Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 11 dv Viðtálið FöHunin hindrar mig ekki í að ná takmarkinu - segir Jóhann Pétur Sveinsson við opnun lögmannsstofu sinnar Jóhann Pétur Sveinsson lögfræöingur: „Mun fást við öll almenn lögfræði- störf, en læt máiefni fatlaðra sérstaklega til mín taka.' „Ég er búinn að ná því takmarki sem ég setti mér. Að vísu vinn ég að því að verða héraðsdómslögmaður, en að opna þessa stofu er þó stærsti hlutinn af markmiðinu. Ég er kominn í gang.“ Þetta sagði Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur þegar blaðamaður DV heimsótti hann sl. föstudag þegar formlega var opnuð lögmannsstofa hans og Ólafs Garðarssonar héraðs- dómslögmanns við Grandagötuna í Reykjavík. Það væri kannski ekki i frásögur færandi að lögmannsstofa opnaði í Reykjavík, nema í tilfelli sem þessu, en Jóhann er mikið fatlaður og hefur verið bundinn við hjólastól frá bamæsku. Sjúkrahúsvist í 11 ár „Ég er fæddur á Varmalæk í Skaga- firði 18. september 1959,“ segir Jóhann. „Við fæðingu var ég ekki fatlaður, það var ekki fyrr en við 4-5 ára aldur að ég fékk sjúkdóm sem leiddi til fötlun- arinnar. Ég man fremur fátt frá þessum fyrstu árum, nema þegar ég fótbrotnaði þetta gamall, þegar ég var að príla upp á grindverki. Menn hættu að kenna fótbrotinu um þegar ég var ekki byrjaður að ganga aftur mánuðum eftir slysið. Við rann- sókn kom fyrst í ljós að ég var með liðagigt á háu stigi. Og þá hófet sjúkra- lega á Bamaspítala Hringsins, en þar var ég að segja má samfleytt í 11 ár, frá 5-16 ára aldurs. Ég útskrifaðist þegar talið var ljóst að framgangur sjúkdómsins hefði stöðvast. En hann hafði þá sett sín mörk á mig, vaxtar- mót við liði höfðu eyðilagst mjög snemma svo ég hætti að stækka og sumir liðir eyðilögðust alveg. Meðan á spítalavistinni stóð var lít- ið hægt að stunda endurhæfingu, þessi tími fór mest í að halda sjúkdómnum niðri. Liðagigtin hefur hins vegar lítið látið bæra á sér síðan, svo ég hef og er enn að styrkjast mikið frá þessum tíma. Nú er ég raunar mjög hraustur, gigtin hefur stöðvast og mér er ekkert hættara við að fá venjulega sjúkdóma frekar en öðrum." Ekki margra kosta völ í Háskól- anum 16 ára gamall flutti Jóhann Pétur í hús Sjálfcbjárgar, Hátúni 12, og býr þar enn. Um þetta leyti hóf hann nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en grunnskólamenntun sína hafði hann hlotið á spítalanum. „Ég kláraði stúd- entinn á þremur og hálfii ári, aðallega vegna leti, því upphaflega vildi ég klára hann á þremur árum," segir Jóhann og hlær. „Það var bara svo þægilegt að láta þetta standa á hálfu ári, þá gat maður fengið sér dálítið frí áður en farið var af fullum krafti í lögfræðina haustið ’79.“ - Varstu þá orðinn ákveðinn í að taka lögfræðina? „Ég þurfti eiginlega að gera upp á milli viðskiptafræðinnar og lögfræð- innar, enda varla um annað að ræða því húsin þar sem þessi fög eru kennd eru þau einu í eigu Háskólans sem eru með þolanlega aðstöðu fyrir fatlaða. Til allrar lukku hafði ég ekki áhuga á að nema guðfræði, sem þeir kenna í sjálfri Háskólabyggingunni, með að- stöðu eins og hún er þar.“ Samvinna í lagadeildinni „Ég sá ekki eftir þvi að hafa vahð lögfræðina. Þar kynntist ég öndvegis- mönnum, eins og honum Ólafi sem rekur stofuna með mér og Sigurbimi Magnússyni sem nú er framkvæmda- stjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Við stóðum þrír saman í gegnum nám- ið, sem t.d. í byrjun var ansi strembið. Þegar próf nálguðust lokuðum við okkur inni, en ekki hver í sínu lagi heldur allir saman og stunduðum merka tilraunastarfsemi í sambandi við próflestur sem stóð stundum sólar- hringunum saman. En þetta hafðist og staðreyndin er, þótt ótrúlegt sé, að það ér mjög gott að lesa undir próf í lögfræði með öðrum, svo fremi að hann sé á sama báti og maður sjálfur í kunn- áttunni. Það sáum við eftir þessa samvinnu okkar. Svo er félagslífið í lagadeildinni líka alveg einstakt, þar má nefha aðalfundi Orators og fleiri uppákomur. Ég tók þátt í því eins og tími leyfði, en ég hef alltaf tekið mikinn þátt í félagsstarfi Sjálfebjargar, svo ég varð að skipta þessum félagsstörfum niður með nám- inu. Um réttindi fatlaðra á íslandi Eftir að hafa útskrifast úr lögfræð- inni vorið ’84 starfaði Jóhann um tíma hjá Bjargráðasjóði en hélt síðan utan til framhaldsnáms í félagsmálarétti við Háskólann i Osló. Lokaritgerð hans þar bar yfirskriftina: Réttindi fatlaðra á íslandi. - Er það ekki eitthvað sem vert er meiri umfjöllunar en verið hefur hing- að til? „Jú, það er víst alveg öruggt, það þekki ég-af reynslu. Þessum málum er gífurlega ábótavant hér á landi. Þróunin er að vísu í rétta átt, settar eru reglugerðir um aðstöðu fyrir fatl- aða þegar byggð eru hús í dag, en þær eru heldur loðnar, svo það er auðvelt að fara í kringum þær. Svo við tökum sem dæmi hið ágæta hús Broadway. Þar er salemisaðstaða fyrir fatlaða til fyrirmyndar á meðan þeir verða að fara inn um bakdyr, framhjá sorp- geymslum og í gegnum eldhús til að komast inn í húsið. Svona dæmi eru mýmörg. Ég þarf að fara inn um bak- dymar á mínum eigin vinnustað. En það stendur sem betur fer til bóta.