Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Andlát Guðmundur Þórarinsson lést 28. september sl. Hann fæddist í Ytri- Tungu í Breiðuvíkurhreppi 11. maí 1893. Foreldrar hans voru Jensína Jóhannsdóttir og Þórarinn Þórar- insson. Guðmundur giftist Þórhildi Kristjónsdóttur en hún lést árið 1966. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Björn Þorsteinsson, fyrrverandi prófessor, andaðist í Borgarspítalan- um mánudaginn 6. október. Erlendína Magnúsdóttir, Kirkju- vogi, Höfhum, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 6. október. Sophus S. Magnússon frá Drangs- nesi lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. október. Jóhann J. E. Kúld lést í Borgarspít- alanum 7. október. Indijana (Sveinsdóttir) Sigurd- son, lést á Betel Gimli, Manitoba, Canada 4. október 1986. Guðmundur Oddgeir Jónsson matsveinn, Arnarhrauni 7, Hafnar- fírði, sem lést 26. september, verður jarðsunginn í dag, 8. október, kl. 15 fró Hafnarfjarðarkirkju. Sjturla Jóhannesson, Sturlu- Reykjum, verður jarðsunginn fró Reykholtskirkju föstudaginn 10. október kl. 15. Farið verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 12. Útför Klöru Helgadóttur, Hólm- garði 58, sem lést þann 30. september, fer fram frá Bústaðakirkju 9. október og hefst athöfnin kl. 15. Ásgerður Ágústa Ágústsdóttir frá Lýsudal í Staðarsveit, Hraunbæ 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Staðarstað laugardaginn 11. október kl. 15. Rútuferð verðurfróBSÍ kl. 11. Margrét Sigurþórsdóttir, Stiga- hlíð 32, verður jarðsungin fró Fossvogskirkju föstudaginn 10. október kl. 13.30. Sighvatur Þorsteinsson, Furu- gérði 11, er andaðist 2. okt., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. október kl. 13.30. Tombólur Tombóla á Eskifirði. Þessar efnilegu og duglegu stúlkur, Dilja Rannveig Bóasdóttir og Oddný Svana Friðriksdóttir, sem báðar eru 8 ára og eiga heimili við Bleiksárhlíðina á Eskifirði, héldu tombólu á dögunum að Bleiksárhlíð 15 með hjálp góðra manna. Alls söfnuðust kr. 1850 sem þær afhentu meðhjálparanum á Eskifirði, Gunnari Auðbergssyni, sem tók við þeim f.h. Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Þess má geta að þessar tvær stúlkur voru líka með tombólu í fyrra ásamt 2 öðrum vinkonum sínum og söfn- uðust þá 1.280 krónur sem þær létu síðan renna í söfhunina Brauð handa hungruð- um heimi. Tilkyrtningar Minningarkort Áskirkju Minningarkort safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, s. 681984, Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, og Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Þá gefst þeim sem ekki eiga heimangengt kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkju- vörður annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Samtök lækna gegn kjarnorkuvá Alþjóðasamtök lækna gegn kjamorkuvá IPPNW er alþjóðleg friðarhreyfing 150 þúsund lækna óháð stjómmálaöflum. Þau eru handhafar friðarverðlauna Nóbels árið 1985 og hafa það að markmiði að koma í veg fyrir kjamorkustríð. Alþjóða- samtökin og íslandsdeild þeirra, Samtök íslenskra lækna gegn kjamorkuvá, fagna því að leiðtogar stórveldanna, þeir Ronald Reagan og Michael Gorbachev, hafa ákveðið að ræðast við á ný. Samtökin hvetja leiðtogana til að sameinast um að stöðva allar tilraunir með kjamorkuvopn þar til samkomulag næst um alþjóðlegt bann við kjarnorkuvopnatilraunum og frekari útbreiðslu kjamorkuvopna. Slíkt frumkvæði yrði öðrum kjarnorkuveldum hvatning sem draga mundi úr kjamorku- vopnakapphlaupinu. Samtökin óska þess að fundurinn í Reykjavík verði heims- byggðinni til heilla. Dregiö úr réttum lausnum í getraunakeppni Puffins Þann 10. september sl. var dregið úr rétt- um lausnum í getraunakeppni Puffins, Islandi, frá heimilissýningunni ’86. Heild- verslun Axel Ó. þakkar öllum þeim sem þátt tóku í getrauninni. Ánægjulegt var hversu margir voru fróðir um framleiðslul- öndin. Puffins skómir eru framleiddir á Islandi og í Portúgal. Rétt svar er því Is- land, Portúgal. Eftirtaldir aðilar eru Puffins lukkunnar pamfílar og mega velja sér eitt par af Puffins skóm. 1. Margeir S. Ingólfsson, Engjaseli 29. 