Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÖBER 1986.
Fréttir
Rainbow-málið var leyst
á leynifundi í London
- segir Derwinsky í einkaviötali við DV
Edward Derwinski ræðir við blaðamann DV á skrifstofu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær
Símamynd frá Washington
Óskar Magnússon, DV, Washington;
„Samkomulagið í Rainbow-mál-
inu náðist á fundi íslenskra og
bandarískra embættismanna sem
haldinn var á Churchill hótelinu í
London 4. september sl. Þessi fundur
var haldinn með leynd til að forðast
íiölmiðla," sagði Edward Derwinsky,
lögfræðilegur ráðgjafi Schultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, í
einkaviðtali við DV í Washington i
gæi-morgun.
Leyniiundinn í London sat Edward
Derwinsky, ásamt nokkrum aðstoð-
armönnum sinum, og af íslands hálfu
sóttu fundinn Ólafur Egilsson, Helgi
Ágústsson. Sverrir Haukur Gunn-
laugsson og Guðmundur Eiríksson.
Fundurinn stóð aðeins í einn dag en
á honum lögðu íslendingar fram þá
hugmvnd sem fallist var á í aðalat-
riðum. Sú hugmynd varð síðar að
þvi samkomulagi sem nú er til með-
ferðar í bandaríska þinginu.
Samkvæmt upplýsingum DV, hafði
Matthías A. Mathiesen utanríkis-
ráðherra. frumkvæði að því að
sendiráð Islands í Washington réði
bandarísk lögfræðifirmu til ráðgjaf-
ar um lögfræðilega þætti málsins.
Leitað var til tveggja þekktra lög-
fræðinga, Elliot Richardson annars
vegar og Theodore G. Kronmiller.
en þeir starfa hvor \dð sína lög-
fræðiskrifstofuna. Utanríkisráð-
herra ákvað síðan að fara að
tillögum Kronmillers og voru við-
ræðumar í London í framhaldi af
þeirri ákvörðun. Endanlegt sam-
komulag tókst svo í Washington
fóstudaginn 19. september. I Was-
hington-viðræðunum tóku þátt
Ólafur Egilsson, Hreinn Loftsson,
Hörður Bjamason, Helgi Ágústsson
og Guðmundur Eiríksson. Umrætt
samkomulag var loks undirritað af
utanríkisráðherrum- beggja land-
anna í Xew York 24. september.
Hvers vegna nú?
„Það vom ýmsar ástæður, sumar
óskyldar, sem leiddu til þess að unnt
var að ná samningum nú sem ekki
var hægt að ná áður,“ sagði Der-
winsky . „Ein þeirra var sú að við
Bandaríkjamenn ákváðum að reyna
að gera eitthvað til lausnar nú þegar
áður en þingið verður. Sannleikur-
inn er sá að það er ekki unnt að
koma neinum málum áleiðis tvo til
þrjá mánuðina sem nýtt þing situr.
Þannig sáum við fyrir að málið gæti
dregist fram i mars eða apríl. Aðalá-
stæðan var samt áeggjan utanríkis-
ráðherra ykkar og hans fólks og
tilraunir þeirra tii að finna raun-
hæfa leið. Auk þess tókst okkur hér,
að sannfæra önnur bandarísk ráðu-
neyti um að aðalatriðið væri
samskiptin við Island í heild en ekki
mætti einblína á tæknileg atriði eins
og lögin frá 1904 eingöngu. Hitt að-
alatriðið er að við ræddum við
bandaríska þingmenn og komumst
að því að þeir höfðu góðan skilning
á nauðsyn þess að samskipti þjóð-
anna væru góð. Þegar þetta allt
tengdist saman á réttu augnabliki
var laasnin möguleg,“ sagði Der-
winsky .
Derwinsky sagði að efir að Matt-
híasÁ. Mathiesen utanríkisráðherra
óskaði ekki eftir að Derwinsky kæmi
hefði verið unnið af miklum krafti í
málinu. Komið hefðu fram mjög
raunhæfar tillögur frá íslendingum,
þar á meðal tillaga um að nálgast
lausn frekar sem milliríkjasamning
heldur en sem einhverja breytingu á
reglum eða reglugerðum. Slíkt hefði
áður verið reynt en stöðvað af dóm-
stólum. „Við höíðum ekki áhuga á
því að fara aftur fyrir dómstólana,"
sagði Derwinsky.
