Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. ,13 Beint samband fra LofUeiðum til Washington Fréttamiðstöð Hvíta hiissins verður í Víkingasal Hótel Loftleiða. Þar fá einungis þeir fréttamenn aðgang sem tilheyra sérstökum hópi fréttamanna sem fylgja forsetanum. Sá hópur mun að öllu jöfriu vera um 250 manns. I gær var verið að ljúka við að tengja símakerfi sem komið var með til lands- ins frá Bandaríkjunum sem sér um að beint samband sé á milli Loftleiða og Washington. í þessari stöð eru 68 línur og er Intelsat hnötturinn notaður til að koma símtölunum vestur um haf. Fréttamiðstöðin verður opnuð á fimmtudagskvöldið þegar forsetinn og fýlgdarlið hans koma til landsins. SJ Flugleiðir með 1800 aukasæti - Amarflug með 400-600 „Við erum með 1800 aukasæti vegna tilstandsins í sambandi við leiðtoga- fundinn og ljóst er að sætanýtingin ætlar að verða minni en við bjugg- umst við. Til að mynda voru loo sæti auð frá New York í gær. Þá er einnig ljóst að sætanýting frá Luxemburg og London er minni en við bjuggumst við. Ástæðan fyrfr þessu er m.a. að margir fréttamenn hafa tvíbókað sig til þess að gulltryggja sér far til Is- lands,“ sagði Sæmundur Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við DV. Amarflug býður upp á 400-600 aukasæti til landsins frá þeim stöðum sem félagið flýgur til erlendis. Sæmundur Guðvinsson sagði að mikil örtröð yrði nk. mánudag þegar koma þyrfti gestum aftur frá landinu því allir vildu komast burt frá landinu þann dag. Hann sagði það ljóst að þann dag kæmust ekki allir brott og yrðu því einhverjir að bíða næsta dags. Þó yrði reynt að verða við óskum flestra og ef þörf krefði myndu Flug- leiðir taka aukavélar á leigu. -S.dór. Miðamir í morgun fór vel á annað hundrað manns til London og mun dveljast þar fram á mánudag og er verð ferðarinn- ar, fargjald og hótelgisting, aðeins 12.500 kr. Flugleiðir buðu þessi kjör vegna þess að vélar félagsins fara nær tómar út til að sækja fólk tilheyrandi leiðtogafundinum. Frá því að þessi kjör voru auglýst mnnu út sl. mánudag hefur verið mikið að gera hjá afgreiðslu Flugleiða. Sömuleiðis var auglýst 18 daga ferð til Flórída á mjög hagstæðu verði og höfðu 40 manns pantað í þá ferð i gær að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaðafull- trúa Flugleiða. Flórídaferðin kostar rúmar 18000 kr. -S.dór. Frímiðafarþegar strandaglópar Þeir íslendingar sem voru á ferða- lagi erlendis og höfðu ferðast á frímið- um frá íslensku flugfélögunum komast ekki heim fyrr en umferðarörtröðinni vegna leiðtogafundarins lýkur eftir helgina. Sæmundur Guðvinsson, blaðafúll- trúi Flugleiða, staðfesti í samtali við DV að allnokkrir landar sætu fastir erlendis vegna þess. Hann sagðist ekki vita um hve margt fólk væri að ræða en taldi að þeir væru ekki mjög margir. Þar sem um frímiðafarþega er að ræða verða þeir að sjá sér fyrir gist- ingu og uppihaldi á eigin kostnað þar til úr rætist með far heim. -S.dór. Þeir dóu ekki ráöalausir japönsku sjónvarpsmennirnir og útveguðu sér heimild fyrir gámum á Reykjavíkurflugvelli við flugskýlí númer eitt þegar þá vantaði vinnuaðstöðu. í gær var verið að setja sima og rafmagn i gám- ana og siðan mun vera ætlunin að klæða þá að innan til einangrunar. DV-mynd KAE Það var mikið annríki í Víkingasal Hótel Loftleiða í gær þegar verið var að breyta salnum í fréttamiðstöð fyrir Hvita húsið. BN MEST SELDA HEIMIUS- TÖtiAN Á MARKAÐNUM! Það er engin tilviljun að AMSTRAD er ein vinsælasta tölvan í heiminum í dag. Síðastliðin tvö ár hafa yflr 1 mllljón AMSTRAD tölvur verið seldar. Með hverjum degi sem líður fá tölvukaupendur meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust í fremstu röð. AMSTRAD CPC 6128 og CPC 464 sameina frábæra hönnun, afl og hraða, einstaklega góða liti í skjá, gott h[jóð og geysispennandi notkunarmöguleika. - Tvær afburðatölvur sem færa þig nær framtíðinni. CPC 6128 • TÖLVA • DISKSTÖÐ • UIASKJAR 128 K RAM örtölva Z80A 4MHz meö innbyggöu Basic, hátalara og tengjum fyrir prentara, segulband og aukadiskstöð. 640 x 200 teiknipunktar á skjá, 27 litir. 20, 40 eða 80 stafir [ línu, íslenskir stafir. CP/M PLUS stýrikerfi og DR.LOGO forrltunarmál Verð aðeins 35.980,— kr. stgr. CPC 464 • TÖLVA • SEGULBAND • LflASKiÁR 64 K RAM örtölva 280A MHz með innbyggðu Basic, hátalara og tengjum fyrir prentara og diskstöð. 640x 200 teiknipunktar á skjá. 27 litir. 20, 40 eða 80 stafir í Knu, íslenskir stafir. Verð aðeins 26.980,— kr, stgr. ÞUSUNDIR FORRITA! Úrval af forritum, bókum og tímaritum fyrir AMSTRAD. Aukahlutir: Diskdrif - sfyripinnar - teiknipenni - stereohátalarar - mús o.fl. o.fl. ,./2S% utborgun eftirstöðvar allt^að 6 mán.l v/Hlemm, símar 29311 & 621122. UmboOsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman. Akureyrl: Bókabúðin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, OJúplvogur: Verslunin Djúpið. Grlndavfk: Bókabúð Grindavíkur. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfirðinga. Húsavfk: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Isafjöröur: Hljómborg, Keflavfk: Bókabúð Keflavikur, Vestmannaeyjar: Videóleiga G.S. _ TÖLVULAND HF., SÍMI 17850 öll V4?rð miöuð við gengi I. okt. 1986 og staögretöslu. _________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.