Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986.
17
Iþróttir
LAUGARDALSVOLLUR 1. OKTOBER
VALUR - JUVENTUS
☆☆
Þessi stórglæsilegi bfll er
happdrættisvinningur í
leiknum. Dregiö veröur úr
seldum aðgöngumiðum.
/
Forsala aðgöngumiða á
Lækjartorgi f dag
ÉGSTYÐ
- Young Boys og Hannover inni í myndlnni
„Ég veit að forráðamenn Young Boys frá Bern voru að spyijast fyrir um mig. Þetta er þó
allt óklárt ennþá en maður vonar það besta,“ sagði Guðmundur Torfason knattspyrnumaður
í Fram í samtali við DV seint í gærkvöldi. Komið hefur fram í fréttum að Guðmundur fari
til vestur-þýska liðsins Blau Weiss Berlin en svo verður ekki, að svo stöddu í það minnsta.
Boð kom í gær frá umboðsmanninum þekkta, Willie Reinke, þar sem sagði að Guðmundur
ætti að fara með sér til Sviss á föstudaginn til viðræðna.
Á fóstudag halda þeir Guðmundur
og Reinke, ásamt Erlu Björk Guð-
jónsdóttur, unnustu Guðmundar, til
Luzem í Sviss en ekki er talið að
Luzem hafi áhuga á Guðmundi enda
íyrir þrír erlendir leikmenn hjá félag-
inu, þar af þeir Ómar Torfason og
Sigm-ður Grétarsson. Samkvæmt
heimildum -DV mun annai’ hvor
þeiira félaga aðstoða Guðmund ef á
þarf að halda. Seint í gærkvöldi vom
taldar langmestar líkur á að Guð-
mundur færi til viðræðna við for-
ráðamenn Young Boys, svissnesku
meistaranna, en félagið byijaði að
spyrjast fyrir um Guðmund í ágúst í
sumar. Sænskur leikmaður var til
reynslu hjá liðinu en ekki mun vera
áhugi fyrir honum lengur hjá forr-
áðamönnum liðsins. Young Boys er
mjög sterkt félag og leikvangur fé-
lagsins í Bem, Wank Dorf Stadion,
sem er skammt frá Luzem, rúmar um
40 þúsund áhorfendur.
Hannover kemur einnig til
greina
Þrátt fyrir að mörg félög hafi áhuga
á að fá Guðmund til liðs við sig verð-
ur að teljast líklegast að svissneskt
félag verði fyrir valinu og samkvæmt
- eni á sama hóteli og Anderiecht
Framarar komu til Katowice í
gærkvöldi eftir frekar langt og er-
fitt ferðalag. Óvíst er hvort Pétur
Ormslev og Guðmundur Steinsson
geta leikið með Fram gegn
Katowice annað kvöld en þó eru
taldar meiri líkur á að svo verði.
-SK
Þoisteinn Vfflijálmssan, DV, Katawiœ:
Leikmenn Fram hittu Arnór
Guðjohnsen og félaga í belgíska
liðinu Anderlecht við komuna til
Katowice í gærkvöldi en liðið dvel-
ur á sama hóteli og Fram og á að
leika gegn pólsku meisturunum í
Evrópukeppninni í kvöld.
heimildum DV hefur Guðmundur
sjálfur meiri áhuga á að leika í Sviss
en Þýskalandi. Young Boys er sem
fyrr segir mjög sterkt félag, bæði á
knattspymuvellinum og utan hans og
í fyrra „rændi“ félagið svissneska
meistaratitlinum af Xamax liðinu
sterka á síðustu stundu. Þess mó geta
að Daninn Lars Lund var nýverið seld-
ur frá félaginu til Bayem Múnchen.
Hannover er eitt þeirra þýsku liða
sem sýnt hefur áhuga á að kíkja á
Guðmund. Félagið er nú efst í 2. deild-
inni í Þýskalandi.
„Ekkert ákveðið ennþá“
I samtalinu við DV í gærkvöldi vildi
Guðmundur taka það skýrt fram að
þessi mál væm öll í lausu lofti ennþá
og ekkert ákveðið. Heimildir DV segja
að Willie Reinke, hinn frægi umboðs-
maður sem greitt hefur götu margra
íslenskra knattspymumanna og síðast
Ómars Torfasonar í fyrra, hafi mjög
mikinn áhuga á að koma Guðmundi
á samning og vitað er að Guðmundur
hefur mjög mikinn áhuga á atvinnu-
mennskunni ef gott boð lítur dagsins
ljós.
-SK
•Guðmundur Torfa-
son heldur á föstu-
daginn til Sviss með
Willie Reinke. Mestar
líkur eru taldar á að
hann fari til Young
Boys en vestur-þýska
iiðið Hannover er
einnig inni í mynd-
inni.
DV-mynd Brynjar
Gauti