Skipt um skoðun?
- Það hefur þá orðið að snúa ein-
hverjum bandarískum þingmönnum
sem áður vildu ekki fallast á undan-
þágur frá forgangsréttarlögunum?
„Nei, það þurfti hins vegar að fá
þá til að sjá, að það voru heildarsam-
skipti við ísland sem máli skiptu en
ekki þröng bandarísk lög. Við þurft-
um að sannfæra þá um að samskiptin
við ísland væru svo sérstök að það
réttlætti að menn skoðuðu hug sinn
betur og létu ekki pólitískan þrýst-
ing hér i Bandaríkjunum hafa áhrif
á sig. Það þurfti sem sagt svolítið
meiri sölumennsku af okkar hálfu,“
sagði Derwinsky.
Hann sagði að í upphafi, þegar
Geir Hallgrímsson, þáverandi utan-
ríkisráðherra, beitti sér í þessu máli,
hefðu allmargir málsmetandi menn
og ýmis ráðuneyti alls ekki tekið
málið alvarlega. „Segja má að allar
umræður og viðræður um málið frá
upphafi hafi loks skapað breytt and-
rúmsloft sem við gátum svo notfært
okkur þegar íslendingar tóku nokk-
urt frumkvæði sem hjálpaði okkur í
því að finna út hvemig við gætum
lagt málið upp hér.
Leynifundur ákveðinn
„Það var á þessu stigi sem ákveðið
var að halda leynifund i London svo
við værum lausir við fjölmiðla á
meðan við reyndum að ná saman.
Tilgangur fundarins var í raun að
finna út hvort yfir höfuð væri unnt
að leysa þennan hnút. Eftir tillögu
frá utanríkisráðuneyti Islands kom-
umst við að þeirri niðurstöðu að
reyna að koma á milliríkjasamningi
sem fjallaði eingöngu um herstöðina
á íslandi og flutningana þangað. Við
litum svo á að slíkt samkomulag
hefði ekki fordæmisgildi og þvi þyrfti
ekki að óttast að önnur lönd kæmu
á eftir.“
Derwinsky sagði að beinasta leiðin
til að forðast réttarsalina hefði verið
að gera milliríkjasamning, vegna
þess að slíkir samningar lúta ekki
lögsögu dómstólanna, það er að ekki
sé hægt að véfengja þá íýrir dómstól-
um á sama hátt og reglugerðir eða
fyrirmæli forsetans. Hann bætti því
við að bandarískir þingmenn, sem
ættu í samskiptum við önnur Nato-
ríki, hefðu verið með á nótunum og
stutt þennan framgang málsins.
Ekki aftur fyrir dómstóla
- Ekkert hefur heyrst frá Rain-
bow-félaginu ennþá eða öðrum
slíkum félögum sem hagsmuni hafa.
Var þeim lofað einhverju til hliðar
við samkomulagið, til dæmis öðrum
flutningum?
„Það er engin leið til að gera slíkt.
Lögfræðingum þeirra var ljóst að
ekki væri unnt að fara með þetta
samkomulag fyrir dómstóla eins og
þeir höfðu áður gert. Rainbow á sína
möguleika samkvæmt samkomulag-
inu þótt það félag sé ekki beinlínis
neftit á nafn. Þeir hafa sína eigin
vitneskju og útreikninga á því hvað
þeir geti gert til að tryggja rekstur
sinn í framtíðinni. Það var ekki at-
riði sem heyrði undir mig. Það eina
sem ég gerði, var að útskýra fyrir
talsmönnum Rainbow hversu víð-
tæka hagsmuni við hefðum andstætt
þröngum hagsmunum þeirra.