2. Guðjón Þorvaldsson, Marbakkabraut 32. 3. Svavar Dór Halldórsson, Dísarási 11. 4. Berglind Guðmundsdóttir, Álfhólsvegi 123. 5. Trausti Sigurðsson, Hörgshlíð 2. 6. Auður Guðmundsdóttir, Æsufelli 22. 7. Kristín Svava Svavarsdóttir, Furugrund 45, Kóp. 8. Gylfi Þ. Gylfason, Smyrlahrauni 39. 9. Anna Sif Gunnarsdóttir, Tjarnarbóli 14. 10. Guðrún Elíasdóttir, Bólstaðarhlíð 11. Vinningshafar eru beðnir að hafa samband í síma 21675 alla virka daga. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Ráðstefna á vegum Hjálpræðishersins Um þessar mundir eru í heimsókn á Is- landi ofurstahjónin Einar og Bergljót Madsen. Hann er yfirmaður Hjálpræðis- hersins á Islandi, í Færeyjum og Noregi en hún er forseti ýmissa samtaka innan hersins. Auk þess að kynna sér starfið á Islandi og halda samkomur við flokkana mun ofursti Einar Madsen halda fyrir- lestra á foringjaráðstefnu sem haldin er í Reykjavík. Ráðstefnan hefur staðið í tvo daga og lýkur með almennri samkomu í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 í Herkastal- anum, Kirkjustræti 2. Þátttakendur ráðstefnunnar munu sjá um samkomuna en aðalræðumaður verður ofursti Einar Madsen, umdæmisstjóri. Fimmtudaginn 9. október verða gestimir í fararbroddi á samkomunni um kvöldið, það eru þær kapteinn Ingrid Björke og lautinantamir Marianna Jakobsen, Björg Tronstad og Britt Grimstad, sem em foringjar í Þórs- höfn og Vogi. Einnig mun vistfólk á Dalbraut og heilsuhælinu í Hveragerði njóta góðs af fögrum söng og hljóðfæra- slætti þessara ungu stúlkna þar sem farið verður á þe'ssa staði. Útvarp - Sjónvarp dv Eiríkur Jónsson safnstjóri: Mikill húmoristi og mannvinur Ég hef fylgst með þáttunum Vitni deyr og er mjög hrifinn af þeim. Breskir þætti eru alla jafna bestir, mjög vandaðir og spennandi. Það er munur að sjá þennan þátt eða Arf Afrótítu sem var einhver mesta hörmung sem sést hefur í íslenska sjónvarpinu. Peter Ustinov var á skjánum í gærkvöldi í annað skipti á stuttum tíma. Hann er mikill húm- oristi og mannvinur svo að maður hressist allur upp við að horfa á hann. En þó að margt sé gott í sjón- varpinu þá er ýmislegt sem gera má athugasemdir við. Þar á ég sérstak- lega við þær breytingar sem gerðar hafa verið á tímasetningu dagskrár- liða. Hinir ýmsu dagskrárliðir um kvöldmatarleytið eru á góðri leið með að sundra þeim brotum sem eft- ir voru af hinni íslensku vísitölufjöl- skyldu. Einnig má nefna að ekkert hefúr verið sýnt beint frá enskum knattspymuleikjum það sem af er hausti og reyndar lítið af breskum leikjum yfirleitt. Aðdáendur ensku knattspymunnar em að vona að Stöð 2, sem nú er að hefja störf, verði með beinar lýsingar frá enskum knattspymuleikjum. Útvarpsráð hefúr greinilega vilja meirihluta þjóðarinnar að engu í þessu máli. í sambandi við bamaefni vil ég nefria að ég er mjög ánægður með hve mikil aukning hefúr orðið á því þó að mér finnist það reyndar mega vera á örðum tíma. í útvarpi hlusta ég alltaf á kvöld- fréttimar á rás 1. En ég hef yfileitt ekki tækifæri til að hlusta á útvarp á öðrum tímum. Þó kveiki ég öðm hvom á léttri tónlist á rás 2 og Bylgj- unni. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist verður spiluð laugardaginn 11. október kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17, 3. hæð. Allir velkomnir. Skemmtileg samvinna 1 tilefni af 200 ára afinæli Reykjavíkur hefiir veitingahúsið Gullni Haninn við Laugaveg 178 prýtt glæsileg húsakynni sín með myndum Sólveigar Eggerz listmálara. Sólveig hefur getið sér gott orð fyrir mynd- verk sín, bæði hér heima og erlendis. Ásamt hefðbundinni málun hefur Sólveig einnig fengist við málum á rekavið og hafa þau verk ekki síður notið vinsælda. Samvinna veitingahússins og listmálarans hefur fallið gestum einkar vel í geð og mun því verða framhald á henni um óá- kveðinn tíma. Settar hafa verið upp nýjar myndir og er viðfangsefni Sólveigar að þessu sinni Reykjavík. 