Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. 3 Fréttir Fundur Reagans og Gorbatsjovs á íslandi: Kom fyrst til tals á mánudaginn - segir forsætisráðherra „Þetta hefur allt borið mjög brátt að. Það var á mánudagsmorgun sem sendiherrar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna komu á minn fund og spurðu hvort íslenska ríkisstjómin væri sam- þykk því að Reagan og Gorbatsjov héldu fund hér í Reykjavík 11. og 12. október. I samráði við utanríkisráð- herra gaf ég samþykki mitt og svo í gærmorgun komu sendiherramir aftur á minn fund og endanlega var frá þessu gengið." Þetta sagði Steingrímur Hermanns- son á blaðamannafundi sem hann og Matthías Á. Mathiesen boðuðu til vegna fundar leiðtoga stórveldanna. Steingrímur sagði að það væri Ijóst að hér þyrfti gífurlegan undirbúning. Verið væri að setja á fót embættis- mannanefnd sem myndi sjá um undirbúninginn. „íslandi er sýnt mikið traust með þessu,“ sagði forsætisráðherra, „og við fáum gífurlega auglýsingu út á þetta.“ Steingrímur sagði að um 200 manna lið kæmi með hvorum leiðtoganna og auk þess um 1000 manna fréttalið. „Öll hótel verða meira og minna undirlögð vegna þessa. Eins mun reynt að koma á fót aðstöðu fyrir fréttamenn. Þá mun allt tiltækt öryggislið, sem við höfum á að skipa, verða hvatt til.“ Hann sagði að líklégast yrði sjálfur fundurinn á Hótel Sögu en leiðtogam- ar myndu sennilega búa í sendiráðum ríkja sinna. Hann sagði að að minnsta kosti utanríkisráðherrar landanna tveggja yrðu með í för. Um annað fylgdarlið vissi hann ekki, þar með talið hvort eiginkonur leiðtoganna yrðu með í för. Um kostnað við þennan fund, sagði Steingrímur, að hann bæru sameigin- lega Sovétríkin og Bandaríkin. Áðspurður sagðist Steingrímur ekki vita hvers vegna Reykjavík varð fyrir valinu. Hann hefði spurt sendiherrana að því en þeir hefðu heldur ekki vitað svarið við því. -KÞ Matthías Á. Mathiesen og Steingrímur Hermannsson á blaðamannafundinum í gær. Á milli þeirra er Magnús Torfi Ólafsson að láta þeim í té gögn. DV-mynd GVA ,Ekki bóka neitt - allt fullt“ segir Konráð hótelstjóri. DV-mynd: GVA 011 hótel fullbókuð: Allt í fullum gangi - segir hótelstjórinn á Sögu „Við erum hér í fullum gangi að hefja undirbúning. Við erum þegar famir að hringja í gesti, sem áttu pöntuð herbergi þessa daga, til að segja þeim að við getum ekki orðið við óskum þeirra. Eins hefur allt verið sett á fulla ferð til að ganga frá í nýbyggingu hótelsins," sagði Konráð Guðmunds- son, hótelstjóri Hótel Sögu, en þar verður að öllum líkindum fundur leið- toganna tveggja. Strax og ljóst varð eftir hádegið í gær að fúndurinn yrði í Reykjavík stoppuðu ekki símar hótelsins og telexið var á fullri ferð. „Það eru þegar öll 162 herbergi hót- elsins orðin fullbókuð vegna þessa. Við höfum ekki við að taka við fyrir- spumum," sagði Konráð. - En hvemig er hótelið í stakk búið til að halda þennan fúnd? „Mjög vel. Hér höfum við marga fundarsali og hér er allt til alls, svo ég held að það ætti ekki að væsa um þá hér.“ - Hvað með öryggisgæslu? „Þetta á allt eftir að koma í ljós. Hins vegar gerir staðsetning hótelsins, það er að segja hversu það stendur eitt og sér, það að verkum að öll örygg- isgæsla ætti að verða auðveldari. Annars á þetta allt eftir að koma í ljós,“ sagði Konráð Guðmundsson. Hótel Saga var reyndar ekki eina hótelið í Reykjavík þar sem símar vom rauðglóandi vegna fundar leið: toganna. Strax síðdegis í gær vom nánast öll hótel í Reykjavík og ná- grenni orðin sneisafull því að búist er við hátt í tvö þúsund manns til Reykjavíkur vegna þessa. -KÞ ★ 828, 206 kæliskápur, Electrolux. ★ KE-282-124 Gaggenau helluborð ★ CF-6484 Electrolux, fullkomin eldavél, í drapplit. ★ CF-6484 Electrolux eldavél, í rauðu. ★ R-281 klukkuborð fyrir Electrolux eldavélar. ★ CF-6472 Electrolux blásturs-eldavél í drapplit. ★ CK-260 Electrolux vifta fyrir útblástur. ★ TC-550 150 ltr. frystikista Electrolux. ★ NF-3244 tveggja hæða Electrolux örbylgjuofn. ★ N-15 Electrolux hrærivél. □ © □ Bon .•oQQ.QQQQ Einnig mikið úrval af lítið útlitsgölluðum kæli- og frystiskápum á niðursettu verði. Bjóðum 10% útborgun í öllum húsgögnum, sjónvörpum, vídeótækj- um og einnig í heimilistækjum. Vörumarkaöurinn hf. v M iiJ Eiöistorgi 11 -sími 622200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.