Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. 25 Sandkom Marilyn Monroe birtist þessa dag- ana i einkasamkvæmum hérlendis. Marilyn Mon- roe í einka- samkvæmið Það nýjasta í samkvæmislíf- inu hérlendis er að fá Marilyn Monroe í heimsókn í sam- kvæmið. Þessari nýjunghafa dyggir KR-ingar meðal ann- arra kynnst á herrakvöldi. Það er ekki afturganga leik- konunnar bandarísku sem birtist með aðstoð miðils held- ur sprelllifandi ensk stúlka. Sú hefur sérhæft sig i að líkj- ast Marilyn Monroe og þykir takast vel. Hún er hingað komin til lands fyrirmilli- göngu veitingastaðarins Upp ogniður. Fimm sjón- varpsrásir hjá Kananum Hljótt hefur verið um Kefla- víkursjónvarpið frá því að Islendingum var endanlega meinað að horfa á það fyrir meira en áratug. Kanasjón- varpið er þó ennþá sprelllif- andi en sent í gegnum lokað Úr húsakynnum sjónvarpsstöðvar Varnarliðsmanna. kapalkerfi innan flugvallar- girðingar. Um sérstaka jarð- stöð við hlið Skyggnis við Úlfarsfell eru tíðar beinar út- sendingar. Sjónvarpsrásimar eru fimm talsins. Tvær flytja almennt afþreyingarefni, önnur allan sólarhringinn en hin hálfan sólarhringinn, 12 stundir á dag. Þriðja rásin flytur veður- upplýsingar, sú fjórða til- kynningar og sú fimmta fræðsluefni. Gott að vera á frystitogara Hólmadrangur, frystitogari Strandamanna, hefur aldeilis gengið vel, þrátt fyrir hrak- _ spár og mislukkaða sjósetn- ingu, en togarinn var vart kominn á flot þegar hann strandaði. Þrír menn hafa aðallega skipst á um skipsstjóm. Hafa þei r haft ótrúlegar tekj ur, svo miklar að einn þeirra ætlar sér ekki að vinna meira á árinu. Vill hann ekki rjúka upp í sköttum. Er hann fyrir nokkm kominn í land til þess að eyða þeim 2,3 milljónum króna sem hann hefur fengið í laun fyrir að stýra skipinu á móti öðrum það sem af er árinu. Skattamir í Eyjum I vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum í síðustu viku birtist grein sem undir- rituð er af Sævari Halldórs- syni fyrir hönd nýstofnaðs félags sem sagt er að hlotið hafi nafnið Félag fyrirbyggj- andi fátæktar. Segir að markmið félagsins sé að koma í veg fyrir fátækt í Vest- mannaeyjabæ með fjársöfnun undir yfirskriftinni „Björgum bágstöddum". Styrkjum verði úthlutað en aðeins til þeirra sem farið hafi minnst tvær sólarlandaferðir á árinu, eigi nokkrar glæsikerrur, stórt einbýlishús og hafi endumýj- að alla innanstokksmuni árlega. Ennfremur býðst félagið til að verða viðkomandi innan handar við gerð næstu skatt- skýrslu. Gunnarafturá útvarpið? Fréttastofa útvarps hefur verið að missa nokkra frétta- menn, þar á meðal tvo til nýju sjónvarpsstöðvarinnar, Stöðvar tvö, einn til Bylgj- Gunnar Eyþórsson. unnar og einn til Ríkissjón- varpsins. Hefur verið auglýst eftir nýjum. Heyrst hefur að meðal umsækjendasé gamla brýnið Gunnar Eyþórsson. Gunnar starfaði í mörg ár sem fréttamaður á útvarpinu en hætti þar í kringum 1980. Bæjarstjórinn á leið í bæinn sinn Þær fréttir berast nú úr Kópavogi að bæjarstjórinn þar undanfarin fjögur ár, Kristján Guðmundsson, hygg- ist nú flytja í bæinn sinn. Hann hefur verið búsettur á Seltjamamesi. Bæjarfógeti þeirra Kópa- vogsbúa, Ásgeir Pétursson, er búsettur í Reykjavík. Hefur ekki heyrst að hann hyggist flytja yfir. Reyndar búa fleiri toppar í Kópavogi utan bæjar- markanna, þar á meðal bæjarlögmaður og bæjarverk- fræðingur. Umsjón: Kristján Már Unnarsson ísafjörður: Rannsaka mannslát á Flateyri Sýslumannsembættið á ísafirði ranns- akar nú mannslát á Flateyri en þar fannst 58 ára gamall maður látinn laust fyrir kl. 8 á mánudagsmorgun- inn. Rannsóknin beinist að því hvort lát mannsins hafi borið að í framhaldi af átökum milli hans og annars manns í húsi því sem hinn látni bjó í. Að sögn Péturs Kr. Hafstein sýslu- manns urðu átökin milli mannanna aðfaranótt sunnudagsins og leið því sólarhringur á milli þeirra og þess tíma að maðurinn fannst. Sá er lenti í átök- unum við hinn látna hefur verið yfirheyrður og hefur hann greint ítar- lega frá samskiptum þeirra tveggja. Pétur sagði að enn sem komið væri hefði ekki komið fram ástæða fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu en frumrannsókn stendur enn yfir og lík þess er lést hefur verið sent til krufh- ingar. -FRI Fíkniefnalögreglan: Aðstoðaði Dani við fanga- flutning Fíkniefnalögreglan aðstoðaði dönsku lögregluna við fangaflutn- inga um helgina er hér millilentu tveir Grænlendingar á leið í fang- elsi á Grænlandi. Mennimir, sem hafa fengið dóma fyrir fíkniefnabrot, komu með flug- vél til Reykjavíkurflugvallar og stoppuðu hér í um hálftíma. Hafði fíkniefhalögreglan umsjón með þeim meðan á stoppinu stóð. GARNI Vetrarlitirnir eru komnir. Hjá okkur fást yfir 150 upp- skriftir trá STAHL’sche WOLLE þýddar á íslensku. STAHL’sche WOLLE er vestur-þýskt gæðagarn, upp- skriftir úr því garni eru svo vinsælar að þær birtast í öllum þýskum prjónablöðum. Tegunda- og litaúrval- ið sem við höfum á boðstólum er ótrúlegt. Veitum prjónaráðgjöf. Það er leikur að prjóna fallegar peys- ur með okkar aðstoð. Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9, sími 621530, JK póstverslun, sími 24311. Lítil íbúð til sölu, tvö herbergi og eldhús að Snorrabraut 50. Til sýnis í dag kl. 15-19. a □ □ o o o o □ AKUREYRI □ Blaðbera vantar strax í neðri hluta Suður-Brekku. Upplýsingar í síma 25013. o o □ □ □□□□□□□□□□□□ □ Prjónið peysurnar úr Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Nú er komið að hinu vinsæla hausttilboði okkar sem allir eru að bíða eftir. 24 timar á aðeins 1500 krónur. VERTÐ VELKOMINN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.