Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. íþróttir Við homfanavm Furðuleg niðurröðun Þegar ljóst var að landsliðið myndi ekki taka eins mikinn tíma í vetur, þar eð engin stórkeppni er á dagskrá hjá því næsta árið. áttu flestir von á því að 1. deildar keppnin í hand- knattleiknum í vetur fengi algeran forgang og allt yrði gert til að gera hana sem veglegasta. En svo verður ekki. Nú er komið í ljós að niðurröð- unin í Islandsmótið er vægast sagt furðuleg. Heil umferð er leikin á einu kvöldi og svo koma löng hlé á milli. Það er því ljóst að fjölmiðlar verða að velja og hafha þegar leikjahrúgan skellur á. Greinilegt er að leikimir, sem fyrirfram eru álitnir minna merkilegir, verða útundan. Vanmat Valsmanna Það hefur vakið mikla athygli að Valsmenn léku báða Evrópuleiki sína í handknattleik gegn norska liðinu Urædd í Noregi. Enn meiri athygli vakti þegar liðsstjóri liðsins lýsti því yfir í útvarpsviðtali að ástæðan hefði verið sú að það hefði kostað Valsmenn mikla peninga að leika heima og heiman. Þetta verður að teljast furðuleg ástæða og sú á- kvörðun Valsmanna að leika báða leikina erlendis er hreinlega móðgun við aðdáendur félagsins og hand- knattleiksunnendur almennt. Einn- ig lýsir þessi ákvörðun Valsmanna miklu ofinati á eigin getu eins og kom fram í leikjunum í Noregi en sem kunnugt er töpuðu Valsmenn báðum leikjunum og eru úr leik í Evrópukeppninni. Ákvörðun Atla veldur heila- brotum Sú ákvörðun Atla Hilmarssonar handknattleiksmanns að hætta að ieika með landsliðinu vakti mikla athygli á sínum tíma og þeir eru margir sem ekki hafa enn sætt sig að fullu við þessa ákvörðun hans. Þeirra á meðal eru menn innan handknattleikssambandsins og reyna þeir nú óspart að fá Atla til ~áð breyta þessari ákvörðun sinni og eru bjartsýnir á að hann skipti um skoðun. Vonandi verður þeim að ósk sinni en líkumar eru svo til engar. Stutturfyrirvari Sem kunnugt er varð Stefán Jó- hannsson, markvörður í KR, pabbi rétt fyrir landsleikinn gegn Sovét- mönnum í knattspymu og lék af þeim sökum ekki með íslenska lið- inu. Ég hef heyrt að Stefán hafi sagt Sigfried Held landsliðsþjálfara frá því að hann ætti von á efingja að- eins þremur tímum fyrir landsleik- inn. Mörgum finnst þetta stuttur fyrirvari og að Stefán hefði átt að tilkynna Held um væntanlega fæð- ingu erfingjans strax og hann var valinn í landsliðshópinn. Nú líður óðum að landsleiknum gegn Austur- Þjóðverjum ytra þann 29. október og mun Stefán ekki vera ömggur með sæti sitt í landsliðshópnum. Held mun ekki vera yfir sig ánægður með þann stutta fyrirvara sem hann fékk þegar Stefán afboðaði sig i leik- inn gegn Sovétmönnum. Hemmi úti í kuldanum Það vakti nokkra athygli á leik Vals og Juventus á Laugardalsvelli á dögunum að Hermann Gunnars- son var úti í kuldanum við að lýsa leiknum í áhorfendastúkunni fyrir hlustendum Bylgjunnar. Bjami Fel- ixson, íþróttafréttamaður sjónvarps- ins, sat hins vegar inni í glerbúrinu og hafði það gott. Skýringin mun vera sú að gamla gufuútvarpið og sjónvarpið eiga sitt glerbúrið hvort •Hermann Gunnarsson að lýsa leik Vals og Juventus úti í kuldanum DV-mynd Brynjar Gauti á Laugardalsvellinum. Bylgjumenn höfðu hins vegar engan fyrirvara á sínum málum og komust því ekki að. En þrátt fyrir að Hemmi hefði þurft að sitja úti í kuldanum, vel búinn, yljaði hann hlustendum Bylgjunnar með skemmtilegri lýs- ingu að vanda. Gróusögur um Pétur Gengið hefur fjöllunum hærra hér í Reykjavík að Pétur Pétursson, knattspymumaður frá Akranesi, eigi þessa dagana í viðræðum við hol- lenska félagið Ajax. Rétt er að Pétur er þessa dagana staddur í Rotterdam en hefur ekki átt neinar viðræður við forráðamenn Ajax né annarra félaga. Hann er í heimsókn hjá vin- um sínum sem hann kynntist þegar hann var hjá Feyenoord og er vænt- anlegur heim til íslands í vikunni. Pétur mun að öllum líkindum leika með Akumesingum næsta keppnis- tímabil. Dómaravandræði í körfunni? Nú er karfan komin á fulla ferð og menn bíða spenntir eftir því að sjá hvort sama