Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986. Leidtogafundurinn: Engin áhiif á þing- setninguna Stefht hefur verið að því að þingið verði sett 10. október en það mun væntanlega verða sá dagur, vegna tímamismunar, sem Reagan og Gor- batsjov koma til Islands. Steingrímur Hermannsson sagði þennan fund ekki hafa áhnf á þingsetninguna. Þeir myndu halda sínu striki með það og í rauninni yrði þessi íundur látinn hafa eins lítil áhrif á störf ríkisstjóm- arinnar og þingsins eins og mögulegt væri. „Það er þó stefht að því að ég og forseti Islands munum eiga viðræður við Ieiðtogana tvo. Þær viðræður munu þó væntanlega hvorki verða langar né strangar," sagði Steingrímur Hermannsson. -KÞ Hjalparstofnunin: Ráðherra hefur skipað nefhd Jón Helgason dóms- og kirkjumála- ráðherra hefur skipað nefhd til að rannsaka gjafir til verkefha Hjálpar- stofnunarinnar og ráðstöfun þeirra en þessi nefhdarskipun er að beiðni Hjálparstofhunarinnar sjálfrar. Nefndina skipa þeir Sigurgeir Jóns- son, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem er formaður, Baldur Möller, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, og Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi. Nefndin mun eiga sinn fyrsta fund með ráðherra síðdegis í dag. Stjóm Hjálparstofnunarinnar hélt fund í gær til að ræða framhald mála eftir að ljóst varð að ráðherra og ríkis- endurskoðun sán ekki ástæðu til rannsóknar á málefnum stofunarinn- ar. Niðurstaða fundarins var beiðni til ráðherra um skipun þessarar nefndar...„til þess að engum vafa sé undirorpið hvemig Hjálparstofnun kirkjunnar ráðstafar fjármunum al- mennings til stofnunarinnar..." > -FRI r æ ÆtSm ,rm ■ * ~1 tj r~ TRÉ-X TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF„ IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SfMAR: 92-4700-92-3320. LOKI ,Á von á fleiri en tveim verkalýðsleiðtogum úr Alþýðubandalaginu,“ segir Jón Baldvin: Asmundur og Guð mundur J „Já, já, ég á von á fleiri en einum og fleiri en tveimur," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, fomiaður AI- þýðuflokksins, í morgun. Hann þykist viss um að einhverjir verka- lýðsleiðtogar Alþýðubandalagsins séu í þann mund að flytja sig til Alþýðuflokksins. Bæði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Guð- mundur J. Guðmundssöh, fórmaður Verkamannasambandsins, neita slíkum flutningum fyrir sitt leyti. Af viðtali við Jón Baldvin í sjón- varpinu i gærkvöld mátti álykta að hann ætti von á Ásmundi Stefáns- syni í Alþýðuflokkinn. Vísaði Jón Baldvin til þess að Ásmundur yrði meðal ræðumanna á flokksþingi krata um næstu helgi. „Nei, ég átti ekki við Ásmund," sagði Jón Bald- vin í morgun. Hann vildi ekki nefoa nein nöfo þeirra Alþýðubandalags- manna sem væntanlega gengju í Alþýðuflokkinn bráðlega. „Ég gekk í Alþýðubandalagið 1974 af þvi að ég taldi það nálgast mest pólitískar skoðanir mínar. Við það sama stendur. f samtölum mínum við Jón Baldvin hefor hann áreiðan- lega hvergi getað fundið tilefoi til þess að ætla að ég væri á leiðinni f Alþýðuflokkinn," sagði Ásmundur Stefánsson. „Þetta er clrýldni, ætli hann sé ekki bara að spá,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson um ummæli Jóns Baldvins. „Mér þykir líklegt að hann leggi saman tvo og tvo í framhaldi af því að Þjóðviljinn leggur forystu- menn verkalýðsfélaganna sem jafo- framt eru f Alþýðubandalaginu í einelti. En ég hef ekki átt í neinum