Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 40
LOKI Kanna kórfélagar ekki söngvatnið í Baltiku? Rússar vilja Bolette inn í Sundahöfn Sovétmenn hafa farið fram á það að norska skemmtiferðaskipið Bolette verði flutt inn í Sundahöfn. Bolette liggur nú í Reykjavíkurhöfh. Þar hefur fjöldi fréttamanna aðsetur. Sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, að öryggisástæður lægju að baki þessari ósk Sovétmanna. „Það er þó ákvörðun ríkisstjómarinnar að skipið verði þama og ég á ekki von á að því verði breytt," sagði Böðvar. -KÞ Veðrið á morgun: Skýjað og skúrir víða um land Sunnan- og suðaustanátt. Skýjað og skúrir víða um land. Hlýtt í veðri. Hiti á bilinu 9-13 stig. FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst, ohaö dagblao MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Heimsókn Raisu: Þingvellir eða tískusýning Raisa Gorbatsjov skoðar nú langan Tjsta sem Edda Guðmundsdóttir, gestr gjafi hennar, ásamt fleiri hefur sett upp um hugsanlega staði sem hún getur heimsótt í heimsókn sinni til Islands. Á listanum kennir ýmissa grasa, meðal annars skoðunarferð um Reykjavík, Þingvallaferð, heimsókn á Bamaspítala Hringsins, tískusýningar eða skoðun handrita á Stofnun Áma Magnússonar. -KÞ Stórstjörnur á leiðinni Bandaríska þjóðlagasöngkonan Jo- an Baez, sem heldur tónleika í ís- lensku ópemnni á laugardaginn í tilefni af leiðtogafúndinum, getur átt það á hættu að falla í skuggann af enn skærari stjömum. Orðrómur innan- lands jafrit sem erlendis frá segir að kvikmyndaleikarinn Paul Newman sé að huga að íslandsferð en hann er virkur þátttakandi í bandarísku frið- arstarfi. Þá hefúr nafn Barböm Strei- g^id verið nefnt í þessu sambandi og það sama má segja um grísku leikkon- una og þingmanninn Melinu Merco- ury og Lisbeth Palme, ekkju Olofs Palme. Ef af verður munu þessari aðilar koma til landsins árla fostudags. -EIR Friðarstund á Lækjartorgi Samstarfsnefnd íslenskra fiiðar- hreyfinga efnir til friðarstundar á Lækjartorgi á föstudagskvöld kl. 21.00 rTilefni leiðtogafúndarins. Þai' mun herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, m.a. flytja ávarp. SJ TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. U4ft í hiicunri mannc ndu i pudUBiu iiiuiiiid við öiyggisgæslu Búast má við að hátt í 1000 manns verði við öryggisgæslu um næstu helgi vegna leiðtogafúndarins. Þar af em um 600 íslenskir lögreglu- og bjöxgunarsveitarmenn. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagði í morgun, að enn væm nokkrir lausir endar varðandi öryggismálin. Þó væri búið að ákveða að stór svæði við Ægisgarð svo og í kringum sendiherrabústað Bandaríkj amanna við Laufasveg og Hótel Holt við Bergstaðastræti, þar sem munu búa margir háttsettir menn, verða lokuð allri umferð. „Lögreglumenn fóm í gær og töluðu við íbúana og tóku flestir þessu vel,“ sagði Böðvar. „Við leggj- um þó áherslu á það að íbúamir verði ekki fyrir of miklu ónæði.“ Um það hvort fyrirtækin í kringum Höfða yrðu lokuð á morgun og föstudag, sagði Böðvar, að það mál væri óútkljáð. „Það hefur komið beiðni um það frá erlendu öryggis- vörðunum, sem er skiljanlegt vegna þeirra reglna sem þeir fara eftir. Hins vegar em miklir hagsmunir í húfi þarna, svo það er ekki búið að ákveða, hvort þama verður öllu lok- að fyrir helgina eða hvort aðgangur að húsunum verður takmarkaður sagði Böðvar. Aðspurður hvort íslenskir lög- reglumenn yrðu vopnaðir, sagðist Böðvar ekki geta neitað því að þau vopn sera íslenska lögregían heföi á að skipa yrðu notuð. -KÞ Sovéska skemmtiferðaskipið Baltika lagðist að bryggju við Ægisgarð í morgun. En mögulegt er að Baltika verði dvalarstaður Gorbatsjovs á meðan hann dvelst hér. Ægisgarði var lokað með girðingu og lögregiuverði á meðan skipið lagðist að og fengu engir að komast þar að nema tollverðir og starfsmenn hafnarinnar. Baltika kom hingað til lands árið 1966 þegar Karlakór Reykjavikur leigði skipið vegna söngferðar til Alsír og ýmissa borga við Miðjarðarhafið. Meðal farþega var Þórbergur Þórðarson og bar hann aðbúnaðnum um borð í skipinu ekki góða sögu. -SJ/DV-mynd GVA Húsnæðis- kerfið fær Irfeyrislán - giskað á 7-8 milljarða Samningar hafa tekist milli lands- samtaka lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs fyrir hönd opinbera húsnæðiskerfisins um lífeyrislán til kerfisins næstu tvö ár. Giskað er á að lánaðar verði 7-8 þúsund milljónir króna. Lánin verða til 20 ára og vextir á næsta árs lánum 6,25% en lánum 1988 5,9%. Húsnæði- skerfið lánar þetta fé aftur út á 3,5% vöxtum svo að gríðarlegur vaxtamun- ur lendir á ríkissjóði. Samningamir eru gerðir í framhaldi af siðustu almennum kjarasamningum og nýjum lögum um húsnæðiskerfið. I.þeim felast jafnframt nokkrar hækk- anir á vöxtum þeirra lána sem opin- berir sjóðir skulda lífeyrissjóðunum mi þegar, en þau eru aðrar átta þús- und milljónir króna. Að mati sérfræðinga sem DV leitaði til má meta þá ávöxtun sem lífeyris- sjóðimir fá með þessum samningum nokkurn veginn til jafns við ávöxtun síðustu spariskírteina ríkissjóðs með 8% ársvöxtum. Munur á lánstíma veg- ur vaxtamuninn upp. Þá var mikill þrýstingur á aðila að samningunum um að halda vöxtunum niðri þrátt fyr- ir beina hagsmuni sjóðfélaga í lífeyris- sjóðunum sem væntanlega vilja tryggja sér sem hæstan lífeyri þegar þar að kemur. Engin leið er að fá upplýsingar um það, hvort þessir nýju lánssamningar húsnæðiskerfisins nægja því eða ekki næstu tvö ár. Enn er mjög óljóst hvemig nýtt útlánakerfi breytir eftir- spuminni og er milljarðamunur á hugmyndum manna um það. -HERB í 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.