Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. 13 Sum mál sofna í keifinu Á undanfbmum árum hefur víðast hvar á Vesturlöndum verið leitast við að auðvelda og hraða meðferð einfaldra innheimtumála. Sú laga- setning, sem hefur átt sér stað í þeim efnum og önnur svipaðs eðlis, kemur aðallega þeim til góða sem stunda einhverja atvinnustarísemi. Smámáladómstóll er sjálfsögð krafa neytenda í kjölfar aukins neytendastarfs og ríkari neytendavitundar á síðari árum hefur athyglin beinst í auknum mæli að því hvemig einstaklingar geti á sem auðveldastan hátt náð rétti sínum. Hefur mönnum fundist að venjuleg dómstólameðferð væri of seinfarin og kostnaðarsöm, sérs- taklega varðandi mál um lágar fjárhæðir. Þessi mál em þó iðulega ekki jafnauðveld úrlausnar og þau innheimtumál sem ég talaði um. Einstaklinginn getur hins vegar skipt miklu máli að eiga möguleika á því að fá úrlausn slíkra mála án allt of mikils kostnaðar. Það skiptir líka máli í þessu efni að seljendur vöm og þjónustu viti af því að neyt- endur eigi þess kost að fá úrlausn mála með ódýrum og skjótvirkum hætti. Slíkt veitir nauðsynlegt að- hald, skapar aukið jafnræði á markaðnum og getur skapað for- dæmi um það hvað séu góðir versl- unarhættir og þjónusta. Löggjöf í öðrum löndum I ýmsum löndum hafa verið lög- festar reglur sem heimila einfaldari og ódýrari meðferð einkamála en almennt gildir. í því sambandi má benda á Bandaríkin, Bretland og Svíþjóð. í Bandaríkjunum hefúr þessi skipan mála verið við lýði í sumum ríkjum allt frá árinu 1912, KjaUaiinn Jón Magnússon varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins en lög um þessi efrii voru sett í Bret- landi árið 1973 og í Svíþjóð árið 1974. Einkenni þessara svokölluðu minni háttar einkamála eru þau að einung- is er heimiluð einfaldari málsmeð- ferð fyrir dómstólum þegar kröfufjárhæð er undir ákveðinni hámarksfjárhæð. í Bandaríkjunum er miðað við 1000 dollara, í Bret- landi 2000 pund og í Svíþjóð sænskar kr. 10.400. Markmið slíkrar laga- setningar í umræddum löndum er að tryggja það að fólk geti náð rétti sínum án þess að þurfa að leggja i meiri háttar kostnað og þurfi að bíða eftir úrslitum máls í óhæfilega lang- an tíma. Þá er og annað einkenni þessara mála í umræddum löndum að ekki er dæmdur annar málskostn- aður en sá sem nemur ferðakostnaði viðkomandi og kostnaði við endurrit og birtingu dóms. Samþykkt Alþingis Á Alþingi 1976-1977 var lögð fram og samþykkt þingsályktunartillaga um fljótvirkari og ódýrari meðferð minni háttar mála fyrir héraðs- dómstólum svohljóðandi: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjóm að hún láti nú þegar semja frumvarp til breytinga á lögum og geri aðrar ráðstafanir til undirbúnings því að komið verði á fljótvirkari og ódýrari meðferð minni háttar mála fyrir hér- aðsdómstólum. M.a. geti dómari ákveðið að mál, sem höfðuð em af viðskiptavini verslunar eða þjón- ustufyrirtækis vegna viðskipta við fyrirtækið, hljóti skjótari og ódýrari afyreiðslu en nú tíðkast." I greinargerð með tillögunni sagði: „I neysluþjóðfélagi eins og því ís- lenska fer ekki hjá því að upp komi fleiri eða færri deilumál, m.a. milli neytenda og þeirra sem selja vörur og þjónustu. Mörg þessara mála snú- „Eðlilegt væri að Alþingi bæri þá virðingu fyrir störfum sínum að það kallaði viðkom- andi ráðherra til ábyrgðar fyrir slík vinnubrögð.“ „í raun fæ ég ekki séð annaö en Jón Helgason hafi ekki staðið við þau fyrirheit sem hann gaf á Alþingi i april 1984, sem svar við fyrirspum minni.