Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTOBER 1986. Um borð fer vel um farþegana. Nancy er fremst en fjær til vinstri situr forsetinn að spjalli við John Connally ríkisstjóra. Feningamarkaöur VEXTIR (%> hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur óbundnar 8-9 Ui Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ah.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9,5-13,5 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í S-5 mán. 8-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,5 U) Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8,75-10,5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3,54 Ab Danskar krónur 7-9 Ib Utlán óverötryggð Almennir víxlarjforv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge Allir Almenn skuldabréf(2) 15,5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,25 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7,75 Bandarí kjadalir 7,5 — Sterlingspund 11,25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskírteini 3ja ára 7 4ra ára 8,5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8,16 Gengistryggð(5 ár) 8,5 Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1509 stig Byggingavisitala \ Húsaleiguvisitala 281 fftig Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokiimi jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf- anir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb=Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Sérhönnuð forsetaflugvél flytur Reagan til íslands flugvél Bandaríkjaforseta, er af gerðinni Boeing 707. Gorbatsjov kemur með flugvél Aeroflot, hugsanlega þessari af gerðinni llyus- hin-86. Veifað úr landganginum. Skjaldarmerki forsetans er á hurðinni. Air Force One er hún kölluð, einka- þota Bandaríkjaforseta. Hún er af gerðinni Boeing 707 og orðin fjórtán ára gömul. Áætlað er að hún lendi með Ronald Reagan á Keflavíkurflug- velli klukkan 20 annað kvöld. Ekki var í gær vitað með hvaða flug- vél Gorbatsjov Sovétleiðtogi kemur með. Ríkisflugfélagið Aeroflot leggur honum til flugvél þegar hann þarf að ferðast milli landa. Aeroflot er nánast hluti af sovéska hemum. Er talið víst að herinn búi flugvél Sovétleiðtogans þannig úr garði að auðvelt verði að senda úr henni fyrirskipanir og taka við mikil- vægum skilaboðum sem varða stjóm ríkisins. Ilyushin 86 undir Gorbatsjov? Hugsanlega verður það breiðþotan Ilyushin 11-86 sem notuð verður til að flytja Gorbatsjov til íslands. Hún er á stærð við DC-10 en með Ijóra hreyfla á vængjunum. Aeroflot tók þessa flugvélartegund í notkun árið 1980. Hún tekur allt að 350 farþega í sæti. Fyrir Gorbatsjov yrði hún væntanlega ekki svo þröngt innréttuð. Boeing 707 hefur verið forsetaþota Bandaríkjanna Irá því að John F. Kennedy var forseti. Það var árið 1962 sem bandaríski flugherinn fékk sér- smíðaða þotu af þessari gerð fyrir forsetann. Hlaut hun fljótlega nafnið Air Force One þrátt fyrir að hún hefði númerið 26000. I þessari flugvél sór Lyndon Johnson embættiseið þegar Kennedy hafði ve- rið myrtur. Með henni fór Richard Nixon í hina sögufrægu ferð sína til Kína. Árið 1972 tók flugherinn við nýrri Boeing 707 fyrir forsetann. Hún fékk númerið 27000. En eins og gamla vélin er hún yfirleitt kölluð Air Force One. Með henni kom Nixon til íslands árið 1973 og með henni kemur Reagan til Islands á morgun. Svefnherbergi í flugvél Reagans Þotan er sérstaklega innréttuð fyrir forsetann. Auk fullkomins fjarskipta- búnaðar hefur forsetinn um borð einkaskrifetofu og svefhherbergi. í flugvélinni er einnig rými fyrir aðstoðarmenn forsetans, fréttamenn og aðra gesti sem forsetinn kýs að bjóða með. í grein, sem nýlega birtist í tímariti Amarflugs um forsetaþotuna, segir að gríðarlega eftirsótt sé að ferðast með Flugher 1. Boð um slíkt þyki mikill heiður. Um borð séu ýmsir hlutir merktir með skjaldarmerki forsetans og Air Force One, til dæmis borðbúnaður, öskubakkar, servíettur og eldspýtur. Þess sé gætt að hafa alltaf til nægar varabirgðir af þessum hlutum því að jafhvel háttsettustu menn geti ekki stillt sig um að taka með sér minjagrip. Undir ströngu eftirliti Boeing 707-þotur eru yfirleitt komn- ar úr notkun í farþegaflugi. Þær em gamlar og eyðslúfrekar. Flugvél for- setans hefur hins vegar ekki verið flogið eins mikið og venjulegum far- þegavélum. I árum talið ætti hún því að hafa lengri líftíma. Flugvél Bandaríkjaforseta hefúr aldrei hlekkst á. Hjólbarði hefúr ekki einu sinni spmngið á henni. Enda er engin önnur þota í heiminum talin njóta eins mikils eftirlits. Líkur em á því að skipt verði um forsetaflugvéí eftir eitt til tvö ár. Er talið að Hvíta húsið muni fá fil um- ráða júmbóþotu eða Boeing 747. Flugherinn hefúr þegar nokkrar slíkar til að nota sem stjómstöðvar í styrjöld. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.