viðrseðum við Jón Baldvin og hef lýst yfir því að ég gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu á vegum Alþýðubandalagsins. HERB Hér i þessum sal munu þeir ræðast við, Reagan og Gorbatsjov. Það er hótelstjórinn, Konráð Guðmunds- son, sem situr fremst á myndinni. Hótelið, eins og raunar önnur hótel í Reykjavík og nágrenni, verður allt lagt undir leiðtogafundinn, enda hátt i tvö þúsund manns væntanleg hingað til lands vegna þess. -KÞ/DV-mynd GVA Leiðtogafundurinn: Æfingaferð VíkingasveK- arinnar til Noregs frestað Hafskipsmálið: Ragnar vill Hallvarð burt „Ég geri ekki kröfu um að Hallvarð- ur víki en ég geng út frá því að hann sjái sjálfur þversögnina í því að fjalla um málið beggja megin borðsins,“ sagði Ragnar Kjartansson, fyrrum stjómarformaður Hafskips, í kjölfar birtingar skýrslu er hann hefur sent fyrrum hluthöfum og starfsmönnum skipafélagsins. 1 skýrslunni lætur Kjartan að því liggja að óeðlilegt sé að sami maðurinn rannsaki mál og ákveði ákærur eins og stefoir i eftir að Hallvarður Ein- varðsson flutti sig úr sæti rannsóknar- lögreglustjóra yfir í stól ríkissaksókn- Æfingaferð Víkingasveitarinnar til Noregs, sem fara átti eftir viku, hefur verið frestað vegna fundar Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. „Víkingasveitin mun taka þátt í öll- um undirbúningi og öryggisgæslu vegna fundarins i Reykjavík svo þess- ari ferð verður breytt," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, í samtali við DV i morgun. Böðvar sagði að verið væri að koma öllu í gang vegna þessa máls. Hann sagði að í mörg hom væri að líta og meðal annars væm væntanlegir hing- að til lands í dag eða á morgun rússneskir og bandarískir öryggis- verðir. Ferð Víkingasveitarinnar átti að standa í nokkra daga. Þar átti sveitin að kynna sér vinnubrögð og starfsað- ferðir norskra. Það er alveg ljóst að í Reykjavík verður umsátursástand vegna fundar- ins næstu tvær vikur. Verður öllu öryggisliði sem til er tjaldað. Á Kefla- víkurflugvelli verður öll gæsla hert mjög svo og mun útlendingaeftirlitið fylgjast grannt með öllum mannaferð- um til og frá landinu. -KÞ 4 4 14 4 14 4 14 4 „Ef Hallvarður sér ekki þversögnina í þessu sjálfur verðum við að vona að dómsmálaráðherra sjái hana,“ sagði Ragnar. -EIR - sjá einnig bls. G Skyldu þeir afneita Jóni þrisvar? Yeðríð á morgun: Þurrt og bjart veðurá Suðurlandi Það verður líklega norðvestan- átt á landinu með éljum norðan- lands en þurrn og björtu veðri á Suðurlandi. Hiti verður á bilinu -1-6 stig. Flugmenn og flug- virkjar missa vinnu Sextán fluemenn oe um tíu flue- I Sextán flugmenn og um tíu flug- virkjílr missa vinnu sína hjá Amar- flugi í dag vegna endurskipulagningar nýrrar stjómar á rekstri félagsins. Fimmtán flugmenn og fimm flugvirkj- ar verða endurráðnir. Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag íslands höfðu bæði bannað félagsmönnum sínum að hefja störf að nýju fyrr en búið væri að „gera upp“ við mannskapinn. Eftir langan fund í gær, sem stóð fram á nótt, tók- ust samningar við flugmenn um túlkun kjarasamninga um verklok en ósamið er við flugvirkja. Oddur Ármann Pálsson, formaður Flugvirkjafélagsins, sagði í morgun óljóst hvort nokkur flugvirki yrði í vinnu hjá Amarffogi í dag. Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri félags- ins, kvaðst hins vegar ekki búast við neinni röskun á ffogi félagsins. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.