Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÖBER 1986. Fréttir Flokkurinn sem féll í skoðanakönnun Jóhanna Sigurðardóttir kemur með blóm á landsfund BJ 1984 og bónorð frá Jóni Baldvini upp á vasann. Sögu Bandalags jafnaðarmanna lauk í fymnótt. Þá var tekin örlagarík ákvörðun um að leggja það niður og stofha nýtt félag, Félag frjáLslyndra jafnaðarmanna. Undir þessu flaggi ætla síðan liðsmenn hins látna BJ að ganga í Alþýðuflokkinn. Reyndar er óljóst hversu margir þeir eru því und- anfarin misseri hefur hver meðlimur- inn á fætur öðrum sagt sig úr Bandalaginu. Á þessum sama tíma hefur fylgi þess minnkað jafrit og þétt. Það er því ekki ólíklegt að hrollur hafi farið um þingmenn BJ þegar nið- urstöður skoðanakönnunar DV birt- ust fyrir skömmu. I henni fór fylgi BJ niður úr öllu valdi eða í 1,2 prósent. Til samanburðar fékk BJ 7,3 prósent fylgi í kosningunum 1983 og fjóra þingmenn kjöma. Áhlaupið mistókst í yfirlýsingu, sem samþykkt var ein- róma á næturfundinum, er gefin skýring á þessari kúvendingu Banda- lagsins: „... Bandalaginu hefúr ekki tekist það áhlaup sem stefht var að með stofnun þess og framboði í Al- þingiskosningunum 1983. Við búum enn við miðstýrt stjómkerfi, skipu- lags- og forsjárhyggju. Að þessu leyti hefur Bandalagið ekki reynst nógu öflugt til framdráttar róttækri og frjálslyndri hugmyndafræði. Þetta gerir enginn sér betur ljóst en það fólk sem að Bandalaginu stendur. Stjómmálahreyfingar em ekki markmið í sjálfu sér, heldur aðferð til að koma skoðunum í framkvæmd. Það er mikilvægt að menn hafi kjark og hugrekki til að breyta aðferðum sínum ef til em nýjar og betri. Þetta kann að vera sársaukafullt en það er heil- brigðu stjómmálalífi nauðsynlegt. Á undanfömum árum hefur Al- þýðuflokkurinn tekið miklum stakka- skiptum. Áherslur hans í stjómmálum em nútímalegri og fijálslyndari en áður. í sveitarstjómarkosningunum sl. vor staðfesti Alþýðuflokkurinn að hann hefur möguleika og vilja til að beita sér fyrir róttækum breytingum í íslenskum stjómmálum. Því hefur nú myndast grundvöllur fyrir samvinnu þessara tveggja stjómmálahreyfinga. Þess vegna ákveða þeir sem gegna trúnaðarstörfum á vegum Bandalags jafhaðarmanna nú að segja af sér þeim störfum. Þess í stað hafa einstaklingar úr röðum þess myndað með sér Félag frjálslyndra jafnaðarmanna sem geng- ur til liðs við Alþýðuflokkinn á næstu dögum. Þar munu þeir vinna að fram- gangi stjómmálaskoðana sinna á nýjum vettvangi," segir í lok yfirlýs- ingarinnar. Að sprengja íslenska flokka- kerfið Það var Vilmundur Gylfason sem stofhaði Bandalag jafhaðarmanna 15. janúar 1983. Jón Ormur Halldórsson hefur fært stjómmálasögu Vilmundar í bók. Þar segir m.a.: „Hugsun Vil- mundar var sú, að réttast væri að sprengja í sundur íslenska flokkakerf- ið. Allt frá því að hann fór að skrifa í blöð og tala svo fólk heyrði, tíu árum fyrir stofnun Bandalags jafhaðar- manna, hafði hann ráðist að íslenska flokkakerfinu sem rót stórfelldra vandræða í efnahagsmálum, spillingar í fjármálum, stöðnunar í menningar- málum og skoðanakúgunar af grófu tagi.“ Vilmundur ferðaðist um landið allt í febrúar og mars 1983. Þegar upp var staðið lágu fyrir framboð í öllum kjör- dæmum sem flestum þótti mikið afrek. f kosningunum fékk Bandalagið fjóra menn kjöma og rúmlega 7% fylgi. Langar stjómarmyndunarviðræður fóm í hönd. Um tíma var einn kostur- inn að mynda samsteypustjóm Sjálf- Fréttaljós Arnar Páll Hauksson stæðisflokks, Alþýðuflokks og Bandalags jafhaðarmanna. Vilmund- ur setti fram nokkrar kröfur, t.d. að gengið yrði að hugmyndum hans um stjómarskrárbreytingu og frjálsir samningar yrðu um kaup og einnig fískverð. Áhugi reyndist ekki nægur innan Sjálfstæðisflokks. Hins vegar munu margir innan Alþýðuflokks hafa verið áhugasamir, m.a. Kjartan Jó- hannsson en í bók Jóns Orms kemur fram að Jón Baldvin hafi ekki verið hiifinn af þessu samstarfi. í fyrmefndri bók kemur einnig fram að Vilmundur viðraði