Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 37
37 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ber er hver að baki Þad er borðleggjandi að ber er hver að baki nema sér flóðhest eigi ef marka má yfirbragðið á meðfylgjandi mynd. Myndin er tekin i dyra- garðinum i Chessham i Englandi og nokkuð Ijóst að starfsmaður dýragarðsins veit ekki hvaða sjón bíður ef hann rennir augunum aftur fyrir sig. Andrúmsloftið er annars dásamlega afs- lappað hjá tvímenningunum og vonandi að Frikki flóðhestur hafi ekki lokað munninum harkalega í lok senunnar. Flísin og rassinn Tilkynningin um giftingu skipa- kóngsins Aristotele Onassis og for- setaekkjunnar Jakcie Kennedy kom mjög eins og köld skvetta yfir vestræn- an almenning en nú segir í nýrri bók Peters Evans um Ari Onassis að þau hafi í raun hist á laun árum saman. Fæstir gerðu ráð fyrir að þau ættu mikið sameiginlegt og ástir þeirra ollu gífurlegum heilabrotum meðal helstu sérfræðinga í parasamböndum þeirra frægu og ríku. Kennedyklanið gerði allt til þess að koma í veg fyrir að Jackie gerði al- vöru úr því að bindast Onassis og lokaátakið fór fram á eyjunni Scorpi- os. Þangað var Teddy Kennedy boðið til viðræðna við skipakónginn og var ætlunin að fá hann til að gefa ekkjuna eftir. En Ari sá við þeim öllum, hellti Teddy öskurfúllan í einum ljósgræn- um hvelli og í timburmönnunum daginn eftir var erfðaprins Kennedy- anna ekki í ástandi til að ná miklum árangri í samskiptunum við Grikkj- ann snarráða. Með atburðum fylgdust böm Ari af fyrra hj ónabandi - lítt hrifin. Christina lokaði sig inni en Alexander missti ekki af neinu og lét hafa eftir sér um lyktir mála. „Faðir minn elskar fræg nöfn og Jackie elskar peninga. Þau hæfa hvort öðm sérlega vel - falla saman eins og flís við rass!“ Fréttin um samband Aristotele Onassis og Jackie Kennedy kom alheimi mjög á óvart. í nýútkominni bók vestra segir að þau hafi hist á laun árum saman. Reuterfréttastofan skýrir frá því í síðustu viku að Joan Colins hafi ját- að í sjónvarpsviðtali að hafa tekið inn kókaín - en aðeins einu sinni. „Jú, ég tók inn kókaín og það var hræðilegt,“ segir Joan. „Þetta gerðist í kókaínpartíi fyrir mörgum árum. Þá var mér boðið að prófa og ég ákvað að slá til. En þetta var alveg hræðileg lífsreynsla sem ég myndi aldrei vilja endurtaka," segir Dynastystjarnan. „1 íjörutíu og átta tíma var mér ekki nokkur leið að sofna og kom ekki dúr á auga. Það var hræðilegt - voðalegt - og ég ber enga virðingu fyrir fólki sem tekur inn fíkniefni." Kóktískan er engin ný bóla meðal hinna ríku og frægu í Hollívúdd og er reyndar einn stærsti vandinn sem yfirvöld ,telja sig eiga við að etja í sambandi við yngri kynslóðina líka. Allmargir hafa náð að hætta í kók- inu en mikill fjöldi eyðir gífurlegum íjármunum í kókkaup og brennir lífs- kertið löngu fyrir aldur fram með notkuninni. Ein þeirra, sem segist hafa lagt kókið til hliðar, er Britt Ekland. Hún kemur ekki nálægt neinum fíkniefn- um vegna þess að hana langar til þess að eignast barn sem allra fyrst með eiginmanninum, Slim Jim. Til þess að það verði mögulegt er fyrsta skrefið að leggja niður alla lyfja- notkun. „Maðurinn minn, Peter Sellers, var illa húkkaður á eiturlyf," segir Britt. „Hann fékk mig fyrst til þess að prófa marijúana og önnur efni. Að lokum var hann búinn að eyðileggja eigin heilsu með lífeminu og mér fór smátt Britt Ekland segist hætt öllu eiturfitli vegna þess að hana langar að fjölga mannkyninu með aðstoð eiginmannsins, Slim Jim. og smátt að verða ljóst að nauðsyn- legt væri að stinga við fótum. Og núna kem ég ekki nálægt neinu þess háttar.“ Dóttir Britt og Peters, sem heitir Victoria, var dregin fyrir rétt í Los Angeles á dögunum ákærð fyrir fíkniefnanotkun en var sýknuð að lokum. „Dóttir mín hefur aldrei verið háð neinum eiturlyfjum," fullyrðir Britt. „Hún var aðeins óheppin með félags- skap. Victoria veit fullvel að þetta varð foður hennar að bana og hefur lítinn áhuga á að lenda í sömu spor- um.“ Það er greinilega enginn sunnu- dagaskólablær yfir kvöldboðunum hjá filmstjörnunum vestra. Ólyginn sagði . . . Faye Dunaway leikur eiginkonu númer eitt í Bandaríkjunum á sviði í London. Það væri ekki í frá- sögur færandi ef ekki sæti í salnum fjöldi lífvarða á hverri sýningu og leynilögreglu- maður stæði ekki við sviðið til þess að gæta lífs og lima listamannsins. Þrátt fyrir þetta er víst eitthvað pláss ennþá eftir í salnum sem áhorfendur fá að fylla og segir sagan að móttökur séu með afbrigðum góðar eftir hverja sýningu. Það fylgir ^ ekki sögunni hvort leyni- löggan uppi við sviðið hneygir sig pent með hinu sviðsliðinu þegar tjaldið fell- ur. Marlene Dietrich er heldur lítið fyrir fjölmiðla en mætti þó í viðtal við Maxmilian Schell. í upptök- unni sagðist hún aldrei hafa tekið atvinnuna og framann neitt alvarlega og skildi ekk- ert í því fólki sem nennti að eyða tímanum í að glápa á þessar eldgömlu myndir.:; , Samt sagði hún ákveðin að loknu viðtali að það þyrfti að koma því beint í sjón- varpið - því í þeim bissniss væri mesta fjármuni að finna. Marlene er á áttræðis- aldri. John McEnroe olli pressunni sárum von- brigðum þegar hann mætti aftur til leiks með spaðann í opnu keppnina í New York. Hann sýndi öllum viðstödd- um hina mestu tillitssemi, missti ekki út úr sér eitt ein- asta fúkyrði og sagðist vera að hugleiða að hætta keppni. Framtíðarplönin eru efst á listanum hjá MeEnroe og segja niðurdregnir frétta- menn giftinguna og barn- eign meðTatum O'Neal hafa dregið úr frekjudallinum all- an mátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.