Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986.
Neytendur
Heildsöluálagning á inn-
fluttum kartöflum hækkaði
óeðlilega mikið í sumar
Heildsöluálagning á kartöflum
hækkaði úr 8,3% til 32,6% upp í
22 til 76% hjá þremur innflutn-
ingsíyrirtækjum frá því fyrstu
kartöflumar voru fluttar inn í
sumar og þar til síðasta sendingin
kom í sumar,
Frá þessu er skýrt í fréttatil-
kynningu frá Verðlagsstofnun sem
kannað hefur verðmyndun á kart-
öflum sem fluttar voru til landsins
í sumar.
Varla dýrari kartöflur áður
Kartöflur hafa varla fyrr í sög-
unni verið dýrari en þær voru hér
á landi í sumar. Svokallað jöfnun-
argjald á innfluttar kartöflur
hækkaði verðið á þeim um helm-
ing, auk þess sem heildsöluálagn-
ing virðist hafa verið hækkuð úr
öllu samræmi við það sem eðlilegt
gæti talist. Verðlagsstofnun at-
hugaði verðlag á fyrstu sendingu
á erlendum kartöflum hingað til
lands í sumar. Reyndist álagning
þriggja innflutningsfyrirtækja
Óliklegt er að þörf verði á innflutningi á kartöflum í bráð því uppskeran hefur verið með eindæmum góð í haust.
DV-mynd PK
vera á bilinu 8,3 til 32,6%. Til við-
bótar var reiknuð rýmun, 5-20%
af kostnaðarverði vömnnar.
I síðustu sendingunni hafði inn-
kaupsverðið erlendis frá lækkað
allt að 30%, en heildsöluverðið
hafði hins vegar hækkað hjá
tveimur fyrirtækjanna um 5-10°/o,
en lækkað hjá einu um 24%. Heild-
söluálagning hafði hækkað hjá
fyrirtækjunum þremur og var orð-
in 22-76%.
Þannig nutu neytendur ekki
verðlækkunar á markaðinum.
í fréttatilkynningu Verðlags-
stofriunar segir að innflytjendur
hafi gefið þá skýringu á hækkun
álagningarinnar að rýmun hafi
verið mjög mikil á síðustu inn-
fluttu kartöflusendingunum.
Verðlagsstofhun telur að framan-
greindar upplýsingar gefi tilefni til
að mjög náið verði fylgst með verð-
myndun á kartöflum þegar inn-
flutningur hefst að nýju.
-A.BJ.
Reglugerð um raf-
væðingu sumarbústaða
Gefhar hafa verið út af iðnaðarráð-
herra reglur um rafVæðingu sumarbú-
staðahverfa.
í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðu-
neytinu segir m.a. á þessa leið:
Sé um að ræða skipulögð eða full-
byggð sumarhúsahverfi fjármagnar
RARIK stofhframkvæmd ef verulegur
áhugi er fyrir rafvæðingu að mati raf-
magnsveitnanna.
Rarik metur þá í hveiju tilviki hve
margir af þeim sem möguleika hafa
komi til með að tengjast viðkomandi
stofhkerfi innan þriggja ára. Stöfn-
kostnaði yrði þá deilt niður á þennan
áætlaða fjölda umsækjenda að við-
bættum verðbótum.
Gerð skal kostnaðaráætlun fyrir all-
ar heimtaugar sem ætla má að tengdar
verði innan þriggja ára og skal þeim
kostnaði skipt jafot á heimtaugamar.
Hver notandi greiðir þetta heimtaug-
argjald auk hlutdeildar í stofolögn og
spennistöð sem samsvarar 5 KVA áfli.
Þeir notendur, sem kunna að tengjast
kerfinu en eru ekki með í upphaflegu
áætluninni, skulu greiða samkvæmt
kostnaði, þó aldrei lægra gjald en upp-
haflega áætlunin var.
Heimtaugamar verða afhentar i
plastkassa, sem settur verður upp ut-
anhúss og þar fer mæling fram.
Umsækjandi annast aðaljarðvinnu frá
greiningarskáp í bústað í samráði við
Matarsóti besta hreinsiefnið
Ótrúlegur fjöldi fólks hringdi til þess
að gefa ráð varðandi hreinsun á kaffi-
könnum. Flestir vom með sama ráðið,
að nota matarsóta. Margir bentu einn-
ig á að nota þvottaefoi fyrir upp-
þvottavélar.
Fáeinir nefodu einnig að gott væri
að nota þvottasóta.
Eins og við höfum nýlega bent á er
matarsóti sérstaklega góður til hreins-
unar á t.d. ýmsum plastmunum sem
em í eldhúsinu. Og nú kemur einnig
i ljós að allt úr gleri verður skínandi
fallegt og hreint ef það er hreinsað
með matarsóta.
I leiðinni má láta fljóta með ráð til
þess að hreinsa svið með þvottasóta.
Látið sviðin i bleyti í vaskafat með
þvottasóta. Þá renna óhreinindin af
hausunum.
Við þökkum lesendum okkar skjót
viðbrögð og látum ráðið ganga áfram.
-A.BJ.
Grænkál út á grænmetisréttina
Grænkál er mjög vítamínauðugt og
steinefoaríkt og bragðast einnig ágæt-
lega. Hægt er að hakka ferskt grænkál
í steinseljukvöminni beint yfir mat-
inn, t.d. nýsoðnar kartöflur eða yfir
grænmetis- eða kjötréttina, eins og um
steinselju væri að ræða. Einnig má
nota þannig hakkað grænmeti til
bragðbætis út á súpur.
