Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. 13 Neytendur Breytingar á Kringlumýrarbraut: Tökum eftir yfirborðs merkingum gatna Umferðin í Reykjavík eykst stöðugt og vaxandi umferð fylgja ný vanda- mál. Hvar á að finna stæði? Hvað á að gera í málefnum gangandi veg- farenda? Hvemig á að auðvelda umferð milli borgarhverfa? Svona mætti lengi telja. Umferð frá nærliggjandi bæjarfélög- um til Reykjavíkur er gífurleg því margir sækja allt sitt til höfuðborgar- innar. Kringlumýrarbrautin er orðin mjög þung umferðaræð. Nú nýlega hafa verið gerðar nokkrar breytingar á henni sem við viljum vekja athygli lesenda á. Gatan hefur verið breikkuð frá Kópavogi og að Hamrahlíð í 3 akrein- ar. Þessu samfara var gatnamótunum í Fossvogi, þar sem umferðin kemur inn á úr Kópavogi, breytt. Umferðin úr Hafnarfirði hefur 2 akreinar til umráða en þriðja akreinin er eingöngu ætluð þeim sem koma úr Kópavogi. Töluvert hefúr verið um það að öku- menn, sem koma úr Hafriarfirði, sveigi strax inn á þá akrein sem ætluð er Kópavogsbúum, enda ökumenn vænt- anlega vanir því að aka svo, ökumað- ur, sem kemur akandi á hægri akrein, er nú skyndilega farinn að aka á miðjuakrein þegar þriðja akreinin bætist við og finnst sumum því eðli- legt að sveigja yfir á hægri akreinina. Ef þú, lesandi góður, ferðast um þessi gatnamót, mundu þá að þegar þriðja akreinin bætist við, og það er hægri akrein, er hún ætluð fyrir ökumenn úr Kópavogi fyrst um sinn. Aðgættu því vel umferðina þaðan áður en þú sveigir yfir á hægri akrein því nú hef- ur þú ekki lengur forgang á henni. Umfram allt, fylgstu vel með merking- unum á götunni, þær eru skýrar og góðar núna. Eftir þeim áttu að fara, það verður erfiðara i vetur þegar snjórinn kemur og nagladekkin éta upp allar yfirborðsmerkingar. I lokin viljum við benda á að nú hefur annarri beygjuakrein verið bætt I umsjón Bindindisfélags ökumanna við á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. Nú hefur þú um tvær akreinar að velja ef þú ert að koma úr Kópavogi og hyggst taka vinstri beygju niður Miklubraut. Það ætti að vera hagræði í því þar sem engin sérstök beygjuljós eru fyrir þá beygju. Góði ökumaður; nýttu þér yfirborðs- Raddir neytenda Ekki auglýst rétt verð Kona í Breiðholti hringdi: „Síðastliðinn föstudag var auglýst í blöðunum að kryddlegnar lambalæris- sneiðar fengust í Hólagarði á 228 krónur kílóið. Daginn eftir bið ég manninn minn að koma þar við og kaupa þessa vöru. Er hann kemur heim með kjötið kemur í ljós að kílóið kostar 399 krónur en ekki 228 eins og auglýst var. Mér finnst þetta hreinasta svindl og léleg kaupmennska. Að lok- um vil ég þakka fyrir Neytendasíðuna, Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltai heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks . Kostnaður í ágúst 1986. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. merkingamar meðan þær eru og farðu eftir þeim, þannig stuðlar þú að auknu umferðaröryggi og bættri umferðar- menningu. Myndin sýnir gatnamótin þar sem umferðin úr Kópavogi kemur inn á Kringlu- mýrarbrautina, rétt við öndvegissúlur Daviðs. Hér á umferð úr Kópavogi EG forgang á hægri akrein. þar er unnið gott starf fyrir okkur neytendur." Neytendasíðan hafði sambauid við verslunarstjóra Hólagarðs og spurði hvemig á þessu stæði. Hann sagði að til væm tveir verðflokkar af krydd- legnum lambalærissneiðum og kostaði annar flokkurinn 228 krónur kílóið en hinn 339 krónur. Þennan dag vom báðir verðflokkar á boðstólum. -Ró.G. FATALAND Nú er allt að fyllastaf nýjum vörum Við seljum samt þær gömlu á útsöluverði. Opið til kl. 21 í kvöld og frá 10-16 á laugardögum. Smiðjuvegi 4e, c-götu, á horni Skemmuvegar. Símar 79866 og 79494. Laugavegi 28, Reykjavík Stóragarði 7, Húsavík Egilsbraut 7, Neskaupstað Mánagötu 1, ísafirði Hafnarstræti, Akureyri. OPIÐIKVOLD TIL KL. 20 í ÖLLUM DEILDUM. OPIÐ AFTUR LAUGARDAGA KL. 9-16. í öllum deildum. Munið barnagæsluna 2. hæð - opið kl. 14-20 föstudaga og 9-16 laugardaga Jll KORT WS4 •» M « f 1 UUil «4 <4 4 I í Ikll. Jön Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.