Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. Nauðungaruppboð annaö og síðasta, á fasteigninni Gaukshólum 2, 2. hæð F„ þingl. eigandi Sigríður Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Jón Hjaltason hrl., Útvegsbanki íslands og Atli Gíslason hdl. _________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Tómasarhaga 14, 2. hæð, þingl. eigandi Áslaug Gunnlaugs- dóttir Nielsen, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 11.00. Uppboðsbeiðíendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Teigaseli 7, íb. 3-3, þingl. eigandi Auður M. Sigurhansdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 16.30. Uppboðsbeið- andi er Gjaldheimtan í Reykjavik. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Orrahólum 7, 7. hæð A, þingl. eigandi Páll Valgeirsson og Sigríður Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka Islands, Gjaldheimtan i Reykjavík og Guðjón Steingrímsson hrl. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Stuðlaseli 33, þingl. eigandi Róbert Þ. Bender, fer fram á eign- inni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Fífuseli 11, 2.h.t.v„ þingl. eigandi Júlíus Hafsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Ingi Ingimundarson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Fífuseli 25, þingl. eigandi Ómar Þórðarson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Ólafur Gústafsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembaettið i Reykjavik, Nauðungaruppboð á fasteigninni Strandaseli 4, ib. 2-2, þingl. eigandi Sigurður H. Tryggvason, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 16.00. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hdl,, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl„ Tómas Þorvaldsson hdl. og Veðdeild Landsbanka islands. _______Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Flúðaseli 92, 1 ,t.h„ þingl. eigandi Anna Sch. Jóhannsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 14.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Árni Guðjónsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteignínni Seljabraut 22, 4,t.v„ tal. eigandi Sigurður G. Ólafsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Reykjavíkurflugv., fasteign, tal. eigandi Iscargo hf„ fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. okt. 1986 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. _______________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Utiönd Skiptar skoðanir eru í Bandarikjunum um fund Reagans og Gorbatsjovs á íslandi. Margir fiokksbræðra Bandaríkjaforseta í flokki republikana gagnrýna forsetann fyrir linkind gagnvart Sovétmönnum og fullyrða að Sovétmenn hafi boðað hann á fund eins og hvem annan undirmann. Forystumenn Oemókrataflokksins lofa forsetann aftur á móti fyrir að sam- þykkja tilboð Sovétleiðtogans um fund í Reykjavík Kissinger svartsýnn á árangur í Reykjavík Skiptar skoðanir Bandaríkjamanna á fyrirhuguðum fundi þjóðarieiðfoganna Haldór Valdimaisgcin, DV, DaBas: Henry Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í sjónvarpi í gærkvöldi að hann óttaðist að afrakstur fundar þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík þann ellefta og tólfta næstkomandi yrði neikvæður. Sagði ráðherrann fyrrverandi að umræðuefnið á feiðtogafundum af þessu tagi, einkum vígbúnaðarmál, væru ákaflega tæknilegs eðlis, þjóðar- leiðtogar væru ekki sérfræðingar í þessum efhum og því ekki réttir aðilar til að Qalla um þau án nærveru aðstoð- armanna er þekktu betur til. Mátti af orðum Kissingers skilja að hann óttaðist að fundurinn gæti orðið til þess að gera leiðtogafundinn, sem fyrirhugaður er í Washington fyrir áramót, erfiðari, jafnvel hugsanlega ómögulegan. Eða þá að þjóðarleið- togamir gætu átt það til að gera með sér einhvers konar drög að samkomu- lagi sem ekki stæðist er nánar væri að gáð. Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins, tók að nokkru í sama streng, er hann sagði að úr því að leiðtogam- ir teldu sig geta rætt þessi mál án aðstoðarmanna, „án okkar“ eins og hann orðaði það, væri best að þeir fengju að spreyta sig. Skoðanir Bandaríkjamanna á leið- togafundinum í Reykjavík em mjög skiptar. Telja margir þeirra Reagan forseta sýna Gorbatsjov of mikla und- anlátsemi með því að samþykkja fundinn og hafa jafnvel á orði að Reag- an láti Sovétmenn boða sig á fund eins og undirmann. Margir flokksbræður forsetans í Repúblikanaflokknum hafa þegar lýst sig andvígan fúndinum. Þeir em jafh- vel harðorðir í garð hans fyrir vikið og telja að hann hafi látið Sovétmenn yfirbuga sig algerlega í öllu því er lýt- ur að Daniloff málinu en Reykjavíkur- fundurinn er hluti af samkomulagi því er leysti bandaríska blaðamanninn Nicholas Daniloff úr haldi á mánudag. Ekki er ólíklegt að þessi viðbrögð repúblikana séu í tengslum við kosningar þær sem framundan em. Kosið verður tif helmings þingsæta öldungadeildarinnar og allra sæta fulltrúadeildarinnar. Má telja víst að einstakir þingmenn repúblikana, er óttast að stefna forset- ans í þessum málum eigi ekki traust fylgi kjósenda, vilji með þessu móti minnka áhrif á fylgi sitt í héraði. Svo bregður hins vegar við að all- margir þingmanna demókrata em sammála forsetanum í þessum efhum og lýsa óspart hrifningu sinni á fyrir- huguðum fundi með Sovétleiðtogan- um. Ef til vill ráða væntanlegar kosning- ar einhverju um liðsskipan líka. Ef svo er hafa þegar komið fram ummerki þess er margir Bandaríkja- menn óttast, það er að Sovétmönnum takist á fúndi þessum að hafa áhrif á kosningamar, þá væntanlega demó- krötum í hag. Telja sumir þeirra Gorbatsjov ganga það eitt til að setja á svið leiksýningu í Reykjavík þar sem hann muni gera allt til að niðurlægja Reagan til þess endanlega að rýra hlut repúblikana í nóvember. Reagan og ríkisstjóm hans höfðu sett sig mjög á móti leiðtogafundi fyr- ir kosningamar. Forsetinn telur sig ekki hafa slegið af því þar sem ekki sé um leiðtogafund að ræða heldur fúnd með leiðtogunum til undirbún- ings leiðtogafundi. Hvað sem rétt er í þeim efnum er víst að margir bandarískir embættis- menn em súrir út af Reykjavíkurfund- inum. Telja þeir undirbúningstíma of skamman, óheppilegt sé að leiðtogam- ir ræði málefhi á svo óformlegan máta eins og fyrirhugað er og sérstaklega að leiðtogamir ætli að ræða saman án aðstoðar þeirra sjálfra, það er emb- ættismannanna. Hið eina sem allir em sammála um hér í Bandaríkjunum er að leiðtogam- ir koma væntanlega ekki til með að gera neina endanlega milliríkjasamn- inga á fúndinum í Reykjavík þó hugsanlega verði á íslandi gmnnur lagður að einhverjum slíkum í fram- tíðinni. Friðarverðlauna- hafi útnefndur á föstudag Friðarverðlaunahafi Nóbels 1986 verður útnefndur á föstudaginn og greint hefúr verið frá að írska rokk- stjaman Bob Geldof njóti mikils stuðnings almennings. Það var Geldof sem var heilinn á bak við „Band Aid“, tónleika sem haldnir vom til hjálpar sveltandi í Afríku. Hefur nefndin, sem sér um útnefninguna, fengið fleiri hundmð bréf víðs vegar úr heiminum þar sem stungið er upp á Geldof sem friðar- verðlaunahafa. Annars hvílir mikil leynd yfir öllu tilstandinu og vill nefndin ekki skýra frá nöfnum þeirra er til greina koma. Ýmsir telja írska popparann Bob Gel- dof nú líklegasta friðarverðlaunahafa Nóbels.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.