Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÖBER 1986. 9> Sviðsljós V Ólyginn sagði . . . Jihan Sadat ekkja Sadats fyrrum forseta Egyptalands, var öruggulega þekkasti gestaprófessor háskól- ans í Suður- Carolina í Banda- ríkjunum. En nú hefur hún sagt upp stöðunni vegna kæru sem borin varfram vegna hárra launa ekkjunnar. Paul Perkins, sem er bæði nemandi við háskólann og blaðamaður kærði launin. Á skrifstofu háskólans hefur ekki verið hægt að fá uppgefið hver laun Jihan voru, en samkvæmt nýjustu fréttum munu þau hafa legið á bilinu 2 til 3 milljónir fyrir hvert misseri. Og það fyrir að kenna á námskeiðið „Konur í egypskri sögu" einu sinni í viku klukkutíma í senn. Sylvester Stallone er ekki eins svalur í raunveru- leikanum og hann virðist í gervi Rambo og Rocky. í fyrsta lagi þorði hann ekki á kvikmyndahá- tíðina sem haldin var I Cannes í ár vegna hræðslu við hryðju- verk. Og nú hefur hann varið eignir sínar i Beverly Hills svo rækilega að nágrönnunum þykir nóg um og hafa borið fram kvartanir. Til viðbótar öllum vaktmönnunum hefur hann byggt 2,5 metra háan múr allt i kringum eignirnar sem setur Ijótan svip á umhverfið. Ná- grannarnir segja að múrinn spilli ekki aðeins útliti hverfisins held- ur fylgi honum stór umferðar- hætta. „Þetta er eitt af mörgum tilraunum til þess að kássast ofan í mitt einkalíf," segir Stall- one um viðbrögð nágrannanna. Julio Iglesias er nú í giftingarhugleiðingum. Hann segist hafa fundið þá réttu. Hinn 43 ára gamli söngv- ari og sjarmör hefur fallið kyllif- latur fyrir 11 árum eldri konu, filmstjörnunni Angie Dickinson. Þau hittust á joganámskeiði. Óvenjuleg móttaka: Nýjasta nýtt á hótelum. Náttvélmenni í stað geispandi móttökustjóra með iyklana hringlandi utan á sér. Það vekur ugg margra að nú er kominn til sögunnar í móttökur hótelþjónn sem er alveg laus við mannlegt eðli og hefur enga þörf fyrir að sofa. Á hinum ýmsu stöðum heims get- ur ferðalangur orðið fyrir þeirri reynslu að mæta vél í stað geisp- andi móttökustjóra er hann skráir sig inn á hótel að næturlagi eða kemur seint og vill fá lykilinn af- hentan. Þessi sjálfvirka vél er ekki vél- menni. Hún líkist fremur sjálfsala, eða nokkurs konar sjálfvirkum hraðbanka. Vélin var þróuð af tæknifyrirtækinu ERS í Richmond. Ferðalangurinn setur fullgilt greiðslukort inn í vélina og hún mun finna fyrir hann herbergi og láta hann fá lykilinn. Þá mun skjár á vélinni fara að blikka rauðum stöfum þar sem ferðalangurinn er boðinn velkominn. Náttvélmennin verða líklega ekki sett upp á hefðbundnum og mjög fínum hótelum, en nýrri hótel munu sennilega færa sér nátttröllið í nyt. Vélin kostar hótelið mun minna en sem nemur launakostn- aði til stafsfólks í móttöku. Og vélin er fljótari að afgreiða við- skiptavininn og getur jafnvel verið kurteisari. Ef slík vél verður á vegi þínum úti í hinum stóra heimi þá fylgdu eftirfarandi leiðbeingingum. Settu greiðslukortið inn í vélina. Pikk- aðu inn hversu margir eru í hóp með þér. Gefðu upplýsingar um hvers konar herbergi þú vilt. Ef kortið þitt er gilt mun vélin láta þig hafa lykil. Ef þér líkar ekki herbergið þá reyndu ekki að deila við vélina. Vektu heldur hótel- stjórann. Eigir þú ekki greiðslu- kort þá skaltu leita þér að öðru hóteli. Jólastjörnurnar taka á sig nýja mynd Gúmmíjesús og gúmmímaría Fyrirtækið sem framleiðir Harbio sælgætið, eitt af fremstu sælgætis- fyrirtækjum í Vestur-Þýskalandi og þekkt fyrir gúmmíbirnina sína, er nú í mjög erfiðri stöðu. Fyrirtækið ætl- aði sér aldeilis að koma með nýjung fyrir jólin. I staðinn fyrir gúmmíbirn- ina fylltu þeir sælgætispokana af gúmmístykkjum sem höfðu útlit per- sónanna í Biblíunni. í pokunum var að finna Jesús Krist úr gúmmíi, gúmmímaríu, gúmmíguð o.s. frv. En slíkum gúmmídúkkum eru trú- aðir kaþólikkar og meðlimir Kristi- lega demókrataflokksins þar í landi ekki tilbúnir að kyngja. Kirkjunnar menn í Vestur-Þýska- landi og flokksleiðtogar telja hugmyndina í hæsta máta ósmekk- lega. „Þú getur ekki japlað á syni Guðs á sama hátt og á öðrum fyrir- bærum,“ sagði einn af talsmönnum þýska biskuparáðsins. En smákaupmennirnir verða að hugsa á annan hátt, kannski að hluta til vegna þess að Harbo’s gúmmí- stykkin eru fyrirhæri sem hafa farið sigurför um heiminn. Og samkvæmt upplýsingum frá Harbo fyrirtækinu eru smásalarnir búnir að kaupa upp alla jólafram- leiðsluna af gúmmíjesú, gúmmímaríu og öðru slíku og ætla sér að selja vöruna. Talsmaður Harbo sagði að fyrirtækið hefði ekki í hyggju að inn- kalla gúmmíjólavöruna. „Þaö er í hæsta máta ósmekklegt að japla á syni guðs og öörum helgum persónum kristinnar trúar,“ segja trúaðir kaþólikkar og meðlimir Kristilega demókrataflokksins I Vestur-Þýskalandi, um nýjustu jólaframleiðslu sælgætisfyrirtækisins Harbo, gúmmfjesú og gúmmimariu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.