1 myndunum reynir Sólveig að lýsa þeim töfrum sem borgin býr yfir og skapa þá stemmningu sem rík- ir í umhverfi gamalla og fagurra húsa. Að þessu sinni eru allar myndir Sólveigar Eggerz til sölu. Sýningin er opin á opnun- artíma Gullna Hanans, frá kl. 11.30-14.30 og frá kl. 18 en lokað í hádeginu á sunnu- dögum. Afmæli 75 ára er í dag, 8. október, Ólafur Beinteinsson verslunarmaður, Hvassaleiti 58 hér í bæ. Hin síðari ár hefur hann’verið aðstoðarútfarar- stjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavík- ur. Hann og eiginkona hans, Sigurveig Hjaltested óperusöng- kona, eru erlendis um þessar mundir. Maður handtekinn vegna árásarinnar Rannsóknarlögreglan handtók í gærkvöldi mann sem tahnn er vera viðriðinn árásina í Gamla kirkjugarð- inum og hefur viðkomandi verið í yfirheyrslum vegna málsins. Sem kunnugt er af fréttum var ráð- ist á fimmtuga konu í kirkjugarðinum og slapp árásarmaðurinn en konan kærði atburðinn. -FRI Concorde í Keflavík: Kaupsýslumenn í sundskýlum „Ég var að taka á móti Concorde á Keflavíkurflugvelli ásamt nokkrum öðrum fegurðardrottningum," sagði Hólmfríður Karlsdóttir er DV ræddi við hana á sundlaugarbarmi Laugar- dalslaugarinnar í gær. „Mér skildist að þama væru á ferðinni bandarískir kaupsýslumenn sem hefðu unnið flug- ferðina í einhverri getraun og máttu ekki taka neitt með sér annað en vega- bréf og sundskýlu." Samkvæmt öðrum heimildum DV voru kaupsýslumennirnir í Concorde- ferðinni ekki með annan farangur en vegabréf og tannbursta og var boðið að snæða hér á landi áður en snúið var vestur um haf á ný í gærkvöldi. Tannbursti eða sundskýla. Það skiptir ekki öllu. Concorde lenti í Keflavík í gær. -EIR Fiskmarkaður alveg á næstunni „Áhugi manna íyrir því að setja upp fiskmarkað er mikill og ég tel engan vafa leika á því að menn hefjist handa með uppsetningu hans alveg á næstunni," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV í morgun. Ráðherra sagði að hér væri um til- raun að ræða, tilraun sem hann teldi alveg sjálfeagt að gera ef það mætti verða til þess að draga úr gámasölu íslendinga og siglingum fiskiskipa. í stað þess að íslendingar væru að senda út gáma gæti þetta orðið til þess að fiskkaupendur sendu sína gáma hing- að til lands til fiskkaupa og sagðist Halldór telja það af hinu góða. Hvað varðar staðsetningu fyrsta markaðarins sagði Halldór að talað væri um að setja hann upp á Faxa- flóasvæðinu. Hann gæti því verið settur upp hvar sem væri frá Þorláks- höfh til Akraness. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það en það verður gert næstu daga. Kostnaður ræðst að sjálfsögðu af stærð markaðarins en kostnaðartölur hafa verið nefndar allt frá 6,5 milljón- um króna og upp í 12,5 milljónir. Aðspurður hvort ekki væri nauðsyn- legt að ráðast í byggingu húsnæðis vegna þessa sagði Halldór að það væri ekki víst og færi nokkuð eftir því hve stór markaðurinn yrði en sjálfsagt kæmi að því ef tilraunin heppnaðist. Að lokum sagði Halldór Ásgrímsson að margt væri óljóst varðandi fisk- markað hér á landi en þessi tilraun mun væntanlega leiða í ljós kosti og galla þess að reka frjálsan fiskmarkað á íslandi. -S.dór. EskKjörður: Hrafnkell í prófkjör Sjálfstæðisflokksins Emil Hioiarensen, DV, Eskifirði: Hrafnkell A. Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfetæð- ismanna á Austurlandi. Hrafnkell bauð sig fram fyrir óháða í síðustu sveitarstjómarkosningum, Sjálfstæð- isflokkinn áður og Alþýðubandalagið þar áður. Er hann var spurður hvers vegna hann færi fram fyrir Sjálfetæðisflokk- inn nú sagðist Hrafnkell gera það til að ná sem bestum árangri. Góður ár- angur gæti talist að ná þriðja sæti og þar fyrir ofan væri ágætt. Eingöngu félagsbundnir sjálfetæðis- menn, sem eru orðnir 16 ára, taka þátt i prófkjörinu, svo og þeir sem ekki em félagsbundnir en skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir styðji Sj álfstæðisflokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.