Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Þröstur Ólafsson, stjómarformaður KRON, í DV-yfirheyrslu: Reiknum með að ná kannski 20% af matvöruversluninni - Ert þú að verða einhvers konar „Silli & Valdi“ í verslun höfuðborg- arsvæðisins? Nei, það er nú langt í land með það, bæði er stærðin allt önnur en þessi umsvif núna gefa ef til vill til kynna, svo hitt að Silli & Valdi ráku sína verslun i allt öðrum tilgangi en við. - En stundum yrkja jú skáldin undir dulnefnum. Já, ja ég veit nú ekki hvað þú átt við. Ekki rekum við okkar íyrirtæki undir neinum dulnefnum. - Eg á við að þarna ert þú potturinn og pannan í rekstri sem að vísu er undir merki félagasamtaka. Þetta hefúr gerst þannig að það eru að verða ákveðin kynslóðaskipti í KRON. Félaginu hefur verið stjómað af kynslóð sem er smám * saman að draga sig í hlé og ég hef óneitanlega komið dálítið við sögu í sambandi við það að nýtt fólk er að taka við. - Konan þín, Þórunn Klemenzdóttir, er líka í níu manna stjóm KRON. Það er ágætt að hafa hana þama. Hún kom raunar langt á undan mér í stjómina. Ég kom þama inn i fram- haldi af því að ég hafði verið beðinn að taka að mér stjómarformennsku í Miklagarði þegar ákveðið var að koma honum á koppinn. Svo æxlað- ist það þannig að ég var beðinn að taka að mér stómarformennsku í KRON einnig. Það lá nokkuð beint við vegna þess að Mikligarður var tu orðinn það stór hluti af rekstri KRON. - Fyrir utan formennsku í þessum tveim stjómum ertu einnig í stjóm Máls og menningar og jafnvel fleiri fyrirtækja auk þess að vera fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Annarðu þessu svo nokkur mynd sé á? Ég var einu sinni framkvæmda- stjóri Máls og menningar og tengslin við þann félagsskap hafa aldrei slitn- að. Einnig er ég í stjóm Granda hf., sem frægt er. Mér er það alveg ljóst að öll þessi verkefni mín em orðin - viðameiri en eðlilegt er að ætlast til að einn maður anni. Ég eyði svo til öllum mínum frítíma í þetta. - Nú, þá er það KRON, ég stórefast um að fólk almennt viti hvað það er eða geri mun á því og fyrirtækjum á borð við Hagkaup. KRON er samvinnufyrirtæki, fé- lagsverslun, sem hefur það að markmiði að dreifa vörum til neyt- enda á höfuðborgarsvæðinu á sem bestu verði. Þetta hefur verið reynt að gera með því að hafa búðir sem víðast á félagssvæðinu. Nú, þetta hefur gengið misvel eins og verða vill í sögu fyrirtækja. Upphaflega var KRON mikið stórveldi hér í Reykjavík og hafði afgerandi áhrif á verðlag. Félagið var með ýmsar nýj- ungar, meðal annars opnaði það fyrstu kjörbúð í Evrópu héma á Vesturgötunni. Þá var það leiðandi í verslun. Síðan komu samdráttar- tímabil þar sem aðrir tóku við því hlutverki. Við erum að vona að núna séum við aftur að komast í forystu. Með opnun Miklagarðs vorum við að hefja þetta tímabil. Þar á KRON 52% hlut á móti 30% hlut SÍS og 18% hlut þriggja nágrannakaup- félaga. Með þjónustuhlutverk KRON í huga: - Nú hafa hverfabúðimar flestar vik- ið og þið eruð á kafi í stórmarkaða- slagnum. Á félagið nokkurn rétt á sér lengur sem þjónn félagsmanna? Ég held að fyrirtæki sem er full- gildur aðili í þessari samkeppni sé af hinu góða. Það hefur sýnt sig að það þarf fleiri