Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 2
Fréttir MÍt)VlKlÆ)AÍÍUR Í986?': Ungfrú heimur í stóðugum sjónvarpsviðtölum: Fréttamaður bandarisku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræðir við Hófí í Laugardalnum i gær. DV-mynd GVA. „Þeir fá ekki allt“ -sagði Hófí og neitaði aðfara úrfótunum Hólmfríður Karlsdóttir er komin heim frá Austurlöndum fjær í tilefrú leiðtogafimdarins og hefiir vart haft undan að veita sjónvarpsviðtöl. Heimspressan er stödd í Reykjavík og fatt fréttnæmt. „Ég er búin að vera í viðtölum hjá öllum stóru, bandarísku sjónvarps- stöðvunum, japönskum sjónvarps- stöðvum, tímaritinu Time, Washing- ton Post og í kvöld fer ég í viðtal hjá sovésku fréttastofunni Tass,“ sagði Hófí er DV ræddi við hana á sundlaug- arbarminum í Laugardal þar sem sjónvarpsstöðin NBC var að undirbúa viðtal fyrir Today Show sem er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn í Bandaríkjunum. Hófi var auðsýnilega kalt enda nýkomin frá Singapore og þegar DV benti henni á að hún mætti þakka fyrir að þurfa ekki að vera á sundbol, svaraði fegurðardrottningin: „Þeir fá ekki allt, þessir menn. Ég fer ekki úr fótunum." Hólmfríður heldur utan til London í dag til frekari starfa en kemur svo aftur heim á leiðtogafundinn á föstu- dag og verður fram yfir helgi. Upptakan í sundlaugunum í gær er hluti af lengri sjónvarpsþætti sem NBC er að gera um íslenskar konur og sýndur verður í Today Show. Rætt verður við fiskvinnslukonur, pijóna- konur, hæstaréttarlögmann, Hófí og jafhvel forsetann. Þá þykir mönnum með ólíkindum að sovéska fréttastofan Tass hafi beðið um viðtal og hallast sérfróðir menn að því að það sé jafnvel í fyrsta skipti sem viðtal við fegurðardrottningu birtist í sovéska sjónvarpinu. í Sovét- ríkjunum eru fegurðardrottningar ekki kjömar. -EIR Bílstjörar Rússanna hanga á Mímisbar: Steingrímur afstýrði stríði leigubílstjóra Rússnesku sendinefndimar, sem staddar em hér á landi vegna leið- togafúndarins, hafa leigt hálfan bíla- flota BSR og hafa bílstjóramir fengið inni á Mímisbar á Hótel Sögu. Er hér bæði um að ræða leigubílstjóra af stöðinni svo og menn sem ráðnir vom utan stöðvarinnar til að anna eftir- spuminni. Vegna þeirra ráðninga munaði minnstu að upp úr syði á milli Bílstjórafélagsins Frama og BSR- manna og þurfti forsætisráðherra að grípa í taumana. „Við vorum kallaðir til Steingríms vegna þessa máls og hann kvað deil- una niður. Þetta fyrirkomulag, sem við höfúm komið okkur upp, verður áfram við lýði,“ sagði einn bílstjórinn í samtali við DV. Það væsir ekki um bílstjórana á Mímisbar þó svo ekkert áfengi sé inn- an barsins. Rússamir sjá bflstjórum sínum fyrir mat tvisvar á dag, kafifi og meðlæti eins og hver vill hafa og svo er kaupið 15 þúsund krónur fyrir 12 tíma vaktir. -EIR BSR-bílstjóramir á Mímisbar i gær. Ekkert áfengi en matur tvisvar á dag. DV-mynd GVA. „Þetta er tómt rugl“ „Maður gerir ekkert annað en bíða, þetta er tómt rugl,“ sagði HróHur Smári Jónasson leigubílsstjóri er ekur nú Oldsmobile-bifreiö sem er kirfi- lega merkt bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. „En það er svo sem allt i lagi að biöa svona. Kaninn borgar fyrir ruglið, ég fæ 1000 krónur á tírnann." í tilefni lelðtogafundarins hefur HróHur Smári klæðst sérstökum einkennis- búningi leigubilstjóra sem nú er mjög að ryðja sér til rúms hér á landi; blár, stuttur jakki meö merkjum á brjósti og hllö og buxur í stil. -EIR/DV-mynd GVA. Frumleg viðbót við afvopnunaiviðræður: Vodkaflöskur í fallhlífum í tilefni leiðtogafúndarins í Reykjavík hafa samtökin Friður með alkóhóli(Peace Through Alco- hol) látið til sín taka. Aðalstöðvar samtakanna eru í Liverpool á Eng- landi og hafa liðsmenn kynnt málstað sinn rækilega í breska þing- inu og víðar. Kjaminn í málflutningi þessara sérstæðu friðarsinna er sá að alkóhól sé ódýrara en kjamorka og í vissum skilningi mun áhrifarí- kara ef rétt er með farið. Samtökin Friður með alkóhóli leggja til að vodkaflöskur verði látn- ar svífa til jarðar í litlum fallhlífúm hvar sem sovéskt herlið er að finna. Er Afganistan nefht sérstaklega í því sambandi og bent á að Rússar séu friðsamari fidlir en ófúllir. Markmið samtakanna er ekki það að eyða sovéskum herdeildum þegar þær eru ekki lengur bardagafærar sökum drykkju heldur að gera hermennina ófera til hemaðar með aðstoð áfeng- is. I kynningarbæklingum samtak- anna Friður með alkóhóli er á það bent að þegar búið verði að breyta sverðum herja heims í plóga megi nota vopn samtakanna(vodka) sem eldsneyti á dráttarvélar. Helsta slag- orð þessarar friðarhreyfingar er: „Drekka, ekki drepa“. DV tókst ekki að fá staðfestingu á því í aðalstöðvum samtakanna hvort ráðgert væri að láta vodkaflöskur í fallhlífúm rigna yfir Reykjavík á meðan á leiðtogafúndinum stendur. -EIR Vopnaleit á Reykjavíkurflugvelli „Við herðum allt eftirlit, bæði með sagði Hermann Guðmundsson hjá á föstudögum. Þá er alltaf töluvert um farangri íslendinga svo og komu út- Tollgæslunni. ferjuflug. „Öll umferð um Reykjavík- lendinga. Á Reykjavíkurflugvelh Á Reykjavíkurflugvelli lenda flug- urflugvöll er undir ströngu eftirliti lendir enginn án þess að verða var við vélar frá Færeyjum á þriðjudögum og vegna leiðtogafundarins,“ sagði Her- okkur og við verðum með vopnaleit," laugardögum og vélar frá Grænlandi mann Guðmundsson. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.