Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Qupperneq 34
34
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
Fellur Campomanes
ef Kasparov sigrar?
Heimsmeistaratitillinn gæti ráðið úrslitum um kjör forseta Alþjóðaskáksambandsins
Karpov og Kasparov þóttu prúð-
mannlegir í framkomu þar sem þeir
tefldu uppi á sviði í hátíðarsal Park
Lane hótelsins í London og þeir
bættu um betur er þeir héldu áfram
tafli í Leningrad. Undir niðri má þó
heyra gnístran tanna því að þeir
skákmeistaramir eru engir perlu-
vinir. Þeir tefla ekki aðeins um
heimsmeistaratitilinn heldur snýst
taflið ekki siður um völdin sem hon-
um fýlgja. Heimsmeistarinn nýtur
virðingar heima fyrir og getur fengið
ýmsu framgengt sem aðrir menn fá
ekki. „Þetta er kalt stríð,“ segir
Kasparov í viðtali við Financial Ti-
mes. „En það gæti farið að hitna í
kolunum.“
Anatoly Karpov var heimsmeistari
i 10 ár, allt þar til í nóvember í fyrra
er Kasparov náði að hrifsa af honum
titilinn. A þessum árum hefur
Karpov teflt meira en nokkur annar
heimsmeistari og náð frábærum ár-
angri. Hann hefur svo sannarlega
verið verðugur fulltrúi heimalands
síns og með þennan árangur að
vopni hefur hann átt hægt með að
koma ár sinni vel fyrir borð. Hann
á „sína menn“ i æðstu stöðum innan
flokksins þar sem hann er sjálfur
virkur félagi - í einu og öllu fyrir-
mynd ungra rússneskra pilta.
En eftir að Kasparov varð heims-
meistari varð lífið ekki lengur dans
á rósum fyrir Karpov. Kasparov á
sína sveitunga í lykilstöðum og
áhrifa hans er faríð að gæta innan
sovéska skáksambandsins. Nú eru
það ekki lengur vinir og kunningjar
Karpovs meðal skákmanna sem fá
að tefla úti í heimi: Augljós merki
um það var þátttaka Dorfmans og
Timoshenkos, helstu aðstoðar-
manna Kasparovs, á alþjóðlegu móti
í Helsinki í júní. Heimsmeistaratitl-
inum fylgir bæði vegsemd og völd.
„Menn Karpovs
eru á undanhaldi“
Sjálfur skynjar Kasparov vel
valdabaráttuna sem fylgir keppninni
um heimsmeistaratitilinn. í viðtal-
inu við Financial Times, sem tekið
var að loknum fyrri hluta einvígisins
í London, segir hann m.a.: „Eftir að
Karpov tapaði síðasta einvígi hefur
hann misst marga mikilvæga stuðn-
ingsmenn. Nú er hann að tapa þessu
einvígi og þeir fá ekkert að gert.
Menn Karpovs eru á undanhaldi."
Kasparov segir í viðtalinu að grunnt
sé á því góða milli hans og Karpovs
þótt fáir verði þess áskynja: „Sviðið
er opinber staður," segir Kasparov.
„Við getum ekki látið tilfinningar
okkar í ljós þar. Við bara tökumst í
hendur, teflum taflið, ljúkum skák-
inni og tökumst aftur í hendur. Það
er allt og sumt.“
Að sögn fréttaritara DV í einvíg-
inu í Leningrad, Davids Goodman,
Lincoln Lucena, hagfræðingur frá
Brasilíu, hyggur á mótframboð gegn
Campomanes. Hér fylgist hann
spenntur með einni einvígisskák-
anna í London.
DV-mynd JLÁ.
Campomanes á blaðamannafundinum í filippseyska sendiráðinu i London: Kænn maður með bein í nefinu.