Hvalamálið hafði áhrif
„Já, ég held að með nokkurri vissu
megi segja að samband hafi verið á
milli hvalamálsins og lausnarinnar
á Rainbow-málinu. íslendingum var
ljóst að í hvalamálinu áttu þeir við
viðskiptaráðuneytið okkar en ekki
utanríkisráðuneytið. Umfjöllun fjöl-
miðla um hvalamálið var slík að
stjómvöld beggja landanna fundu
að mjög nauðsynlegt var orðið að
jákvæð teikn í samskiptum þjóðanna
sæust á lofti. Þá var auðvitað áhri-
faríkast að reyna að leysa Rainbow-
málið hvemig sem um hvalamálið
færi. Utanríkisráðuneytið hefði
gjaman kosið að hvalamálið, að þvi
er varðar ísland og Noreg, hefði ve-
rið tekið öðrum tökum heldur en
viðskiptaráðuneytið okkar gerði.
Almenningsálitið á íslandi var orðið
mjög erfitt og við vorum þess vegna
orðnir mjög viðkvæmir fyrir sam-
skiptum við ísland,“ sagði Edward
Derwinsky. „Við hefðum átt að leysa
þetta mál fyrr því samskiptin em
venjulega góð og þá á að vera hægt
að leysa mál af þessu tagi. Á hinn
bóginn tók það okkur alllangan tíma
að sannfæra menn hér. Mér sýnist
eftir á að ekki hafi veitt af þeim
tlma.“
Island í yfirtieyrslu í
bandaríska þinginu
Óskar Magnúaactn, DV, Washingtcn;
„Samsteypustjóm, sem nú er við
völd á íslandi, er vinveittari Banda-
ríkjunum og Nato heldur en nokkur
önnur íslensk ríkisstjóm á undan-
fömum árum.“
Þetta sagði Edward Derwinsky með-
al annars í yfirlýsingu sinni við
yfirheyrslu hjá utanríkismálanefnd
öldungadeildar bandaríkjaþings í gær.
Yfirheyrslumar snerust um Rainbow-
málið.
Laust fyrir klukkan fimmtán í gær
tóku ýmsir hagsmunaaðilar málsins
að safnast saman í herbergi númer 419
í Dirksen byggingu Bandaríkjaþings
þar sem yfirheyrslumar fóru fram,
örskammt frá þinghúsinu sjélfu.
Þama voru mættir lögmenn og for-
stjóri Rainbow, allmargir starfsmenn
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
lögfræðilegur ráðgjafi íslendinga í
Rainbow-málinu, Theodore Kronmill-
er, Helgi Ágústsson og Hörður Bjama-
son frá íslenska sendiráðinu en þeir
hafa mjög unnið að lausn deilunnar.
Ekki komu fram merkar nýjar yfir-
lýsingar eða upplýsingar við þessar
yfirheyrslur þingnefndarinnar. Char-
les Mathias, öldungadeildarþing-
maður fyrir Maryland, stýrði
yfirheyrslunni í fjarvcru Richards
Lugars öldungadeildarþingmanns.
Mathias virtist í flestu sammála vitn-
isburði Derwinskys og lagði ítrekað
áherslu á nauðsyn snurðulausra sam-
skipta við Islendinga. Derwinsky
fullvissaði Mathias um að hér væri
um einstæða undantekningu á for-
gangslögunum að ræða og ekki kæmu
til álita neinar aðrar undantekningar
á hveiju sem gengi. Derwinsky taldi
að framkvæmd samkomulagsins
myndi tiyggja að bandarísk skipafélög
gætu enn tekið þátt í þessum flutning-
um með raunhæfum hætti. Hann taldi
nauðsynlegt fyrir öryggi bandarísku
þjóðarinnar að samkomulagið tæki
gildi. Ásamt Derwinsky svöruðu
Hardy flotaforingi og Prost flotafor-
ingi, æðsti yfirmaður sjóhers Banda-
ríkjanna, nokkrum spumingum
þíngnefndarinnar.
Derwinski ber vitni fyrir utanríkismálanefndinni undir stjóm Charles Mathias
öldungardeildarþingmanns. Hinn baksvipurinn tilheyrir Hardy flotaforingja sem
mikil atskipti hefur haft af Rainbowmálinu. Simamynd frá Washington.