Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. 9 dv Útlönd Leysir skemmtiferða- skip hótetvandann? Ekki talið að eiginkonur leiðtoganna komi með til Reykjavíkur Eiginkonur leiðtoganna, Nancy Reagan og Raisa Gorbatsjov, fylgdu eigin- mönnum sínum á fyrsta fund Reagans og Gorbatsjov í Genf á síðasta ári. Taiið er fullvist að Nancy og Raisa fylgi eiginmönnum sinum ekki til Reykjavik- ur þar sem hér sé ekki um eiginlegan leiðtogafund að ræða, heldur einungis undirbúningsfund, að því er DV hefur eftir blaðafulltrúa Nancy Reagan í Was- hington í gær. Upplýsingabanki um erlenda blaðamenn í Suður-Afríku Islenskur sál- fræðihemaður í Bundesligunni Asgeir EggeitaBon, DV, Miindtei; í nýjasta hefti vestur-þýska vikuritsins Spiegel er allítarleg grein um íslenska handknattleiks- þjálfarann Jóhann Inga Gunnars- son, þjálfara fyrstu deildar liðs Essen. f greininni er því lýst hvemig Jóhann Ingi undirbýr lið sitt fyrir leik á sálfræðilegan hátt. Jóhann Ingi hóf þjálfun hjá Essen á þessu keppnistímabili og við undirbún- ing liðs síns nýtur hann aðstoðar tveggja sálfræðinga við háskólann í Kiel. Skömmu fyrir hvem leik kynnir Jóhann Ingi sálfræðilega stöðu andstæðinganna fyrir leikmönnum sínum. í þessu tilfelli em það leik- menn fyrstu deildar liðs Dusseld- orf. Á þar til gerðum glærum, er íslenski þjálfarinn kynnir leik- mönnum sínum fyrir leikinn, má sjá að þjálfari Dusseldorf er mjög vongóður um sigur og að leikmenn hans búast við árangri yfir meðal- lagi. Fimm klukkustundum síðar si- grar Essen Dusseldorf auðveldlega með 22 mörkum gegn ellefu. Leikmenn Esses liðsins segja að sér líði betur eftár sálfræðilega ráð- gjöf íslenska þjálfarans. Haft er eftir Jóhanni í Spiegelgreininni að aðferð hans hljómi ef til vill undar- lega en sé engu að siður árangurs- rík. Með aðferð sinni líta sálfræðing- amir í Kiel á liðið sem eina heild í margvfslegu og breytilegu sam- bandi inn á við og út á við. Jóhann Ingi er sá eini er hefúr samband við leikmennina og sál- fræðingamir við Kílarháskóla tala ekki við annan mann í liðinu en hann. í Þýskalandi hefur sálfræðileg ráðgjöf við íþróttafólk ekki gefist vel og hefúr hingað til lítið borið á slíkum undirbúningi á meðal þjálfara og íþróttafólks. Samt er svo að sjá sem sálfræði- hemaðurinn í Essen hafi borið einhvem árangur því að á þessu keppnistímabili hefur lið Jóhanns Inga urrnið alla sína leiki í Bun- desligunni og er nú á meðal efstu liða. Blökkumaður bandarískur sendiherra í S-Afnku Reagan Bandaríkjaforseti skip- aði í gær blökkumanninn Edward Perkins sendiherra í Suður-Afríku. Er það talið gert til þess að þingið styðji neitunarvald hans gagnvart hörðum refsiaðgerðum gegn Suð- ur-Afríku. Var þetta tilkynnt aðeins degi eftir að Reagan lagði fram tillögur um það sem hann kallaði harðar refsiaðgerðir gegn hvítu mmni- hlutastjóminni til þess að þingið félli frá sínum tillögum. Óskar Magnússon, DV, Washington: Fréttin um fyrirhugaðan leiðtoga- fund Reagans og Gorbatsjovs á íslandi vakti gífurlega athygli hér í Was- hington í gær og kom mönnum mjög á óvart. Blaðamaður DV var í Hvíta húsinu í gær og komst vart leiðar sinnar fyrir spumingum erlendra starfsbræðra sem vildu fræðast um ísland, einkum um hótelrými þar. Skortur á hótel- herbergjum er greinilega aðalá- hyggjuefni manna sem stefna á fúndinn. Skemmtiferðaskip? í gærkvöldi var sú lausn helst í deigl- unni í Hvíta húsinu að senda skemmtiferðaskip til íslands til að bæta úr hótelleysinu. Slíkt mun hafa verið gert áður við hliðstæðar aðstæð- ur. Annars fengust litlar sem engar upp- lýsingar um nánari útfærslu fundar- ins. Hjá blaðafulltrúa Nancy Reagan Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Eduard Shevardnadze, hefur tilkynnt að bandarískur vísindamaður hafi beðið um hæli sem pólítískur flótta- maður