Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 9 Norðmenn þurfa að herða sultarólina Norsk pólitík snýst nú fyrst og fremst um það hvemig á að koma efhahagslífi þjóðarinnar á réttan kjöl en þar em skoðanir skiptar milli flokka. Minnihlutastjóm verkamanna- flokksins á á hættu að falla í byijun október þegar hún leggur fram fjármálastefhu sína. Formaður hægri flokksins, Rolf Presthus, telur frammistöðu stjómarinnar hafa verið lélega fram að þessu. Hann segir að ef stjómin bæti sig ekki muni hægri flokkurinn lýsa vantrausti á hana nú í haust. Gro Harlem Brundtland og stjóm hennar vilja spara með því að hækka skatta og hvetja fólk til spamaðar. Stjómin hefur nú lagt fram drög að umfangsmiklum breytingum á skattakerfinu. Tekjuhá fyrirtæki og einka- hringar sem taka stór bankalán raunu finna mest fyrir breytingun- um. Skuldimar verða nefhilega ekki endalaust frádráttarbærar til skatts eins og nú er. Þessar að- gerðir eiga að draga úr einka- neyslu fólks og hvetja almenning til þess að spara í staðinn fyrir að taka endalaus lán. Borgaralegu flokkamir vilja ekki auka skattana. Auknir skatt- ar munu draga úr framtakssemi fólks og þar með lama atvinmdifið í landinu, segir stjómarandstaðan. Skotiðá lögreglu í Santiago Mótmælaaðgerðir gegn herfor- ingjastjóminni í Chile bmtust út í Santiago og öðrum borgum í gær. Samkvæmt heimildum örygg- issveita hafa sjö manns særst og 350 hafa verið handteknir. Lögreglan skaut táragasi og gúmmíkúlmn að mótmælendum og handtók marga tugi. Talið er að tveir lögreglumenn að minnsta kosti og einn vegfar- andi hafi særst er óþekktir byssu- menn hófu skothríð á lögreglu- menn í eftirlitsferð í útborg höfuðborgarinnar Santiago í gær. Lögreglan svaraði skothríðinni en að sögn yfirvalda komust árásar- mennimir á brott. Neyðarfundur Chiracs í kjótfar sprengjutilræðis Chirac, forsætisráðherra Frakka, átti í gær skyndifund með ríkisstjóm sinni og yfirmönnum öryggismála í kjölfar sprengjutil- ræðis á neðanjarðaijámbrautar- stöð í miðborg Parísar á háannatíma. Aé sögn löreglunnar þykir það mikil mildi að sprengjan, öflug plastsprengja, skyldi ekki rlá að springa af ftdlum krafti á brautar- stöðinni þar sem hundmð Parísar- búa áttu leið um á mínútu hverri. Olli sprengjan litlu tjóni er hún sprakk en haft er eftir sprengjusér- fræðingum lögreglunnar að fyrir mistök við samsetningu sprengj- unnar hafi kveikjuþráður hennar ekki náð að kveikja í öllu sprengi- efhinu. Talsmaður stjómarinnar sagði eftir fundinn að frönsk yfirvöld myndu nú auka til muna hvers konar aðgerðir er orðið gætu til að minnka hættuna á hryðjuverk- um og auka öryggi franskra þegna. Útlönd Fjógur hundruð farþegar rísaþotu gíslar í Karachi Árásarmenn hóta að Irfláta farþegana, einn í einu Fjórir hryðjuverkamenn, vopnað- ir handsprengjum og sovéskum Kalashnikov vélbyssum, réðust um borð í Boeing 747 risaþotu banda- ríska Pan Am flugfélagsins á flug- vellinum í Karachi í Pakistan í morgun og tóku farþega og áhöfn vélarinnar, alls fjögur hundmð manns, í gíslingu. Sjúkrahúslæknar í Karachi stað- festu skömmu eftir árásina að einn farþegi vélarinnar hefði þegar fallið fyrir kúlum hermdarverkamann- anna. Yfirvöld í Karaclii segja ennfrem- ur að annar farþegi og tveir flugvall- arstarfsmenn hafi særst í skothríð árásarmannanna um leið og þeir réðust til uppgöngu í Pan Am vél- ina. Komust árásarmennimir um borð um svipað leyti og síðustu far- þegamir, er komu í vélina eftir millilendingu í Karachi, og skömmu áður en halda átti í loftið að nýju áleiðis til Vestur-Þýskalands. Til Karachi kom vélin frá Bombay á Indlandi og er talið að flestir far- þeganna fjögur hundruð séu Indveij- ar. Haft er eftir flugvallarstarfsmönn- um í Karachi, er urðu vitni að áhlaupi byssumannanna, að þeir hafi talað arabísku sín á milli. Pakistönsk stjómvöld sögðu í mörgun að samband hefði náðst við áhlaupsmennina og væra samninga- viðræður um lausn gíslanna þegar hafhar. Hafa yfirvöld fengið til sín arabískan túlk til að auðvelda við- ræður við árásarmennina. Haft er eftir pakistönskum emb- ættismönnum að árásarmennimir hafi krafist þess að flogið verði með þá til Kýpur. Tveir flugmenn og flug- vélstjóri þotunnar komust undan á hlaupum skömmu áður