“ ast ekki hvert um sig um miklar upphæðir og verður það óhjákvæmi- lega til þess að neytendum þykir ekki borga sig að eyða tima og fé fyrir dómstólum. Á þennan hátt fer forgörðum heilbrigt aðhald sem verslunarstéttunum er nauðsyn- legt.“ Fyrirheit ráðherra - orðin tóm Þessi þingsályktunartillaga, um meðferð minni háttar mála, var sam- þykkt á Alþingi fyrir 10 árum. Fyrir 2 árum bar ég fram fyrirspum í Al- þingi um hvað liði undirbúningi og setningu laga um meðferð minni háttar einkamála fyrir hérðasdómi. Jón Helgason dómsmálaráðherra gaf þá þau fyrirheit að aðgerða væri að vænta fljótlega. Tími er afstæður eins og margt annað, en fljótlega getur tæpast tekið til árs eða ára. I raun fæ ég ekki séð annað en Jón Helgason hafi ekki staðið við þau fyrirheit sem hann gaf á Alþingi í apríl 1984, sem svar við fyrirspum minni. Oft hefur verið á það bent að lög- gjöf um neytendamál væri rýrari að vöxtum og gæðum hér en víðast í okkar heimshluta. Slíkt er ekki að undra þegar jafnsjálfsagt mál og hér um ræðir sofhar í kerfinu í áratug þrátt fyrir skýlausa viljayfirlýsingu Alþingis. Eðlilegt væri að Álþingi bæri þá virðingu fyrir störfum sínum að það kallaði viðkomandi ráðherra til ábyrgðar fyrir slík vinnubrögð. En það hefur ekki gerst m.a. vegna þess að skilningur alþingismanna á gildi neytendastarfs og neytenda- réttar er jafiirýr og sú löggjöf sem við búum við í þeim efnum. Jón Magnússon Nýr Irfsstfll - betra þjóðfélag „Lægstu launin eru alltof lág, t.d. eru laun uppeldis- og heilbrigöisstétta til skammar fyrir þjóðfélag okkar. Getur það staðist að allt að 200 þús. kr. munur sé á mánaðarlaunum fólks með jafnlanga skólagöngu?" Hvað er hægt að gera til þess að bæta andlega og líkamlega velferð fólks í nútíma þjóðfélagi? Þessi spuming kann að hljóma einkennilega í velferðarþjóðfélagi okkar Islendinga. Hún á þó fullan rétt á sér þegar betur er að gáð. Það er staðreynd að 11% þjóðartekna okkar fara í kostnað við heilbrigðis- þjónustu eða 4.811.675.000 kr. á þessu ári. Fyllsta ástæða er til að spyrja hvort ekki megi lækka þennan kostnað með ýmiss konar fyrirbyggj- andi starfi. Hvað gerum við t.d. til þess að viðhalda heilsu okkar? Hvað borðum við? Hvaða líkamsrækt stundum við? Og svo mætti lengi telja. Er ekki kominn tími til að við mótum okkur lífsstíl sem er í takt við þær breytingar sem orðið hafa og em að verða á þjóðfélaginu. Breytt þjóðfélag Þjóðfélagsgerðin hefur breyst mjög á síðustu áratugum. Vinnutími hefur styst, íjölskyldan minnkað, velmegun og fritími aukist. Tækni og hraði setja svip sinn á nútímann og ísland er komið í þjóðbraut menn- ingar og viðskipta. Þessi breyting hefúr verið svo hröð að okkur hefur að mörgu leyti ekki enn tekist að átta okkur á henni og aðlaga okkur þessum breyttu aðstæðum. Ef til vill er skýrasta dæmið um þetta hvemig aðstaða fjölskyld- unnar hefur breyst. Fjölskyldan hefúr minnkað, fæðingar em nú 30% færri en 1960 og horfur á að þeim muni enn fækka á næstu árum. Fjölskylduformið hefúr breyst, m.a. er algengt að báðir foreldrar vinni utan heimilis og að fólk búi eitt. Þjóðfélagið ætlast til að báðir foreldrar vinni utan heimihs en býð- ur ekki nægja þjónustu á móti fyrir alla. Skortur er á dagvistunarrými og samfelldur skóladagur er ekki í augsýn fyrir grunnskólaböm. Margt bendir til þess að framundan séu meiri breytingar en við höfum áður KjaBarinn fóstra, formaður Landssambands framsóknarkvenna þekkt. Þjóðfélag okkar er að breyt- ast úr framleiðslu- og þjónustuþjóð- félagi yfir í upplýsingaþjóðfelag. Engu að síður er ljóst að landbúnað- ur og sjávarútvegur em og verða undirstöðuatvinnuvegir sem iðnað- ur