Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Uúönd Evrópsk dagblöð bjartsýn á nýtt tímabil slökunar Telja íslandsfund þar geta orðið vendipunkt Fréttaskýrendur og stjómmálaleiðtogar í Evrópu, er fjallað hafa um samskipti stórveldanna að undanfömu, em bjartsýnir á nýtt tímabil slökunar. Telja þeir að nú riki raunverulegur sáttavilji í Kreml og Hvita húsinu og að fundur Reagans og Gorbatsjovs á íslandi um helgina kunni hugsanlega að verða vendipunktur nýs slökunartímabils. Leiðtogafundurinn á íslandi um helgina er hvarvetna í brennidepli. Fjölmiðlar í nágrannaríkjum okkar í Evrópu hafa nokkuð fjallað um fundinn á íslandi að undanfömu. Þar velta fréttaskýrendur, stjóm- málamenn og almenningur fyrir sér stöðunni eins og hún er í dag í sam- skiptum austurs og vesturs og á hvaða hátt íslandsföndurinn gæti þar á einh vem veg breytt stöðunni. Bjartsýni ríkjandi Ef litið er til umfjöllunannnar í evrópskum dagblöðum síðustu daga má segja að hún einkennist af bjart- sýni og er það almennt álit frétta- skýrenda að tímabil slökunar í samskiptum Bandaríkjanna og Sov- étríkjarma sé nú í uppsiglingu. Kann íslandsföndurinn að verða þar merk- ur vendipunktur, segja fréttaskýr- endur. John Keegan, fastur dálkahöfund- ur um hermál í breska blaðinu Daily Telegraph, íjallar um íslandsfundinn í lok síðustu viku þar sem hann spá- ir gagnkvæmum samningi stórveld- anna um fækkun meðaldrægra flauga í Evrópu og að drög að slíkum samningi verði lögð á Islandi um helgina. Breska blaðið Guardian, sem telst vera ögn vinstra megin við miðju í breskri stjórmálaumræðu, tekur undir spádóma um samning um fækkun meðaldrægra flauga og föll- yrðir að samningur náist um meiri fækkun en fram að þessu hafi verið taldar líkur á. í leiðara Guardian síðastliðinn fimmtudag segir meðal annars að vilji ríki nú hjá báðum stórveldunum um að leggja á sig varanlegar fómir til að komast að varanlegu samkomulagi um afvopn- unarmál. Haukarnir sigraðir? Breska blaðið Daily Mail, sem yfir- leitt er talið hallt undir íhaldsflokk- inn, lofar bæði Reagan og Gor- batsjov fyrir sáttfysi og framgöngu í afvopnunarmálum í leiðara um síð- ustu helgi og segir að báðum leið- togunum hafi tekist að vinna bug á „haukum" í eigin röðum er telji lítið gagn í þeim leiðtogafundum sem fyr- irhugaðir em á Islandi og svo síðar á árinu í Bandaríkjunum. Vestur-þýskt dagblað, vinstra megin við miðju, lýsir svipuðum skoðunum og koma fram í Daily Mail. Þar segir að farsæl lausn Dani- loff- og Sakharov-málsins hafi verið bitur „ósigur fyrir haukana í Moskvu og Kreml“ og jafnframt sig- ur beggja stórveldanna. Haft var eftir Helmut Schmidt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, á fundi með fréttamönnum í Dan- mörku, er tekist hafði að semja um lausn blaðamannsins Daniloff, að honum væri mikill léttir í því að stórveldin hefðu getað komið sér saman um viðunandi lausn í jain fáránlegu máli og Daniloff-málið hefði verið allt saman. Parísarblaðið Le Monde tekur aft- ur á móti í nokkuð annan streng, er það fjallar um samskipti stórveld- anna eftir að íslandsfundurinn var ákveðinn. Segir blaðið takmarkaðs árangurs að vænta á Reykjavíkur- fundinum, sem frekar verði sviðsetn- ing fremur en árangursrík fúndahöld og skoðanaskipti. Segir Le Monde ennfremur að leiðtogamir hafi fyrst og fremst fallist á að fúnda í Reykja- vík til að hafa áhrif á stjómmála- ástandið í eigin herbúðum og bæta ímynd sína þar. Vara við „Daniloff-brögðum“ Le Monde varar ennfremur við fleiri “Daniloff-brögðum" Sovét- manna í framtíðinni og að Sovét- menn gerðu slík brögð að vana sínum. Franska blaðið Le Matin, málgagn franskra sósíalista, tekur undir mál- flutning Le Monde og föllyrðir að Bandaríkjastjóm hafi þurft að kaupa frelsi Daniloffs dýru verði með því að fallast á að koma til ís- lands til föndar við Gorbatsjov. Enginn evrópskur fréttaskýrandi virðist hafa gleypt við opinberri skýringu Hvíta hússins um að ekk- ert samband sé á milli lausnar Daniloffs og meinta sovéska njósn- arans Zakharov, er bandarísk yfir- völd slepptu lausum nokkrum klukkustundum eftir að Daniloff var hleypt frá Sovétríkjunum. Breska blaðið Times segir tengslin milli Daniloff- og