Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Spumingin Hvað finnst þér um að kennsla falli niður í tveimur skólum vegna leiðtogafund arins? Erna Ragnarsdóttir hönnuður: Þetta er í raun spumingin hvort við eigum að halda svona fund eða ekki. Já, mér finnst við eigum að halda svona fund og þetta hlýtur því að vera eitt af því sem við verðum að taka með í dæmið. Ester Ólafsdóttir: Mér finnst það allt í lagi, þetta er ekki svo langur tími. Krakkarnir verða þá bara duglegri er skólinn byrjar aftur. Gísli Gíslason sölumaður: Það er ágætt að krakkarnir fái smá frí, þeir geta síðan unnið þessa viku upp með því að vinna meira næstu daga. Sigríður Gunnarsdóttir snyrtifræð- ingur: Ég hef nú ekkkert pælt í því en það er kannski ekki nógu sniðugt að krakkamir dragist aftur úr í þess- um skólum. Haraldur Haraldsson: Ég geri ráð fyrir að kennurunum þykji það óæskilegt, þetta snertir mig ekki beint. Dagný Ingólfsdóttir: Mér finnst það í lagi ef hægt er að vinna það upp, þetta má náttúrlega alls ekki bitna á bömunum. Lesendur MáKar og framburð má bæta á Bylgjunni „Þrátt tyrir galla Bylgjunnar eru Hlustandi skrifar: Samkvæmt skoðanakönnun DV þann 24. september er Bylgjan vin- sælasta útvarpsstöð þessa dagana. Þrátt fyrir vinsældir þessar tel ég að það sé margt er betur mætti fara, á ég þá aðallega við málfar og fram- burð útvarpsmanna. Þau em ótelj- andi skiptin íram að þessu sem þulimir hafa mismælt sig, farið með slettur, stamað eða talað rangt mál. Til þess að Bylgjan geti talist fréttastöð held ég að stórt átak þurfi að gera í þessum málum. Það er mjög skiljanlegt að fólk sem hefúr aldrei starfað áður sem þulir eða fengist við fr amsögn mismæli sig og stami í byrjun. Því tel ég það vera skyldu forráðamanna slíkra útvarpsstöðva sem Bylgjunnar að sjá til þess að betur fari. Allir þeir sem ráðast í störf sem þessi ættu að fá tilsögn í framsögn auk þess sem krefjast ætti lágmarkskunnáttu í ís- lenskri málfræði af viðkomandi. Þrátt fyrir ofnatalda galla em þó kostir Bylgjunnar fleiri, má þar nefha langan útsendingartíma, gott lagaval, skemmtilega viðtalsþætti og góð tengsl við hlustendur. Ég óska Bylgjumönnum bjartrar framtíðar og vona um leið að þeir taki skjótum framförum í íslensku- kunnáttu sinni! Hvað verður um Bandalag jafnaðarmanna? HaDdór Jónsson skrifar: Ég er mjög ósáttur við framgang mála hjá Bandalagi jafiiaðarmanna. Mennimir, sem hefúr verið treyst fyrir þessu, hlaupa frá borði. Það er verið að eyðileggja hugsjónina bak við flokkinn. Þessir framamenn skilja og sökkvandi skipi til að ná þingsæti í næstu kosningum. Mér finnst einna helst hægt að líkja þessu við sökk- vandi skip þar sem skipstjórinn og stýrimaður hertaka björgunarbátinn og skilja áhöfnina eftir í sökkvandi skipinu. „Það er bara hugsað um þingsætin sfn.“ Betra að hata fréttimar klukkan átta. Sjónvatpið og fréttimar Verkakona skrifar: Hvað eru forráðamenn sjónvarpsins eiginlega að hugsa? Er ekki hægt, þó það væri ekki nema einu sinni, að taka tilllit til landsbyggðarinnar? Við í sjávarplássum og bændur sitjum ekki við skrifborð og löllum okkur heim kl. 4 eða 5 á daginn eins og meirihluti manna í Reykjavík virðist núorðið gera. Meðan við í fiskinum vinnum beiki brotnu við að skapa þjóðinni gjaldeyri. Við vinnum yfirleitt til kl. 7 þá á eftir að sinna búi og bömum. Með lagni var hægt að kíkja á fréttir kl. 8 en því miður útilokað nú. Ekki er um að ræða hjálp frá eigmnannin- um því hann er úti á sjó eins og flestir karlmenn í sjávarþorpum. Og þeir sem vinna við úthreinsun í frystihúsi koma ekki heim fyrr en klukkan er langt gengin í átta. En þetta er eins og við var að búast, alltaf er landsbyggðin sniðgengin. Við virðumst nógu góð til að halda Reykjavík uppi, allavega spretta seðlamir ekki á trjám í Seðla- bankanum. Við fengum heldur ekki að horfa á landsleikinn í beinni út sendingu, ó-nei, það var bara fyrir Reykjavík. Fleiri rútuferðir í Mosfellssveitina 3503-9732 skrifar: Ég er Mosfellingur og fer mjög oft í bæinn og þarf því að nota rútu sem fer milli Reykjavíkur og Mosfellssveit- ar. Mér ásamt fleirum finnst að fjölga eigi þessum ferðum, þær eru á klukku- tíma fresti á virkum dögum með nokkrum undantekningum. Um helg- ar, þegar ömgglega flestir þurfa að skreppa eitthvað í bæinn, fer hún á tveggja tíma fresti. Flestum sem fara með rútunni finnst að það eigi að bæta við ferðum á kvöldin, bæði til og frá Reykjavík. Þetta er alveg ómögulegt eins og þetta er í dag. Ég hvet þá sem em mér sammála til að láta tieyra í sér því þetta er mál sem þarf að taka til athugunar. Það þarf að fjölga ferðum milli Mosfellssveitar og Reykjavikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.