en einn stóran aðila til þess að tryggð séu bestu kjör á markaðnum. Ég er þeirrar skoðunar að það verði ekki gert nema þessir aðilar séu ólíkir að uppmna og eðli og komi ekki til með að sameinast um verðlagningu. Þama þurfa því að vera ákveðin öfl á ferðinni eins og til dæmis núna KRON og hins vegar Hagkaup. Þetta er kannski heppilegasta fyrirkomulagið til þess að tryggja bestan árangur. Það sýndi sig á hinn bóginn að við stóðumst ekki samkeppnina með rekstri hverfaverslananna. Við gátum ekki boðið félagsmönnum okkar og öðr- um viðskiptavinum hagstæðasta verðið nema með því að hagnýta okkur hagkvæmni stórmarkaðanna. - Stefnir þá í tvo meginpóla, annars vegar KRON, hins vegar Hagkaup? Það er ef til vill allt of mikið að sviðsetja þetta þannig. Vissulega stefair núna í að þetta verði stærstu aðilamir en auðvitað þrífst með þeim fjöldi miðlungs- og smáfyrir- tækja á þessu sviði. - En hvað er þá KRON stórt í smá- söluverslun höfuðborgarsvæðisins? Það er nú nokkuð óljóst hvemig meta á stærð þessa markaðar. Þetta blandast orðið svo gríðarlega með tilkomu stórmarkaðanna, sem selja svo til allt, ekki bara matvörur og DV yfírheyrsla Viðtal: Herbert Guðmundsson Myndir: Brynjar Gauti hreinlætisvörur eins og hverfabúð- imar. En á þeim markaði sem við álítum að slagurinn standi um í matvöm og mörkuðum tel ég að við höfum verið með 10-12%. Með kaup- unum á Víði í Mjóddinni, sem nú heitir Kaupstaður, gæti ég með sama hætti giskað á að við næðum þetta 15-17%, jalhvel kannski 20%. En það veit auðvitað enginn hvemig þetta fer nákvæmlega. - Hver var velta KRON í fyrra? Hún var 370 milljónir í KRON- búðunum og um 700 milljónir í Miklagarði. En þar eiga jú fleiri aðild að eins og ég hef greint frá hér að framan. - Og ó þessu öllu saman var tap- rekstur. Já, það er rétt. Tap KRON var nokkuð og á Miklagarði var 6 millj- óna króna tap. Það er að vísu hreint ekkert óskaplegt, miðað við veltu. Það varð einnig nokkurt tap árið á undan. Þetta er raimar svipað og við bjuggumst við varðandi tvö fyrstu ár Miklagarðs. Við gerum okkur vonir um að reksturinn standi undir sér í ár eða komist mjög ná- lægt því. - Nú hafið þið nýlega keypt hús og verslun Víðis í Mjóddinni og sagt er að kaupverðið sé hátt í 300 milljónir króna. Stendur KRON svona vel þrátt fyrir taprekstur að undan- fömu? Ég segi að vísu ekkert um kaup- verð Víðis, um það var samið að gefa það ekki upp. En KRON stend- ur eignalega mjög vel. Um síðustu áramót vom bókfærðar eignir um 300 milljónir króna sem þýðir senni- lega að þær séu eitthvað hærri að söluverðmæti, til dæmis er bmna- bótamat fasteigna eitthvað hærra en bókfært verðmæti þeirra. Þá vom skuldir félagsins um 110 milljónir og þannig er eigið fé KRON 190 millj- ónir króna ef við höldum okkur við bókfært verð eignanna. - Stenst það að þið sem stjórn sam- vinnufélags neitið að skýra frá tölum imi jafngríðarleg kaup og á Víði og þá eignatilfærslu sem það hlýtur að hafa í för með sér? Já, stjómin hefur fulla heimild til þess að kaupa og selja eigur. Hún veit auðvitað allt um kaupverð Víð- is sem trúnaðarmál og er ekki skyldug að gefa út neinar auglýsing- ar um það. - Ef spurt yrði um þetta á aðalfundi til