Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 15 Umkomuleysi umhverfismála Grein þessi er skrifuð til að benda á hve umkomulaus umhverfismál eru í stjómkerfinu hér á lcmdi og afleiðingar þess. Mörg ráðuneyti - engin heildarsýn Um umhverfismál ijalla a.m.k. níu ráðuneyti og ekkert þeirra fer með neina yfirstjóm eða samhæfingu þessa mikilvæga málaflokks. Sem dæmi má nefna að félagsmálaráðu- neytið sér um skipulagsmól en þau mál snerta umhverfi okkar geysilega mikið. Menntamálaráðuneytið sér um náttúmvemd, fomminjar, fugla- friðun o.fl., iðnaðarráðuneytið hefur ó sinni könnu flest er varðar orku- mál, virkjanir og stóriðjuverksmiðj- ur, þó er ein stóriðjuverksmiðjan (Áburðarverksmiðjan) á verksviði landbúnaðarráðuneytisins sem að auki sér um skógrækt, landgræðslu, veiði í ám og vötnum og eyðingu refa og minka, svo fátt eitt sé nefnt, samgönguráðuneytið sér um ferða- mál og vegagerð og dómsmálaráðu- neytið fjallar um umferðarmól. Ekki er langt síðan tvö ráðuneyti lentu í hár saman út af rannsóknum á Mývatni, þ.e. iðnaðarráðuneytið, sem hefur yfirumsjón með Kísiliðj- unni, og menntamálaráðuneytið, fyrir hönd Náttúruvemdarráðs, sem á að líta eftir framkvæmd sérstakra friðunarlaga um Mývatn og Laxá. Það heyrir sem betur fer til undan- tekninga að ráðuneyti fari í slag í fjölnnðlum um þessi mál. En skyldi samhæfing aðgerða ekki stundum vera minni en æskilegt væri og síður bmgðist skjótlega við þegar á þarf að halda? Enn meiri skipting Raunar er alls ekki nóg að séð sé um mólin í mörgum ráðuneytum, heldur greinast málin í ráðuneytun- um líka. T.d. er vemdun fomminja í höndum Þjóðminjasafns og þjóð- minjavarðar á meðan Náttúm- vemdarráð sér um þjóðgarða og önnur friðlýst svæði. Hver skyldi þá hafa yfirumsjón með fomminjum í þjóðgörðum? Svo em það sveitarfélögin. Öll þessi mál koma þeim við. Sveitarfé- lögin em skipulagsskyld og skipulag heyrir undh félagsmálaráðuneytið á meðan húsafriðun er í fomminjalög- um og undh yfirstjóm menntamála- ráðuneytisins og vegamál sem fyrr Frá Þingvöllum: „Á landinu eru þrir þjóðgaröar, tveir þeirra eru undir stjóm Náttúruverndarráös en sá þriðji, Þingvellir, er í umsjá Alþingis og er harla iitið ef nokkurt, samstarf þar á milli.“ „Um umhverfismál fjalla a.m.k. níu ráðu- neyti og ekkert þeirra fer með neina yfirstjóm eða samhæfingu þessa mikil- væga málaflokks.u segh á hendi samgönguráðuneytis- ins. Það getur verið umhent fyrir sveitarstjómir og aðra aðila i dreif- býlinu að þurfa að leita tál margra ráðuneyta eða stjómarstofnana í Reykjavík út af sama málinu þar sem ráðamenn hafa oft ólíkar skoðanh á því hvað gera megi. Enn má nefha dæmi um phentugt og umsnúið fyrhkomulag. Á landinu em þrír þjóðgarðar, tveh þeirra em undir stjóm Náttúmvemdarráðs en sá þriðji, Þingvellir, er í umsjá Al- þingis og er harla lítið, ef nokkurt, samstarf þar á milli. Nýtt skipulag nauðsynlegt Þessi gífurlega skipting kemur Kjallarinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Skaftafelli eflaust einkum til af því hversu stutt er síðan farið var að hugsa um um- hverfismál í víðu samhengi og fram undir þetta hefur alls ekki verið litið ó þetta sem einn málaflokk. I bók sinni, Umhverfisrétti, bendh Gunnar G. Schram m.a. á að með þvi að setja öll umhverfismál saman í eitt ráðuneyti, ráðuneyti umhverfismála, væri tryggð miklu betri heildarsýn og stefnumótun og framkvæmd laga yrði markvissari en nú er. Það er vist óvinsælt að hvetja til „útþenslu kerfisins", sama þótt nauðsynlegt sé að tryggja faglegri og betri stjóm enda rök Gunnars einföld og auðskilin þeim sem af trú- arástæðum eru ekki á móti fleiri ráðuneytum. