Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Greinargerð Ragnars Kjartanssonar í Hafskipsmálinu:
Yfirheyrslur í nokkrar
mínútur fyrstu 2 vikumar
Ragnar Kjartansson kynnti greinargerð sína á fundi með fyrrverandi stjórn á Hótei Esju í gær. DV-mynd GVA
Ragnsir Kjartansson, íyrrum for-
stjóri Hafskips, hefur sent fyrrverandi
stjóm og hluthöfum Hafskips greinar-
gerð vegna rannsóknarinnar á „Haf-
skipsmálinu". Greinargerðin skiptist
niður í þrjó meginkafla: aðdraganda
málsins. rannsóknina sjálfa og þær
sakargiftir sem rannsakaðar voru.
Síðastneftidi hlutinn er nær helmingur
greinargerðarinnar og íjallar Ragnar
þar ítarlega um sakargiftimar í níu
tölusettum liðum.
í umíjöllun sinni um rannsókn
skiptaréttar, sem var aðdragandi
rannsóknar RLR, segir Ragnar m.a.:
„Ég tel að í málsmeðferð skiptaréttar
hafi orðið mjög alvarleg mistök, sem
leiddu af sér önnur enn alvarlegri.
Mun ég leiða rök að því.“
í framhaldi af þessum orðum segir
Ragnar að rannsókn skiptaréttarins
og starfsmanna hans hafi mjög mótast
af neikvæðri umfjöllun ijölmiðla,
skýrslutökur hafi verið yfirborðs-
kenndar og segir Ragnar að þannig
hafi hann aðeins gefið eina inngangs-
skýrslu fyTÍr skiptarétti, auk stuttrar
skýrslu um tvo minni háttar máls-
þætti.
Peningamarkaöur
VEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur óbundnar 8-9 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb
6 mán. uppsögn 9,5-13.5 Vb
12mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað i 3-6 mán. 8-13 Ab
Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab
Ávisanareikningar 3-7 Ab
Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innlán verðttyggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 2.9-3.5 Lb
Innlán með sérkjörum 8-16
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 6-7 Ab
Sterlingspund 8,75-10,5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab
Danskar krónur 7-9 Ib
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kgeog 19.5
Almenn skuldabréf (2) 15,5 Allir
Viðskiptaskuldabréf (1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.25 Allir
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 4 Allir
Til lengri tima 5 Allir
Útlán til framleiðslu
ísl. krónur 15
SDR 7.75
Bandarikjadalur 7.5
Sterlingspund 11,25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskírteini
3ja ára 7
4raára 8.5
6ára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16
Gengistryggð(5 ár) 8.5
Almenn verðbréf 12-16
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
vlsrröujR
Lánskjaravisitala 1486 stig
Byggingavisitala 274.53 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1. júli
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs:
Eimskip 200 kr.
Flugleiðir 140 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er
miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
flestum bönkum og stærri sparisjóðum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán. Skammstafanir:
Ab=Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar-
bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb =
Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn,
Úb=Útvegsbankinn, Vb=Verslunar-
bankinn, Sp = Sparisjóðimír.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.
„Framkvæmdastjóri markaðssviðs
Hafckips hf. var t.d. aldrei kallaður til
skýrslugjafar, né nokkur starfemanna
hans, þrótt fyrir veigamikinn málatil-
búnað endurskoðenda þrotabúsins um
gróft misferli varðandi afslætti og
fleira. Hefðu þau mál verið könnuð á
frumstigi heíði mátt komast hjó öðrum
mistökum eins og síðar verður að vik-
ið,“ segir Ragnar.
Yfirheyrslur í nokkrar mínútur
í umljöllun sinni um rannsóknina
sjálfa og gæsluvarðhald þeirra er
rannsóknin beindist að segir Ragnar
að fyrstu tvær vikur sínar í gæsluvarð-
haldi hafi hann aðeins verið yfirheyrð-
ur í nokkrar mínútur af rannsóknar-
fulltrúum. „Er slík meðferð í andstöðu
við mannréttindasáttmála sem ísland
á aðild að...,“ segir hann.
Hvað gæsluvarðhaldið sjálft varðar
segir Ragnar að Rannsóknarlögreglu
ríkisins sé það til málsbóta að hún
byggði kröfuna um gæsluvarðhald á
reyfarakenndri skýrslu skiptaróðenda.
„Það afsakar embættið hins vegar
ekki þegar það fór fram ó framleng-
ingu gæsluvarðhalds tveggja okkar
um hálfan mánuð, þann 11. júní, eftir
að embættinu mátti vera orðið, eða
var orðið, ljóst að málatilbúnaður
skiptaréttarins réttlætti ekki ofbeldis-
verknaðinn...“
Ragnar segir að til marks um fárán-
leika þessarar kröfu megi nefna að
mjög fáar og veigalitlar skýrslutökur
fóru fram á milli 11. og 18. júní er
Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúr-
skurðinn úr gildi. Eftir þann tíma þar
til rannsókn lauk í september segir
Ragnar að hann hafi aðeins verið
kvaddur til skýrslutöku í samtals um
3 klukkustundir.
