Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 3 DV_______________________________ Stúdentar fá ekki frrtt í bíó: Mjög óánægður - segir fulltrúi stúdenta „Ég er mjög óánægður með þessa ókvörðun enda lagðist ég gegn henni þar sem ég tel þetta ekki fullreynt," sagði Ásgeir Jónsson lögfræðingur, sem sæti á í stjóm Háskólabíós fyrir hönd stúdenta, í samtali við DV. Stjóm Háskólabíós hefur ákveðið að veita stúdentum Háskóla íslands ekki lengur ókeypis aðgang að kvik- myndasýningum bíósins. Var meiri- hlutasamþykkt fyrir þessu innan stjómarinnar en þar eiga sæti þrír menn. Það em auk Ásgeirs Stefán Már Stefánsson og Þórir Einarsson. „Ástæða þessa er sú að viðskipta- aðilar bíósins í Englandi sögðust ekki sætta sig við að stúdentar fengju ókeypis aðgang. Þeir höfðu gert könnun hérlendis, talið út úr bíóinu og borið það saman við upp- gjör það sem bíóið sendi þeim. Þeim fannst muna þama of miklu og þvi vildu þeir láta afnema þetta. Þessir viðskiptaaðilar fá borgað í prósent- um af aðgangseyri og þess vegna er þessi óánægja hjó þeim,“ sagði Ás- geir. Hann sagði að sér fyndist stjómin hafa gripið til þessa ráðs of snemma þar sem til stæðu viðræður við þessa aðila nú í september. Ásgeir sagðist því vona að þessi ákvörðun yrðifelld úr gildi eftir þær viðræður. _KÞ Getur orðið sprenging - segir formaöur stúdentaráðs „Stúdentar em mjög óhressir með þetta en ég hef þó fulla trú ó að þetta leysist," sagði Eyjólfur Sveins- son, formaður stúdentaráðs, í samtali við DV vegna þeirrar ák- vörðunar stjómar Hóskólabíós að veita stúdentum Hóskólans ekki lengur ókeypis aðgang að kvik- myndasýningum bíósins. Eyjólfúr sagði að hann hefði lagt fram ákveðna lausn á þessu máli. Hún væri fólgin í þvi að stúdentar þyrftu aðeins að borga þann hluta upphæðar aðgöngumiðans sem færi beint til dreifingaraðilans þannig að bíóið tapaði ekki. Þó aðeins í þeim tilvikum þar sem bíóið semdi þannig við dreifingaraðilann að sá fengi ákveðna prósentu af hveijum að- göngumiða. „Ég hef ekki trú á öðm en það verði fallist á þetta, reyndar hef ég enga ástæðu til að ætla annað. En ef það verður ekki gert þá getur orð- ið hér mikil sprenging," sagði Eyjólfur Sveinsson. -KÞ Lengi staðið til - segir forstjóri Háskólabíós „Þetta hefur staðið lengi til,“ sagði Friðbert Pálsson, forstjóri Háskóla- bíós, um ákvörðun stjórnar bíósins, í samtali við DV. Að öðm leyti vildi hann ekki tjó sig um málið. Stefán Már Stefánsson, formaður stjómar Háskólabíós, vildi heldur ekkert tjá sig um málið enda væri það ekki venjan innan fyrirtækja að segja frá þvi sem fram færi á stjóm- arfúndum i fjölmiðlum. Stefán gaf þó í skyn að ef til vill væri þessi ákvörðun eins konar bráðabirgðaákvörðun þar til annað yrði ákveðið. -KÞ Stöðugur straumur fólks hefur verið til Húsnæðisstofnunar vegna nýju lánanna. DV-mynd Óskar Öm Allt á fullu hjá Húsnæðisstofnun Starfsfólk Húsnæðisstofnunar hefiir ekki getað um frjálst höfúð strokið frá því að nýju húsnæðislánareglumar tóku gildi nú um mánaðamótin. Stans- laus straumur fólks hefúr verið þessa dagana til að afla sér upplýsinga, end- umýja umsóknir og sækja um lán. Sími stofhunarinnar hefúr heldur ekki þagnað. „Við höfúm þegar afhent á annað þúsimd umsóknir og tæplega 250 hefur verið skilað inn,“ sagði Katrín Atla- dóttir, forstöðumaður byggingarsjóðs ríkisins, er hún gaf sér tíma til að ræða við DV. „Ég hef orðið vör við að fólk haldi að það þurfi að sækja um lánin fyrir 1. október. Þetta er misskilningur. Það em aðeins þeir sem eiga óafgreiddar umsóknir í gamla kerfinu og vilja láta flytja sig yfir í það nýja sem verða að sækja um fyrir þann tíma,“ sagði Katr- ín. Katrín sagði