Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Fréttir Eitt af 11 herbergjum á Royal Inn. DV-myndir KAE Royal Inn hótel á laugavegi: Hækkaði herbergi úr 35 í 220 dollara - að scgn blaðamanns á Glasgow Herald „Ég vil ekkert gefa upp verð hjá mér vegna leiðtogafundar," sagði Sólveig Clausen sem rekur hótelið Royal Inn eða Gistihúsið, Laugvegi 11. Hins vegar hafði blaðamaður, sem starfar á skoska blaðinu Glasgow Herald, samband við DV og sagðist hafa hringt á Royal Inn, skömmu eftir að ljóst var að leiðtogafundinn ætti að halda í Reykjavík, og spurt um verð á herbergi. Þá voru honum gefiiar þær upplýsingar að herbergi með morgunverði kostaði 35 dollara, eða rúmar 1400 krónur nóttin. Blaðamaðurinn hugsaði malið í rúma hálfa klukkustund, hringdi aftur til Royal Inn og ætlaði að stað- festa pöntun á eins manns herbergi. Þá var verðið á herberginu komið upp í 50 dollara eða rúmar 2000 krónur fyrir nóttina. Síðan gerðist það að maðurinn hringdi í þriðja skipti nokkrum dög- um seinna og boðaði komu sína í dag. Þá var honum sagt á Royal Inn að herbergið kostaði 220 dollara eða tæpar 10 þúsund fyrir nóttina, en ekki 50 dollara. Ritstjórinn á Glasgow Herald gat ekki samþykkt svona háan gisti- kostnað þannig að þessi blaðamaður kemur ekki til landsins. DV bar sögu blaðamannsins upp við Sólveigu Clausen. Hún vildi ekk- ert um málið segja. .jjg í dag mælir Dagfari Sum hótelherbergi hækka um meira en 50% Hjá þeim hótelum sem tekin voru leigunámi, Hótel Sögu, Hótel Loftleið- um og Hótel Esju, hefur verð á gist- ingu hækkað verulega vegna leiðtogafundarins. Hjá Hótel Esju kosta nú öll her- bergi, bæði 1 manna og 2 manna, 126 dollara eða 5.166 krónur nóttin með morgunverði. Áður var verðið á 1 manns herbergi með morgunverði um 60 dollarar eða 2.460 krónur og 2 manna herbergi kostaði 75 dollara eða 3.075 krónur. Á Hótel Loftleiðum er einnig fast verð á öllum herbeijum, það sama og á Hótel Esju, eða 126 dollarar með morgunverði. 1 sumar kostaði 1 manns herbergi á Hótel Loftleiðum 71 dollar með morgunverði og 2 manna her- bergin 101 dollar, en talað hafði verið um að vetrarverðið yrði fyrir 1 manns herbergi 57 dollarar eða um 2.300 krónur og 75 dollar&r eða um 3000 krónur fyrir 2 manna herbergi. Á Hótel Sögu kostar nú 1 manns herbegi 105 dollara með morgunverði eða 4.305 krónur og 2 manna herbergi 126 dollara eins og á hinum hótelunum tveimur. Samkvæmt upplýsingum hjá móttökunni á Hótel Sögu hefur ekki orðið mikil hækkun vegna leiðtoga- fundarins, þannig hafi 1 manns herbergi áður kostað 96 dollara eða tæpar 4 þúsund krónur með morgun- verði og 2 manna herbergi hafi kostað 119 dollara eða um 4.900. Hótelin, sem tekin voru leigunámi, hafa sem sagt hækkað verð fyrir sum herbergin sín um meira en helming vegna leiðtogafundarins. -KB Leiðtogafundarverð og venjulegt verð Önnur hótel virðast ekki hafa hækkað gistikostnað eins mikið og leigunámshótelin þijú, Hótel Saga, Hótel Loftleiðir og Hótel Esja. Á Hótel Óðinsvéum fengust þær upplýsingar að verði hefði ekki verið breytt en að sumarverð yrði í gildi ffam yfir leiðtogafund. Eins manns herbergi kostar þar um 57 dollara, eða um 2.330 krónur með morgunverði, og tveggja manna herbergin kosta 87 dollara, eða um 3.600 krónur nóttin. Nú þegar er