Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Page 40
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. Verðbólgan 15,3 %: „Þetta erstevkviðvómn" - segir hagfræðingur VSÍ Vísitala framfærslukostnaðar hef- ur hækkað mun meira en ráð var fyrir gert. Hún hækkaði um 1,19 prósent í ágústmánuði en vonast hafði verið til að hún hækkaði ekki meira en um 0,8 til 0,9 prósent. Mið- að við heilt ár þýðir þetta 15,3 prósent verðbólgu. Ef miðað er við hækkun framfærsluvísitölunnar síð- ustu þrjá mánuði er verðbólgan 11,5 prósent. „Þetta er töluvert meira en við bjuggumst við. Aðalástæðan fyrir þessu er sú að áhrif gengissigsins er að koma fram. Það verður að líta á þessar tölur sem sterka viðvörun í bjartsýniskastinu sem menn hafa verið í undanfarið. Þetta sýnir einn- ig að þó vel gangi er baráttan við verðbólguna engan veginn unnin,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur VSÍ, í samtali við DV. „Það er rétt að þetta er hærra en maður hafði vonað. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Ein er sú. að áhrif gengissigsins undamfama mán- uði eru að koma fram. Það er þó engin ástæða til að örvænta. Mestu máli skiptir að haldið verði áfram aðhaldi í verðlagsmálum,“ sagði Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASÍ. „Menn ættu að nota þetta til að koma sér niður á jörðina. Nú er mikilvægt að allt kapp verði lagt á að ekki myndist þensluástand, að ekki verði skapaður þrýstingur á gengið og aukna skuldasöfnun og lögð verði áhersla á að efla spam- að,“ sagði Vilhjálmur. Bjöm Bjömsson sagði að mikil- vægt væri að gæta að fjölmörgum atriðum. Þar bæri hæst væntanlega hækkun á kjötvörum. -APH Skallagrímur gaf: „Hreint klúður“ -segirÁmi Sigmundsson „Þessi ákvörðun var tekin án þess að ég vissi af því. Það eina sem ég vissi var að tveir leikmenn liðsins treystu sér ekki til að fara í leikinn á ísafirði. Mér persónulega finnst þetta 4M|yera hreint klúður og greinilegt að mennimjr hafa engan veginn gert sér grein fyrir því sem þeir vom að gera,“ sagði Ámi Sigmundsson, formaður knattspymudeildar Skallagríms í Borgamesi, í samtali við DV. I gær var Knattspymusambandi ís- lands tilkynnt að Skallagrímur hefði ákveðið að gefa síðasta leik sinn i 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Borgnesingar áttu að leika gegn ÍBÍ á ísafirði um helgina og skipti sá leik- ur miklu máli varðandi fallbaráttu deildarinnar. Með þessari ákvörðun sendu Borgnesingar Njarðvíkinga endanlega niður í 3. deild. Þessi ákvörðun Borgnesinga, sem tekin var af leikmönnum liðsins og stjómarmönnum, getur haft ýmsar al- Tyyarlegar afleiðingar fyrir Skallagrím og svo gæti farið að liðið yrði að leika í 4. deild næsta keppnistímabil. Auk þess þurfa Borgnesingar augljóslega að greiða háar sektir. -SK. TRESMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Borgnesingar hafa hræöst hundrað marka múrinn! Ökumenn voru andvaralausir í sólskininu í gær og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Bílar voru að rekast á víða um höfuðborgina og hér má sjá nokkra. í vari við sjúkrabifreiðina er bíll sem ók aftan á annan sem fór á þann þriðja sem loks stansaði á þeim fjórða. Á meðan nudduðu japparnir sér upp að hvor öðrum í forgrunni. Sannkallaðir sólsk- inskossar. ,E|R DV-mynd GVA Veðrið á mánudag: Svo til óbreytt Gert er ráð fyrir að veður haldist svo til óbreytt á mánudag. Hiti á bilinu 5-9 stig norðanlands og 9-12 stig sunnanlands. Veðrið á sunnudag: Víða sæmilega hlýtt Á morgun verður hæð yfir Grænl- andi og hæðarhryggur suður um Grænlandshaf. En lægð verður yfir Skandinavíu. Hæg norðlæg átt verð- ur á öllu landinu. Víða verður sæmilega hlýtt að deginum, einkum sunnanlands, en hætt er við næturfrosti víðast hvar. Tíu ára deila: Deilt um rúm látins bams „Bamið mitt var aðeins rúmlega ársgamalt er það lést úr heila- himnubólgu árið 1976. Þá fluttum við hjónin frá Þingeyri og skyld- menni okkar komu rúmi og öðrum hlutum, er tilheyrðu baminu, í vörslu hjá kaupmanni hér á staðn- um. Þá hluti höfum við nú endur- heimt með aðstoð lögregluyfir- valda en rúmið hefúr aldrei komið í leitimar. Kaupmaðurinn hefúr selt það þó svo hann vilji ekki kannast við þá gjörð,“ sagði Sól- veig Vagnsdóttir í samtali við DV. Sólveig er nú aftur flutt til Þing- eyrar og deila hennar við kaup- manninn hefúr blossað upp á ný. „Ég kannast við að hafa geymt ýmsa hluti fyrir þetta fólk en bamarúmið hef ég aldrei haft und- ir höndum," sagði Gunnar Sig- urðsson, kaupmaður á Þingeyri, aðspurður um bamarúmið. „Ég held að ég sé þekktur fyrir annað en þjófriað hér á Þingeyri". Sólveig Vagnsdóttir heldur því þó statt og stöðugt fram að kaup- maðurinn hafi selt bamarúmið að sér fjarstaddri, segist meira að segja hafa séð gripinn á bóndabæ við Dýrafjörð og þar segist heima- fólk hafa keypt rúmið af kaup- manninum á Þingeyri: „Ég fékkst við smíðar áður en ég gerðist kaupmaður og smíðaði mörg rúm af þessari gerð. Það má vel vera að þetta fólk hafi einhvem tíma keypt af mér bamarúm en rúmi hef ég aldrei stolið,“ sagði Gunnar kaupmaður. Að sögn Ólafs K. Ólafssonar, fulltrúa sýsltunannsins á ísafirði, barst embættinu bréf frá Sólveigu Vagnsdóttur f sumar þar sem spurt var um rúmið. Sýslumaður svaraði bréfinu á þá leið að rannsókn á máli þessu hefði lokið árið 1981 og það yrði ekki aftur upp tekið. Gátan um dularfúlla bamarúmið á Þingeyri er því enn óleyst. -EIR Jafrítefli í Leningrad Jafiitefli varðrf 15. einvígisskák þeirra Kasparovs og Karpovs í Leningrad í gær. Kasparov heldur enn forystunni með 8 1/2 vinning á móti 6 1/2 vinningi Karpovs. -EBR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.