að öllum umsóknum yrði svarað innan tveggja mánaða. Ekki hefur verið ókveðið hvenær lán- in verða afgreidd enda ákvarðast það eftir framboði og eftirspum. Lánin verða þó greidd út í tvennu lagi. Lán til þeirra sem em að byggja í fyrsta sinn og hafa ekki fengið áður lán er samkvæmt byggingarvísitölu í dag 2, 268 milljónir og fyrir þá sem em að kaupa í fyrsta sinn 1,588 milljónir króna. Þessar upphæðir era miðaðar við að lífeyrissjóður umsækjanda verji 55 prósentum af ráðstöfúnarfé sínu til skuldabréfakaupa af Húsnæðisstofn- un. -APH Akureyri: Fastesgnaverð fer hækkandi Ján G. Haukssan, DV, ðtareyii „Verð á 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum hefur hækkað um 150 þúsund fró því snemma í vor. Við vitum að íbúðimar hækka meira á næstunni, en það er bara að bíða og sjó hversu mikið,“ sagði Bjöm Kristjánsson, fasteignasali á Akureyri, í gær. Bjöm sagði ennfremur að mikil eftir- spum væri nú eftir húsnæði á Ákureyri. Jafnframt væri mikill skort- ur á íbúðum sem aftur ýtti á að verðið hækkaði ó næstunni. „Það vantar til- finnanlega 3ja og 4ra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum inn á markaðinn, eins lítil einbýlishús og raðhús. Þetta er markaðurinn núna.“ Bjöm sagðist ekkert hafa selt á nýj- um kjörum Húsnæðisstofnunar. „Fólk virðist enn hika og reyndar ekki vita hvaða réttindi það hefur t.d. vegna líf- eyrissjóða sinna." Verð á 3ja herbergja íbúðum er nú á bilinu 1550-1650.000 á Akureyri, 4ra herbergja í kringum 18-1850.000 og 2ja herbergja frá 12-1250.000. Fréttir Senda herskip til að minnast Pourquoi Pas? Franskt herskip, Vauquelin, kemur til íslands þann 12. september næst- komandi til að minnast þess að fimmtíu ár em liðin frá því að franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst á Mýrum. Pourquoi Pas? steytti ó skerjum við Mýrar þann 16. september árið 1936. Aðeins einn úr áhöfn skipsins komst lífe af en 38 menn fómst, þeirra á meðal kunnur vísindamaður. Franska herskipið verður til sýnis almenningi í Reykjavíkurhöfn. -KMU Námsmenn leigja oriofcíbúðir Ján G. Haukssan, DV, Akureyri Mikið hefur borið ó því ó Akureyri að svonefndar orlofsíbúðir verkalýðs- og félagasamtaka séu leigðar náms- fólki. Orlofsíbúðimar, sem em bæði raðhús og íbúðir i fjölbýlishúsum, em nú a.m.k. 50-60 á Akureyri. Skólafólk- ið tekur sig yfirleitt saman um að leigja hveija íbúð. Lieigumarkaðurinn á Akureyri hefur undanfarin ár verið mjög þröngur. Hann hefur verið í hálfgerðu svelti vegna skorts á íbúðum. En með vetrar- leigu orlofsíbúðanna hefur verið mjög létt undir með nómsmönnum í hús- næðismálum. Júlíus áfrýjar ekki Júlíus Þórðarson á Skorrastað i Norðfjarðarhreppi hefúr ákveðið að áfrýja ekki úrskurði félagsmólaráðu- neytisins vegna kæm hans á fram- kvæmd sveitarstjómarkosninganna í hreppnum. Júlíus sagði í samtali við DV að hann væri að vísu ekki ánægður með niðurstöðu málsins en byggist ekki við að neitt fleira yrði aðhafst þótt hann áfrýjaði málinu. „Hins vegar er betra að hafa fyrirkomulag kosninganna þannig að ekki þurfi að koma fram kærur eins og þessi,“ sagði hann. Sem kunnugt er af fréttum DV úr- skurðaði félagsmálaráðuneytið kosn- inguna í hreppnum löglega en jafhframt vitti róðuneytið hrepps- stjóra hreppsins fynr að víkja ekki úr kjörstjóm þar sem hann var í fram- boði. YJazzballettskóli KRISTÍNAR " -;í, 12 vikna námskeið byrjar mánudaginn 15. september í Sigtúni 20 (íþróttahús Ár- manns) fyrir börn frá 7 ára aldri og unglinga Hressandi tímar fyrir konur einu sinni og tvisvar í viku Góð sturtu- og búningsaðstaða Innritun í síma 39160 eftir klukkan 17.30 öll kvöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.