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um að sameina yfirstjóm umhverfismála en það hef- ur dagað þar uppi nolckrum sinnum enda ekki forgangsmál á borð við lög til að banna verkföll launþega. Okkur sem höfum eitthvað fylgst með náttúruvemd og öðrum um- hverfismálum er ljóst að alltof hægt miðar. Tilhneiging er til að láta fólk komast upp með brot ó náttúm- vemdarlögum og líta þau ekki alvarlegum augum. Vissulega hefur orðið gerbreyting á ýmsum viðhorf- um fró því um 1970 þegar Laxárdeil- an stóð yfir, en það er alls ekki nóg. Stóraukin fræðsla og faglegri stjóm þurfa að koma til, auk þess sem tryggja þarf t.d. Náttúruvemdarráði meira fjármagn til að sinna lög- boðnum störfum. Ingólfur Á. Jóhannesson. Flesth munu geta verið sammóla um að einhver mesta ógn, sem hefur vofað jfir mannkyninu áratugum saman, er hættan af kjamorkustyrj- öld. Menn hafa verið að reyna að gera sér einhverja hugmynd um hvaða afleiðingar slík styrjöld hefði, hversu margh lifðu hana af og hversu lífvænlegt yrði ó jörðinni eft- h slíkar hamfarh. Niðurstöður flestra em þær að skuggalega horfði ef þeh atburðh yrðu að veruleika, jafhvel þótt byggt sé á mati hinna allra bjartsýnustu. Ólíklegt er að mannkynið hafi það af ef upp kemur styrjöld, háð með kjamavopnum. Þeh sem lifðu fyrstu lotuna af em að flestra dómi verr setth en hinh, sem færust í styrjöldinni sjálfri, því að þeirra biðu margfaldar hörmung- ar í vonlausri baráttu fyrh lífinu í deyjandi heimi. Efth því sem menn kynna sér nán- ar hvað líklegast er að gerist eftir kjamorkustyrjöld kemur betur og betur í ljós að almannavamir kæmu að litlum sem engum notum. Allar tilraunh til lækninga eða hjúkmnar em vonlausar með öllu. E.t.v. mætti draga úr sárustu kvölum örfárra en þá aðeins um takmarkaðan tíma. Þótt menn græfu sig langt inn í fjöll- in eða djúpt í jörð niður til að forðast geislun yrði það aðeins til að draga lifið örlítið á langinn og sennilega yrðu slíkar róðstafanir aðeins fyrir fóa útvalda. Efth því sem best verð- ur séð yrði aðeins um lítinn frest að ræða. Flestir dæju ótímabærum dauða efth lengri eða skemmri hörmungar. Áratugir ef ekki aldir liðu áður en öll geislun hyrfi af yfh- borði jarðar. Kjamorkuslysið í Chemobyl sýnh í örsmækkaðri mynd hvers má vænta ef háð yrði styijöld með kjamavopnum og ætti því að verða mönnum alvarleg áminning. Kjarnavopnum verði eytt Af þessu ætti öllum að geta orðið ljóst að kjamorkustyrjöld er at- burður sem alls ekki má gerast. Hún táknar endalok alls lífs ó jörð- inni, a.m.k. mannsins og alha æðri dýrategunda. Eina raunhæfa vömin gegn svo válegum atburðum er sú að eyða kjamavopnunum. Einnig verður að eyða öllum hugmyndum um að hægt verði að heyja „tak- markað kjamorkustríð" því að líkumar fyrir þvi að slík styijöld breiðist út er meiri en svo að ó hana sé hættandi. Líklegra er að þess hóttar „áminning" leiddi til sjálfs- KjaUaiinn Þengilsson læknir, Reykjavik morðs en að sá sem ráðist væri á léti sér segjast. Þótt alger útrýming kjamavopna sé það eina sem heim- inum má verða til bjargar og einnig hitt að önnur slík eða verri verði ekki smíðuð er því miður ekki svo einfalt mál að framkvæma slíkar vamh. Eigendur slíkra „kjörgripa", sem kjamavopnin em, munu ekki vera ýkja hrifhir af hugmyndinni um að lóta þau af hendi eða eyða þeim alveg fyrirvaralaust. Og þótt margh vilji fara millileið og minnka við sig vopnabúnaðinn í áföngum koma fram herforingjar og stjómmála- garpar, studdh auðmagni vopna- framleiðenda, og segja að ekki sé hægt að draga úr vígbúnaði, and- stæðingurinn sé þegar kominn á undan í hervæðingunni og ekki sé nú annað vænna en bæta við nýjum vopnum. Þessi röksemd hefur a.m.k. verið mjög á oddinum hjá okkur á yfirráðasvæði NATO og heyrist dög- um oftar að forskoti andstæðing- anna þurfi að ná og fjölga vígvélum. Þar sem horfur em daufar á því að risa- og kjamorkuveldin hætti að sinni þrasi sinu um yfirburði and- stæðingsins í vígbúnaði er nokkur von bundin við það sem smáþjóðim- ar hafa til málanna að leggja, ef þær ná því að vinna saman. Með sam- stöðu- og samtakamætti sínum gætu þær e.t.v. breytt nokkm um hugarfar og afetöðu risaveldanna og jafnvel knúið þau áfram til samkomulags. Hópur eins og Norðurlöndin sam- einuð er mjög til umræðu um þessar mundh og ágætir stjómmálaleið- togar þaðan hafa komið á framfæri hugmyndinni um kjamorkulaus Norðurlönd. Má