Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. 5 Fréttir baráttan um stóla. Svipurinn ó þessu er því heldur átakanlegur." Kratarnir kátir Eftir því sem næst verður komist ríkir fögnuður meðal alþýðuflokks- manna með þessa ókvörðun BJ. Kjartan Jóhannsson, Alþýðuflokki, er mjög ánægður með þetta. Ég tel feng að fó þessa menn til starfa innan flokksins. Ég hef lengi talið að það væri bara tímaspursmál hvenær þessir aðilar sameinuðust," segir Kjartan. I sama streng tekur Karl Steinar Guðnason, Alþýðuflokki. „Þetta leggst vel í mig og þetta hefur raunar staðið til lengi,“ segir Karl Steinar og bætir við að hann hafi ekki orðið var við andstöðu innan Alþýðuflokksins við þessa ákvörðun BJ. Hins vegar hafi þeir sem áður voru í BJ verið að rífa kjaft. Sorglegt „Mér finnst þetta vera sorglegt. Bandalag jafnaðarmanna er eini flokkurinn sem ég hef fundið sam- kennd með og það er öruggt að ég mun ekki ganga í Alþýðuflokkinn. Mínar skoðanir eiga líklega mesta samleið með Kvennalistanum," segir Jónína Leósdóttir, varaþingmaður Bandalags jafiiaðarmanna. Hún úti- lokar ekki að hún muni sitja á þingi sem varaþingmaður, ef til þess kæmi, en mun hins vegar ekki láta sjá sig á þingflokksfundi Alþýðuflokksins. Jónína var ekki boðuð ó hinn sögu- lega fund í fyrrakvöld. Það var heldur ekki Kristófer Már Kristinsson, annar varaþingmaður Bandalagsins. „Ég er nú í fyrsta lagi þeirrar skoðunar að Bandalag jafhaðarmanna hafi verið lagt niður fyrir ári, þegar landsfundur- inn var haldinn. Mér finnst í raun allt í lagi að þetta fólk gangi í Alþýðu- flokkinn. Ég fer hins vegar ekki þangað. Ég hef aldrei verið í þeim flokki og ætla mér ekki í hann. Það eru margir aðrir flokkar sem koma til greina ó undan Alþýðuflokknum. Ég myndi fyrst íhuga alvarlega að fara í Flokk mannsins," segir Kristófer Már. Hann segir að BJ hefði átt að gang- ast undir dóm kjósenda og fá ótvírætt úr þvi skorið hvert fylgi flokksins væri. „Ég lagði reyndar til fyrir ári að BJ gengi í Alþýðuflokkinn. Þá var það pólitískt sterkt en nú sé ég ekki hver er að bjarga hverjum." Besti brandari Þetta er besti brandari sem ég hef heyrt, sagði Valgerður Bjamadóttir þegar DV spurði hana í nóvember í fyrra hvort til greina kæmi að BJ og Alþýðuflokkurinn byðu sameiginlega „Upplausnarástand“ á Keflavíkuifliigvelli? „Samskiptaörðug- leikar sjaldan verlð meiri“ - snögg yfirniannaskipti hjá vamariiðinu fram í borgarstjómarkosningunum í Reykjavík. Hún segir að núverandi þingflokkur hafi farið út ó allt aðrar brautir en hún hefði kosið. Og hún bætir við: „Ef þessir menn vilja vera í sama pólitíska leiknum og stundaður er af kerfisflokkunum eiga þeir auðvit- að að vera í einhverjum þeirra.“ Þú bætir ekki Frankenstein Hér hefur aðeins verið drepið ó stuttan og litríkan feril Bandalags jafhaðarmanna. Af mörgu er að taka og hreint ótrúlegt hvað félagar og þingmenn hafa látið frá sér fara á þess- um stutta tíma. Það var engan bilbug að finna á nýkjömum formanni flokksins eftir fámennan landsfund sem haldinn var í desember á síðasta ári. Þá sagði Guðmundur Einarsson við DV. „Við ætlum ekki að klastra í sprungumar í kringum okkur. Eins og Desmond Tutu biskup sagði: „Þú bætir ekki Frankenstein, þú eyðileggur hann.“ „Við viljum ekki bæta kerfið, við vilj- um brjóta það. Það verður að gera róttækar breytingar ó þjóðfélaginu til að uppræta siðspillinguna og ábyrgð- arleysið. Ég held, ég er alveg viss, ég veit að BJ á erindi.“ Svo mörg vom þau orð. Nú er ekki lengur til BJ en kjósendur bíða spenntir eftir því hvemig Guðmundi muni takast að eyðileggja Frankenstein. „Það er voðalegt ástand héma á Keflavíkurflugvelli. Samskiptaörð- ugleikar Islendinga við vamarliðs- menn hafa sjaldan verið meiri, reyndar má tala um upplausnar- ástand," sögðu íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli í samtölum við DV. Starfsmennimir vildu ekki láta nafns síns getið í þessu sambandi af ótta við uppsagnir. „Bandarískir yfirmenn héma hta á íslendinga sem einhverja skrælingja. Virðingarstig- inn er þannig að efst trónir herra- þjóðin, Bandaríkjamenn, svo koma Filippseyingar og neðstir em íslend- ingar. Þetta er ekkert betra en ó nýlendutíma Dana." Snögg yfirmannaskipti hafa orðið hjá vamarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Ed Anderson aðmfráll, sem hefur starfað sem yfixmaður á Kefla- víkurflugvelli firá því í febrúar 1985, er á förum af landi brott 10. október næstkomandi. Starfstími hans átti hins vegar ekki að renna út fyrr en í mars á næsta ári. Við tekur Eric A. McVadon sem gegndi óbyrgðar- stöðu hjá vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli 1982-84. Hann talar íslensku og samkvæmt heimildum DV kemur hann til starfa vegna sér- stakra óska íslenskra yfirvalda. -EIR TIAMCJeep AMCJeep TIAMCJeep ri AMC Jeep ri AMC Jeep ri AMC Cherokee Wagoneer bíll ársins 1984 Bíll hinna vandlátu Nú aftur bíll ársins sem Comance 1986 Með nýja öfluga sparneytna 6 cyl. I vél Ný léttbyggð, háþróuð 4,0 L 6 cyl. vél, byggð á áraraða reynslu hinnar frábæru AMC línu vélar. n AMC Jeep Aðaismerki Söluumboð Akureyri Þórshamar hf. s. 22700 4x4 EGILL VILHJÁLMSSON HF, Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395 HAPPDRÆITI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.