ruglið verður í dóm- aramálum og viðgekkst síðsata keppnistímabil. Því miður er útlit fyrir að ástandið verði svipað í vetur enda hafa ekki nýir dómarar bæst í hópinn. En þeir sem dæmdu í fyrra, og þá sér í lagi þeir yngri, em ári eldri en í fyrra og ættu því að vera komnir með örlítið meiri reynslu. Þá er greinilegt að hinn kunni dóm- ari, Sigurður Valur Halldórsson, fær fleiri leiki að dæma í vetur. Hann átti í útistöðum við dómaranefnd KKÍ í fyrra vegna ágreinings um túlkun á ýmsum reglum. Nú er búið að leysa það mál og reglunum hefur verið breytt að hluta til. Sigurður verður því ekki frystur eins og í fyrra og vissulega er það ánægjuefhi fyrir körfuknattleiksmenn. Broddi vakti athygli Á nýafstöðnu Evrópumóti félags- liða í badminton vakti frammistaða TBR-liðsins mikla athygli og þá sér- staklega góð frammistaða Brodda Kristjánssonar í einliðaleik karla. Hann lenti til að mynda gegn Svían- um Stefan Karlson, einum þekktasta einliðaleiksspilara í heimi og sigraði hann næsta auðveldlega í odda- hrinu. Ekki tókst þó að ljúka henni þar sem frammistaða Brodda fór svo mjög í taugamar á honum að hann yfirgaf leikvöllinn þegar staðan var 10-6 Brodda í vil. Var Svíinn mjög óánægður með dómgæsluna en auð- vitað hafði það úrslitaáhrif að hann þoldi ekki að tapa fyrir hinum unga Islendingi. -Muggur MUGGUR „Ég var að frétta að forráðamenn handknattleiksdeildar Vals væru bún- ir að sækja um að fá að leika báða leikina gegn FH í íslandsmótinu í Hafiiarfirði. FH-ingar hafi boðist til að borga ferðir fyrir Valsmenn í fjörð- inn, þannig að Valur þarf ekki að greiða neinn ferðakostnað." Siggi Jóns skoraði þrumufleyg af 25 m -------- Stjaman til Júgóslavíu íslandsmeistarar Víkings dróg- ust gegn St. Ottmar Gallen í Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik. Stjaman, sem tek- ur þátt í Evrópubikarkeppninni, mætir Ljubljana frá Júgóslavíu. Samkvæmt drætti eiga Víkingar og Stjömumenn að leika fyrri leiki sína úti. FH lék eitt sinn við St. Ottmar Gallen í Evrópukeppninni og sló svissneska félagið þá út. -SOS - vonast eftir að leika með Sheff. Wed. „Maður verður bara að bíða og vona það besta - taka vel á á æfingum. Það verður ekki tilkynnt fyrr en rétt fyrir leikinn gegn Man. Utd á Old Trafford á laugardaginn hverjir leika. Ég er vissulega ánægður með frammistöðu mína gegn Stockport í Littlewood- bikarkeppninni á þriðjudag en leikur- inn var háður á Maine Road í Manchester. Ég skoraði fjórða mark Sheff. Wed. í 7-0 sigrinum. Hörkuskot af 25 metra færi neðst í markhomið og markvörður Stockport átti ekki möguleika á að veija. Vissulega var gaman að skora þetta mark og það gefur vissar vonir,“ sagði Sigurður Jónsson, þegar DV ræddi við hann í gær. Siggi lék sinn fyrsta leik í aðal- liði Sheff. Wed. á leiktímabilinyu gegn Stockport. Liðið var nokkuð breytt frá 6-1 sigrinum á Oxford í 1. deild síðast- liðinn laugardag. Siggi var tengiliður á Maine Road og hann hefur leikið þá stöðu í vara- liði Sheff. Wed. í haust. Leikið þar 5-6 leiki og skorað tvö mörk. Varaliðið hefur ekki tapað leik í þeirri deild, Central Leauge. Hins vegar gert tvö jafhtefli og er þar í efeta sæti ásamt tveimur öðrum liðum. Sheff. Wed. vann stórsigur á 4. deild- ar liði Stockport i Littlewood-keppn- inni. Samtals 10-0 í báðum leikjum. Colin Walker skoraði þrennu á Maine Road, Mel Sterland tvö, Siggi og Paul Hart eitt hvor. Þegar Sigurður fór til Sheffield gerði hann samning við fé- lagið í þrjú og hálft ár. Hann á tvö ár eftir af samningum. „Ég er alveg tilbúinn í Evrópuleik- inn við Austur-Þýskaland 29. þessa mánaðar og vona að við náum góðum árangri þar. Það er alltaf gaman að leika í íslenska landsliðinu og þessi leikur verður sérstaklega þýðingar- mikill. Mér líður prýðilega hér í Sheffield, er kominn með eigin íbúð og vona að möguleikamir á að leika í aðalliðinu hafi aukist með frammi- stöðunni á þriðjudag. Það er alveg úr sögunni að ég fari aftur til Bamsley, að minnsta kosti veit ég ekki annað. Maður fær lítið að frétta hjá