Zakharov-málsins vera augljós og í þeim málarekstri hafi „Reagan forseti greinilega verið sigraður". Daily Telegraph fjallar um Zak- harov-málið í helgarblaði sínu. Þar lýsa fréttaskýrendur blaðsins ótrú sinni á þeirri föllyrðingu að samband sé á milli lausnar andófsmannsins Yuri Orlov og njósnarans Zakharovs og líta verði á málavexti í ögn víð- ara samhengi tál að átta sig á tengslunum. Segir ennfremur að Sovétstjómina skipti ekki máli hverjum sé sleppt fyrir hvem á með- an hún kemst upp með meginmark- mið sín að fá njósnara sinn úr haldi í Bandaríkjunum fyrir saklausan blaðamann eða kunnan andófsmann er KGB hefur haft í haldi í Moskvu. Veikari staða leiðtoganna? I sænska blaðinu Dagens Nyheter, sem af flestum er talið áhrifamesta dagblað Svíþjóðar, er fjallað um við- burði síðustu vikna í samskiptum stórveldanna. Þar er um helgina lát- inn í ljós ótti um að hörð gagnrýni stórveldanna hvort á annað áður en lausn fannst á Daniloff-málinu hafi grafið undan líkum á gagnkvæmum samningum austurs og vesturs á næstunni og getur leiddar að því að málavafstrið í kringum Daniloff- málið hafi veikt stöðu bæði Reagans og Gorbatsjovs á heimavígstöðvun- um og gert þá berskjaldaðri fyrir gagnrýni. ErfHt stefnuval fyrir Corazon Aquino Corazon Aquino, forseti Filippseyja, þarf nú að fara að ákveða hvaða stefnu hún ætlar að taka í efnahagsmálum. Flestum þeim þúsund milljörðum króna, sem Filippseyjar hafa fengið að láni, hefur verið varið i rangar fjárfestingar. Og á hveijum degi þarf að greiða um 240 milljónir króna í vexti af þessum lánum. Brúttó-þjóð- arframleiðslan hefur minnkað og lífsafkoman er orðin eins og hún var 1975. Eftirvæntingin vegna komu hinn- ar nýju stjómar er mikil og allir búast við nýjum aðgerðum í efna- hagsmálum. Hingað til hefur þó ekki mikið gerst. Talað er um að Corazon Aquino þurfi nú að’ákveða hvaða leið skuli velja. Innan stjómarinnar em þeir sem aðhyllast sósíaliskar aðgerðir í efaahagsmálum og hins vegar þeir sem mæla með frjálsri verslun. Og skæruliðar kommúnista leggja hart að stjóminni að ánetjast ekki alþjóðlegum auðhringum. Erlendar fjárfestingar Innan viðskiptaráðuneytisins heyrast þær raddir sem álíta að hinn gullni meðalvegur sé æskilegastur en margt bendir þó til þess að Coraz- on Aquino hafi ákveðið sig. Á ferð sinni í Bandaríkjunum hefur hún mælt með erlendum fjárfestingum á Filippseyjum. Hefur hún meira að segja lokkað eigendur fyrirtækja með ódýrum og duglegum vinnu- krafti. Olli það hörðum mótmælum af hálfö verkalýðsfélaga heima fyrir og enn meiri ágreiningi innan stjómarinnar. En flöldi verkfalla og umræðumar um endurgreiðslu lánanna gera það að verkum að erlendir aðilar hika við að fjárfesta i landinu. Margir róttækir embættismenn vilja að þau lán, sem ekki hafa verið notuð til tilætlaðra ffamkvæmda, verði ekki endurgreidd. En þeir em þó fleiri sem álíta að skynsamlegast sé að taka á sig greiðslubyrðina frá Marc- osartímanum. Faldir fjársjóðir Sett hefúr verið á laggimar nefad sem á að leita að földum fjársjóðum. Tilgangurinn er að komast að því hvar hinar gífurlegu fjárhæðir, sem Marcosi og mönnum hans tókst að koma undan, em niðurkomnar. Hef- ur skipan þessarar nefndar valdið deilum og leitt til færri fjárfestinga bæði af hálfö innlendra og erlendra aðila. Eignaupptaka á vegum nefnd- arinnar hefur í mörgum tilfellum verið vafasöm og stundum hefur litið út fyrir að um hefnd hafi verið að ræða. Fjárfestingaraðilar em varir um sig og vilja vita hvaða reglur gilda áðm- en þeir hætta peningum sínum. Ákveðnar reglur hafa þó ekki verið settar og telja margir hag- fræðingar og atvinnurekendur að þessi óvissa hafi geigvænleg áhrif fyrir landið. Nýlán Alþjóðlegar peningastofnanir em fúsar til þess að veita Filippseyjum ný lán með því skilyrði að hrist verði upp í bankakerfinu. Með því að veita ný lán gefst landinu tækifæri til að koma efnahagslífinu í betra horf og þar með gefast tækifæri til þess að endurgreiða skuldimar. Þessi stefna er liður í nýrri áætlun Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að koma fótunum undir skuldugar þjóðir. Spumingin er bara hvort hjálpin kemur í tæka tíð. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.