Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 7 DV Hraðfrystihús Keflavíkur: Þurfa 130 mmum * m milljomr í reksturinn „Málið er i athugun hjá okkur Vilhjálmur Ketilssonar, bæjar- og ekkert meira hægt um það að stjóri í Keflavík, sagði í samtali segja á þessu stigi,“ sagði Gunnar við DV að eigendur hússins hefðu Sveinsson, stjómarformaður ekki verið ánægðir með hvemig Hraðfrystihúss Keflavíkur, í sam- bæjarstjóm afgreiddi þetta mál af tali við DV en frystihúsið er eitt sinni hálfii. Sögðu þeir að ef þeim þeirra sem ekki fengu fyrirgreiðslu tækist að útvega 110-115 milljónir hjá Byggðasjóði þar sem eigendum þyftu þeir ekki á aðstoð bæjarins þess tókst ekki að fá nýtt fé inn í að halda. fyrirtækið á móti nýju láni. Rekstur hraðfiystihússins er Hraðffystihúsið þarf nú um 130 með eðlilegu móti sem stendur. milljónir króna til að koma rekstr- Fynrtækið rekur tvo togarara og inum í eðlilegt horf. Bæjarstjóm hefúr rekstur þeirra gengið mjög Keflavíkur hefur ákveðið að leggja vel á árinu, þeir hafa aflað vel og fram 15-20 milljónir svo framar- ytri aðstæður til reksturins hafa lega sem eigendum hússins takist verið með besta móti eins og fram að útvega 110-115 milljónir en ekki hefiir komið í fréttum. er ljóst hvort það takist. Rekstur frystingarinnar er hins Guðmundur Malmquist, forstjóri vegar slæmur vegna hinnar erfiðu Byggðasjóðs, sagði í samtali við skuldastöðu. Samkvæmt heimild- DV að ef eigendum húsins tækist um DV heldur útgerðarþátturinn að útvega þetta nýja fé kæmi til í rekstrinum fyrirtækinu nú á floti greina að þeir fengju eitthvað af. en til að koma fiskvinnsluþætti þeim 300 milljónum sem áformað þess í eðlilegt horf verður að afla er að veita til frystihúsanna á fyrrgreindra 130 milljóna króna. næsta ári. -FRI Sjallinn, hinn þekkti skemmtistaður, fer væntanlega á uppboð innan tiðar. Sjallinn á uppboð Jén G. Hauksaon, DV, Akureyri: „Ég veit ekki annað en að uppboðið fari fram, það er gengið út frá því að svo verði. Við auglýsum uppboðið á mánudaginn," sagði Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, í gær um fyrir- hugað nauðungaruppboð á veitinga- húsinu Sjallanum á Akureyri föstudaginn 17. október nk. „Þetta er annað og síðasta upp- boðið,“ sagði Elías. Lógreglan leitaði að mús Þau geta verið af ýmsum toga verk- efiún sem lögreglan í Reykjavík fær inn á borð til sín. I fyrrinótt hringdi kona til lögreglunnar og bað hana um að losa sig við mús úr íbúð sinni. Brugðist var snarlega við erindinu og þrír lögreglumenn fóru á staðinn en þrátt fyrir ítarlega leit fannst músin ekki. í samtali við lögreglu fékkst ekki uppgefið hvar músarinnar var leitað en þess getið að um „heldrimanna“ mús í vesturbænum hefði verið að ræða. -FRI Fréttir i þessu húsi, Ráðherrabústaðnum við Tjamargötu, munu Vigdis Finnbogadóttir og Steingrímur Hermannsson ræða við þá Gorbatsjov og Reagan. Islensk sendinefnd tekur á móti Reagan og Gorbatsjov Steingrímur Hermannsson og Vig- dís Finnbogadóttir munu ræða við Reagan um fimmleytið á fostudag eða fljótlega eftir þingsetninguna. Sams konar viðræður munu þau eiga við Gorbatsjov á föstudagskvöld. Líklega