í framhaldi af þessum kafla segir
Ragnar svo orðrétt: „Það er staðreynd
að í annað skiptið ó innan við 10 órum
hefur átt sér stað gróft réttarfars-
hneyksli. Þessu móli svipar að því leyti
til Geirfinnsmálsins að menn eru að
ástæðulausu sviptir frelsi sínu í skjóli
embættisathafha sem virðast byggjast
á fjölmiðlahræðslu og almenningsáliti,
svo ekki sé leitað dýpri skýringa að
svo stöddu.
Menn skyldu hugleiða hvaða refe-
ingu þeir hlutu sem sviptu saklausa
menn þá frelsi mánuðum saman og
hvaða refeingu þeir hlutu sem ötuðu
þessa menn og aðra menn auri á með-
an á gæsluvarðhaldi þeirra stóð.
Refeing þessara aðila var engin."
Enginn var vísvitandi blekktur
né neinu stolið
I greinargerð Ragnars undir kaíla-
heitinu „Sakargiftir" segir hann að
meint brot byggist ó skýrslu skiptaráð-
enda og endurskoðenda þrotabús
Hafekips hf„ Endurskoðunarmið-
stöðvarinnar N. Mancher hf. Hann
fjallar síðan um einstaka þætti þeirra
og skýrir eins og þeir koma fram i
bréfi ríkissaksóknara til RLR. Hafi
hann reynt að afla sér upplýsinga þar
sem á hafi skort og á grundvelli þess
leyfir hann sér að fullyrða að enginn
hafi verið vísvitandi blekktur né neinu
stolið.
Of langt mál væri að tíunda allar
þær sakargiftir sem Ragnar fjallar um
í greinargerð sinni en drepið skal á
þá helstu. Hvað varðar meinta tvö-
falda skýrslugerð annars vegar fyrir
forráðamenn félagsins og hins vegar
fyrir Útvegsbanka Islands segir Ragn-
ar að þessi sakargift sé að því er best
verði séð byggð á einu yfirliti vegna
reksturs félagsins fyrstu 8 mánuði árs-
ins 1984. Skakki um 19 milljónum á
rekstramiðurstöðu þess og 8 mánaða
uppgjöri sem ló fyrir um miðjan októb-
er, eða rúmum 3% af veltu tímabilsins.
„Skömmu eftir það uppgjör, í miðju
BSRB-verkfalli, þótti orðið ljóst að
rekstrartap yrði umtalsvert á árinu
og var ekki á þeim upplýsingum legið.
Þótt kostnaðarauki að upphæð um 10
milljónir kæmi í ljós eftir að 8 mánaða
uppgjöri lauk þótti ekki ástæða til að
endurtaka það enda getur ónákvæmni
gætt í óendurskoðuðum milliuppgjör-
um sem árituð eru með fyrirvörum um
hugsanlega annmarka."
Ragnar segir ennfremur um þetta
atriði að þótt ráða megi af þessu yfir-
liti að það hafi ekki verið gert fyrr en
seint í nóvember hafi bankinn fengið
stöðugar upplýsingar sem endranær
um afkomu og afkomuhorfur félagsins
á þessu erfiða tímabili. Engu var leynt.
Hvað meintar rangar bókhaldsfærsl-
ur, tengdar Atlantshafesiglingum, í
ársuppgjöri 1984 varðar segir Ragnar
að það mál fjalli um tvö meginatriði.
Annars vegar voru færðar uppsafhað-
ar áætlaðar tekjur á árið 1984, samtals
15,9 milljónir, vegna uppsöfnunar
vamings í öllum höfnum, og hins veg-
ar áætlaður kostnaður, samtals 23,5
milljónir króna, sem talið var eðlilegt
að mætti tilheyra tekjuöflun ársins
1985. Tengdist þessi kostnaður m.a.
undirbúningi svokallaðrar Skandin-
avíulínu Atlantshafesiglinganna.
„Þær upphæðir, sem hér um ræðir,
samtals 39,4 milljónir króna, samsvara
um 6 daga meðalveltu á árinu 1985
og hafa þeir aðilar, sem undirbjuggu
þessa uppgjörsliði og forsendur þeirra,
allir haldið því fram við mig að hún
sé fyllilega réttlætanleg og standist
faglegt mat.“
Hlaupareikningar í vörslu
forráðamanna Hafskips
Hvað varðar ætluð brot, tengd
hlaupareikningum i vörslu forráða-
manna Hafskips, segir Ragnar: „Mikl-
ar upphrópanir hafa einkennt
umfjöllun fjölmiðla um þessa reikn-
inga. Þeir hafa verið kallaðir „leyni-
reikningar" eða „huldureikningar" og
því heíur verið haldið fram að um þó
hafi farið illa fengið fé.
