Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. Andlát Margrét Sigurþórsdóttir, Stiga- hlið 32, andaðist mánudaginn 29. september. Klara Helgadóttir, Hólmgarði 58, lést þann 30. september. » Guðbjörn Pálsson bifreiðastjóri, Sólvallagötu 21, lést í Landspítalan- um þriðjudaginn 30. september. Bergþóra Einarsdóttir, Hofteigi 6, (áður Kleppsvegi 44), verður jarðs- unginn frá Laugameskirkju fimmtu- dagin 2. október kl. 13.00. Eyjólfur Einar Guðmundsson frá Flatey á Breiðafirði verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. október kl. 15.00. Kristbjörg Bjarnadóttir verður jarðsungin frá Laugameskirkju föstudaginn 3. október kl. 13.30. J Tilkyriningar Vetrarfyrirlestrarskrá Geð- hjálpar komin út Geðhjálp, félag fólks með geðræn vanda- mál, aðstandenda þeirra og velunnara gengst einu sinni enn fyrir hinum vinsælu fyrirlestrum í vetur. Fyrirlestramir verða haldnir á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á fimmtudögum og hefjast kl. 20.30. Fyrir- lestrarnir eru opnir öllum. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspurnir, umræður. Kaffi verður eftir fyrirlestrana. Fyrirlestrarskrá Geðhjálpar veturinn 1986-1987 9. okt. 1986 Páll Eiríksson geðlæknir, Sorg og sorgarviðbrögð. 30. okt. 1986 Gunnar Eyjólfsson leikari, Sjálfstraust. > 20. nóv. 1986 Ingólfur Sveinsson geðlækn- ir. Starfsþreyta. 8. jan. 1987 Ævar Kvaran leikari, Andleg- ur stuðningur. 5. febr. 1987 Elfa Björk Gunnarsd. fram- kvæmdastjóri, Næring og vellíðan. 12. mars 1987 Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur Sálgæsla á sjúkrahús- um. 9. apríl 1987 Grétar Sigurbergsson geð- læknir. Raílækningar. 30. apríl 1987 Helgi Kristbjamarson geð- læknir, Svefnleysi. Heiðurslaun Bruna- bótafélags íslands 1987 -■i 1 tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafé- lags íslands 1. janúar 1982 stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista. vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess sem ráðinn er: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands Stjórn BÍ veitir heiðurslaun þessi sam- kvæmt sérstökum reglum og eftir umsókn- um. Reglurnar fást á aðalskrifstofu BÍ að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1987 (að hluta eða allt árið) þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. október 1986. Bridge Opna minningarmótið á Selfossi Opna minningarmótið um Einar Þorf- innsson, sem spilað verður á Selfossi 11. október nk., er að verða eitt vinsælasta mót sem haldið er hér suðvestanlands. Fullbókað er í mótið, sem verður 36 para með barometer-fyrirkomulagi, tvö spil milli para, alls 70 spil. Á biðlista eru ein 7-8 pör, þannig að hæglega hefði mátt halda þarna 44 48 para mót, ef ekki kæmi til að þetta spilast aðeins á einum degi og flestum fmnst 70 spil duga yfir daginn. Spilamennska hefst kl. 10 árdegis laugardaginn 11. október og er spilað í hinu nýja Hótel Selfossi. Um- sjónarmenn mótsins eru þeir Hermann og Olafur Lárussynir. Að vanda eru mjög góð verðlaun í boði fyrir efstu pör. 1. verðlaun eru kr. 20.000, 2. verðlaun kr. 16.000, 3. verðlaun kr. 12.000, 4. verðlaun kr. 8.000 og 5. verðlaun kr. 4.000. Að auki eru eignarverðlaun fyrir þijú efstu pörin, auk silfurstiga. Bækur ,7Eilífir sólargeislar“ Ut er komin ljóðabókin „Eilífir sólargeisl- ar“ eftir Kristin Guðbrand Harðarson. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar og eru ljóðin samin á síðastliðnum tveimur árum. I bókinni, sem er 73 blaðsíður að stærð, eru 85 ljóð og er henni skipt í fjóra kafla. Hún er gefin út af höfundi í 300 tölusettum og árituðum eintökum. Höfundurinn hefur myndlistarmenntun að baki og starfar sem myndlistarmaður og kennari. Bókin verð- ur til sölu í stærri bókaverslunum og hjá höfundi. ■ Tapað - Fundið Tík tapaðist í Mosfellssveit Hún Pollý, sem er lítil ljósbrún tík tapað- ist sl. laugardag í Mosfellssveit. Þeir sem hafa orðið varir við hana eru vinsamleg- ast beðnir að láta vita í síma 666481. Ymislegt Alliance Francaise Vegna mikilla vinsælda verður kvikmynd- in Kalt borð endursýnd miðvikudaginn 1. október 1986, kl. 20.30 í Regnboganum. Þær myndir sem eftirleiðis hljóta mikla aðsókn á fimmtudögum verða framvegis endursýndar á miðvikudögum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund að.Hallveigarstöðum fimmtu- daginn 2. október nk. kl. 20.30. Skrifstofur Stjórnarráðsins Starfsdagur í Stjómarráðinui færist aftur í fyrra horf yfir vetrarmánuðina. Verða því skrifstofur Stjórnarráðs íslands opnar kl. 9 til kl.17 mánudaga til föstudaga frá og með 1. október nk. Eyfirðingar Árlegur kaffidagur Eyfirðingafélagsins verður á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudag- inn 5. október. Húsið opnað kl. 14. Verið öll velkomin og takið með ykkur gesti. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Vetrarstarf Breiðfirðingafélagsins hefst sunnudaginn 5. október kl. 14 með félagsvist og kaffi í Risinu, Hverfisgötu 105, 4 hæð. Allir hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Myndakvöld Útivistar fimmtudaginn 2. okt. kl. 20.30. Mætið vel á fyrsta myndakvöld vetrarins í Fóst- bræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Hörður Kristinsson sýnir góðar myndir úr sumarleyfisferð Útivistar í Þjórsárver frá í sumar. Þjórsárverin eru mjög áhuga- verð sem göngusvæði. Eftir hlé verða kynntar vetrarferðir Útivistar og einnig sýndar haustlitamyndir þeirra Egils Pét- urssonar og Lars Björk úr Þórsmörkinni og víðar. Kvennanefnd Útivistar sér um kaffiveitingar í hléi. Allir eru velkomnir, jafnt félagar sem aðrir. Helgarferðir 3.-5. okt. Þórsmörk í haustlitum. Gist í skála Úti- vistar í Básum. Gönguferðir. Síðasta haustlitaferðin. Einnig verður síðasta dagsferðin í Mörkina kl. 8 á sunnudaginn. Haustferð að fiallabaki. Nú er fagurt á fjöllum. Gist í Emstruhúsi. Gönguferðir um Emstrusvæðið. Kerið, Markarfljóts- gljúfur, fossar við Mýrdalsjökul o.fl. skoðað. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Ath. takmarkað pláss í báðar ferðimar. Sjáumst. Sýningu Jóns Þórs í Gallerí Gangskör að Ijúka Fimmtudaginn 2. október nk. lýkur sýn- ingu á málverkum Jóns Þórs Gíslasonar í Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1. Frá því Jón Þór lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981 hefur hann unnið sjálfstætt að listsköpun sinni og er þetta þriðja einkasýning hans. Sýningin er opin frá kl. 12-16. Harður árekstur vegna Mjög harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni í morgun er þar skullu saman fólksbifreið og jeppi með þeim afleiðingum að þrennt var flutt á slysadeild. Areksturinn var um 5 km innan við Vogaafleggjarann og orsök hans var hálka á veginum. Annar bíll- hálku inn snerist og lenti framan á bíl sem kom á móti honum. Bílamir eru stór- skemmdir eftir áreksturinn. Lögreglan í Keflavík vill vara öktunenn við hálku á Reykjanesbrautinni en hún fer að verða vandamál á þessum tíma. -FRI I gærkvöldi Knstin Rut Haraldsdóttir Ijósmóðir: P.D. James stendur fyrir sínu Núna byijuðu íréttimar klukkan hálfátta. Eg held að þetta sé ekki nógu gott. Nú er komið bæði skemmtiefni og fréttir inn i kvöld- matartímann og er ég hrædd um að hinn hefðbundni kvöldmatur, þar sem fjölskyldan hittist, leggist af. Ég horfði á framhaldsþáttinn Vitni deyr. Þetta em góðir þættir. P.D. James stendur fyrir sínu. Það var gaman að fá að skyggnast á bak við tjöldin í sjónvarpinu í Gegnum tíð- ina og fróðlegt að sjá hvemig allt er unnið og uppbyggt, fréttir, veður- fregnir og fleira. N Vinnutímans vegna horfi ég yfir leitt ekki sérstaklega mikið á sjón- varp. En oft finnst mér vera góðir fræðsluþættir, Nýjasta tækni og vís- indi og ýmsir dýralífsþættir, skemmtilegast finnst mér þó að sjá slíka þætti um ýmis læknisfræðileg málefni. Fyrirmyndarföður er gaman að horfa á, kannski sérstaklega vegna þess að hann er fæðingar- læknir í heimalandi sínu. Ég hlusta mest á Bylgjuna af út- varpsstöðvunum. Mér finnst hún alveg ágæt og hafa það helst fram yfir hinar stöðvamar að á henni er fjölbreyttara tónlistarval. Kvenfélag Hallgrímskirkju Vetrarstarf félagsins hefst fimmtudaginn 2. október kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Dagskrá verður fjölbreytt, kaffi og að lokum hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Allar konur eru velkomn- ar. Hjörtur M. Jóhannsson kjörinn í Útskálaprestakalli Talin hafa verið atkvæði í prestkosningu sem fram fór í Útskálaprestakalli nýlega. Umsækjendur voru tveir. Hjörtur Magni Jóhannsson cand theol hlaut 620 atkvæði og lögmæta kosningu. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hlaut 434 atkvæði. Auðir seðlar voru 8 og ógildir 2. Á kjörskrá voru 1540 en atkvæði greiddu 1063 eða 69%. Sr. Helga Soffía ráðin prestur íslendinga í Svíðþjóð Sænska kirkjan hefur ráðið séra Helgu Soffiu Konráðsdóttur til þess að annast prestþjónustu fyrir Islendinga í Stokk- hólmi, Uppsölum og þar í grennd. Er sr. Helga Soffía í hálfu starfi og tekur við af séra Hjalta Hugasyni sem fluttur er heim og tekinn við starfi sem lektor við Kenn- araháskólann. Samkvæmt sænskum lögum tryggir sænska kirkjan prestþjón- ustu til handa minnihlutanum í Svíþjóð. Eru þar þess vegna starfandi allmargir prestar sem þjóna innflytjendum þar í landi til að tryggja að þeir fái þjónustu á eigin tungumáli. Kostar sænska kirkjan þessa þjónustu eins og prestþjónustu við þá íbúa Svíðþjóðar sem hafa sænsku að móðurmáli. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir hefur aðsetur í Uppsölum og vinnur einn- ig hlutastarf hjj. Kirkjusambandi Norður- landa (Nordisk Ekumenisk Instittut) og er sími hennar 018 165995. Hún tók við preststarfinu 16. sept. sl. og er nú að undir- búa vetrarstarfið meðal íslendinga. Nýr leikskóli á Seltjarnarnesi Nýr leikskóli, Nýja-Brekka, var opnaður 29. ágúst sl. Leikskólinn er tveggja deilda og hefur rými fyrir 36-40 börn samtímis. Við tilkomu þessa nýja leikskóla er hægt að færa til á öðrum dagheimilum og hefur nú verið opnuð ný dagheimilisdeild á Sól- brekku. Segja má að nú sé ekki biðlisti eftir leikskóla og dagheimilisrými á Selt- jarnamesi. Hjá dagvistunarheimilum á Seltjamamesi eins og víðar er nokkur skortur á starfsfólki og hefur það tafið nokkuð inntöku bárna á heimilin nú eftir sumarleyfi. Skilnaðarráðgjöf Þessa dagana heldur Stéttarfélag ísl. fé- lagsráðgjafa námskeið í samvinnu við dómsmálaráðuneytið um nýjar aðferðir í meðferð skilnaðarmála. Leiðbeinendur eru tveir bandarískir sérfræðingar á þessu sviði, Joan B. Kelly, sem er sálfræðingur, og Jay Folberg sem er lögfræðingur. Þau fjalla um þróun skilnaðarmála, ráðgjöf, miðlun, sameiginlegt forræði barna og hvernig hægt er að hjálpa fólki til að ná samkomulagi í stað þess að deila um skiln- aðarmála varðandi eignaskiptin jafnt sem forræði bama og umgengnisrétt. Hér er um að ræða s.k. „mediation" tækni þar sem unnið er út frá samkomulagi í stað deilu og áhersla lögð á náið samstarf lög- fræðinga og fjölskylduráðgjafa. Þátttak- endur á námskeiðinu eru annars vegar félagsráðgjafar og sálfræðingar, sem vinna við barnaverndarmál, umsagnaraðilar bamanefndarnefnda í forræðismálum og hjóna/fjölskylduráðgjafar. Hins vegar eru það lögfræðingar frá dómsmálaráðuneyt- inu og lögmenn sem vinna að skilnaðar- málum. Afmæli 60 ára er í dag, 1. október, Ellert Erlendsson, Höfðabraut 3, Akra- nesi, starfsmaður Skeljungs. Hann er að heiman í dag. Casio umboöiö opnar nýja verslun Casio umboðið hefur nýlega opnað aðra verslun að Laugavegi 26. Verslunin í Bankastræti starfar áfram eins og undan- farin ár. Báðar verslanimar em með mikið úrval af tölvum, úrum, búðarkössum og skemmturum. Nýja verslunin að Lauga- vegi 26 sér um allar viðgerðir fyrir Casio framvegis. Nýjungar em margar hjá Cas- io, eins og t.d. tölva í veski sem í jafnframt er pláss fyrir ávísanahefti. Tölvan er með tvö föst minni til að halda ijármálunum í góðu lagi. Þá má geta skemmtara sem heitir SK-1 með innbyggðu segulbands- tæki. Myndin hér að ofan er úr nýju Casio versluninni að Laugavegi 26. Fremst á myndinni er framkvæmdastjórinn, Gísli Ulfarsson, og einn af afgreiðslumönnum verslunarinnar Karl Guðbjörnsson. Wm á mmmm .>* * j r\\ . </• Perusaia Lionsmanna í Kópavogi. Næstkomandi fimmtudag, föstudag og laugardag, þ.e. hinn 2., 3. og 4. október nk., verður Lionsklúbburinn Muninn með hina árlegu perusölu sína í Kópavogi. íbú- ar hafa alltaf tekið þessari perusölu vel og notað tækifærið til að byrgja sig upp af ljósaperum fyrir skammdegið. Með því hafa þeir slegið tvær flugur í einu höggi, tryggt sig gegn því að þurfa að sitja í myrkrinu ef pera þilar, jafnframt því að styðja gott málefni. Að venju rennur allur ágóði af perusölunni til líknarmála. Tombola lega tombólu í Breiðholti til styrktar Þessir tveir 10 ára drengir, Elvar örn lömuðum og fötluðum. Alls söfnuðu þeir Þórisson og Örvar Gunnarsson héldu ný- 400 krónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.