“ Lögfræðistörfin fjölbreytt - Tekurðu eingöngu að þér mál sem snúa að málefnum fatlaðra? Nei, ég verð í öllum almennum lög- fræðistörfum hér á stofunni og hlakka til að fást við þau því lögfræðistörfin em í raun ótrúlega fjölbreytt enda ná DV-mynd S þau til allra sviða í þjóðfélaginu. En auðvitað læt ég málefhi fatlaðra sér- staklega til mín taka. Nú er ég rétt nýbúinn að ganga frá mínum málum á skrifstofu borgarfóg- eta þar sem ég hef starfað undanfarið. Og svo er ég nú í fríi í dag enda verð- ur hér svolítið hóf seinnipartinn til að halda Upp á opnun stofunnar. Frá og með mánudeginum verður starfeemi stofunnar hafin. Þetta er markmiðið sem ég hef sett mér fyrir löngu. Fötlun- in hefur ekki hindrað að ég næði því.“ -BTH Ökuleikni BFÖ - DV íslandsmeistarakeppnin á laugardag Bíll og utanlandsferðir ásamt bikarverðlaunum í boði Nú líður senn að úrslitum ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV sem haldnar voru á rúmlega 30 stöðum í sumar. Mjög góð þátttaka varð í keppninni í sumar eða um 500 keppendur. Hafa því um 2600 ökumenn þreytt ökuleikni fró upphafi en sumarið i sumar var níunda sumar ökuleikninnar. íslandsmeistarakeppnin Sigurvegarar keppnanna í sumar, bæði í karla- og kvennariðlum, munu nú um helgina leiða saman hesta sína í úrslitakeppni sem jafhframt er Is- landsmeistarakeppni. Alls hefur 71 keppandi rétt til þátttöku í úrslitun- um. Keppnin mun fara fram við nýbyggingu Mazda umboðsins, Bíla- borgar hf. við Dragháls á Ártúnshöfða í Reykjavík. Hefet hún með umferðar- prófi fyrir hádegi laugardaginn 6. september en fyrri umferð í þrauta- plani hefet kl. 11.30. Seinni umferðin, sem jafnframt verður væntanlega meira spennandi, hefet kl. 14. Bílaborg hf. gefur vegleg verðlaun, bikara fyrir efetu 3 sætin í hvorum riðli en einnig munu sigurvegarar hreppa utanlands- ferðir með Amarflugi. Dagskránni mun síðan ljúka með kvöldverðarboði í boði tiyggingafélagsins Ábyrgðar hf. og verðlaunaafhendingu að Hótel Loftleiðum um kvöldið. Bíll í verðlaun Rúsínan í pylsuendanum verður sér- verðlaun sem Mazdaumboðið veitir. Forráðamenn umboðsins hafa ákveðið að gefa þeim keppanda, sem tekst að aka þrautaplanið villulaust, aðra hvora umferðina, innan ákveðinna tímatakmarka, splunkunýjan Mazda 626. Margirgóðir Keppnin á laugardag mun eflaust verða mjög spennandi því margir góð- ir ökumenn mæta og reyna sitt ýtrasta til að hreppa verðlaunin, utanlands- ferðina og bílinn. DV mun greina fró keppninni í mánudagsblaðinu. EG Yfirlit yfir efstu keppendur Margir keppendur náðu mjög góðum árangri í keppnunum í sumar. Fimm náðu þeim frábæra árangri að aka villulaust í gegn um brautina og verður spennandi að fylgjast með hvort þeim tekst það aftur í úrslitunum. Hér á eftir er listi yfir efstu keppendur landsins í sumar: Karlar: refeistig 1. Einar Halldórsson, Isafirði 73 2.-4. Guðm. Salómonsson, Húsavík 82 2.-4. Magnús Hermannsson, Húsavík 82 2.-4. Þráinn Jensson, Akranesi 82 5. Páll A. Halldórsson, ísafirði 91 6. Þórður Jónsson, Kópavogi 94 7. Snorri Skúlason, Reykjavík 96 8. Guðlaugur Jónsson, Kópavogi 98 9. Steinn Ólafeson, Þingeyri 101 10. Þórarinn Jónsson, Þingeyri 102 Konur: refeistig 1. Fríða Halldórsdóttir, Hafiiarfirði 117 2. Guðný Guðmundsdóttir, Hellu 129 3. Inga Kristinsdóttir, Eskifirði 138 4. Sólveig Zophamasd., Blönduósi 143 5. Kristjana Áuðunsdóttir, Patreksf. 145 6. Auður Yngvadóttir, ísafirði 154 EG Hér má sjá bílinn sem i boði verður á laugardag. Það er Mazda-umboðið Bílaborg hf. sem ætlar að gefa hann þeim keppanda sem ekur villulaust, innan vissra tímatakmarka, í gegn um allar þær þrautir sem settar verða upp. HVERFISGÖTU 105, RISIMLJ LAUGARDAGINN 6. SEPTEMBER KL. 23—03 KABARETT A MIÐIMÆTTI HOMMAR — LESBÍUR! FJÖLMENNIÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.