Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. <k=r Opið á laugardögum Hárgreiðslustofan LOKKABLIK Miklubraut 68, simi 21375. Ráðstefna um atvinnumál á Suðurnesjum, með sérstöku tilliti til kvenna, verður haldin i Glóðinni, Keflavík, laugardaginn 6. september 1986. Dagskrá: Kristín Halldórsdóttir alþingismaður setur ráðstefnuna kl. 10.00. Nýjar leiðir í fiskvinnslu, Dr. Alda Möller. Orkan í Svartsengi, Albert Albertsson verkfræðingur. Iðnaður á Suðurnesjum, Jón Unndórsson iðnráðgjafi. Hefðbundin kvennastörf, Þórunn Friðriksdóttir kennari. Hádegisverðarhlé. Ferðaþjónusta á Suðurnesjum, Guðrún Eyjólfsdóttir leiðsögumaður. Fiskeldi á Suðurnesjum, Sara Harðardóttir kennari. Keflavíkurflugvöllur og væntanlegar breytingar, Valdís Tómasdóttir kennari. Konur og hugbúnaður, Helga Sigurjónsdóttir kerfisfræðigur. Stofnun fyrirtækja, Úlla Magnússon framkvæmdastjóri. Ráðstefnustjórar: Guðný Guðmundsd. og Ragnhildur Eggertsd. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kvennalistinn. Fáðu þér Ameríska glerbrynju d bilinn * Þœgilegt og auðvelt í notkun. * Bílþvotturinn verður leikur einn. * Glerungurinn styrkir lakk bílsins gegn steinkasti. Þeim fjölgar ört sem átta sig á yfirburöum ULTRA GLOSS gagnvartöörum bóntegundum. ULTRAGLOSSerí raun „fljótandi gler" og því eölilegt aö þaö endist margfalt lengur en vax- eöa plastbón. Sé fariö eftir leiöbeiningum um notkun, þá nœgir aö bóna bílinn 3 sinnum á ári til þess aö tryggja örugga vernd gegn veðrun. Þetta vita þeir sem notaö hafa ULTRA GLOSS frá byrjun. Erlendis er tekin 18 mánaöa ábyrgö á endingu, en viö höldum okkur aö sjálfsögöu viö hérlendar staðreyndir. ULTRA GLOSS er ódýr langtímavörn. Útsölustaðir: ESSO-stöðvarnar. HAGKAUP, Skeifunni Hársins vegna! FAMILY FRESH FJÖLSKYLDUSJAMPÓ 600 rnl Þrjár mildar tegundir fyrir |alja) fjölskylduna. Reynið FAMILY FRESH - hársins vegna! Heildsala: Kaupsel Laugavegi 25 S: 27770 og 27740 Neytendur DV Ef þið viljið hafa pikklesinn fíngerðan eins og það sem kallað er relish er ekki annað að gera en að hakka allt í hakkavélinni. Þama em grænmetistegundimar tilbúnar til þess að fara saman í kryddlög og bæta steikina og kæfubrauðið í vetur. Agúrkur og fleira gott geymt í ediki Nú stendur agúrkuútsalan sem hæst og því sjálfsagt að notfæra sér það með því að súrsa gúrkumar. Það er einnig hægt að skera gúrkumar í þunnar sneiðar og frysta í plastpoka. Þær eru svo látnar þiðna í edikslegi þegar á að nota þær. Þetta var mikið notað fyrir nokkrum árum en senni- lega er það ekki vinsælt lengur. En það er mjög gott að eiga alls konar pikkles á búrhillunni. Það er gott að nota í matargerð, t.d. í pottrétti, smátt skorið í köld salöt og sósur og í heilu lagi með kjöti. Alls konar pikkles er líka ómissandi með kæfúbrauði, hvort sem er um að ræða kindakæfú eða lifr- arkæfu. Hér eru nokkrar uppskriftir. Akúrkurog laukur 5 kg agúrkur Saltlögur: 100 g salt pr. 1 vatns 3 1 edik 1 14 kg sykur 14-1 kg smálaukur 10 dillkvistir 1 poki blandað pikkleskrydd 3 hólf hvítlaukur (má sleppa ) 1 msk. rotvamarefni Hreinsið agúrkumar vel, flysjið af þeim börkinn og skerið í hæfilega stóra bita. Skerið hvem bita í femt (fer svolítið eftir sverleika gúrkunnar) og hreinsið kjamana innan úr. Skolið gúrkumar vel úr köldu vatni. Látið síðan kalt vatn á gúrkumar og látið bíða á köldum stað í einn sólarhring. Sjóðið lög af salti og vatni í áður- greindum hlutfollum. Kælið. Látið agúrkumar í saltlöginn og látið bíða einn sólarhring á köldum stað. Takið þær þá upp úr leginum og hellið hreinu ediki yfir þær og látið bíða á köldum stað í þrjá sólarhringa. Hellið þá edik- inu í pott og sjóðið með afhýddum lauknum, sykri, dilli og kryddinu og e.t.v. hvítlauknum þar til sykurinn er bráðinn. Látið agúrkubitana í hrein glös. Takið edikslöginn af hitanum og látið rotvamarefnið út í og hellið, yfir gúrkubitana. Bindið strax yfir glösin. Asíur úr agúrfcum 15 stk. agúrkur 1 1 edik 54 1 vatn 5 stk. laukur Eykur útsýnið oQöryggið við akstur- inn. Fæst á næstu bensínstöð. 