Grænkál má frysta. En það verður
að snöggsjóða það áður í tvær mín-
útur. Þannig heldur það sér í heilt ár
í frysti.
-A. BJ.
Stimir en ekki Styrmir
Þegar við sögðum frá ágætum Fyrirtækið heitir Stimir h/f, en ekki
blettahreinsi á fimmtudaginn í síðustu Styrmir, og er til húsa á Funahöfða.
viku var farið rangt með nafo fyrir- Við biðjumst velvirðingar á mistökun-
tækisins sem flytur efhið til landsins. um. -A.BJ.
Tiyggingar
vegna eigna
Lögboðnar brunatryggingar taka
einungis til húseignarinnar sem
slíkrar og fylgifjár hennar. Lausa-
fjármunir, sem eru í húsnæðinu, em
því ótryggðir að þessu leyti. Þess
vegna verður fólk að tryggja innbú
sitt sérstakri brunatryggingu vilji
það fá bætur vegna skemmda á því
af völdum eldsvoða. Með bmna-
tryggingariðgjöldum vegna lausafj-
ár ber samkvæmt lögum að
innheimta 0,25 prósent viðlaga-
tryggingargjald af vátryggingarfjár-
hæðinni. Brunatryggt lausafé, þar
með talið innbú, er því jafnframt
tiyggt viðlagatryggingu.
Vatnstjónstrygging
nær til tjóna á tryggðum munum
af völdum vatns eða olíu sem óvænt
streymir úr vatns-, hita-, olíu- eða
frárennslislögnum húss þess þar sem
munfrnir em.
Innbrotstrygging
tekur til þess tjóns er verður vegna
þess að tryggðir munir glatast eða
skemmast við innbrot eða tilraun til
þess. Tryggingin veitir einnig vemd
vegna tjóns er verður á húsnæði
tiyggingartaka við innbrot eða til-
raun til þess.
Flutningstryggingar
Unnt er að vátryggja muni, jafot
einstaka hluti sem heilar búslóðir,
sem ætlunin er að flytja á milli staða,
til dæmis við búferlaflutning innan-
lands sem og milli landa. Bent skal
á að oft er ábyrgð farmflytjanda tak-
mörkuð og geta eigendur munanna
því orðið að bera tjón sitt sjálfir að
meira eða minna leyti skemmist
munir í flutningi. Á þetta við þótt
eigandanum verði ekki á nokkum
hátt kennt um tjónið og að frágang-
ur og pökkun á sendingunni hafi í
alla staði verið viðhlítandi. Þá skal
bent á að þótt fólk hafi til dæmis
búslóð sína tryggða samkvæmt áð-
umefadum tryggingum vegna tjóna
af völdum bruna, vatns eða innbrots
eða hafi heimilistryggingu gilda þær
tiyggingar fyrst og fremst á heimili
vátryggingartaka en ekki um borð í
flutningsfari, svo dæmi sé tekið.
Heimilistryggingar
Sú trygging sem vátryggingarfé-
lögin bjóða undir heitinu heimilis-
trygging sameinar í einni víðtækri
tryggingu ýmsar nauðsynlegar vá-
tiyggingar fyrir heimili og fjöl-
skyldu, þar á meðal ýmsar þær
lausafjártryggingar er áður vom
nefadar. Heimilistryggingunni er
skipt í þijá þætti, það er innbús-
tiyggingu, ábyrgðartryggingu og
örorku- og dánartryggingu. Vá-
tryggðir em vátiyggingartaki, maki
hans og ógift böm enda eigi þessir
einstaklingar sameiginlegt lögheim-
ili- Tiyggingin nær einnig til þjón-
ustufólks vátryggingartaka sem býr
á heimili hans. Örorku- og dánar-
tryggingin tryggir hins vegar eigin-
konu vátiyggingartaka eða
fastráðna ráðskonu. Einnig em ógift
böm vátryggingartaka, 20 ára og
yngri, tryggð örorku- og dánartrygg-
ingu enda búi þau á lögheimili hans.
Innbústrygging heimilistrygg-
ingarinnar
bætir tjón á innbúi sem er í eigu
hinna tryggðu. Með innbúi er átt
við lausafiármuni sem fylgja al-
mennu heimilishaldi. Tjón á munum
skal bætt ef það stafar af eldsvoða,
eldingu, sprengingu, sótfalli, óveðri,
vatni, vatnsgufu, olíu til upphitunar,
hrapi loftfars, þjófaaði, slökkvi- og
björgunaraðgerðum, oíhitun á
þvotti, rofi á rafstraumi til frystikistu
eða umferðaróhappi. Hafi íbúð
skemmst af ofangreindum orsökum
og viðgerðarstarf er svo umfangs-
mikið að vátiyggður neyðist til að
flytja úr henni greiðast bætur fyrir
afaotamissi íbúðar.
-Ró.G.
(Sjötta grein um tryggingar sem unnin er
úr samantekt Sigmars Ármannssonar hjó
Sambandi íslenskra tryggingarfélaga)
Það getur verið dýrkeypt, þegar á reynir, að hafa ekki tryggt
innbú sitt og aðrar eignir.