í Sovétríkjunum, að því er Tass-fréttastofan skýrði frá í morgun. Vitnaði Tass í orð Shevardnadze á blaðamannafundi í New York í gær er hann sagði að eftimafn vísinda- mannsins væri Lokshin og að sovésk yfirvöld myndu fjalla vinsamlega um umsóknina. Sagði utanríkisráðher- rann að vísindaferill Lokshins væri nokkuð langur, hann væri ágætisná- ungi og hann ætti böm. Ekki var greint frá hvenær eða hvers vegna vísindamaðurinn hefði sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður né heldur var greint frá þeim vísinda- störfum sem hann lagði stund á í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa nokkrir komm- únistar á Vesturlöndum sótt um hæli í Sovétríkjunum en það þykir mjög óvenjulegt að bandarískur vísinda- maður, sem eitthvað kveður að, skuli sækja um hæli í Sovétríkjunum. Síðast þegar vitað var um slíka beiðni var þegar fyrrverandi starfs- maður bandarísku leyniþjónustunnar, Edward Lee Howard, var veitt hæli í ágúst síðastliðnum af mannúðlegum ástæðum, eins og yfirvöld í Sovétríkj- forsetafrúar fékk DV þó þær upplýs- ingar að ekki væri ráðgert að Nancy kæmi með til fundarins þar sem ekki væri um eiginlegan leiðtogafund að ræða heldur undirbúning að slíkum fundi. Sama er talið gilda um frú Gor- batsjov. Fundað í sendiráðunum? Getgátur eru á lofti um hver fundar- staðurinn verður og hafa Kjarvals- staðir oftast verið nefndir vegna fyrri leiðtogafunda þar. Einn háttsettur embættismaður sagði við DV að fund- imir yrðu til skiptis í sendiráðum þjóðanna. Búast má við að Reagan gisti á heim- ili bandaríska sendiherrans. Þegar fundur Nixons og Pompidou, forseta Frakklands, var haldinn í Reykjavík árið 1973, vék sendiherra úr húsi fyrir Nixon og flutti á Hótel Holt. I allan gærdag og fram á kvöld klif- uðu útvarps- og sjónvarpsstöðvar á fréttinni um fúndinn á íslandi en sérs- takir íslandsfundir voru ekki enn komnir á dagskrá þó svo verði eflaust fyrr en varir. Sévardnadse ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna skýrði frá því i gær að kunnur bandariskur vís- indamaður hefði sótt um hæli sem pólitískur flótta- maður i Sovétríkj- unum unum orðuðu það. Howard vann fyrir leyniþjónustuna 1981 til 1983 og var fyrsti starfsmaður hennar sem sótt hefur um hæli í Sovétríkjunum að því er yfirvöld í Bandaríkjunum fullyrða. Shevardnadze greindi frá beiðni vís- indamannsins er hann á blaðamanna- fúndinum var spurður að því hvenær ýmsum andófsmönnum yrði leyft að fara frá Sovétríkjunum. Vitnaði hann þá jafnframt í eðlisfræðinginn Yuri Orlov, sem 1978 var dæmdur í 12 ára þrælkunarvinnu og útlegð, en honum verður leyft að fara frá Sovétríkjunum til Bandaríkjanna siðar í þessum mán- uði. Talið er að það sé árangur viðræðna um lausn Daniloffs og í sam- bandi við brottför Zakharovs frá Bandaríkjunum. Öryggisþjónusta og sendiráð Suður- Afríku hafa komið upp upplýsinga- banka um erlenda blaðamenn, að því er innanríkisráðherra landsins, Stoffel Botha, tilkynnti í gær. Sagði Botha að athugaður væri bak- grunnur þeirra blaðamanna sem sæktu um að fá að starfa í Suður- Afríku áður en leyfi væri veitt. Er það gert vegna ákvörðunar um strangara eftirlit með erlendum fréttamönnum og gestum. Að sögn ráðherrans mun Suður-Afiíka aldrei banna erlendum fréttamönnum að koma til landsins. „Þetta land hefur ekkert að fela og vill þess vegna ekki þagga niður í fréttamönnum," sagði Botha. Vegna neyðarástands, sem lýst var yfir í Suður-Afríku í júm', hefur frétta- flutningur af ókyrrð í landinu verið takmarkaðiu'. Bandarískur vísinda- maður sækír um hæli í Sovétríkjunum # AIFABORG1 Byqqingadeild með NÝTT NAFN áður Nýborg — nú Alfaborg... Á sama stað: SKÚTUVOGI4 Með sama símanúmer: 68 67 55 SKÚTUVOGI4 • Flísar • Marmari • Baðinnréttingar • Þakrennur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.