1 poki asíukrydd (má að skaðlausu vera aðeins meira) 750 g sykur 1 hnefi gróft salt Gúrkumar em flysjaðar og skomar í ca 10-12 cm langa bita sem em klofh- ir í femt. Hreinsið kjamana úr með skeið og látið agúrkubitana í stórt ílát, stráið grófú saltinu yfir og látið standa yfir nótt á köldum stað. Lögurinn er útbúinn, ediki og vatni blandað sam- an, laukurinn flysjaður og skorinn í báta og látinn útí með kryddi og sykri og loks gúrkubitunum. Allt er hitað að suðu, en má ekki sjóða. Þá er pott- urinn tekinn af hitanum og öllu hellt í stóra skál og geymt á köldum stað í eina viku. Hrærið í einu sinni á dag. Þá er allt sett i pottinn á nýjan leik og hitað upp að suðu, - ath. má ekki sjóða. Gúrkubitamir em svo látnir á hrein glös, sem lokað er strax. Ef ætl- unin er að geyma þessar gúrkur eitthvað er gott að láta rotvamarefni út í, ca 1 matskeið í 1, en það em leið- beiningar á umbúðunum. Akúrkur með lauk Þessi pikkles er auðveldur í notkun og tilbúinn til notkunar strax. 6 agúrkur 6 meðalstórir laukar Vt bollar gróft salt 2 bollar vatn 1 1 edik 3 bollar sykur 2 msk. sellerí kom 2 msk. mustarðskom Agúrkumar em þvegnar vel og síð- an skomar í þunnar sneiðar. Laukur- inn er flysjaður og einnig skorinn í þunnar sneiðar. Sjóðið saman löginn úr vatni, ediki og kryddi og látið sjóða í 3 mín. Látið laukinn sjóða með. Þessu er svo hellt yfir gúrkumar, látið á hrein glös og lokað strax. Pikkles Það er ýmislegt annað en agúrkur og laukur sem gott er að súrsa, eins og t.d. alls konar grænmeti. Það græn- meti, sem þannig er notað, verður að vera algjörlega óskemmt. Ef blómkálið er eitthvað farið að dökkna skal skera það í burtu. Það getur verið breytilegt hvað notað er hveiju sinni en hér er ágætis uppistaða: Stórt, þétt blómkálshöfuð 14 kg smálaukur 54 kg agúrkur 54 kg gulrætur 54 kg litlir grænir tómatar 2-3 stk. rauðar paprikur 2- 3 stk. grænar paprikur Saltlögur: 114 dl salt út í einn 1 af vatni Pikkleslögurinn: 154 dl edik ' 4-5 dl sykur (efitir smekk) 3- 4 msk. gult sinnepsduft 3-5 msk. karrí 2 tsk. mild paprika 10 heil piparkom 2 stk. heilir negulnaglar 114 dl hveiti 1 msk. rotvamarefni Þvoið grænmetið. Skiptið blómkál- inu í litlar greinar, skerið gúrkumar í litla bita, gulrætumar í sneiðar og forsjóðið þær í 5 mín. Stingið tómatana með gaffli. Skerið paprikumar í ör- þunnar aflangar sneiðar. Sjóðið saltlöginn þar til allt saltið er íeyst upp og látið kólna. Látið allt grænmetið út í og látið bíða á köldum stað í einn sólarhring. Sjóðið gulræt- umar í 3 mín. í edikinu, bætið hinu grænmetinu út í og látið sjóða ör- stutta stund. Takið þá grænmetið upp úr með gataspaða. Bætið þá sykrinum og heila krydd- inu, sem látið hefur verið í grisjupoka, út í. Hrærið sinnepsduftinu, karríinu og hveitinu saman með vatni í þykkan graut og hrærið út í edikslöginn. Sjóð- ið sósuna í um það bil 10 mín., hrærið í á meðan. Látið þá grænmetið út í og látið suðuna koma vel upp. Látið rotvamarefiún út í. Látið svo pikkles- inn á hrein glös og lokið þeim strax. Það er hægt að borða þennan pikkl- es eftir eina viku en hann er bestur ef hann fær að bíða í einn mánuð. Út í svona pikkles má setja ýmislegt annað grænmeti sem til fellur en það sem hér er nefht, eins og t.d. niður- sneitt blaðsellerí og alls konar baunir. Pikkles í kryddlegi Svipað magn af grænmeti og í upp- skriftinni hér að framan. Saltlögur: 2 1 vatn blandað með 300 g af grófu salti. Kryddlögur: 1 1 edik 14 kg sykur 2-4 msk. heil gul mustarðskom 1-2 msk. heil piparkom 1 tsk. anisfræ 1 tsk. fennikelfræ 54 tsk. kúmen 3 lárberjablöð 2 stk. heilar kardemommur 5 cm bútur af heilum kanil 1 tsk. koriander 14 múskat 1 stk. heill engifer 2 negulnaglar 2 tsk. rotvamarefiú Hreinsið og skerið grænmetið eins og lýst er í uppskriftinni hér að framan og látið í saltlög í einn sólarhring. Takið þá grænmetið úr saltleginum, skolið hann af og látið drjúpa af því. Látið allt heila kryddið í grisju og sjóðið með ediki og sykrinum undir loki í ca 54 klt. Bætið grænmetinu út í og látið suð- una koma vel upp þrisvar sinnum. Takið pottinn af plötunni á milli. Færið þá grænmetið með gatasigti upp í hrein glös. Sjóðið upp á leginum aftur, nú með lausu kryddinu, og hell- ið síðan yfir grænmetið. Athugið að það verður að fljóta yfir það. Jjokið glösunum strax. Tilbúið til neyslu efl> ir einn mánuð. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.