verða þessir fundir í Ráðherrabú- staðnum við Tjamargötu. Reagan kemrn- til landsins á fimmtu- dag. Lendir vél hans í Keflavík um klukkan 19. Það verða Vigdís Finn- bogadóttir, Steingrímur Hermannsson og Matthías Á. Mathiesen sem taka á móti Reagan ásamt ráðuneytisstjórum og forsetaritara. Reagan mun svo halda til Reykjavíkur í sendiherrabú- stað Bandaríkjanna við Laufásveg. Búist er við að Reagan hvíli sig á fimmtudagskvöld og einnig á föstudag eða þar til hann hittir Vigdísi og Stein- grím. Gorbatsjov og Raisa, kona hans, munu lenda í Keflavík upp úr klukkan 19 á föstudag. Sama móttökunefnd' mun bjóða hann velkominn og að því loknu mun hann fara til bústaðar síns, sem ekki er alveg frágengið hvar verð- ur. Tveir staðir koma til greina eins og kunnugt er, Hótel Saga og skemmtiferðaskipið Baltica. Síðan mun hann hitta Steingrím og Vigdísi. Fundimir hefjast svo á laugardag. Sá fyrsti hefst klukkan 10 og annar um klukkan 16. A sunnudag verður svo þriðji fundurinn klukkan 11. Búist er við að leiðtogamir ræðist við í um tvær klukkustundir í senn. Reagan heldur svo heim á leið um klukkan 15 á sunnudag en Gorbatsjov og Raisa ekki fyrr en undir kvöld þann sama dag. -KÞ Alreikningur Iðnaðarbankans: Nú þarf ekki að skrifta fyrir bankastjóranum Nýjung Iðnaðarbanka íslands hf., alreikningur, hefur meðal annars í för með sér þau hlunnindi að viðskipta- vinurinn getur fengið 100 þúsund króna lán eftir sex mánaða viðskipti án þess að bera það undir banka- stjóra. Með sama hætti er hægt að fó 50 þúsund króna lán eftir þijá mán- uði. Annars sameinar alreikningur marga reikninga i einum. Þessum reikningi tilheyra sérprent- uð tékkhefti með nafni viðkomandi viðskiptavinar, heimilisfangi og reikn- ingsnúmeri. Ábyrgist bankinn inn- lausn slíkra tékka að upphæð allt að 3.000 krónum. Hægt er að færa fé milli reikningsforma. Reikningnum fylgir færslubók og við stofhun fær við- skiptavinur seðlaveski fyrir tékkhef- tið, færslubókina, lykilkort, önnur greiðslukort, lausafé og annað sem til- heyrir. Þjónustugjald er 150 krónur á món- uði. Innifalin em 10 sérprentuð tékkhefti á ári og áðumefnd gögn. Þá em vextir af innstæðum á alreikningi reiknaðir daglega í staðinn fyrir lægstu stöðu ó 10 daga tímabili eins og venjan er. Þá reiknast hækkandi vextir á hækkandi innstæðu og nó þeir 9% við 15.000 króna innstæðu. Hluthafar í bankanum fá raunar pró- senti meira eigi þeir 5.000 króna hlut eða meira. HERB Póstur og sími Álagið að færast nær Höfða Errnþá em að berast pantanir til Pósts og síma um símtæki víðs vegar um bæinn fyrir erlenda fréttamenn. Að sögn Ágústs Geirssonar, sím- sfjóra í Reykjavík, em erlendu stöðvamar nú famar að biðja um símtæki við pallana við Höfða og á ýmsum stöðum nær fundarstað leið- toganna. „Við höfúm þurft að breyta ýmsum áætlunum vegna þessa þar sem við höfðum gert róð fyrir að fundurinn yrði á Hótel Sögu. Við erum búnir að bæta við töluverðu af línum í kringum í Höföa þannig að við erum tilbúnir ef við þurfum að bæta við símtækjum þar í nágrenninu," sagði símstjóri Reykjavíkur. SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.