Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju um fréjtt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Sumarhúsa- sali kærður ’ til RLR Reykvískur kaupsýslumaður, er fengist hefur við sölu sumarhúsa ó Spáni, var í gær kærður til Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Maðurinn hefur að undanfömu leikið þann leik að taka við greiðslum og gefa fullnægj- andi kvittanir vegna sölu sumarhú- sanna án þess að skila peningunum yfir til réttra aðila ó Spáni. Hefur hann í því skyni falsað undirskriftir spænskra seljenda. Mál þetta mun ekki vera einstætt. DV greindi fyrir skömmu frá viðskipt- um Starfsmannafélags Garðabæjar við þennan sama sölumann og fleiri aðilar eiga um sárt að binda vegna þessa. Upphæðimar er sölumaðurinn hafði af viðskiptavinum sínum vom yfirleitt um 6-700 þúsund krónur í hvert sinn. Frá því að svikin komust upp í sum- ar hefur nýr umboðsmaður tekið við sölu og kynningu á umræddum sumar- húsum á Spáni og er hann ekki viðriðinn málið. -EIR Snjór í Esjunni j ^ Borgarbúar urðu þess varir í morgun að hvít slikja lá á toppi Esjunnar. Það er byrjað að snjóa í fjallið og samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni má búast við að Esjan skarti hvítu á næstunni. Kalt loft hefur geng- ið yfir landið. I nótt var aðeins 3 stiga hiti í Reyjavík. A næstu dögum má búast við frekar dimmu og umhleyp- ingasömu veðri. Á sunnudag og mánudag er spáð norðanátt og kóln- andi veðri. Það er kominn tími til að dusta rykið af vetrarfötunum. -KB Verslanir opnar á laugardögum ^ Frá og með 1. september munu kaup- menn verslana við nýja Laugaveginn, neðri hluta Laugavegar, hafa verslan- ir sínar opnar á laugardögum til klukkan 13.00. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SIMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Það eru margir að „hugsa málið“ þessa dagana. Kaupmátturinn eykst verulega „Augljóst góðæriy“ segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar I spá Þjóðhagsstofnunar, sem birt verður á næstu dögum, er gert ráð fyrir að á þessu ári náist upp kaup- máttarrýmun ráðstöfunartekna sem varð á árunum 1983 og 1984. Á síðasta ári spáði Þjóðhagsstofh- im að kaupmáttur ráðstöfunartekna myndi aukast um 5 til 6% en raunin varð 7,5% aukning. I ár var upp- haflega gert ráð fyrir 4 til 5% kaupmáttaraukningu en nú er ljóst að hún fer verulega yfir það. Líklegt er að hún verði svipuð og á síðasta ári. „Það er augljóst mál að nú er góð- æri,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofrnmar, í viðtali við DV. „Kaupmátturinn eykst verulega um- fram það sem við spáðum. Hagvöxt- urinn veiður meiri en ætlað var og viðskiptajöfiiuðurinn betri.“ -APH „Ég get ekki neitað því að marg- ir hafa hvatt mig í framboð," sagði Þórður Friðjónsson, efiiahagsráð- gjafi forsætisráðherra, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að gefa kost á sér i prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavik fyrir næstu alþingiskosningar. „Það yrði vissulega spennandi að vinna beint og milliliðalaust fyrir kjósendur,“ sagði Þórður. „En þátttaka í flokkspólitík sam- rýmist ef til vill ekki því starfi sem ég gegni nú um stundir, þannig að ég á síður von á að taka þátt í þessu prófkjöri." -EA Rólegt við mýraiveg Næturklúbburinn Hrókur og gosi við Kleppsmýrarveg var lokaður í nótt. Nátthrafhar, sem gerðu sér ferð á staðinn eftir að almennum veitinga- húsum var lokað í gærkvöldi, komu að tómum kofanum. Óvíst er hvort framhald verður á rekstri næturklúbb- sins enda er lögreglan í viðbragðs- stöðu. Matsveinninn er rekið hefur Hrók og gosa frá því í vor vildi ekki tjá sig um framtíð staðarins er DV ræddi við hann í gær. Veðrið á morgun Norðvestan gola um mestallt land Á morgun verður hæg suðvestan- átt og smáskúrir um vestanvert landið en norðvestan gola eða kaldi í öðrum landshlutum. Norðanlands verður skýjað en að mestu úrkomu- laust en bjartviðri austan- og -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.