DV-mynd Sigurjón Jóhannsson.
sem hefur fylgst með öllum einvígj-
um þeirra félaga, er andrúmsloftið
óvenjulega vingjamlegt. Þar er á
einhvem hátt mun meiri ró yfir hlut-
unum heldur en í fyrri hluta ein-
vígisins í London. Þar var einhver
spenna í lofti, einkum skákpólítísk
spenna, enda líður nú að kosningum
til forseta Alþjóðaskáksambandsins,
FIDE. Úrslit í heimsmeistaraein-
víginu gætu verið þung á metunum
varðandi framtíð núverandi forseta,
Filippseyingsins Florencio Campo-
manesar.
Lucena: Brosandi og alþýð-
legur
Raymond Kenne var einn aðal-
skipuleggjandi einvígisins í London
og helsti hvatamaður að því að fyrri
hlutinn skyldi tefldur þar - hann
vildi fá allt einvígið til London.
Kenne hefur verið áhrifamaður inn-
an FIDE í allmörg ár og unnið við
hlið Campomanesar að ýmsum mál-
um. En nú hefur hann fengið nóg
af yfirgangi FIDE-forsetans. Kenne
er hatrammur andstæðingur
Campomanesar og það var að hans
Skák
Jón L. Árnason
undirlagi að brasilíski hagfræðing-
urinn Lincoln Lucena lét til leiðast
að bjóða sig fram gegn honum. Kos-
ið verður á þingi Alþjóðaskáksam-
bandsins í desember, sem fram fer
samhliða ólympíuskákmótinu í
Dubai - Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum.
Það var ljóst að Kenne notfærði
sér einvígishaldið út í ystu æsar í
áróðursskyni, enda voru margir
frammámenn innan skákhreyfinga
saman komnir í London. Lucena var
sjálfur eins og grár köttur á Park
Lane hótelinu, brosandi og alþýðleg-
ur. Auk þess að kynna sjálfan sig
starfaði hann sem skákblaðamaður
- sendi fréttir heim til Brasilíu.
Kenne sagði í viðtali að miklu skipti
að einvigishaldið tækist vel svo
skákheimurinn sæi að þeim væri
alvara með framboðinu. „Sjálfúr
sækist ég ekki eftir forsetastóli,"
sagði Kenne. „Hlutverk forsetans er
aðallega fólgið í því að vera fulltrúi
út á við og það hæfir Lincoln betur
en mér. Hann er ekki eins feitur og
ég,“ sagði Kenne.
Campo með bein í nefinu
Campomanes hafði sig lítt í frammi
í London enda fann hann kalda
vinda blása hvar sem hann fór. Hann
fylgdist þó með öllum skákum ein-
vígisins úr forsetasvítunni á svölun-
um, utan sjónar almúgans. Tvisvar
kallaði hann saman blaðamanna-
fund og svaraði spumingum utan
úr sal af stakri tungulipurð. Það
mátti öllum ljóst vera að Campo,
eins og hann er jafnan nefndur, er
kænn maður með bein í nefinu.
Hann lék nokkra sterka leiki í
London. Þannig var Alexander Se-
reda, varaforseti sovéska íþrótta-
sambandsins, við hlið hans á
blaðamannafundunum, sem hefúr
eflaust átt að tákna stuðning Sovét-
manna við framboð hans. Og seinni
fundurinn, er Campo lýsti því opin-
Enski stórmeistarinn Raymond
Kenne sem býöur sig fram til ritara.
„Lincoln er ekki eins feitur og ég,“
segir hann.
DV-mynd JLÁ.
berlega yfir að hann ætlaði að bjóða
sig aftur fram til forseta, var haldinn
í Filippseyska sendiráðinu í London.
Með því móti reyndi hann að kveða
niður orðróm þess efnis að hann
hefði ekki lengur stuðning stjóm-
valda á Filippseyjum eftir að einka-
vinur hans, Marcos, missti völdin.