hugmyndir um að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn eftir að kosningaúrslit vom kunn. „Ein hugmynd, sem hann athugaði en viðraði tæpast, var sú að Bandalagið gengi í Alþýðuflokkinn með formleg- um hætti sem samtök innan flokksins og með fullt sjálfstæði frá stofnunum flokksins. Yrði þá ekki um sammna að ræða í venjulegum skilningi. Með þeim hætti datt Vilmundi í hug að unnt yrði að vinna að uppstokkun í flokkakerfinu með áhrifameiri hætti en þessi litli þingflokkur gat einn og sér án samtaka við aðra. Fullvíst var að flestir aðrir í Banda- laginu vom andvígir hugmyndum í þessa átt og ekki reyndi á þetta. Vil- mundi gekk síst til að ganga inn í Alþýðuflokkinn aftur, hann vildi hins vegar kanna, hvort regnhlífarskipulag Alþýðuflokksins gerði þetta fært og yki á möguleika til uppstokkunar í flokkakerfinu." Bónorðum hafnað Þessar hugmyndir Vilmundar hafa nú orðið að veruleika. En fram til síð- ustu stundar hefur öllum bónorðum frá Alþýðuflokknum verið hafnað. Frá þingbyrjun starfaði Bandalagið af miklum krafti og virtist mikill áhugi ríkja meðal félagsmanna. Síðla árs 1984 var haldinn nokkuð fjölmennur landsfundur Bandalagsins. Við setn- ingu fundarins mætti Jóhanna Sigurð- ardóttir, varaformaður Alþýðuflokks- ins, með blóm og þau skilaboð frá Jóni Baldvini að BJ væri velkomið í flokk hans. Þetta bónorð átti ekki upp á pallborðið að þessu sinni og var svar- að með skætingi. Síðan þá hefúr Jón Baldvin notað hvert tækifæri til að lokka Bandalagið til sín en án árang- urs. Á þingi hefur heldur ekki verið heitt milli þingmanna þessara flokka og ósjaldan hafa glósur flogið milli þeirra. Það blés til dæmis nokkuð köldu þegar Alþingi samþykkti Garðastrætissamkomulagið. Alþýðu- flokksmenn greiddu atkvæði með en Bandalagsmenn voru harðir á móti. Sígur á ógæfuhliðina Frá miðju ári 1985 og fram til dags- ins í dag hefur hins vegar sígið jafnt og þétt á ógæfuhliðina hjá BJ. Það væri að æra óstöðugan að tíunda það sem hefur gerst á þessum tíma. í stuttu máli má segja að þennan tíma hafi logað innan flokks deilur. Hópur, sem nefndur var andófehópurinn, klauf sig úr Bandalaginu og stofnaði Félag jafiiaðarmanna. Þessum mönnum þóttu þingmennimir vera helst til upp- teknir af málum eins og að kjósa ætti forsætisráðherra og öðrum einkamál- um Bandalagsins sem engan hljóm- grunn áttu. Inn í þessi deilumál blönduðust fleiri þrætuefni. Kristófer Már Kristinsson, formaður lands- nefndar, sagði af sér. Það sama gerði Garðar Sverrisson, starfsmaður flokksins, og einn af forvígismönnum í svokölluðum andófehópi. Einnig voru þingkonumar óánægðar með sinn hlut og töldu Stefán og Guðmund vera einráða. Það og ýmislegt annað varð til þess að Kristín S. Kvaran sagði sig úr þingflokknum. Þetta ein- ræði þeirra félaga virðist reyndar enn vera við lýði því komið hefur fram að Kolbrún Jónsdóttir vissi ekki um áætlunina að ganga í Alþýðuflokkinn fyrr en rétt áður en hinn sögulegi fúndur hófet í fyrrakvöld Samhliða þessum deilumálum, sem háð vom í fjölmiðlum, hrundi fylgi Bandalagsins og er nú komið niður í 1,2% í síðustu skoðanakönnun DV. Féllu fyrir skoðanakönnun Því hefur verið haldið fram að þessi ákvörðun BJ hafi verið tekin þegar niðurstaða úr skoðanakönnun DV var ljós. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, er einn þeirra. „Þetta er átakanleg lending miðað við glæsilegt upphaf á sínum tíma. Þetta er fyrsti flokkurinn sem fellur fyrir skoðankönnun. Hvað það snertir er flokkurinn að vinna brautryðjanda- starf,“ segir Svavar og bætir við að það séu ekki mikil tíðindi að þessir menn vilji skríða upp í hjá Jóni Bald- vini. Tilgangur Jóns er greinilega að styrkja sig innan Alþýðuflokksins og þeirra að styrkja sig sjálfa. Það em engin málefrii sem ráða ferðinni, bara í dag mælir Dagíari í gær var gefin út tilkynning um andlát Bandalags jafnaðarmanna. Þessi andlátsfregn kemur engum á óvart enda hefur Bandalagið verið í andarslitmnum