þar nefha hinn merka forseta Finnlands, Kekkonen, sem nú er nýlátinn. Og ávallt munu menn minnast með vhðingu og þökk hins ágætasta baráttumanns fyrir friði í heiminum, Olofs Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar, sem að öllum líkindum lét lífið fyrir friðar- hugsjón sína. Líkast löðrungi á kinn Það er auðvitað flestum ljóst að sú aðgerð ein út af fyrir sig að hafa engin kjamavopn á Norðurlöndum leysir ekki allan vandann en hún yrði stórt skref í rétta átt. Þessi lönd njóta nokkurrar vhðingar og álits umheimsins, þótt fámenn séu á mælikvarða stórvelda, og gætu því haft mikil áhrif á aðgerðh annarra smáríkja að þau byndust svipuðum samtökum. Það getur enginn einn haft úrslitaáhrif en hver og einn þarf að vinna með það fyrh augum að allir geri eins. Það hefur án efa verið líkast löðrungi á kinn þegar fulltrúi Islands þvælist fyrh því á ráðherrafundi að hugmyndin um kjamavopnalaus Norðurlönd fái sem skjótastan framgang. íslending- ar em í heild frábitnir öllum styrj- aldartilburðum og það væri dauðasjmd og okkur til ævarandi háðungar og skammar ef við yrðum til þess að leggja stein í þá götu að lífsnauðsynjamál næði fram að ganga. Sú aðferð, sem er notuð til að koma í veg fyrir að eitthvað kom- ist í framkvæmd, en láta þó líta svo út að viðkomandi sé ekki alfarið andvígur því, er að bent er á að það gangi of skammt eða, ef svo ber við að horfa, að það gangi of langt. Hvort heldur sem er nægh til að vera á móti tillögunni. Fulltrúi vor á ráðherrafundinum sagði að kjam- orkulausa svæðið næði ekki nógu langt í austur. Hann vildi hafa Kóla- skaga með. Þess vegna væri ekki hægt að greiða tillögunni skilyrðis- laust atkvæði. Auðvitað er æskileg- ast að kjamorkulaus svæði séu sem allra stærst. Við gætum krafist að það næði lengra til vesturs líka. Okkur íslendingum er það vissulega hollt að ekki séu geymd kjamavopn á Grænlandi. Það stendur okkur nær að heimta að það sé með á kjama- vopnalausa svæðinu. Hefúr það verið gert? Annað sem vert er að minnast á í sambandi við það að takist að firra okkur atómstríði em samtök hlut- lausra ríkja sem hafa unnið að friðarmálum með miklum myndar- brag. Starfeemi þeirra og raddir almennings innan kjamorkuveld- anna glæða einnig vonimar um að það takist að útrýma kjamorkuvá. Uggvænlegri em menn á borð við Reagan Bandaríkjaforseta og hótan- h hans sem ekki aðeins bera vott um stráksskap og ábyrgðarleysi heldur einnig um algera fyrirlitn- ingu á lífinu á jörðinni. Beita peningum og hervaldi Meðal þeirra flokka, sem styðja auðhyggjuna víðs vegar um heim, er tilhneigingin til að vinna gegn friðarhreyfingum mjög áberandi. Auðhyggjan byggh tilveru sína og gengi að vemlegu leyti ó hervaldi og hefur það verið einkenni hennar frá öndverðu. Og löngu áður en far- ið var að skilgreina kapítalismann sem sérstaka hagfræðistefnu hafa auðstéttimar náð undirtökum í þjóðfélögunum með því að beita fyr- ir sig peningum og hervaldi. I krafti þessa hafa þær stjómað bæði á and- lega og veraldlega sviðinu því jafiivel kirkjan laut þessum öflum til fullnustu þótt hún sé sums staðar að rífa sig undan þeim núna. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að mesta hættan, ægilegasti vá- gesturinn, sem mannkynið á við að stríða um þessar mundh, sé hin al- þjóðlega auðhyggja sem tryggh völd sín með hemaði og veitir gæðingum sínum ofeagróða, m.a. með her- gagnaframleiðslu og auknum víg- búnaði er margfaldar hættuna á kjamorkustyrjöld og endalokum mannkyns. Hérlendis er Sjálfetæðis- flokkurinn helsti fulltrúi auðhyggj- unnar og hefur hann í mörgu sýnt fjandskap sinn til þeirra hreyfinga sem berjast fyrh friði eða vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr kjam- orkuvá. Guðsteinn Þengilsson „Þótt menn græfu sig langt inn í fjöllin eða djúpt í jörð niður til að forðast geislun yrði það aðeins til að draga lífið örlítið á langinn og sennilega yrðu slíkar ráðstaf- anir aðeins fyrir fáa útvalda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.