stjóran- um hér, Howard Wilkinson. Hins végar hef ég frétt á skotspónum að 2-3 félög hér á Englandi hafa verið að spyijast fýrir um mig hjá félaginu. Spurt hvort ég væri á sölulista. Svo er ekki en eins og staðan er í dag veit ég ekkert um hvort einhverjar hreyf- ingar em framundan. Wilkinson er ákaflega fastheldinn á sömu leik- mennina í aðalliðinu og liðið hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa,“ sagði Sigurður Jónsson að lok- um. -hsím •Siggi Jóns - lék sinn fyrsta leik í aðalliði S sl. keppnistímabili. Víkingar tefla fram táningaliði - þegar þeir hefja vömina gegn KR í kvöld Baráttan um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik hefet á þremur víg- stöðvum í kvöld, Laugardalshöll, Kópavogi og Hafnarfirði. Meistartar Víkings hefja vöm sína í leik gegn KR-ingum. Víkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku undanfarin ár. „Við höfum misst reglulega tvo til þijá lyk- ilmenn frá okkur á ári, undanfarin ár,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkinga. „Af eldri leikmönnum em aðeins eftir Hilmar Sigurgíslason, Kristján Sigmundsson markvörður og Einar Jóhannesson. Víkingsliðið er nú byggt upp á ungum og efnilegum leikmönn- um sem sést best á því að meðalaldur liðsins er aðeins 22 ár,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði að Víkingar myndu gera sitt besta eins og hingað til. „Við gerum okkur þó fyllilega grein fyrir að það er kominn tími upp- byggingar hjá okkur.“ Karl Þráinsson landsliðsmaður er nú byrjaður að æfa á ný eftir nokkra hvíld vegna meiðsla. - Hvaða félög telur þú að séu sterk- ust um þessar mundir? „Valur og Stjaman koma sterk til leiks. Þessi lið hafa ekki misst leik- menn en fengið sterka leikmenn til sín. Stjaman hefur státað af því að vera komin upp með stórveldi - að timi Garðabæjarliðsins sé runninn upp. Ef Stjaman á ekki möguleika núna þá þurfa Garðbæingar að bíða lengi eftir að meistaratitillinn komi í fyrsta skipti til þeirra.“ Guðmundur sagði að KR-liðið hefði fengið mestan liðsstyrkinn og væri til alls líklegt. Vesturbæjarliðið vari með góða samblöndu af reyndum og ungum leikmönnum. „FH-liðið, með þá Héðin Gilsson og Þorgils Óttar Mathiesen sem aðalmenn, væri til alls líklegt og einnig Framliðið undir stjóm Per Skámp. Hann á örugglega eftir að styrkja vöm Framliðsins mikið,“ sagði Guðmundur. „Ég hef trú á því að handknattleik- urinn verði jafn og skemmtilegur í vetur. Það em margir ungir og efnileg- Tumertil Úlfanna Graham Tumer, sem var rekinn frá Aston Villa, var ráðinn framkvæmda- stjóri Úlfanna í gær. Tumer, sem er 39 ára, tekur við starfi Brians Little, fyrrum leikmanns Aston Villa, sem var látinn víkja fyrir Tumer. Úlfamir em í 4. deild. Þeir hafe leik- ið undir stjóm ellefu framkvæmda- stjóra sl. sex ár. „Ég mun stefna að því að koma Úlfunum upp úr þeim öldudal sem þeir hafa verið í,“ sagði Tumer. Úlfamir, sem vom í 1. deild 1984, em nú í fjórtánda sæti í 4. deild. -SOS ir leikmenn hér á uppleið. Þá hafa félögin undirbúið sig mjög vel fyrir slaginn,“ sagði Guðmundur. Fimm leikir verða leiknir i 1. deildar keppninni í kvöld. Haukar fá Vals- menn í heimsókn í Hafnarfjörð kl. 20, Víkingur mætir KR í Laugardalshöll kl. 20 og strax á eftir leika þar Fram og KA. Breiðablik leikur gegn FH í Kópavogi kl. 20.15 og strax á eftir leika Stjaman og Ármann. -sos | íslenskirl ; arar í No I„Þetta var mjög gagnlegt námskeið fyrir okkur og margt nýtt sem kom í fram,“ sagði Sigurður Valur Halldóre- | son, alþjóðlegur dómari í körfuknatt- Ileik, en hann, ásamt Jóni Otta Jónssyni, var á meðal þátttakenda á undirbún- Iingsnámskeiði fyrir körfuknattleiks- dómara sem haldið var í Nottingham í IEnglandi nýverið. Það er ekki á hveijum degi sem ís- I lenskir körfuknattleiksdómarar leggja land undir fót til að afla sér frekari I upplýsinga í dómaramálum og því Iánægjuefni mikið að þeir Sigurður og Jón Otti skuli hafe séð sér fært að fara L______________-_______________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.