en vélin var hertekin. Krefjast árásarmennimir þess nú að fá áhöfn til að fljúga vélinni frá Karachi. Sérsveitir pakistanska hersins umkringdu þegar Pan Am vélina eftir áhlaupið og sá hluti flugvallar- svæðisins þar sem bandaríska vélin stendur var girtur af. Flugvallaryfir- völd í Karachi takmörkuðu þegar alla flugumferð um alþjóðaflugvöll- inn og var flugumferð beint á nærliggjandi flugvelli. Óstaðfestar fregnir frá Karachi herma að byssumennimir vilji kom- ast til Kýpur til að freista þess að fá leysta úr haldi þijá hermdar- verkamenn samtaka Palestínu- manna er fyrir ári myrtu þrjá ísraelska siglingamenn í höfninni í Nikósíu. Einn hinna fangelsuðu er Breti, Ian Davison að nafni, kunnur stuðningsmaður palestínskra hryðjuverkasamtaka og þátttakandi í árásinni á ísraelsmennina. Noregur: Læknamiðstöövar í einkaeign leggja upp laupana Björg Eva Erlendsdóttír, DV, Osló: Mikill fyöldi læknamiðstöðva í einkaeign hefur sprottið upp í Noregi síðastliðið ár og flestar þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. Nú er markaðurinn orðinn of lítill fyrir svo margar stöðv- ar. Ein þeirra varð gjaldþrota í fyrra- dag og fleiri munu fylgja á eftir. Aðeins ein þeirra sex læknamið- stöðva, sem eftir era í Osló, er rekin með hagnaði og er gert ráð fyrir að hinar leggi upp laupana innan árs með sama áframhaldi. Miklar spamaðar- ráðstafanir era í gangi við ríkisspítal- ana í Noregi. Sums staðar leggjast heilu deildimar niður nú i haust og fólk þarf jafhvel að bíða í fleiri ár eft- ir að komast í aðgerð. Af þessum sökum er fólk að missa trúna á að ríkið geti boðið þá þjón- ustu sem þvi er ætlað og margir era famir að íhuga þann möguleika að fjárfesta í eigin heilsu. Þetta gefur læknamiðstöðvunum í einkaeign nýja von. Um leið lýsir þetta því ófremdar- ástandi sem ríkir í opinberri heilsu- þjónustu hér í Noregi. Örygglsráðið krefst aukins öryggis gæsluliða Búist er við þvi í dag að öiyggisráð Sameinuðu þjóðanna krefiist auk- inna öryggisráðstafana á meðal gæsluliða samtakanna í Líbanon, í kjölfar sprengjutilræðis í smáþorpi skammt frá borginni Tyrus þar sem tveir franskir gassluliðar létu lífið og einn særðist alvarlega. Sprengjutilræðið átti sér stað á sveitavegi einum þar sem flokkur tólf franskra gæsluliða var í heilsu- bótarskokki skammt frá bækistöð sinni. í síðasta mánuði særðust tuttugu franskir gæsluliðar að auki í inn- byrðist átökum öfgasinnaðra shíta, og nokkrum dögum síðar féll liðs- foringi í írska gæsluliði Sameinuðu þjóðanna af sárum er hann hlaut í svipuðum átökum. Frakkar era með langfjölmenn- ustu herdeild gæsluliða í Líbanon, alls rúmlega fimm þúsund menn. Háttsettur embættismaður Sam- einuðu þjóðanna kom til Líbanon í morgun til viðræðna við leiðtoga landsins og talsmenn stríðandi fylk- inga múslíma og kristinna, og er markmið ferðarinnar að semja um leiðir við heimamenn er aukið gætu öryggi gæsluliða Sameinuðu þjóð- anna í landinu. í dag á embættismaðurinn firnd með Rashid Kamare, forsætisráð- herra Líbanon, ásamt fleiri líbönsk- um embættismönnum. Rashid Kamare, forsætisráðherra Libanon, á vettvangi eftir sprengjutilræði i fyrradag, þar sem tveir franskir gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna létu lífið og annar særöist alvartega. Aquino ræðir við uppreisnarforingja Uppreisnarmenn á Filippseyjum hafa látið æ meir til sin taka að undanfömu með skyndiárásum á stjómarhermenn yfirvalda í Manila. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, átti í morgun fund með Nur Misuari, einum helsta leiðtoga uppreisnar- manna í landinu, er barist hafa gegn ríkisstjóminni í Manila með oddi og egg í áraraðir. Fundurinn átti sér stað í bænahúsi múslíma á eynni Jolo í suðurhluta landsins en þar hafa uppreisnarmenn átt mestu fylgi að fagna. Aquino hafði áður lýst yfir áhuga sínum á að hitta leiðtoga uppreisnar- manna 1 landinu í tilraun sinni til að koma á varanlegum sáttum í landinu eftir fall Markosar síðastliðið vor og draga úr frekari innbyrðis átökum í landinu er kostað hafa hundrað lífið á örfáum mánuðum. Misuari uppreisnarforingi kom til Filippseyja" fyrr í þessari viku eftir áralanga útlegð í Saudi Arabíu og Líbýu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.