og þjónusta byggist á. Nokkur grundvallaratriði Mikilvægt er að við missum ekki sjónar á hinu mannlega í þessu umróti breytinga. Umræða um velferð fólks, andlega og líkamlega, hefur verið allt of lít- il, sérstaklega hefur stjómmálaum- ræðan mjög lítið beinst að þessum þáttum. Ákveðin grundvallaratriði þurfa að vera fyrir hendi svo að fólk geti breytt lífsstíl sínum til hins betra. Þar skipta stjómmálastefnur miklu. Það þarf að vera næg vinna og launakjörin þarf að jafna. Lægstu launin em allt of lág, t.d. em laun uppeldis- og heilbrigðisstétta til skammar fyrir þjóðfélag okkar. Get- ur það staðist að allt að 200 þús. kr. munur sé á mánaðarlaunum fólks með jafnlanga skólagöngu? Þessi launamismunur hefur allt of lengi viðgengist, honum verður að breyta. Það þarf að tryggja fólki sem jafn- astan rétt til lífeyris. Það gengur ekki lengur að þeir sem vinna hjá ríki og bæ séu þeir einu sem njóta fullverðtryggs lífeyris. Það þarf að samræma reglur lífeyr- issjóðanna þannig að allir hafi verðtryggðan lífeyri. Og að sjálf- sögðu ber að stefna að því að stofna einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn þar sem allir sitja við sama borð án tillits til þess hver vinnuveitandinn er. Það þarf að gera öllum kleift að eignast húsnæði. Með nýjum lána- reglum húsnæðismálastjómar hefur loksins verið stigið spor í rétta átt í þeim efnum. Nú ætti flestum að verða mögulegt að eignast eigið hús- næði án þess að þurfa að fóma sínum bestu árum í þrotlaust strit. Með leiðbeiningarþjónustu fyrir hús- byggjendur má koma í veg fyrir að fólk reisi sér hurðarás um öxl í þess- um efnum eins og alltof algengt hefur verið á undanfömum árum. Neyslustefna Það sem ég hef að framan talið em meginforsendur þess að við getum lifað góðu lífi og þar með helgað okkur betri lífsmáta - nýjum lífsstíl. En hefúr fólk almennt áhuga og skilning á nauðsyn þess að lifa heil- brigðara lífi og tileinka sér nýjan lífsstíl? Ég tel að skilningur á þessu sé mjög vaxandi, fleiri em famir að velta því fyrir sér hvað hægt sé að gera til þess að bæta andlega og lík- amlega velferð fólks. Ég tel að hollt mataræði, andleg ró, þjálfún líkamans, hóflegt vinnuá- lag, ásamt staðgóðri menntun sé besta heilsuvemdin og ömgg leið til þess að einstaklingurinn fái notið sín. Það þarf að hvetja fólk til já- kvæðra lífsviðhorfa og til þátttöku í fjölbreyttu þjóðlífi, s.s. íþróttum, lista- og menningarstarfi. Einstaklingurinn þarf að finna það að hann beri ábyrgð á sjálfum sér og getur fengið miklu áorkað með breyttu hugarfari og betri lífemáta. Á þessu sviði getur ríkisvaldið haft mjög mikilvæga forystu. I Nor- egi t.d. hefúr verið mörkuð opinber neyslustefna og ríkisvaldið leggur fram fjármuni til að hafa áhrif á hollt mataræði og hvetur til al- mennrar heilsuræktar. Það er tímabært að við íslendingar mótum okkur slíka neyslustefnu. Markviss fræösla Hingað til hefúr lítið borið á að- gerðum stjómvalda á þessu sviði. Þó ber að geta þess að núverandi ríkisstjóm hefur sýnt viðleitni í þessa átt, m.a. með því að taka upp sérstaka niðurgreiðslu á mjólk til skólabama, með lækkun tolla á inn- flutt grænmeti og með breytingu á reglum um kjötmat sem miða að því að draga úr fitu á dilkakjöti. Þess ber þó að gæta að boð og bönn em ekki lausnin í þessu efiii heldur markviss fiæðsla og jákvæð stefhu- mörkun stjómvalda. Unnur Stefánsdóttir „Umræða um velferð fólks, andlega og lík- amlega, hefur verið alltof lítil, sérstaklega hefur stjómmálaumræðan mjög lítið beinst að þessum þáttum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.