Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Side 11
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. 11 Gengið til Þáð fer víst ekki á milli mála að þjóðin upplifir mikla góðæristíma og þjóðhagsspá boðar áfram batn- andi afkomu og blóm í haga. Allt virðist hjálpast að: lágt olíuverð, vaxandi þjóðartekjur, mikil og góð aflabrögð, minnkandi viðskiptahalb, meiri hagvöxtur, aukinn kaupmátt- ur. Og ofan á þetta bætist eindæma veðurblíða og glæsilegur árangur í fótboltanum. Það er nú aldeilis hvað gæfan brosir við okkur. Einhver þama uppi hlýtur að hafa velþóknun á íslendingum um þessar mundir. Ekki er hægt að lá Steingrími for- sætisráðherra þótt hann verði ofur- btið grobbinn yfir þessu ástandi. Ár og dagar eru síðan ríkisstjóm í landinu gat státað af almennri vel- gengni til lands og sjávar, bæði af guðs og manna völdum. Ekki þar fyrir að samanlagt góðærið sé verk stjómmálamannanna, enda er til of mikils mælst að þeir hafi áhrif á afla- brögð, alþjóðlegt markaðsverð á olíu og fiski eða veðurfar til góðs eða ills. Það hefur enda verið rækilega tí- undað af frrstjóra Þjóðhagsstofnun- ar að uppsveiflan í þjóðarbúskapn- um sé fyrst og fremst af ytri aðstæðum. Hins vegar er það dáh'tið grát- broslegt að heyra talsmenn stjómar- andstæðinga verða flaumósa í viðleitni sinni til að koma í veg fyr- ir að ríkisstjómin fái blóm í hnappa- gatið fyrir batnandi þjóðarhag. Það er gamla sagan að kenna rikisstjóm- um um allt sem miður fer þegar illa árar en þakka allt öðm þegar vel gengur. Þetta er náttúmlögmál í þrætubókarlistinni og kallast pólit- ík. Verðbólgan var málið Enginn aðdáandi er ég blessaðrar ríkisstjómarinnar en svo forstokk- aður er ég ekki að draga dul á þá staðreynd að ríkisstjómin á sinn þátt og alls ekki lítinn í jákvæðum efnahag. Og alla vega er ljóst að hún mun njóta góðs af bjartsýninni og velgengninni sem vonandi ríkir enn um skeið. Langsamlega stærsta og áhrifamesta framlag ríkisstjómar- innar em kjarasamningamir sem vom gerðir meðal annars fyrir at- beina hennar. v Þeir mörkuðu tímamót að því leyti að þá urðu umskiptin í verðbólguslagnum. Get- um við ekki verið sammála um það að glíman við verðbólguna var að fara með okkur til fjandans með allri þeirri spillingu, siðblindu, öryggis- leysi og darraðardansi sem óðaverð- bólgu fylgir? Hjöðnun verðbólgu var og er forsenda þess að aðrir hlutir, aðrir þættir efiiahagsins, komist í lag. Auðvitað er langt frá því að allt sé í fullkomnu lagi, enda gerast kraftaverkin í bíblíusögunum og ævintýrunum en ekki í hvunnda- gslífi nútímans. Róm var heldur ekki byggð á einum degi og það ber að þakka það sem vel er gert, hvaðan sem gott kemur. Ríkisstjómin stóð ekki ein að kjarasamningunum. Vinnuveitend- ur og verkalýðsfélög sömdu sín í milli og lögðu fram tillögur sem rík- isstjómin hafði skynsemi til að samþykkja. Hókus pókus þeirra samninga var að keyra vísitöluna niður með lækkuðum tollum á vör- um sem takmarkaður hópur hefur efrii á að veita sér, bílum, heimilis- tækjum og svo framvegis, en kom þó öðrum til góða að því leyti að verðbólgan mældist niður á annarri vöm og þjónustu í kjölfar þessara reiknikúnsta. Þjóðarsáttin sem verkalýðsforyst- an stuðlaði þannig að mæltist misjafiilega fyrir eins og menn minnast og mætti harðri andstöðu. Nú, nokkrum mánuðum seinna, bendir allt til þess að