nú um nokkurt skeið og ekki hugað líf. Jarðneskar leifar þess verða grafnar með form- legum hætti á flokksþingi Alþýðu- flokksins um helgina. Eftirlifandi afkomendum verður boðið húsaskjól í Alþýðuflokknum, en Jón Baldvin hefúr veríð valinn til að halda út- fararræðuna. Fer vel á því enda hefúr Jón unnið ötullega að því að koma Bandalaginu fyrir kattamef og var raunar búinn að bjóða því upp í til sín meðan lífemark var með hinum látna flokki. Nú situr hann uppi með líkið og má það einu gilda fyrir hann því hann hefði hvort sem er gefið Bandalaginu náðarhöggið fyrr eða síðar. Bandalag jafiiaðarmanna átti sér stutta ævi. Foringjamir kynntu Bandalagið sem flatan flokk sem aldrei var skilið öðmvísi en svo að þeir hefðu ekki áhuga á að rísa upp úr flatneskjunni og vildu liggja flat- ir sem lengst. Flokkar, sem ekki vilja rísa upp úr meðalmennskunni í stað þess að liggja flatir fyrir hunda og manna fótum, eiga sér ekki mikla Andlát framtíð. Annars var ýmislegt gott um Bandalagið að segja og það einna helst að þeir töldu sig vera öðmvísi en aðra stjónmálaflokka. Þeir töluðu um fjórflokkana annars vegar og Bandalag jafiiaðarmanna hins vegar og vom alltaf að hamast við að segja fólki frá því hver munurinn væri. Þennan mim gat að vísu enginn séð nema þeir sjálfir. í hugum flestra kjósenda em stjómmálaflokkar stjómmálaflokkar og Bandalag jafn- aðarmanna fékk því ekki breytt. Að sumu leyti má eiginlega segja að Bandalagið hafi verið meiri stjóm- málaflokkur en aðrir flokkar og allavega varð niðurstaðan sú að kjósendur vildu frekar kjósa stjóm- málaflokk sem sagðist vera stjóm- málaflokkur heldur en Bandalag jafnaðarmanna sem sagðist ekki vera stjómmálaflokkur en var samt stjómmálaflokkur. Það hefúr því ekki gefið góða raun að vera í póli- tík í þykjustunni eða taka þátt í henni án þess að taka þátt í henni. Þetta hafa þeir vísu menn, sem eftir sátu í þessum sérkennilega flokki, smám saman uppgötvað og þeim var greinilega farið að leiðast í pólitík, sem þeir þóttust ekki taka Bandalagsins þátt í og ennþá leiðinlegra er auðvit- að að vera í pólitík þegar enginn skilur hana eða styður. Bandalagið var rúið öllu fylgi eins og skoðana- kannanir sýndu og það verður víst enginn kosinn sem ekki hefur fylgi. Dagfari hélt um tíma að Bandalag jafriaðarmanna vildi sanna að það væri öðruvísi en aðrir flokkar með því að sitja á þingi án þess að hafa til þess fylgi. Þetta gat vel passað því talsmenn flokksins gerðu sitt besta til að flæma kjósendur frá. Þeir gerðu meira að segja allt til þess að flæma sína eigin þingmenn úr Bandalaginu. Einn var þegar hættur, Kristín Kvaran, og annar var á leiðinni, Kolbrún Jónsdóttir og svo höfðu þeir á þingi fyrir sig varamenn, sem löngu vom hættir. Kristófer vildi frekar vera með Val- gerði heldur en að vera með Bandalaginu og sameiginlega höfðu þau sagt skilið við Bandalagið til þess að geta verið saman. Eftirstöðvamar af þessu Banda- lagi, Guðmundur Einarsson og Stefán Benediktsson, sem sífellt hafa verið að halda því að þjóðinni að þeir ættu ekkert sameiginlegt með öðrum stjómmálamönnum, hafa nú gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. Enginn vissi þó til þess að Alþýðu- flokurinn væri orðinn öðmvísi en aðrir né öðmvísi en hann sjálfúr þótt því verði ekki mótmælt að Jón Baldvin er öðmvísi en aðrir stjóm- málaforingjar að því leyti að hann myndar ríkisstjómir í mötuneytum og hefur uppi hótanir um að fara í framboð fyrir flokkinn sinn ef aðrir gefa sig ekki fram. Alþýðuflokkurinn gleðst nú mjög yfir uppgjöf Bandalagsins. Ekki verður séð í hverju sá fögnuður felst Ssgar til þess er litið að aðeins tveir lendingar teljast flokksbundnir í Bandalaginu, þeir Guðmundur og Stefán. Þeir em líkin í lestinni. Sam- eiginlega hefúr þeim tekist að gera Bandalagið að engu á undraskömm- um tíma. Hvað skyldu þeir verða lengi að eyðileggja Álþýðuflokkinn? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.