Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 9 Utlönd Breytingar á sænsku ríkisstjóminni Gunrilaugur A. Jónsson, DV, Lundú Sænska þingið var sett í gær og samtímis notaði Ingvar Carlsson tæki- færið og gerði nokkrar breytingar á ríkisstjóm sinni. Anita Gradin, er lengi heíur viljað losna úr embætti innflytjendaráð- herra, fékk nú þá ósk sína uppfyllta og tekur í þess stað við embætti við- skiptaráðherra. Matt Fjeldström, er því embætti gegndi áður, verður land- búnaðarráðherra í stað Lundkvist, er nú dregur sig í hlé, sextíu og sjö ára gamall. Þar með er síðas'.i ráðherrann úr stjóm Tage Erlander hættur þátt- töku í stjómmálum en Lundkvist varð fyrst ráðherra árið 1965. Tveir nýir ráðherrar taka sæti í rík- isstjóm Carlssons. Georg Anderson, úr kristnu bræðraskapshreyfingunni innan Jafiiaðarmannaflokksins, verð- ur innflytjendaráðherra, fær sem sagt óvinsælasta embættið í ríkisstjóminni eða „eitt það erfiðasta" eins og Ingvar Carlsson orðaði það á blaðamanna- fundinum í gær. Carlsson skipaði einnig í gær Lund- kvist, náinn persónulegan vin sinn, i stöðu íþróttamálaráðherra. Alls er nú 21 ráðherra í ríkisstjóm Ingvars Carlsson, þar af fimm konur. Ingvar Carlsson, (orsætisráðherra Sviþjóðar, setti þing landsins i gær og not- aði um leið tækifæriö til aö gera nokkrar breytingar á ríkisstjóminni Flugfarþegar í alkóhól- pióf fyrir brottför Samtök ástralskra flugáhafiia kröíð- ust þess í gær að stjómvöld settu þær reglur að farþegum, er grunaðir væm um að vera ölvaðir, yrði gert skylt að gangast undir sérstaka alkóhólmæl- ingu áður en þeir fengju leyfi til að ganga um borð í flugfarkost sinn. Samtökin kreíjast þess ennfremur að flugáhöfrium verði heimilt að nota handjám og deyfilyf gegn þeim far- þegum er ganga berserksgang á meðan á flugi stendur, af völdum ölvunar eða annarra ástæðna. Haft er eftir talsmanni flugáhafh- anna í áströlskum fjölmiðlum í morgun að samtökin hafi þegar skilað inn tillögum sínum til opinberrar nefiidar er fjallar um flugöryggismál og sé niðurstöðu brátt að vænta. Sagði talsmaðurinn ennfremur að aukið ofbeldi um borð í flugvélum og kvartanir fjölmargra flugfélaga um vamarleysi flugáhafha sinna gegn of- beldishneigðum farþegum ylli flugá- höfhum nú auknum áhyggjum. Máli sínu til stuðnings benti tals- Aðsetur Skjöldunga fundið í Danmörku? unganna, eða fyrstu dönsku konungs- ættarinnar. Leifamar, er hafa verið hús í stærra lagi, þekja um fimm hundmð fermetra svæði, 48 metrar að lengd og ellefri metrar á breidd, og er hér um að ræða einar mestu byggingarleifar er fundist hafa frá víkingaöld. Em það útveggir byggingarinnar er fundist hafa en sjálf byggingin er horf- in þar eð byggt var úr tré. Vonast er til að vitneskja um tímabilið frá sex hundmð til þúsund muni aukast mikið við fomleifafund þennan. í Lejre em sagnir um aðsetur kon- unga frá þessum tíma, þeirra Skjaldar, Hálfdáns og bræðranna Helga og Hró- ars. Þar til í dag hafa engar áþreifan- legar sannanir getað stutt þessar sagnir en nú er vonast til að þær verði staðfestar. Auk útveggja hússins fannst mikið af skartgripum úr hronsi. Hauknr L. Haultaacm, DV, Kaupmarmaho&r Leifar stórrar byggingar hafa komið í ljós við uppgröft fomleifafræðinga við Lejre, skammt frá Hróarskeldu í Danmörku. Halda fomleifaffæðingar að þetta sé stór fundur þar eð hér gæti verið um að ræða aðsetur Skjöld- Hluti þelrra bronsskartgripa er fannst viö uppgröftinn í Lejre. maðurinn. á nýlegt tilvik úr áætlunar- flugi ástralska Quantas flugfélagsins ffá Sidney til Singapore er farþegi einn tók skyndilega upp á því að afklæða sig algerlega og hlaupa ffam og til baka eftir þéttsetinni flugvélinni á Adamsklæðum einum saman. Eftir mikið fum tókst flugffeyjum loks að koma teppi yfir þann berrassaða og spenna hann fastan í sæti sitt á nýjan leik. Lagði talsmaðurinn til að þeir far- þegar er litu út fyrir að vera drukknir, og neituðu að gangast undir alkóhól- próf áður en þeir fæm um borð í flugvél, yrðu látnir sitja eftir. Lögreglumaður kannar áfengisinnihald i blóöi ökumanns. Nú vilja ástralskar flugfreyjur að flugfarþegar er grunaðir eru um ölvun verði látnir ganga undir svipað próf eða sitja eftir ella 695550 4 mi I «' /*•! » MUl!lKÍlEsÍ«»iili S5i«SjnSSS5sH«S3 S3*aUH!!:ESS3: «■■ IUIV 41

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.