samningamir hafi reynst farsælir fyrir launþega þegar kaupmáttur vex allt að átta prósentum á ekki lengri tíma. Þetta er sigur fyrir hina hófsömu forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar sem réðu ferðinni. Allt útlit er fyrir kyrr- látan vetur í kjaramálunum og alla vega dettur ekki nokkrum manni í hug að til verkfalla dragi eða upp- lausnar á vinnumarkaðnum. Þvert á móti hefur Alþýðusambandið gefið þá línu að samningar um kaup og kjör verði í höndum einstakra fé- laga, enda virðist ekkert lát á launaskriðinu samkvæmt þeirri her- stjóm. Hinu er ekki að leyna að láglauna- hópamir: opinberir starfsmenn að hluta, fiskvinnslu-, iðju- og verslun- armannahópurinn, ófaglærða fólkið, situr eftir og er útundan í góðæris- fárinu. Brýnasta verkefiiið er að leysa þetta fólk úr fátæktarálögun- um. Sá róður verður ekki léttari þegar fréttir berast um að Coldwater hafi fyrir hönd frystihúsanna samið um fast verð í heilt ár fram í timann við viðskiptavini sína í Bandaríkjunum sem bindur hendur fiskseljenda í' föstu dollaragengi og fyrirsjáanlegu rekstrartapi. Þetta heitir á einföldu máh að semja um að halda lífskjör- unum niðri og er illskiljanlegt hliðarspor mitt í uppsveiflunni. Ekki síst þegar vemlegar verðhækkanir hafa einmitt orðið á mörkuðum vestra í kjölfar meiri eftirspumar. Vinnan göfgar Annars em ýmis teikn á lofti um ferskari vinda og nýja tíma í þjóð- félaginu. Nýjar hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar em að hasla sér völl og geta gjörbreytt fjölmiðlun í náinni framtíð. Loðnuverð hefur verið gefið frjálst, vextir sömuleiðis, ný húsnæðislánalöggjöf, samkeppni og aukið frelsi í viðskiptum og virku verðlagseftirliti em allt þættir sem hægt og sígandi setja svip sinn á mannlífið og samskipti fólks. Til batnaðar. Ellert B. Schram Ánægjulegast af öllu er þó sú stað- reynd að viðnámið gegn verðbólg- unni hefúr ekki dregið úr atvinnu og Island er nánast eina landið í hinum vestræna heimi sem er laust við atvinnuleysi. Annars staðar ganga tíu til tuttugu prósent þjóð- félagsþegna um með hendur í vösum svo árum skiptir. Slíkt böl er þyngra en tárum taki, enda hlýtur það að vera ömurlegt hlutskipti fyrir fólk með fulla starfsorku að fá hvergi útrás fyrir athafnaþrá sína? Er nema von að í slíku ástandi þróist glæpir, óregla og örvænting meðal þúsund- anna? Afleiðingar langvarandi atvinnuleysis em ekki síðri fyrir huga en hönd. Þrátt fyrir allt er sú lífcspeki enn í fullu gildi að vinnan göfgar. Hugsanlega er hægt að halda þvi fram að ríkistjómin stuðli að bull- andi atvinnu á fölskum forsendum, með því að reka ríkissjóð með halla og það þykir vist slæm hagfræði. Ég er nú svo einfaldur í minni pólitík að mér er ómögulegt að mála skratt- ann á vegginn meðan yfirdrátturinn stafar ekki af óráðsíu og sukki og magnar ekki verðbólgudrauginn. Við höfum að minnsta kosti séð hann svartari áður, íslendingar, og vonandi fara þeir í fjármálaráðu- neytinu ekki á taugum og demba yfir okkur sköttum til að brúa hall- ann. Vaxtarbroddurinn Engum blandast hugur um að góð- æri til lands og sjávar hefúr pólitísk áhrif. Óáran er vatn á myllu stjóm- arandstæðinga en velmegun færist ríkisstjóm til tekna. Þessar stað- reyndir munu setja svip sinn á þingstörf í vetur og væntanlega á næstu kosningar. Hitt er annað að straumhvörfin í íslensku