Og Campo hafði fleiri jám í eldin-
um. Stuðningsmenn hans gáfú út
fréttabréf daglega þar sem heldur
ósmekklega var vegið að Kenne og
hans mönnum. Og blaðamönnum
barst í hendur doðrantur mikill frá
„Vinum alþjóðaskáksambandsins í
Bandaríkjunum" þar sem Campo var
hrósað í hástert. Bandaríska skák-
sambandið ákvað þó á fundi 8. ágúst
sl. að styðja Lucena í forsetastól og
Kenne sem ritara í kosningunum í
desember. I yfirlýsingu frá Skáksam-
bandsmönnum segir að þeir viti ekki
hverjir þessir menn em sem stóðu
að útgáfunni. Campo leggur greini-
lega ríka áherslu á að sýna að hann
hafi stuðning stórveldanna í austri
og vestri.
Úrslit einvígisins skipta sköp-
um
„Ég tel að á þessari stundu eigúm
við u.þ.b. jaftia möguleika á við
Campomanes í kosningunum," segir
Kenne í viðtali við svissneskt skákt-
ímarit. Hann er þeirrar skoðunar,
eins og margir aðrir, að úrslit heims-
meistaraeinvígisins komi til með að
skipta sköpum um það hvort Campo-
manes heldur velli eða ekki. Eftir
að Campomanes stöðvaði fyrsta
heimsmeistaraeinvígi Karpovs og
Kasparovs, af tillitssemi við heilsu
keppenda, hefur verið grunnt á því
góða milli hans og Kasparovs. Raun-
ar em ekki allir á eitt sáttir um
hvorum keppandanum hann gerði
meiri óleik með því að stöðva skák-
klukkuna þvi að Karpov þurfti
aðeins að vinna eina skák til við-
bótar til þess að halda heimsmeist-
aratitlinum. En hann var
aðframkominn á líkama og sál, að
því er fregnir herma, og þá greip
vinur hans, Campomanes, í tau-
mana. Það þoldi Kasparov ekki og
hann hefúr aldrei fyrirgefið FIDE-
forsetanum.
„Campomanes hefúr engin samráð
við stórmeistara í skák. Hann segist
vera að breiða út skáklistina í þriðja
heiminum en það hefur einfaldlega
enga þýðingu að dreifa skákklukk-
um og -bókum þar. Það er algjörlega
hans sök hvemig komið er fyrir
keppninni um heimsmeistaratitil-
inn,“ segir Kasparov. Hann segir að
ef hann hefði tapað síðasta einvígi
fyrir Karpov hefðu verið 90% líkur
á því að Sovétmenn og þá austur-
blokkin myndu styðja Campomanes.
En haldi hann titilinum núna, sem
allt bendir til eftir sigur hans á
þriðjudag, séu aðeins 30% líkur fyrir
því að Campomanes fái atkvæði
austantjaldsríkja. Slík eru áhrifin
sem fylgja heimsmeistaratitlinum.
Campomanes mun vafalaust leggja
allt í sölumar til þess að ná endur-
kjöri í desember og miðað við aðfarir
hans, er hann felldi Friðrik f kosn-
ingunum fyrir fjórum árum, svífst
hann einskis. „Ég þekki Lincoln
Lucena ekki mjög vel en ég lít á
hann sem góðan möguleika til þess
að blása ferskum vindum imi í óreiðu
alþjóðaskáksambandsins," segir
Friðrik í viðtali við „News flash“ -
málgagn breska skáksambandsins.
Og Friðrik bætir við: „Þetta er ekki
mín skoðun vegna úrslita kosning-
anna 1982. Ég legg áherslu á það sem
er gott fyrir skákheiminn. Sem skák-
maður vil ég að skáklistinni famist
vel en í augnablikinu er sú ekki
raunin."
Kasparov og Karpov aö tafli í London: Prúöir á yfirborðinu en undir niðri
má heyra gnfstran tanna.
DV-mynd JLÁ