orðið alveg fúllt á Hótel Óðinsvéum og fullbóicað ff am yfir leið- togafúnd. Á Hótel Borg kostar tveggja manna herbergi núna um 108 dollara með morgunverði, eða tæpar 4.500 krónur, en kostaði 95 dollara eða um 3.900 krónur. Eins manns herbergi hafa hækkað um 10 dollara, úr 74 í 84 doll- ara með morgunverði. Þeir sem voru búnir að bóka herbergi áður en leið- togafúndur kom til og vilja ekki hliðra til og koma seinna munu borga hótel- inu samkvæmt gamla verðinu. Þeir sem koma vegna leiðtogafundar borga á nýja verðinu. City hótel hefur hækkað sumarverð sitt um 20% vegna leiðtogafundarins, tveggja manna herbergi kosta nú um 83 dollara með morgunverði, eða um 3.400- krónur nóttin. Eins manns her- bergi kostar 58 dollara nóttin með morgunverði, eða um 2.400 krónur. Hótelið verður fullsetið nsestu daga. -KB Leigunámshótelin „Það hefði ekki þurft að vísa öllu þessu fólki ffá. Við höfum verið með um 100 herbergi laus í gær og dag sem hefði mátt nýta. Hótelið verður hins vegar fúllt frá og með morgundeginum og þar til leiðtogafúndurinn er yfir- staðinn," sagði starfsmaður í móttöku Hótel Ijoftleiða í samtali við DV. Starfsmaðurinn á Loftleiðum sagði að reynt hefði verið að ná til þess fólks aftur sem hefði ætlað að gista á hótel- inu fram á fimmtudag. Dæmi eru um fólk sem búið var að koma sér fyrir á einkaheimilum en hætti við og kom aftur á Loftleiðir er ljóst var að til voru laus herbergi þrátt fyrir allt. Svipaða sögu er að segja um hin leigunámshótelin, þau hefðu ekki þurft að vísa öllum ffá. Á Hótel Esju voru t.d. á milli 10 og 20 herbergi laus aðfaranótt mánudags og þriðjudag og með laus herbergi eitthvað var laust síðustu nótt. Á Hótel Sögu hafa verið um 50 her- bergi laus undanfamar nætur. Ástæðan fyrir lausum herbeijum mun einnig vera sú að.eitthvað hefúr verið um afbókanir hjá þeim sem pantað höfðu vegna leiðtogafúndar. „Ríkið mun ekki greiða kostnaðinn af lausum herberjum þótt hótelin hafi verið tekin leigunámi. Hótelin bera sjálf skaðann af því,“ sagði Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Sögu. Að sögn Konráð ákváðu leigun- ámshótelin sjálf verð á herbergjunum. Ríkisvaldið hafði enginn afskipti af því. Það var óformleg ákvörðun for- svarmanna hótelanna þriggja að hafa sama verð á tveggja manna herbeijum, eða 126 dollara, 5.166 krónur nóttin með morgunverði. -KB Engar veislur, takk Nú er brátt að verða ljóst að fúnd- ur Reagans og GorbatsjOvs er stærsti atburður hér á landi fyrr og síðar. Fundurinn er jafiivel enn merkilegri heldur en kristnitakan árið þúsund og langtum, langtum merkilegri heldur en fundur Nixons og Pompidous. Þegar kristnitakan fór fram voru engir fréttamenn mættir og þegar Nixon og Pompidou hittust voru engar beinar sjónvarpsútsend- ingar. Það má einna líelst líkja leiðtogafundinum við stofnun al- þingis, en þá fór Grímur geitskór um landið allt og farrn Þingvelli sem heppilegan fundarstað. Fujltrúar leiðtoganna hafa einnig leitað að góðum fundarstað og fundu Höfða. Þannig munu Þingvellir og Höfði verða í framtíðinni merkilegustu sögustaðimir á íslandi og ekki er ólíklegt að Höfði muni hafa vinning- inn þegar fram líða stundir, þó ekki sé af öðru en því að þar er meiri draugagangur en á Þingvöllum. Hingað eru komnir hundruð ef ekki þúsundir erlendra fréttamanna sem vitaskuld er ánægjulegt fyrir okkur íslendinga. Bæði Reagan og Gorbatsjov hafa gefið það út að eng- ar fréttir eða fréttatilkynningar verði gefiiar út af fúndinum og alls ekki við því að búast, því mennimir em eingöngu að hittast til að spjalla saman um það sem þeir ætla að ákveða seinna meir. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði eiginlega gerst, ef frétta væri að vænta af þess- um fundi, þegar slíkt stóð af frétta- mönnum og ljósmyndurum leggur leið sína hingað á tíðindalausan snakkfund. En kosturinn við frétta- leysið af fundinum er hins vegar sá að í staðinn hljóta fréttamennimir að beina kastljósi sínu að þjóðinni sem býr hér. Nú er um að gera að gefa rétta mynd af okkur. Það var til dæmis afar óheppilegt, þegar sjónvarpsstöðvamar banda- rísku heimsóttu okkur síðast, að tekin var sjónvarpsmynd af ölvuðum unglingum í miðbænum og birtist sú mynd um Bandaríkin þver og endi- löng og var slæm íslandskynning. Þetta má ekki gerast aftur og em bæði unglingar og fullorðnir ein- dregið hvattir til að stilla drykkju sinni í hóf og haga sér siðsamlega mn þessa helgi, svo útlendingamir fa.i rétta mynd af þjóðinni. Helst ættu íslendingar alls ekki að láta sjá sig á götum úti um þessa helgi, svo myndin verði örugglega rétt, enda er það vísasti vegurinn til að röng mynd verði dregin upp af þjóðinni ef fólk er á ferli. Raunar hefúr Stein- grímur ferðamálastjóri eindregið beðið um að fólk haldi sig innan- dyra, enda veit hann manna best hvað það hefur í för með sér ef ís- lendingar sjást. Þeir Reagan og Gorbatsjov hafa sennilega séð myndina af ofúrölva æskulýðnum og hafa haft spumir af drykkjuskap íslendinga á góðra vina fundi, því þeir hafa afþakkað allar veislur meðan á dvöl þeirra stendur. Þetta er meiriháttar áfall fyrir bæði Steingrím og Vigdísi, svo ekki sé talað um alla kokkana og útflutningsráðið, sem höföu hugsað sér gott til glóðarinnar með því að bjóða upp á íslenskan mat í fínum veislum. Þær veislur áttu að vera ' innandyra með völdu fólki, þannig að landinn hefði ömgglega sýnt á sér rétta mynd. í veislunum áttu þeir einir að mæta, sem kunna borð- siði og hafa verið á Vogi, þannig að fullvíst mátti telja að enginn yrði þjóðinni til skammar, nema þá fyrir þá sök að vera eins og hann á ekki að sér að vera. Það er finast í svona veislum og gefur rétta mynd af þjóð- inni. Annars hefúr Dagfari grun um að orsökin fyrir því að veislur em af- þakkaðar sé sú að þeir félagamir hafi haft spumir af matseðlinum. Gorbatsjov hefur augsýnilega óttast að þurfa að éta saltsíld í forrétt og aðalrétt og Reagan hefði átt von á lambakjöti og hvalkjöti. Ameríkan- amir á vellinum hafa verið búnir að vara hann við lambakjötinu, sem þeir hafa hingað til neitað að éta niðurgreitt og allir í Bandaríkjunum vita að íslendingar hafa verið að éta hvalkjöt f vísindaskyni og eiga nóg- an afgang. Þeir em þar að auki hingað komnir til að semja um frið, bæði á mönnum og hvölum, og það yrði saga til næsta bæjar fyrir græn- friðunga ef Reagan étur friðaðan hval í nafni vísindanna. Já, veislumar em afþakkaðar, en getur ekki Edda Steingrímskona boðið þeim strákunum í mat? Hún verður hvort sem er með Raisu ‘í kostgangi Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.