Þetta er alrangt. Þessir reikningar
í Útvegsbankanum voru allan tímann
til staðar í bökhaldi félagsins og fyrir
þeim og notkun þeirra voru skýrar
heimildir. Sá hluti skýrslu endurskoð-
enda þrotabúsins, N. Mancher hf„ sem
fjallaði um hlaupareikning í minni
vörslu, kom mér, lögmanni mínum og
rannsóknarfulltrúum á óvart vegna
hroðvirknislegra vinnubragða, að því
er virtist til að gefa ranga mynd. Var
óneitanlega kostulegt að þurfa að eyða
nokkrum tíma í gæsluvarðhaldi við
almenn bókhaldsstörf, svo sem sund-
urliðun fylgiskjala o.þ.h., til að finna
út úr flækju endurskoðenda og rang-
færslum.“
Bifreiðakaup
I umfjöllun sinni um ætluð brot,
tengd bifreiðakaupum forsvarsmanna
Hafekips, fjallar Ragnar ítarlega um
bifreiðakaup Póls Braga Kristjónsson-
ar. Hann segir að í skýrslu endurskoð-
enda þrotabúsins hafi verið vakin
athygli á því að Páll Bragi hafi keypt
notaða bifreið frá Þýskalandi og vísað
til skattskýrslu hans. Þessari athuga-
semd fylgdu órökstuddar bollalegging-
ar um misferli, tengt veitingu afeláttar.
Þannig hafi málið farið ókannað inn
í skýrslu skiptaráðenda og rakið sig
áfram inn í rannsókn RLR, kröfu um
gæsluvarðhald og staðfestingu þess án
þess að Páll Bragi væri inntur skýr-
inga eða málið lagt fyrir hann. Það
hafi verið fyrst í lok gæsluvarðhalds-
vistar Páls Braga að í ljós hafi komið
að grunsemdir þessar byggðust algjör-
lega á órökstuddum bollaleggingum.
„... engin skjalleg sönnunargögn
studdu þær og auk þess höfðu rann-
sóknaraðilar látið undir höfuð leggjast
að afla gagna sem fyrir lágu og afeönn-
uðu algjörlega grunsemdir þessar.
Er talið að framangreindur málatil-
búningur hafi vegið þungt við þá
ákvarðanatöku að hneppa hann í
gæsluvarðhald."
Afslættir og eftirgjöf
flutningsgjalda
í umfjöllun sinni um ætluð brot sem
tengjast veitingu afeláttar og eftirgjöf
flutningsgjalda fjallar Ragnar um mál
Bláskóga hf„ enda ótti forstjóri Haf-
skips hf. hlut í þvi og ættingi Ragnars
veitti því forstöðu. Var því til skoðun-
ar hvort því hefði verið hyglað.
Hvað Bláskóga varðar segir Ragnar
að í ljós hafi komið að fyrirtækið naut
10-15% lakari kjara hjá Hafekipi en
sambærileg fyrirtæki í sömu grein og
15-20% lakari en Bláskógar fengu hjá
Eimskip í kjölfar gjaldþrots. Einnig
var hluta skuldar Bláskóga breytt í
skuldabréf til nokkurs tíma eins og
iðulega er gert í þessum rekstri. Segir
Ragnar að furðu gegni að endurskoð-
endur þrotabúsins skyldu ekki vanda
betur til málatilbúnaðar, t.d. ætti þeim
að hsifa verið í lófa lagið að gera sam-
anburð á samningum.
í lok þessa kafla greinargerðarinnar
segir Ragnar: „Mér er hins vegar ekki
kunnugt um að ítarleg rannsókn á
viðskiptakjörum, t.d. fyrirtækja fyrr-
um stjómarmanna, hafi leitt neina
óeðlilega mismunun í ljós og þaðan
af síður glæpsamlegar athafhir.
Skyldu menn í því sambandi minnast
fullyrðinga fjölmiðla og ekki síður til-
tekinna alþingismanna í skjóli þing-
helgi.“
Viðskiptin við Reykviska
endurtryggingu
Ragnar segir að Reykvísk endur-
trygging sé fyrirtæki sem að ósekju
hafi orðið fyrir barðinu á umfjöllun
og málatilbúnaði vegna Hafekipsmáls-
ins. Fyrirtækið hafði 5 af 32 trygging-
arsamningum Hafekips hf. og fékk
engar veigameiri tryggingar nema í
gegnum umtalsverðar lækkanir á ið-
gjöldum.
Ragnar segir að fyrirtækið hafi spar-
að Hafekipi tugi milljóna með hag-
stæðum samningum. Hann segir að
reynt hafi verið að gera „þóknun" til
Reykvískrar endurtryggingar tor-
tryggilega og bent á að slíkt orðalag
tíðkist ekki hjá öðrum íslenskum
tryggingafélögum. „Og hvað með það?
Það voru ekki önnur íslensk trygg-
ingafélög sem spöruðu Hafekipi hf.
tugi milljóna í þessum efnum...“
Trúir á íslenskt réttarfar
I niðurlagi greinargerðar sinnar seg-
ir Ragnar m.a.: „Ég hef þó þá trú á
íslensku réttarfari að það muni að lok-
um tryggja sanngjama niðurstöðu. Ég
vil einnig leitast við að trúa að mistök
í málsmeðferð í upphafi hjá skiptarétti
og N. Mancher hf. hafi verið raun-
veruleg mistök. Hvemig svo sem því
víkur við þá mun ég berjast svo lengi
sem þarf til þess að leiða sannleikann
í ljós.“ -FRI