samfélagi, sem nú em að verða deginum ljós- ari, eiga sér rætur á öðrum stöðum en í flokkssamþykktum eða ráðu- neytum. Vaxtarbroddurinn er af- sprengi breyttra lífshátta og viðhorfa hjá þjóðinni almennt. Verkalýðshreyfingin hefur ekki tek- ið sinnaskiptum í baráttuaðferðum og kröfugerð nema vegna þess að hinn almenni launamaður, umbjóð- endumir sjálfir, hafa óbeint rekið forystumennina til þess. Frjálsræðið í fjölmiðlamálum stafar af aukinni tækni og tækifærum á þessu sviði sem gerir það óhjákvæmilegt að þjóðin hristi af sér klafa einokunar og þröngsýni. Frelsið í viðskiptum er afleiðing aukinnar alþjóðlegrar samvinnu og fjölbreytni í framboði á vöm og þjónustu. Verðlagseftirlit hefur tekið við af verðlagshöftum og hefur borið árangur. Tengsl al- mennings út á við og sín í milli hafa margfaldast á fáum árum. Með öðr- um orðum: þjóðin hefur rofið einangrun sína og stjómlyndir ráða- menn komast ekki lengur upp með það að segja fólki hvað sé svart og hvað sé hvítt. Stóri sannleikur felst ekki í einni ræðu, einum flokki eða einhverju merkikerti sem telur sig geta sagt öðrum hvað þeim sé fyrir bestu. Venjulegur almennur borgari er ekki lengur upp á aðra kominn eins og áður gerðist. Hann veit meira, getur meira, gerir meira. Efriahagur- inn er betri en það sem skiptir þó meira máli er að hann hefur aðgang að upplýsingum í fjölmiðlum, ferða- lögum, menntun, samskiptum við annað fólk. íslendingar hafa lengi verið frjálsir að nafninu til en ein- angrun til sveita og strjálbýlis, fátækt og pólitísk ofctjómun, hefur verið flestum fjötur um fót. Jafnvel skortur á tungumálakunnáttu leiðir af sér minrimáttamennd og feimni við umheiminn. Góðæri hugans Með auknu sjálfetrausti og svigr- úmi verður hver einstaklingur óháðari, er ekki upp á aðra kominn og lærir að notfæra sér frjálsræðið. Úr þessum jarðvegi em þjóðfélags- breytingamar sprottnar sem um er getið að framan. Auðvitað vill fólk að stjómmálamenn séu til staðar til að stýra skútunni, gæta félagslegs öryggis, samhjálpar og opinberrar þjónustu. Hér er ekki verið að préd- ika anarkisma. En alræði stjóm- málanna er lokið og allar kenningar um sterkt ríkisvald, miðstýringu og efnahagslegan áætlunarbúskap em dauðadæmdar. í raun og vem em þessar breyting- ar miklu byltingarkenndari en góðæri í efnahagslífinu. En þegar þær fara saman aukast líkumar á því að þjóðfélagsbreytingar hafi var- anleg áhrif til frambúðar. Ekki í vellystingunum því veislur standa ekki endalaust. Heldur í þeirri lífs- nautn hvers og eins að eflast að sjálfetrausti og víðsýni. Þroskast. Fáir íslendingar hafa sagt jafri- mikið af viti um lífeþroskann og leitina að lífehamingjunni og Sig- urður Nordal. Hann var þó bæði heimspekingur og fræðimaður, skáld og prófessor og slíkum mönnum er ekki alltaf gefið að komast í jarð- samband. Þeir hafa stundum haft tilhneigingu til að tala yfir fólki í stað þess að tala til þess. Sigurður Nordal nýtti gáfur sínar og fræði til að miðla af þeim til almennings og ennþá, hundrað árum eftir fæðingu hans, hefur fátt verið betur sagt og skiljanlegra um þá list að lifa lífinu. Hann vissi sem var að sú kúnst er allri heimspeki æðri af því að hún er tilgangurinn með tilverunni. Það er til lítils að njóta góðæris í buddunni ef maður kann ekki að nýta sér það í andanum. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.