Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson myndefninu, og reka sig á frétta- stjóra sem annað tveggja kæra sig ekki um „skoðun", heldur hlutlaus- an vitnisburð, eða hafa aðra skoðun á málinu en ljósmyndarinn. Alain Keler - Eþiópía I regni, verðlaunamynd Skurður og lýsing Fréttaljósmyndum má skipta niður í eins marga flokka og fréttum, en fréttaljósmyndun, eins og hún fer fram í dag, er í eðli sínu aðeins tví- þætt, eins og ljósmyndarar sjálfir hafa oftsinnis viðurkennt. Annars vegar eru þeir ljósmyndar- ar, sem minnst er á hér á undan, sem kompónera myndir sínar, annað- hvort á staðnum, eða þá í sjálfri vinnslunni, til dæmis með skurði og lýsingu, til þess að fá fram kjama upplifunarinnar, merkingu atburð- arins. Og svo eru það þeir sem bara „skjóta", til þess að festa atburði á filmu og hirða ekki um að „lag- færa“ myndir sínar frekar fyrir birtingu. Raxi á Mbl. er ágætur fulltrúi fyrra viðhorfs en Svenni Þormóðs hér á DV er meistari hins síðara. Þar með er ekki sagt að Raxi og hans líkar taki alltaf betri fréttaljós- .. .langt frá ðettarsvæði V esturfaratímabilið, harðindaárin, nokkru eftir miðja síðustu öld, voru miklir örlagatímar fyrir íslendinga. Þá horfði víða til landauðnar í ís- lenskum sveitum vegna fólksflutn- inganna til Ameríku. Þá orti Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) sitt fræga kvæði til vinar, sem talið er að hafi átt sinn þátt í að stöðva landflóttann: „Ertu á forum, elsku vinur, út í heiminn, vestur í bláinn?" „Finnst þér ekkert vera að vinna,“ „Ekkert viðnám krafta þinna?* „kasta í enskinn bömum þínum?“ Þessar ljóðlínur eru gripnar úr kvæðinu hingað og þangað. Hér er ekki rúm til að ræða þessi efhi. En enn skal vitnað til Guðmundar. Löngu eftir að kvæðið var ort birtist grein í tímariti, og síðar í Ritsafiii G.F. Þar minnist hann eins svei- tunga síns, þó ekki þess, sem kvæðið er ort til, heldur sveitaskáldsins Sig- urbjamar Jóhannssonar í Fóta- skinni í Aðaldal (1839-1903). Guðmundur segir: „Sjálfeagt þótti í minni sveit að hafa hann á öllum mannamótum til skemmtana, einkum í brúðkaups- veislum. Hann orti jafiian við þau tækifæri, og er það eigi ofinælt, að hann fleyttist öruggt á hendingunni. Hann bar fram kvæði sín og vísur afar skilmerkilega og var þá jafnan góðglaður af víni.. .En efnamenn í sýslunni öfunduðu hann ekki af hú- skaparhyggindum. Ég man, að jarðeigandi sagði eitt sinn við foður minn: „Jú, hann getur gert vísu, en honum gengur ekki eins vel að búa.“ Guðmundur tílgreinir vísu eftir föður Sigurbjamar, Jóhann Ás- grímsson á Hólmavaði: Margt er fast, það meinum vér, í Mammons þræla klónum, - en engi dregur, þó ætli sér, annars fisk úr sjónum. Guðmundur segirenn: „Sigurbjöm mat mest Bólu-Hjálmar alfra skálda.. .Hann þótti vera áleitinn í vísum sínum, tækifærisbögum. Það þótti löngum brenna við um íslensk alþýðuskáld.. .Fábreytt líf í sveit gefur lítil skáldskaparefhi. Þá fer svo, að alþýðuskáldið reynir mark- hæfni sína á því, að senda ör þangað sem snöggur díll er fyrir, - af því það gat ekki á sér setið... Sigurbjöm flutti af landi burt - og þó nauðug- ur... Ég sá hann stúrinn við höfhina, þegar hann beið útflytjendaskipsins, og mændi á land tíl átthaga sinna. Þá kvað hann: Fyrr ég aldrei fann, hvað hörð fátækt orkað getur. Hún frá minni móðurjörð mig í útlegð setur. Gnauðar mér um grátna kinn gæfúmótbyr svalur. Kveð ég þig í síðsta sinn, sveit mín, Aðaldalur. Eftir hálfrar aldar töf, ónýtt starf og mæði, leita ég mér loks að gröf langt frá ættarsvæði.“ Þetta mun einmitt hafa verið á því ári sem Sigurbjöm varð fimmtugur. í fylgd hans var kona hans og tvö ung böm. Hann settist að í Argyl- byggð í Manitoba. Dó, eins og áður er getið 1903, og árið áður komu út í Winnipeg Ljóðmæli hans, mikið safii, 350 síður, mest stökur og tæki- færiskvæði. Dóttir Sigurbjöms og konu hans var Jakobína Johnson 1883, nú látin, smekkvís og kunn skáldkona í Vesturheimi. Indriði Indriðason, ættfræðingur og rit- höfundur, átti lengi lítið handritað vasakver Sigurbjöms. Hann og kona hans hafa nýlega gefið það handrita- safiii Þingeyinga. Jörðin Fótaskhm er enn til í Aðaldalnum á sínum stað, en hefur nú fengið nýtískulegt og virðulegra nafii. Eins og oft vill verða um góða hagyrðinga, sem fá ljóð á prent, vilja þau fölna borin saman við bestu tækifeerisstökumar. Til em enn sér- vitrir Þingeyingar, sem neita útgáfu Sigurbjöm Jóhannsson frá Fóta- skinni Bókmenntir Jón úr Vör vegna slíks ótta. Það er stórbaga- legt. Þeir eiga að láta ókunnuga smekkmenn velja, en setja afgang- inn á safn. f bók Sigurbjöms em allmargar góðar og þokkalegar stökur, þó varla betri en þær, sem Guðmundur til- greinir. Sveinn hét veitingamaðurinn og hótelhaldarinn á Húsavík á þeim árum, sem Sigurbjöm átti þangað helst erindi, var með þeim góður kunningsskapur. En einhverju sinni stóð svo illa á, að Sigurbjöm og fylgdarmenn hans gátu ekki fengið gistingu, borið við plássleysi. Þá varð til vísa, sem lengi hefur verið fræg: Héðan frá þótt hrekjast megum, heims hvar þjáir vald, skála háan allir eigum uppheims bláa tjald. Sumir ætla að önnur ljóðlínan bendi til þess, að gestimir sem fyrir voru og sátu að drykkju, hafi þótt meiri háttar en þeir sem síðar knúðu dyr. En til eru fleiri vísur ortar á þessum stað: í. ölvaguðs að grátum kraup gjaman breyskur maður. Láttu, Sveinn, á lítið staup, lífe þá nýt ég glaður. 2. Hér er löng og daufleg dvöl, dofið hjarta stynur. Láttu vökva áfengt öl akur þurran, vinur. 3. Andvöku mér ægja stig, ærið löng mun gríma. Kom þú Sveinn og signdu mig, seint um háttatíma. Jón úr Vör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.