dæmis einhverrar deildar KRON. Fengist þá svar? Ja, ekki öðm vísi en að ég myndi skýra frá því að um það hefði verið samið að kaupverð Víðis yrði trún- aðarmál og ég treysti mér ekki til þess að rjúfa þann trúnað. Má ekki lesa þessi viðskipti út úr næstu reikningum félagsins? Þau koma auðvitað fram í breyttri eignastöðu. Þar blandast þau auð- vitað saman við aðrar tilfærslur og ég efast um að auðvelt verði að lesa þessi viðskipti nákvæmlega út úr þeim. / - Hvaða eignir látið þið á móti Kaup- stað? Við verðum auðvitað að selja eignir og þar er hús Stórmarkaðsins í Kópavogi efst á blaði. Sá markaður var aldrei ætlaður nema til bráða- birgða og er auk þess í næsta nágrenni við Kaupstað. - En hvað um Miklagarð, hann er á bráðabirgðaleyfi í Holtagörðum Sambandsins? Já, hann er það að vísu. Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram og geri það ennþá að leyfið verði fram- lengt, enda hafa engin rök komið fram sem mæla gegn því að svo verði. Nú, Hagkaup hefúr verið á bráðabirgðaleyfi allan sinn tíma í Skeifunni, líklega í 25 ár. Það hefur enginn hróflað við þeim, þeir hafa ekki verið fyrir neinum og við erum ekki fyrir neinum þama niðurfrá. Það væru þá annarleg sjónarmið sem réðu því að farið yrði að hrófla við þessu. - Er KRON pólitísk stofiiun? Stjórnin núna er til dæmis eingöngu skipuð mönnum úr svokölluðum vinstri flokkum og að minnsta kosti fimm af níu stjórnarmönnum eru yfirlýstir alþýðubandalagsmenn. Það er engin meðvituð pólitík í þessu. Það er vitað mál að þessir svokölluðu félagshyggjuflokkar, hvaða merkingu sem menn leggja svo í það, hafa stutt samvinnuversl- un. Síðan hefur Sjálfstæðisflokkur- inn álitið annað rekstrarform heppilegra og því hafa sjálfstæðis- menn ekki laðast að samvinnuversl- un í miklum mæli. En við erum með fólk bæði í störfum og framkvæmda- stjóra sem er yfirlýst sjáltstæðisfólk þannig að við höfum ekki farið þannig í neitt pólitískt manngrein- arálit. - Hefur aldrei setið sjálfstæðismaður í stjórninni? Uppistaðan í stjóm KRON hefur lengst af komið úr verkalýshreyfing- unni og þar hafa verið formenn í deildum Dagsbrúnar og stjómar- menn þar. Saga Dagsbrúnar og KRON hafa verið mjög tengdar. En hvort einhvem tíma hefur slæðst þama inn sjálfstæðismaður veit ég bara ekki. - Ertu mikill bisnessmaður? Ég hef gaman af því að atast mik- ið í málum og það er mikil athafna- semi í mér. Látinn vinur minn sagði eitt sinn að í mér væri þessi vest- firski djöfúldómur sem mér skildist að væri ólæknandi. Ég á sennilega erfitt með að aðhafast ekki neitt og láta umhverfið þannig líða fram hjá mér án þess að taka þátt í mótun þess. Þetta er nú líklega ástæðan fyrir því að ég er í þessu öllu saman. - Fyrst þú hefur svona gaman af þessu brölti öllu, hefurðu þá ekki alveg eins áhuga á að græða á þessu sjálfur? Eða er þetta allt saman hug- sjónastarf? Ég hef nú aldrei hugleitt þetta af neinni alvöm. En auðvitað gæti það komið til greina að ég starfaði af þessu á öðrum vettvangi. Ég held að ég myndi þó ekki fara út í eigin bisness. Ég verð að sjá ákveðinn til- gang í því sem ég ætla að gera, annan heidur en þann að auðgast sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.